Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 69

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 69
67 ÞEGAR. STOLT BREZKA FLOTANS FÓRST um vatnsþéttar dyr, flýtti mér eins og ég gat vegna hræðslu um að dyrnar skelltust aftur, áður en ég kæmist í gegn. Ég viðurkenndi að mér létti við að komast í burtu frá staðnum, því að ég vissi að þessir vesalings menn voru dauðadæmdir. Hjúkrunarmaðurinn vísaði veginn og okkur tókst að komast aftur hvíldarþilfarið, sem var rétt undir flugvélarpalhnum aftast á skipinu. Við komumst ekki lengra, án þess að fara upp á efriþiljur, svo að við þreifuðum okkur áfram í reykhaf- inu, sem huldi allt skipið, þar til við sameinuðumst stórum hópi skip- verja, sem klifruðu upp á toppinn. Við spurðum frétta og var sagt að skipun hefði verið gefin um að yfir- gefa skipið. Er við komumst upp á efstaþilfar, varð ég hissa á að sjá hve margir voru komnir í sjóinn. Það var greini- legt að engan tíma mátti missa. Hjá mér komst aðeins ein hugsun að. „Ég verð að komast eins langt burt frá skipinu eins og mögulegt er, og það strax.“ Ég ruddist áfram að þeirri hlið skipsins, sem lengst var frá sjónum og leit niður og sá að andlit þeirra manna sem í sjónum voru, voru svört af olíu. Ég leitaði árangurslaust að hreinum bletti, en sá engan. Þá sá ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði ekkert lífbelti. en tíminn var naumur og ekki eftir neinu að bíða. Um leið og hugurinn reikaði snöggvast til félaga minna, lokaða niðri í skipinu, án nokkrar undankomuvonar, fleygði ég mér út- byrðis í olíumengaðan sjóinn. Er ég kom úr kafi fann ég mér til mikils hugarléttis að ég hafði ekki fengið neina olíu í augun. Ég heyrði að baki mér óhugnanlegan skruðning. Ég tók öflug sundtök, til þess að komast sem fjærst hinu sökkvandi skipi, en er ég leit í kringum mig, sá ég að bilið var aðeins um 20 eða 30 metra frá skipinu og horfði á rauðmálaðan botn skipsbáknsins um leið og því hvolfdi. Ég efldi sundtökin og synti áfram með öllum þeim kröftum, sem ég átti til. Af titrandi vörum mínum streymdu bænir og fyrirbeiðsla. Ég vildi ekki deyja. Allur kjarkur var þrotinn. Ég heyrði sprengingar allt undan oiíunni. Og enn synti ég. Allt í einu umluktist ég stórri öldu og er ég opnaði augun augnablik, gat ég ekki gert mér grein fyrir þeim ósköpum, sem umhverfis mig voru. I öldudalnum, þar sem Pow hafði verið fyrir nokkrum sekúndum, dauðsært skip, sást nú aðeins sjóð- andi hringiða og reköld í öllum átt- um. Þetta var hið síðasta sem ég greindi áður en sogið af hinu sökkv- andi skipi dró mig niður í djúpið. Nú leið stuttur tími — sem tæp- lega hefur verið meiri en mínúta — enda þótt mér fyndist hann langur, sem greiptist í huga minn og gleym- izt mér aldrei, og þegar ég hugsa til hans titra ég af skelfingu. Áður hafði ég ætíð hræðst drukknunar- dauðann. Nú hófst baráttan við hinn miskunnarlausa sjó. Ég get ennþá kallað fram í hugann að ég lá á bakinu í sjónum umkringdur af milljónum loftbóla. Ég neytti allra krafta til þess að komast upp á yfir- borðið, en það var eins og ógnar þungi héldi mér niðri. Ég snerist og sparkaði og lungun ætluðu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.