Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 43

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 43
41 VÍSINDIN í ÞJÓNUSTU RÉTTVÍSINNAR virkum efnum. Neutronuvirknin sýndi, að það var um að ræða allt- of mikið magn arseniks í beina- og vefjaögnunum. Og frú Mullenax var þar af leiðandi dæmd sek um morð að yfirlögðu ráði. I skjaladeildinni, sem er rétt hjá efnafræði- og eðlisfræðideildinni, ríkir kyrrð og næði. Það er líkast því sem maður sé staddur á bóka- safni. í þeirri deild hafa síðustu þræðirnir í fjölmörgum sakamálum verið skeyttir listilega saman og lausnin fundizt. Nýlega bar kona ein fram skaðabótakröfu fyrir milli- göngu „Lúkningarnefnd erlendra krafa“ vegna tjóns á persónulegum eignum sínum í Grikklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Sem sönnun eignarréttar síns lagði hún fram vélritað skjal, sem var dagsett í desember árið 1940, en í því til- kynnti grískur vinur hennar, að hann væri ekki lengur eigandi þess- ara eigna, heldur hún. Nefndin tor- tryggði konuna og afhenti Glæpa- rannsóknarstofu Alríkislögreglunn- ar skjalið. Sérfræðingar hennar komust að því, að skjalið var vél- ritað með letri af gerð, sem kom ekki á markaðinn fyrr en í júní ár- ið 1950. Vatnsmerkið á pappírnum sannaði, að hann hafði verið fram- leiddur árið 1958. Og undirskrift- irnar voru skrifaðar með kúlu- penna, sem hefði ekki getað verið framleiddur fyrr en í fyrsta lagi árið 1943. Sömu sérfræðilegu aðferðirnar, sem sanna sekt hinna seku, bjarga líka hinum saklausu. Fyrir nokkr- um árum gerðist það í Birmingham í Alabamafylki, að afgreiðslumað- /------------------------------>. Hér virma um 100 sérhœfð- ir rannsóknarlögreglumenn með háskólagráður í margs konar vísincLagremum. V______________________________) ur á bensínstöð lýsti því yfir,, að hann væri „algerlega viss um“, að Carl Brady væri sami maðurinn og sá, sem hafði fengið hann til þess að kaupa falsaða ávísun. Birming- hamlögreglan sendi ávísunina og sýnishorn af rithönd Brady til Glæparannsóknarstofu Alríkislög- reglunnar. „Þessi maður skrifaði alls ekki þessa ávísun,“ sagði rit- handarsérfræðingur á Glæparann- sóknarstofunni við starfsmenn Birminghamlögreglunnar, „en ég kannast við þessa rithönd." Hann leitaði í sérstakri ávísanafölsunar- skrá, sem skjaladeildin heldur yf- ir „afrek“ þekktra ávísanafalsara, sem enn ganga lausir. „Þessi ávís- un var gefin út af hópi fjögurra ávísanafalsara. Þar er um að ræða þrjá karla og eina konu. Og fólk þetta stundar ennþá iðju sína að falsa ávísanir og selja þær víðs veg- ar í Suðurríkjunum." Brady var látinn laus, en sökudólgarnir náð- ust síðar. Þær tvær tegundir sönnunar- gagna, sem algengastar eru, eru fótaför og hjólbarðaför. Og sönn- unargögn þessi hafa orðið þúsund- um glæpamanna að fótakefli. Lög- reglan í Manchester í New Hamps- hirefylki fann blóði drifin hælaför umhverfis lík hótelhúsvarðar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.