Goðasteinn - 01.03.1968, Side 83

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 83
Björg frá Ásólfsskála: Gamalt Landeyjaskip Faðir minn, Jón Guðnason í Hallgeirsey, var í senn eigandi og formaður skips, sem hét Sigursæll. Það var byggt um 1850 og haldið úti á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum um mörg ár og auk þess notað til aðdrátta, því Landeyingar verzluðu mikið við Vestmannaeyinga á þeim árum. Má geta þess, að eitt vor voru farnar 13 ferðir milli lands og eyja á Sigursæl. Einnig var farið á honum til Dranga, eins og það var kallað. Þangað var algengt að fara um Jónsmessuleytið að sækja sér í soðið og var oft kom- ið með fallegan afla að landi. Var þá farið að heiman seinni part dags og kveldkulið notað til þess að létta róðurinn. Einnig mun hafa verið sætt sjávarföllum. Um sólarhringur fór í þessar ferðir, ef allt gekk eftir áætlun. Sigursæll var farsælt og gott skip, og henti aldrei slys á hon- um. Og svo hverf ég sem snöggvast inn í liðna tíð. Lítil stúlka stendur í Hallgeirseyjarsandi og horfir á eftir skipi, sem siglir frá landi út á gullið haf: Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.