Vísir - 17.06.1944, Side 18

Vísir - 17.06.1944, Side 18
18 VÍSIR — ÞJiÓÐIIÁTÍÐARBLAÐ þátt og mun hafa málað fjölda leiktjalda. Það er miklu oftar talað um Þórarin Þorláksson sem föður íslenzkrar málaralistar, og má það til sanns vegar færa, því að með honum hefst órofin fram- vinda í málaralist, enda þótt hann yrði að stunda list sína sem frístundastarf að mikLu leyti. Þórarinn nam málaralist í listaháskóla i Ivaupmanna- höfn þegar hann var orðinn fulltiða maður. Hann var vand- virkur málari og hagur mjög, einlægur náttúruskoðari enda „strangur naturalisti i list sinni. Hann má telja höfund íslenzkr- ar landslagslistar, og eru síðustu málverk lians óefað hin beztu er hann málaði, enda i tölu beztu málverka íslendinga. Einar Jónsson. Nú vikur sögunni um stund frá málaralist og til hins fyrsta myndhöggvara, er íslendingar eignast. Einar Jónsson frá Galta- felli er nú maður sjötugur, fæddur 11. maí 1874, þjóð- hátíðarárið svonefnda. Kom snemma í Ijós hjá honum hag- leikur mikill og drátthegurð, og mátti heita að hvað eina léki honum í höndum. En samfara hagleik varð það snemma ljóst að Einar var afburða vel gef- inn og mikill einstaklings- hyggjumaður, þótt dult færi. Einar leitaði sér ungur mennt- unar utanlands, einkum i Þýzkalandi og Danmörku, og öðlaðist skjótt mikla leikni, eins og vænta mátti. Leið og eigi á löngu fyrr en hann tók að vekja athygli bæði utanlands og heima fyrir, en þó leið svo fram til 1907, að íslendingar höfðu ekki eignazt neina mynd eftir hann. En það ár var reist fyrsta ís- lenzka standmyndin i Reykja- vík, myndin af Jónasi Hall- grímssyni eftir Einar, við Lækjargötu, fyrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavikur. Árið 1911 var honum falið að gera slandmynd af Jóni Sigurðs- syni i tilefni af 100 ára afmæli forselans, og var sú mynd reist i Rejdcjavik nokkuru síðar. Loks kostaði Iðnaðarmannafélagið i Reykjavík standmynd Einars af Ingólfi landnámsmanni, sem stendur á Arnarhóli, og íslenzka ríkið standmynd af Hannesi Hafstein. . Það kom þó snemma í ljós, að Einari Jónssyni lét margt betur en að gera myndastyttur í hin- um liefðbundna stíl, enda eru þær standmyndir Einars, sem í kopar hafa verið steyptar, minnstur hutinn af afköstum hans. Hann hafði þá fyrir löngu fundið sitt sérkennilega og per- sónulega listarl'orm og gerði nú hverja stórmyndina af annari, djarfar í línum og formum, þrungnar djúpri hugsunog tákn- um (symbolik). Það er eftir- tektarvert, að Einar Jónsson tjáir drauma sína og hugsanir í Iiöggmyndalist á þeim tíma er myndhöggvaralist er að miklu leyti í viðjum fornlistarinnar. Hann líkist í fæstu eða engu þeim samtímamönnum sínum, er hæst bar á í höggmyndalist, enda þótt hann* hafi vafalausl margt af þeim lært. Af ein- hyggju hans leiðir að hann tem- ur sér mjög sérkennilegt og frumlegt listarform, sem hann starfar að alla ævi að þjálfa og temja. Or íslenzkri arfleifð hefir hann helgað sér speki Hávamála og draumsjónir Sól- arljóða, og er það út af fyrir sig ekki lítill prófsteinn á listar- gáfu hans, að honum hefir tek- izt að fella saman í órjúfandi heild formfegurð hins litlausa efnis og skáldskap sinn og hug- anir. Því miður er ekki nema fátt eitt af listaverkum Einars Jóns- sonar í varanlegu efni. Lang- samlega mestur hluti verkanna eru veikbyggðar gibsafsteypur af leirmyndum. Má heila að ekkert hafi verið steypt í málm af verkum hans, annað en opin- ber minnismerki þau er að framan getur. Alþingi syndi honum á sínum tíma þá dæmalausu rausn að bjóða honum listarlaun og láta honum í té hús, sem eftir þeirra tima mælikvarða var mjög myndarlegt. Því miður liefir verið látið við þetta sitja, og veldur því sumpart sinnuleysi hins opinhera og sumpart hlé-" drægni listamannsins sjálfs. Hann er starfsmaður meiri en auglýsingamaður og gerir meiri kröfur til sjálfs sín en annara. Þess má einnig geta, þótt það komi þessu máli ekki sérstak- lega við, að liann er sjaldgæfur mannkostamaður og hin hug- ljúfasta persóna. Fyrir þá sök hrífast þeir, er manninum kyim- ast jafnvel enn meira af honum sjálfum en hinum merkilegu listaverkum lians. Ásgrímur, Kjarval og- Jón Stefánsson. Áðu r en Þórarinn Þorláksson er frá fallinn eru þegar komnir fram á sjónarsviðið þrír málar- ar, sein telja má höfunda ís- lenzkrar nýtízku málaralistar. Þessir þrír menn eru ákaflega ólíkir hver öðrum, en þó er eins' og aldrei sé liægt að nefna þá öðruvísi en þrjá saman. Ás- grimur Jónsson er elztur þeirra, á 69. ári. Hann stúndaði í fimm ár nám í Kaupmannahöfn, fyrst á teikniskóla, síðan á Listahá- skólanum en fór auk þess náms- ferðir um Evrópu. Ásgrímur öðlaðist snemma undraverða Ifeikni í meðferð vatnslita, en hneigðist síðar æ meir að olíu- litum. Er allur hans listarferill orðinn liinn frægasti, enda um stöðuga og örugga framvindu og framför að ræða. Að eðlis- fari liefir Ásgrímur ríka litatil- finningu og ákaflega öruggt handbragð. Hann mun því hafa gert sér það ljóst, að honum myndi fyrr eða síðar Iiætta við að verða „virtuoso“ í listinni, leggja meiri rækt við ytri áferð en innra líf og inniliald. En með liverju verki sem hann vinnur virðist hann sækja dýpra og' losna við fleiri fjötra,' og er hætt við þvi að íhaldssamir listskoð- endur myndu láta sér ofbjóða frjálsræði hans, ef liann væri ekkr fyrir löngu orðinn mikils- virtasti málari íslendinga. Jón Stefánsson er 63 ára að aldri og ætlaði að afloknu st”d- Botnssúlur (málverk eftir Ásgrím Jónsson).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.