Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 66

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 66
Á 19. öld áttu Skaftfellingar tvo ágæta hornasmiði, ef sagnir segja satt, þá Davíð Jónsson, er nefndur var Mála-Davíð, og son hans, Símon mállausa. 1 Hrólfsstaðahelli í Landsveit er eitt drykkj- arhorn Mála-Davíðs, prýtt fíngjörfu blaðskrúði. Norður á Reykjum í Hrútafirði, í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sá ég horn sömu ættar og þótti undrum sæta. Brátt komst ég þó að raun um að hornið hafi verið í eigu Skaftfellingsins Brynjólfs Vigfús- sonar frá Söndum í Meðallandi. Kynni útskurður þess að vera verk Davíðs eða Símonar, því margt er líkt með skyldum. Alltaf er vandi að fara í manngreinarálit, en líklega hafa Öræf- ingar átt merkasta bónda Islands á 18. öld - og þá kem ég aftur að horninu góða frá Gularási. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir kom að Skaftafelli í Öræfum sumarið 1793 til Jóns Einarssonar, er þar bjó þá. Segir Sveinn, að Jón hafi lært af eigin rammleik latneska, gríska og he- breska málfræði og verið mjög vel að sér í þýzku og dönsku en mest kveðið þó að hagleik hans á tré, járn og látún. Lýsir Sveinn byssu, er Jón hafði smíðað af miklum hagleik. Faðir Jóns, Einar Jónsson (f. um 1701), var einnig frægur smiður. Lýsir Eggert Ólafs- son byssusmíði hans í ferðabók sinni. Systkinin í Gularási í Land- eyjum eru niðjar Jóns Einarssonar og segja hiklaust, að drykkjar- hornið, sem komið er frá þeim að Skógum, sé verk Jóns, og ekkert í útliti þess afsannar það. Einar Jónsson í Skaftafelli var giftur Guðlaugu Bjarnadóttur bónda á Geirlandi, Eiríkssonar í Holti á Síðu, Jónssonar. Jón son- ur þeirra (f. um 1731) giftist Guðrúnu Jónsdóttur frá Núpsstað, Bjarnasonar á Geirlandi, Eiríkssonar. Sonur Jóns og Guðrúnar, Bjarni í Skaftafelli, giftist Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Svínafelli. Sonur þeirra, Jón í Skaftafelli, giftist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Svínafelli. Móðir hennar, Ljótunn, var systir Bjarna í Skaftafelli. Sonur Jóns og Guðrúnar var Einar í Skaftafelli, er giftur var Þór- unni Pálsdóttur, og voru þau foreldrar Guðrúnar, er giftist Þor- steini Guðmundssyni frá Maríubakka (f. á Hnappavöllum 24. 11. 1865). Er þá rakin ætt Jóns Einarssonar til systkinanna í Gularási. Einar afi þeirra hafði drykkjarhornið undir vökvun í smölun og í fjöruferðum, að mér er sagt, og ósjaldan mun það hafa verið með 64 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.