Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 32

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL mér virzt þar vera um að ræða eina samhangandi hryllingsflækju. Lag- lega konan í næsta herbergi var mjög vingjarnleg. Hún var áfengis- sjúklingur og hafði elzt um aldur fram. Önnur eldri kona með snjó- hvítt hár fékkst aldrei til þess að líta upp frá peysunni, sem hún var stöðugt.að prjóna. Feitlagin stúlka ruddi öðru hverju úr sér skömmum og klúryrðum, sem var ekki beint að neinum sérstökum. Gömul blökkukona frá Trinidad dottaði allan daginn, en þegar ýtt var við henni og hún rumskaði, þá fór hún að syngja rámri röddu: „Þegar þú kemur að hliðum himins, hrópaðu þá á miskunn." Tilbreytingarleysi daganna var rofið með hjálp starfslækninga og öðru hverju einnig með hjálp tón- listarlækninga. í hverri viku var hver sjúklingur látinn mæta til við- tals og athugunar hjá fjölda lækna og hjúkrunarkvenna. Var það kall- aður „starfsfólksdagurinn". Síðar frétti ég, að læknarnir skýrðu manninum mínum frá því, að það, sem að mér gekk, hafi verið ósjálf- rátt geðflækjuástand, sem orsakað- ist að mestu leyti af jafnvægis- skorti í efnaframleiðslu hinna lok- uðu kirtla, sem líklegt er, að hafi átt rætur sínar að rekja til þess, að ég hætti að hafa tíðir. Mér var gef- ið vakaefnið Premarin og tvö ró- andi lyf, Mellaril og Stelazine, ásamt litlum skömmtum af Artane til þess að vinna gegn slíkum al- gengum aukaverkunum sem vöðva- stirðleika eða skjálfta. Við þessa lyfjameðferð virtist allt líf mitt breytast smátt og smátt. Ég varð rólegri en áður. Nú þurfti ég ekki lengur að taka þessar ótal þvingandi ákvarðanir hins daglega lífs, sem mér höfðu fundizt vera mér slík byrði heima. Mér var sagt, hvenær ég ætti að borða, hvenær ég ætti að fara í bað og hvenær ég ætti að fara að hátta. Einu sinni á viku kom bókavagn með nýjar bækur, og ég las allt, sem ég gat fest hendur á. Smám saman hurfu skynvillur minar og ímyndanir og einnig kvíði minn og tortryggni. Að hálfum mánuði liðnum var manninum mínum leyft að heim- sækja mig og vera hjá mér í nokkra klukkutíma, en hann hafði þegar sent mér heilmikið af ástúðlegum bréfum. Viku seinna fékk ég kort, sem veitti mér leyfi til þess að fara að vild um svæði það, sem tilheyrði sjúkrahúsinu. Nokkrum dögum síð- ar veitti læknirinn mér leyfi til þess að dvelja heilan dag utan sjúkrahússins með manninum mín- um. Við ókum yfir fjöllin og borð- uðum indælan hádegisverð í ró og næði á litlu veitingahúsi. MÉR ER SLEPPT AF SJÚKRAHÚSINU Eftir eins mánaðar dvöl í sjúkra- húsinu var mér leyft að fara heim og vera þar yfir helgi. Mér fannst reyndar vera liðinn miklu lengri tími en einn mánuður. Þegar við hjónin komum heim, fannst okkur við vera komin til himnaríkis. É'g gekk hvað eftir annað að gluggun- um til þess að horfa inn í skóginn eða virða fyrir mér freyðandi flúð- irnar í ánni fyrir neðan. Ég reyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.