Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 66

Úrval - 01.07.1970, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL myndara til þess að taka myndir af skipinu á siglingu. Það var enginn vafi á því, að ef Þjóðverjar vissu ekki allt um ferðir skipsins, þá voru þeir hinir einu. Því auðsjáanlega vissu allir aðrir allt um hreyfingar þess. Ég fékk 12 klukkutíma land- gönguleyfi í Capetown og þegar ég gekk í gegnum hliðið við höfnina, sá ég fjölda W.V.S. (herstúlkur), sem þarna voru mættar liðsterkar til þess að taka á móti okkur, auk þess voru hundrað bifreiðir á næstu grösum, til þess að aka okkur um borgina, eða hvert sem við óskuð- um og langaði til að sjá, einnig upp á fjallið „Table Mountain." Ég lenti með fjögurra manna fjöl- skyldu, er ók mér heim til sín af mikilli gestrisni og síðar um kvöldið upp á fjallið, þar sem borgin ljósum skrýdd breiddi sig út fyrir neðan. Þetta var í fyrsta skipti í 2 ár, sem ég hafði séð alljósa borg og varð hugsað til fólksins míns heima, sem varð að þreifa sig áfram í myrkrinu, en íbúar Capetown virtust annast öll sín störf á eðlilegan hátt, eins og engin styrjöld væri. Á meðan við stóðum við í Cape- town var mér boðin staða við eina sjóherbúðina, en hafnaði því — sem ég síðar átti eftir að iðrast. Ástæð- an fyrir því var sú að altalað var að við ættum að vera aðeins nokkra mánuði á Kyrrahafi, en snúa síðan til heimahafsins, sem þýddi að við fengjum brátt tækifæri til þess að berjast við óvinina, — eða þá óvini, sem við þekktum þá, því engum datt í hug að Japanir myndu taka þátt í þessum mikla hildarleik. Við notuðum tækifærið til þess að birgja okkur upp af nauðsynjum á meðan við lágum í Capetown, því að notkun skipverja á sælgæti, sígarett- um og niðursoðnum ávextum, hafði verið gífurleg undanfarna mánuði. Nú voru um borð 1600 manns, for- ingjar, sjóliðar að meðtöldum yfir- foringjanum og æðsta ráði hans. Okkur fannst við ekki eiga lítinn þátt í að halda uppi „moralnum" um borð í Pow. Á leiðinni frá Capetown var mjög mikið um æfingar um borð, sérstak- lega meðan siglt var yfir Indlands- hafið. Pow var aðeins rúmlega árs- gamalt skip, en það tekur langan tíma að venja skipverja svo að góð- ur árangur náist í flýti og öryggi, þegar á herðir. Þegar slík merki voru gefin, að allir ættu að taka sér fyrirfram- ákveðnar stöður, eins og hernaðar- átaka væri vænzt, flýttum við okk- ur, sem í búðinni vorum ásamt öðr- um „civil“ á þá staði, sem taka áttu við særðum mönnum (medical sta- tions) og ætíð þegar slíkt kom fyrir, þakkaði ég gæfu minni að vera á svona nýtízku skipi. Hlemmur sá á vatnsþéttu skilrúmi, sem ég þurfti að opna til þess að komast á minn stað, var 14 þumlunga þykkur og úr stáli. Það tók um 10 mínútur að opna hann, jafnvel þótt til þess væri notaður vélaútbúnaður. Ég hugsaði með kvíða til þess, hvað skeð gæti í því tilfelli að við yrðum að yfirgefa skipið. En Pow var jú ósökkvanlegt skip, svo að ekki var þörf á að gera sér neinar áhyggjur hvað það snerti. Við stoppuðum aðeins í Mauridus og Colombo til þess að taka olíu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.