Vísir - 17.06.1944, Page 51

Vísir - 17.06.1944, Page 51
VÍSIR — ÞJ(ÖÐHÁTÍÐARBLAÐ 51 ur, svo að þau voru aðeins 115 árið 1923. Ræktunarfélag Norð- urlands var stofnað 1903 og Búnaðarfélag Islands setur upp tilraunastöð í Reykjavík um svipað leyti. Tilraunastöðvar þessar, svo og bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri, sem samkvæmt bændaskólalögun- um frá 1907 skyldu reknir af ríkinu og voru jafnframt efld- ir mjög verulega, hófu tilraun- ir um notkun tilbúins áburðar, svo og notkun grasfræs við jarðrækt. Má segja, að þessar nýjungar væru á algerðu til- raunastigi þennan aldarfjórð- ung. Sláturfélag Suðurlands var stofnað 1907. Um svipað leyti, en þó nokkru fyrr, höfðu ýmis kaupfélög, einkum norðanlands, komið upp sláturhúsum. Gjör- breytti þessi starfsemi kjöt- verkuninni, sem nú varð i góðu lagi, svo að íslenzkt saltkjöt fékk ágætt orð á sig á erlend- um mörkuðum, samanborið við það, sem áður hafði verið. Fyrsta rjómabúið var stofn- að hér á landi aldamótaárið. Fjölgaði þeim ört næstu árin, einkum sunnanlands, og voru orðin 35 að tölu 1912. Var þá um allmikinn smjörútflutning að ræða til Bretlands. Seldist íslenzka smjörið þar allgóðu verði. Var smjörverkun hjá rjómabúunum orðin furðanlega góð. Á styrjaldarárunum 1914 —1918 truflaðist starfsemi þeirra mjög og lögðust þá flest þeirra niður. En þetta er mcrkur áfangi í þróunarsögu mjólkurframleiðslu og mjólk- urvinnslu. Félagsstarfsemi á sviði bú- fjárræktar hófst á þessu ára- bili. Fyrsta nautgriparæktar- félagið var stofnað 1903. Ári síðar var stofnað fyrsta hrossa- ræktarfélagið, en Þingeyingar stofnuðu fjárræktarfélag 1897. Þá var farið að halda búfjár- sýningar liingað og þangað um land. Alla þessa starfsemi má reltja til Búnaðarfélags Islands og margt fleira hliðstætt, sem ekki er hægt að nefna hér. Tíðarfar var fremur hagstætt fram um lok ófriðarins mikla. Voru vaxandi framkvæmdir hjá bændum frá aldamótum til 1914. Túngirðingalögin frá 1903 stuðluðu mjög að því að bænd- ur girtu tún sín, enda byrjaði innflutningur gaddavírs þá, er olli straumhvörfum i þeim efn- um. Jarðræktarframkvæmdir voru allmiklar. Árin 1912—15 voru árlega unnin ca. 150 þús. dagsverk að jarðabótum, eða um þrefalt meira en um alda- mótin. Húsabætur voru tals- Sveitabýli. Heylest. Að slætti. Gripahús og hlaða. verðar. Yfirleitt má segja, að bjartsýni og vaxandi velgengni væri þessi ár og sterlcur áhugi meðal bænda um ýmissar um- bætur, sumpart verldegar, en sumpart á félagslegum grund- velli. En þetta fékk snöggan og óvæntan endi. Heimsstyrjöldin og eftirköst hennar höfðu mjög mikil áhrif á allt atvinnulíf þjóðarinnar. Verðlag hækkaði mjög. Fólk þyrptist úr sveitum til hins hraðvaxandi sjávarút- vegs. Framkvæmdir varðandi landbúnað drógust svo mjög saman, að þær urðu varla meira en Y3 hluti þess, sem var síð- ustu árin fyrir styrjöldina. Kom nú glöggt í ljós, hversu alvarleg og afleiðingarík þau mistök voru í fjármálastjórn landsins, að sjá landbúnaðinum ekki fyrir veltufé jafnhliða og með stofnun Islandsbanka voru sköpuð skilyrði til þess að veita sjávarútvegi rekstrarfé til vaxt- ar og viðgangs. Árið 1919 hafði Búnaðarfélag Islands 60 þúsund kr. úr ríkissjóði til umráða og einar 20 þús. kr. voru veittar til jarðræktarframkvæmda. Voru þetta aðalfjárhæðirnar, sem til landbúnaðarins gengu. Engin lánsstofnun var þá til, sem veitti bændum lán til húsa- bóta eða annara nauðsynlegra umbóta á jörðum sínum. Lög- gjafarvaldið hafði því með að- gerðarleysi og skilningsleysi á þessu sviði algerlega girt fyrir að umbætur gætu átt sér stað í landbúnaði. En hins vegar var þá farið að sækja sjóinn með beztu og fullkomnustu tækjum, sem þá þekktust. Árið 1924 er uppskera af töðu ca. 600 þús. hestar, en af útheyi um 1 milljón hestar. Kartöfluuppskeran um 25 þús. hkg. Sauðféð er talið 580 þús- und, nautgripir um 24 þúsundir og hross 51 þúsund. Landsbúar eru þá rétt um 100 þúsund og af þeim stunda landbúnað og lifa af honum um 40 þúsund manns, eða jafnmargt og um aldamótin. Telja má, að þrátt fyrir bjart- sýni og mikinn framfarahug meðal bænda fyrsta áratug ald- arinnar og allmiklar fram- kvæmdir, þá Ijúki þessu tíma- bili þar með kyrrstöðu hjá landbúnaðinum. Hjálpaði það til, að bændur urðu fyrir stór- kostlegum skakkaföllum vegna harðinda um 1920. Varð því . geysilegur tilkostnaður við bú- fé á mesta verðbólguári í sam- bandi við fyrri heimsstyrjöld, en stórfellt verðfall sigldi í kjöl- farið. Mynduðust þá skuldir hjá mörgum bændum, sem urðu þeim þurigir hlekkir um fót
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.