Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 33

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 33
DVÖL MÍN í SKUGGA GEÐBILUNAR 31 jafnvel að eiga svolítið við matseld og önnur heimilisstörf. í lok fimmtu vikunnar hélt mað- urinn minn með mér á fund sjúkra- hússlæknanna. Eftir að hafa spurt mig nokkurra spurninga, sagði yf- irsállæknirinn við mig: „Yður hef- ur batnað svo skjótt, að þér verðið líklega tilbúin til þess að fara heim eftir vikudvöl í viðbót.“ Við hjón- in litum hvort á annað og ljómuð- um af gleði. í hálft annað ár eftir að ég losn- aði af sjúkrahúsinu, fórum við hjónin til næstu geðheilsugæzlu- stöðvar á hálfs árs fresti. Við hverja heimsókn þangað var lyfjagjöf mín minnkuð, þangað til mér var loks tilkynnt, að ég þyrfti ekki að nota lyf lengur. Á þessum sama tíma tók ég smám saman upp þræði míns fyrra lífs og sneri mér að ýmsum þeim störfum og viðfangsefnum, sem ég hafði fengizt við, áður en veröld mín „sporðreistist“. Ég geri mér góða grein fyrir því, hversu heppin ég er, að það skuli ekki vera svo erfitt að lækna þess háttar geðveilu, sem ég var haldin. 6—8 konur (og 1—2 menn) af hverjum 100.000 íbúum þjást af sams konar geðveilu og ég þjáðist af. Og nú er málum svo komið, að rúmum 80% þessara sjúklinga batnar að fullu. Nú, þegar ég er laus við þann kvíða, sem kvaldi mig svo lengi, er ég gagntekin nýrri vellíðunar- kennd. Hjónaband okkar blómstrar að nýju. Ég mun aldrei gleyma þeirri óbugandi og skilyrðislausu hollustu, sem maðurinn minn sýndi mér þennan hræðilega reynslutíma. Nú hefur bókin mín verið gefin út. Ég held áfram við ritstörfin, vinn heimilisstörfin og fæst við garð- yrkju. Öll þessi yfirþyrmandi reynsla mín hefur gert það að verk- um, að ég met veröldina umhverf- is mig svo miklu meira en áður. Ég minnist dvalar minnar í þeirri skuggaveröld, sem jafnvægislaus hugur minn steypti mér út í, og met svo óendanlega mikils hvert augnablik, sem ég er húsbóndi míns eigin hugar og sjálfráð gerða minna. Bróðir minn, sem er lögregluþjónn, skýrði okkur -frá þvi, að hann og starfsfélagar hans hefðu orðið mjög óánægðir, þegar þeim var tilkynnt, að h'éðan í fná yrðu þeir að tilkynna öllum, sem stöðvaðir vœru og beðn- ir að svara spurningum, hver mannréttindi þeirra væru samkvæmt stjórnarskránni. Reynt var að gera lögregluþjónunum þetta auðveldara með því að fá þeim kort, sem klausa þessi stóð á. Dag nokkurn var lögreglubíll sendur til götu einnar, þar sem tveggja ára strákur hafði fundizt í óskilum. Það leið og beið, en ekkert heyrðist frá lögreglubílnum. Loks var kallað á hann í kallkerfinu og spurt, hvað væri eiginlega að. Þá svaraði einn af 'lögregluþjónunum í lögreglubíln- um ergilegri röddu: „Við erum búnir að lesa yíir stráknum klausuna á kortinu, varðstjóri, en hann neitar samt að segja eitt orð.“ Frú Garry McGlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.