Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 79

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 79
FRÚARKIRKJAN í PARÍS 77 aldagömul óhreinindi og sót vél- aldarinnar og þeir hafa þannig öðl- azt enn meiri reisn. Menningar- málaráðuneytið franska hefur gert áætlun um allsherjar fegrun Par- ísarborgar, og samkvæmt þeirri áætlun hafa margar byggingar verið hreinsaðar með sandi eða þvottaefnum. En Frúarkirkjan fékk samt alveg sérstaka „meðhöndlun". Hún var þvegin með vatnsspraut- un eins og aðrar merkar bygging- ar og minnismerki. Þess var gætt, að vatnsbunurnar væru ekki kröft- ugar. Og það var ekkert hreinsi- efni haft í vatninu. Sérfræðingar skoðuðu brot úr steinunum gaum- gæfilega með vissu millibili til þess að ganga úr skugga um, að vatnið ylli ekki neinum skemmdum á steinunum. Snyrtisérfræðingur hefði ekki sýnt meiri varfærni við förð- un á óperustjörnu við Opéra Comi- que. Og því hefur framhlið Frúar- kirkju endurheimt sinn æsku- ljóma. Það er táknrænt fyrir furður þessarar miklu kirkju, að verk- fræðingar 20. aldarinnar notuðu sömu rifurnar, er þeir reistu vinnu- palla úr járni og stáli vegna hrein- gerninganna, og hinir fyrstu bygg- ingarmeistarar hennar höfðu skilið eftir fyrir trépalla sína, er þeir hlóðu veggina stein ofan á stein, hærra og hærra fyrir 800 árum. Sumir eru hrifnari af fullkomn- un hins hágotneska stíls kirknanna í Chartres og Reims. En að áliti margra tekur samt ekkert fram hinum traustu línum Frúarkirkju. Hún virðist vera í nánum tengslum við mannlífið sjálft. Kirkjan er reist til heiðurs Maríu mey og segir sögu hennar með hjálp steins, viðar, lit- aðs glers, olíumálverka og vegg- teppa. Ávöl, gild og sterkleg form hins rómanska kirkjubyggingar- stíls nægðu nú ekki byggingar- meisturunum lengur, er þeir glímdu við viðfangsefnin innan ramma hinna tröllauknu veggja, er þeir þreifuðu sig áfram með það, hvern- ig byggja skyldi hærra í átt til himins en nokkru sinni hafði verið gert. Og þannig urðu til hinar stór- kostlegu línur hinna gotnesku bog- hvelfinga. Árið 1163 var ekki vel til þess fallið að ráðast í slíkar yfirnáttúr- legar framkvæmdir sem byggingu Frúarkirkju. Lúðvík 7. hafði þegar misst hálft konungdæmi sitt í hend- ur Normanna. Og austan Rínar- fljóts ógnaði Friðrik Barbarossa (rauðskeggur) nú hinum varnar- litlu leifum konungdæmis hans. En þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður ákváðu þeir Lúðvík 7. og Maurice de Sully Parísarbiskup, er var af smábændaættum, að hefjast handa um þessa byggingu. Byggingarstarfinu var haldið áfram af þess konar ráðkænsku og snilli, sem gerði innblásnum mönn- um fyrrum fært að reisa píramíð- ana og Parthenonhofið. Allt að 1500 steinsmiðir, trésmiðir, glerskurðar- meistarar og járnsmiðir unnu þar samtímis undir stjórn byggingar- meistaranna, sem höfðu meginregl- ur hallandi flata, vogarstangar og trissu á valdi sínu, þótt þá skorti stálhegra og tölvur, sem bygging- armeistarar nútímans geta stuðzt við í starfi sínu. Stærðfræðikunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.