Vísir - 17.06.1944, Side 33

Vísir - 17.06.1944, Side 33
VÍSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 33 Veiðaiíæiagerð Islands h/L Hlutafélagið FiskimjöL Það ei' augljóst mál, að jafn- mikil fiskiþjóð og Islendingar, verða að leggja mikið kapp á að efla þann iðnað, sem lýtur að fiskveiðastarfseminni. Það hef- ir mönnum sjálfsagt lengi verið ljóst, og ef til vill alla tíð síðan Skúli Magnússon landfógeti brauzt í því að koma hér upp færaspunavei'ksmiðju um miðja 18. öld. En úr framkvæmdum hefir litið orðið fyr en nú á sið ustu árurn, er þjóðin virðist vera að vakna til nýs skilnings á iðnaðarmálum sínum. Slofn- un Veiðarfæragerðar Islands var mikilvægt spor i rétta átt. Veiðai'færagerð Islands var stofnuð 1933, og ári síðal keyptu núverandi eigendur verksmiðjuna. Hún var fyrst til húsa í bakhúsinu vió Laugaveg 42, á horni Frakkastígs, en brátt bar og fágætur drengskapar- maður. Verður jafnvel ekki í örstuttu ágripi af sögu Edin- borgar gengið framhjá minn- ingu hans, þvi að hann réðist þangað um fermingu, óx með verzluninni og setti að mörgu leyti á hana sinn svip. — Meðal annara starfsmanna má nefna Pétur Jóhannsson fram- kvæmdastjóra og Björn Hjalte- sted sölustjóra, sem á hafa hlaðizt aukin störf og ábyrgð með sívaxandi verzlunarveltu og rekstri. Með tímanum þróaðist verzl- unin úr almennri verzlun með nauðsynjar i sérverzlun með gler- og leirvörur og vefnaðar- vörur. En heildverzlunin ann- aðist verzlun með hreinlætis- vörur alls konar, hjólbarða (,,Goodrich“) og vefnaðarvör- ur. Auk þess hefir heildverzlun- in haft hönd í bagga með ýmis- um þjóðnýtum fyrirtækjum, svo sem veiðarfæragerð, netja- gerð og fiskimjölsverksmiðju. Verzlanirnar standa með mikl- um blóma, enda hafa þær ver- ið skynsamlega reknar og af dugnaði, og er gott þegar slík ævmtýri gerast með þjóð vorri. óx starfsemin svo mjög, að nauðsynlegt gerðist að reisa henni nýtt hús, nr. 6 við Ein- holt í Rauðarárholti, hinu nýja verksmiðj uhverfi Reykj avikur. Það hús var reist árið 1938 og byggt sérstaklega með þarfir starfseminnar fyrir augum. Árin áður en Veiðarfæragerð- in tók til stai'fa, voru fluttar inn fiskilínur frá útlöndum fyrir tæpa milljón króna, en nú er svo komið, að mjög lítið er inn- flutt af slíkum vörum. Fyrst i stað stöi'fuðu í verksmiðjunni fáeinir menn, en tala starfs- manna jókst brátt með auknum afköstum, og starfa þar nú að staðaldi'i 20—30 manns og oft- ast miklu fleiri. Vélakostur verksmiðjunnar hefir aukizt hraðfara. Byi'jað var með einni vélasamstæðu, tveim samvirkum vélum, tvinn- ingarvél og lagningarvél, en vélakostur var brátt aukinn upp í 4 vélasamstæður, og eru þar nú sex slíkar samstæður. Auk þess hefir verksmiðjan 2 taumagerðarvélar, sem fram- leitt geta alla tauma, sem á landinu eru notaðir. 'Fyrst voru aðeins spunnar 2%—8 lbs. fiskilínur, en nú eru þar framleiddar allar gerðir- af línum. Fyrstu árin hafði verksmiðj- an norskan fagmann í þjónustu sinni, unz hann hafði kennt starfsmönnum allar vinnuað- ferðir. Núverandi verksmiðju- stjóri er Jón G. Jónsson. Lagt hefir verið kápp á að kaupa jafnan bezta fáanlegt efni, en bezta garnið fékk verk- smiðjan áður frá Italiu. Þaðan hefir innflutningur teppzt af hernaðarástæðum. Nú eru fiskilínur einungis framleiddar úr Sísalhampi og öngultaumar úr bómull, en hvorttveggja var áður framleitt úr fyrsta flokks ítölskum hampi. Veiðarfæragerðin er eign verzlunarinnar Edinborgar, og framkvæmdastjóri er Pétur Jó- hannsson. Hlutafélagið Fiskimjöl var stofnað 1929 fyrir foi'göngu þeii’ra feðga, Ásgeirs heitins Sigurðssonar aðalkonsúls og Waltei’s heitins sonar hans. Var tilgangurinn sá, að koma upp og reka fiskimjölsverksmiðjur. Gerðist Walter heitinn fyrsti framkvæmdastjói'i félagsins og sinnti því starfi til dauðadags. En síðan hefir Einar Pétursson stórkaupmaður haft á hendi f ramkvæmdast j órn. F ormaður félagsstjórnar var Ásgeir Sig- urðsson fyrstu árin, en síðan hann leið Sigurður B. Sigurðs- son konsúll. Auk þess að reka verksmiðju í Reykjavík, stendur íélagið í nánu sambandi við h.f. Fiski- mjöl á Isafirði, þar sem rekin er verksmiðja. En aðalbækistöð félagsins er að Kletti við Reykjavik, þar sem það rekur stóra verksmiðju, og hefir reksturinn þar farið sívaxandi undanfarin ár. Fiskimjölsframleiðsla hefir tvenns konar tilgang, annars vegar að nýta úrgang, sem ann- ars mundi fara forgörðum. Hef- ir orðið mikill þjóðarhagur að nýtingu fiskibeina, auk þess sem fiskimenn hafa með þvi fengið aukinn arð afla síns. Hitt er að vinna úr úrgangnum nytjayöru, sem um skeið var allveruleg útflutningsvara og vel seljanleg framleiðsla. En jafnframt útflutningi sínum hefir félagið jafnán haft nánar gætur á sölumöguleikum inn- anlands og aukið sölu á fóður- og áburðarmjöli jafnt og þétt. Á síðari árum hefir það kom- ið berlega i ljós, að talsverður markaður hefir skapazt fyrir fóðurblöndur handa búpeningi. Ái'ið sem leið réðist Fiskimjöl h.f. þess vegna i að færa starf- semi sína inn á’ nýtt svið, með því að kaupa fóðurblöndunar- vélar og hefja fx-amleiðslu á al- hliða fóðurhlöndum. Var þetta gert fyrir orðastað og áskoranir fjölda bænda, sem góða reynslu höfðu haft af fóðurmjöli fé- lagsins og óslcuðu þess að fé- lagið tæki að sér að framleiða allar almennar fóðui’blöndur. 1 fyrrahaust var því hafizt handa um framleiðslu fóður- rnjöls undir vörumerkinu „Sól- ar-fóðurbætir“. Tók félagið þeg- nr að framleiða og selja sex teg- undir fóðurs: Sólar-kúafóður, Sólar-hænsnafóður, Sólar-hesta- fóður, Sólar-svínafóður, Sólar- beitarfóður og Sólar-i'efafóður. Fóðurþlöndurnar eru fram- lciddar úr ýmsum korntegund- um, fiskimjöli, síldarmjöli og fóðui'söltum, og útheimtir það talsverða nákvæmni, að bland- an sé rétt gei'ð og samkvæmt þeirri samsetningu, sem bezt hefir reynzt. Hefir félagið notið aðstoðar fæi'ustu sérf^æðinga í því skyni að ná sem nákvæm- asti'i og beztri blöndu í hverju tilfelli, en til grundvallar liggja langar rannsóknir á fæðugildi og bætiefnaþörf, ásamt prakt- iskri reynslu. Samsetning nær- ingarefnanna er í hverju tilfelli rniðuð fyrst og fi’emst við nær- ingarþörl' þeirra dýra, sem blönduna á að gefa, en einnig tekið tillit til aðbúðar, brúkun- ar og loftslags. Sala á fóðui’blöndum hefir aukizt mjög fram yfir það, sem í upphafi var ráð fyrir gert, enda hafa óumbeðið horizt með- mæli frá fjölda manns, sem blöndurnar hafa reynt. Það get- ur oi’ðið mikill sparnaður að jxví, þegar fram líða stundir, að geta hér á landi annazt fóður- blöndun fyrir allar tegundir bú- fjár, einkum þar sem ekki þarf að kvíða því að hörgull verði á fiskimjöli. „Sólar“-fóði'ið hefir í’eynzt pi'ýðilcgasti fóðurbætir. Af kúafóðrinu eru framleiddar tvær tegundir, A- og B-tegund, og hafa báðar sýnt ágætan ár- angur. Sarna er að segja um hænsna-, svína-, hesta- og beit- arfóður, þó að sala þess sé af eðlilegum ástæðum mildu minni en sala kúafóðurs. Refafóðrið hefir og reynzt vel og bætt úr brýnni þörf. Þá er þess ógetið, að fiski- mjöl hefir rutt sér mjög til í'úms við garðyrkju og túnrækt, síðan hörgull fór að verða á erlendum tilbiinuum áburði. Fiskimjölið samlagast fljótt jarðveginum og tekur efna- breytingum, sem reynast mjög hollar. M;) það vafalítið teljast, að í framtíðinni muni aukast mjög notkun þess til ræktunar. enda þótt aftur rýmkist um innflutning erlends tilbúins á- burðar. Það er hveri’i þjóð holla'st að búa sem bezt að sinu og nýta sem bezt alla fi’amleiðslu sína. 1 því efni nægir ekki að ein- blína á meginframleiðsluna, heldur verður að hafa sífellt op- in augun fyrir sem gagngerð- asti’i nýtingu alls, er til fellur. F iskirnj ölsf ramleiðslan hefir verið einhver lielzta grein þess- arar starfsemi, og reksturs- aukning hlutafélagsins Fiski- mjöls ber því ljósan.vott, að hér er rétt á málum haldið og stefnt í í’étta átt. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.