Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 60

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL flytja matvæli og vatn til eyjar- innar frá Ástralíu. Vatnsmagnið, sem þangað er flutt árlega, nemur hvorki meir né minna en rúmum 160 milljónum lítra. Þegnar Nauru hafa vanizt því, að lífið dekri við þá. Ríkisstjórnin hef- ur sem sagt tryggt þeim öryggi frá vöggu til grafar. Það má segja, að þar sé um að ræða mesta velferð- arríki veraldarinnar, velferðarríki á hæsta stigi. Mánaðarleiga fyrir hús er aðeins 4 dollarar og 30 cent (og ókeypis viðgerðir). Læknis- hjálp og skólamenntun (þ. e. skóla- skyldunám frá 6 til 17 ára) er sömu- leiðis ókeypis. Sama er að segja um þá 350 talsíma, Sem eru á eyjunni, dagblaðið, sem kemur út hálfsmán- aðarlega, hárkollur, gleraugu og jafnvel „Pilluna“. Eyjarskeggjar eru flestir Polynesar, þ. e. a. s. ósviknir Suðurhafseyjabúar, og láta því hverjum degi nægja sína þján- ingu og taka lífinu heldur létt. Þeir hafa því ekki mikinn tíma til þess að vinna erfiðisvinnu. Þess vegna hafa þeir flutt inn 130 evrópska verkfræðinga, 924 iðnaðarmenn frá Hong Kong og 715 eyjarskeggja frá Gilbert- og Elliceeyjaklasanum til þess að vinna öll hin erfiðari og óþrifalegri störf á eyjunni. Og de Roburt forseti hefur gefið út fyrir- mæli um, að lágmarksárslaun skuli vera 1167 dollarar, svo að öruggt sé nú, að engan skorti vasapeninga. Sjálfur fær hann ekki nema 12000 dollara árslaun og 3000 dollara til greiðslu á risnu og öðrum kostnaði. STIG AF STIGI En lífi eyjarskeggja hefur ekki ætíð verið háttað á þennan veg. John Fearn, skipstjóri á brezka hvalveiðiskipinu ,,Hunter“ (Yeiði- maður), varð fyrstur til þess að finna Nauru. Var það árið 1798. — Hann kallaði eyjuna „Indælu eyju“. Uppivöðslusamir hvalveiðimenn, strokumenn og alls konar ævin- týramenn tóku brátt að koma við á Nauru, þegar þeir áttu leið þar framhjá. Og koma hvíta mannsins skapaði brátt ýmis vandræði. Þeir fluttu með sér áfengi, sjúkdóma og skotvopn. Að 80 árum liðnum, þ. e. þegar komið var fram á árið 1878, logaði þar allt í bardögum. Ætt- flokkar eyjarinnar, sem voru 12 að tölu, bárust þá á banaspjótum, og það linnti ekki drápum. Að lokum tókst áhöfn þýzka fallbyssubátsins „Eber“ að stilla til friðar á eyjunni árið 1888. Þýzkaland fylgdi út- þenslustefnu og var þá sem óðum að ná tangarhaldi á ýmsum eyjum á Kyrrahafi. Það lagði því eyjuna undir sig. Og þannig hófst tímabil erlendrar stjórnar á Nauru, en það átti eftir að standa í 80 ár. Árið 1905 gerði Ný-Sjálendingur- inn Albert Ellis samning við þýzkt félag fyrir hönd fyrirtækis síns, Fosfatsfélags Kyrrahafsins. Og brátt tók fyrirtæki þetta að moka upp auðæfum á eyjunni. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar gerði Þjóðabandalagið Nauru að brezku verndarsvæði undir sameiginlegri stjórn Bretlands, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Ríkisstjórnir þessara þriggja landa stofnsettu svo fyrir- tækið British Phosphate Commissi- oners (BPC), sem keypti upp eign- ir gamla námufélagsins. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.