Goðasteinn - 01.03.1968, Side 66

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 66
Á 19. öld áttu Skaftfellingar tvo ágæta hornasmiði, ef sagnir segja satt, þá Davíð Jónsson, er nefndur var Mála-Davíð, og son hans, Símon mállausa. 1 Hrólfsstaðahelli í Landsveit er eitt drykkj- arhorn Mála-Davíðs, prýtt fíngjörfu blaðskrúði. Norður á Reykjum í Hrútafirði, í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sá ég horn sömu ættar og þótti undrum sæta. Brátt komst ég þó að raun um að hornið hafi verið í eigu Skaftfellingsins Brynjólfs Vigfús- sonar frá Söndum í Meðallandi. Kynni útskurður þess að vera verk Davíðs eða Símonar, því margt er líkt með skyldum. Alltaf er vandi að fara í manngreinarálit, en líklega hafa Öræf- ingar átt merkasta bónda Islands á 18. öld - og þá kem ég aftur að horninu góða frá Gularási. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir kom að Skaftafelli í Öræfum sumarið 1793 til Jóns Einarssonar, er þar bjó þá. Segir Sveinn, að Jón hafi lært af eigin rammleik latneska, gríska og he- breska málfræði og verið mjög vel að sér í þýzku og dönsku en mest kveðið þó að hagleik hans á tré, járn og látún. Lýsir Sveinn byssu, er Jón hafði smíðað af miklum hagleik. Faðir Jóns, Einar Jónsson (f. um 1701), var einnig frægur smiður. Lýsir Eggert Ólafs- son byssusmíði hans í ferðabók sinni. Systkinin í Gularási í Land- eyjum eru niðjar Jóns Einarssonar og segja hiklaust, að drykkjar- hornið, sem komið er frá þeim að Skógum, sé verk Jóns, og ekkert í útliti þess afsannar það. Einar Jónsson í Skaftafelli var giftur Guðlaugu Bjarnadóttur bónda á Geirlandi, Eiríkssonar í Holti á Síðu, Jónssonar. Jón son- ur þeirra (f. um 1731) giftist Guðrúnu Jónsdóttur frá Núpsstað, Bjarnasonar á Geirlandi, Eiríkssonar. Sonur Jóns og Guðrúnar, Bjarni í Skaftafelli, giftist Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Svínafelli. Sonur þeirra, Jón í Skaftafelli, giftist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Svínafelli. Móðir hennar, Ljótunn, var systir Bjarna í Skaftafelli. Sonur Jóns og Guðrúnar var Einar í Skaftafelli, er giftur var Þór- unni Pálsdóttur, og voru þau foreldrar Guðrúnar, er giftist Þor- steini Guðmundssyni frá Maríubakka (f. á Hnappavöllum 24. 11. 1865). Er þá rakin ætt Jóns Einarssonar til systkinanna í Gularási. Einar afi þeirra hafði drykkjarhornið undir vökvun í smölun og í fjöruferðum, að mér er sagt, og ósjaldan mun það hafa verið með 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.