Vísir - 17.06.1944, Síða 64
64
VlSIR
ÞJÖÐHÁTÍÐARBLAÐ
til fiskveiða, 103 rúml. br.
Vestmannaeyjahöfn. Þaðan hafa um langan tíma verið gerðir út
flestir vélbátar til fiskveiða.
Nýtízku vélskip
nam 63% af heildaraflanum.
Frá árinu 1936 hefir hundraðs-
hluti hans ekki farið niður fyrir
40, að undanteknu árinu 1941,
er hann nam aðeins 30 rúm-
lega, en það ár mátti hexta að
síldveiðarnar brygðust að
mestu. Hefir þýðing síldveið-
anna því vaxið mjög hin síðari
árin og er útlit á, að þær eigi
enn eftir að verða þýðingar-
meiri. Hin siðari ár hefir sifellt
verið lögð meiri áherzla á síld-
veiðarnar og hefir mikið verið
gert til að bæta móttökuskilyrð-
in í landi, en á því hefir löngum
strandað. Verður komið nánar
að því hér á eftir.
Verkun og nýting aflans.
Lengi fram eftir öldum var
verkun og nýting fiskaflans á
mjög frumstæðu stigi i landinu.
Var fiskurinn eingöngu hertur
og þannig fluttur út. Löngu áð-
ur en farið var að nota salt við
fiskverkun hér á landi, þekktist
sú verkunaraðferð erlendis, en
salt fékkst þá eigi hér, hvorki
við því verði, að mönnum væri
kleift að nota það í fisk, né
heldur nægilegt magn. Það var
eigi fyrr en á 19. öld, að salt-
notkun varð hér almenn við
fiskverkun og undir lok aldar-
innar nxátti heita að barðfisk-
verkun væri með öllu horfin,
nema innanlandsneyzla. Stóð
svo, þar til nú skömmu fyrir
styrjöldina, að yfirgnæfandi
meiri hluti þorskaflans var salt-
aður og |)annig fluttur út. Með
komu togaranna, skömmu eftir
aldamótin, hófst þó útflutning-
ur ísvarins fisks og hefir ávallt
noklcur hluti þorskaflans verið
fluttur út þannig.
I stýrjöld þeirri, er nú stend-
ur, urðu alger umskipti hvað
þetta snerti, þannig að yfirgnæf-
andi meiri hluti þorskaflans hef-
ir verið fluttur út isvarinn, en
saltfiskurinn er því nær með
öllu horfinn. Á s.l ári voru að-
eins 2,4% þorskaflans verkuð í
salt, en rúmlega 80% flutt út ís-
varið. Gera má þó ráð fyrir, að
hér sé um tímabundið fyrir-
bæri að ræða, og umskipti muni
aftur verða að styrjöldinni lok-
inni, en hvað þá tekur við er
erfitt að segja fyrir um nú.
Hin síðari ár hefir tekið að
ryðja sér til rúms ný aðferð við
verkun þorskaflans, sem virðist
eiga mikla framtíð fyrir sér.
Er það frysting fisks.
Ishús til geymslu á síld til
beitu og matvælum hafa verið
til hér á landi frá því skömmu
fyrir aldamótin síðustu. Fryst-
ing á fiski til útflutnings átti
sér þó ekki stað fyrr en löngu
seinna og það var ekki fyrr en
fyrir einum tug ára, að fram-
kvæmdir í þá átt hófust fyrir
alvöru. Hafa orðið stórstígar
framfarir á þessu sviði hin síð-
ustu ár og fiskfrystiiðnaðurinn
er nú orðinn veigamikill þátt-
ur í atvinnulífinu. Á síðastl. ári
voru 15,8% ])orskaflans unnin 1
frystihúsunum og verður yænt-
anlega mun meira á þessu ári.
Svo sem áður segir lagðist
herzla á fiski, ncma til neyzlu
innanlands, með öllu niður um
þar til nú fyrir fáum árum, að
þessi verkunaraðferð var aftur
upp tekin sem einn liður i þeirri
viðleitni, að auka fjölbreyttni
framleiðslunnar. Var allmikið
hert af fiski á árunum fyrir
styrjöldina, en sú verkunarað-
ferð hefir nú ])ví nær með öllu
orðið að þoka fyrir ísvarða fisk-
inum.
All-langt mun nú síðan fyrst
var tekið að sjóða niður fisk-
meti hér á landi, en ávallt hef-
ir ])að verið í smáum stíl. —
Skömmu fyrir styrjöldina var
hafizt handa um niðursuðu
fiskmetis, en allt hefir það þó
orðið í smærri mæli en menn
munu hafa gert sér vonir um.
Styrjöldin, sem hefði átt að geta
orðið þessum iðnaði lyftistöng,
einkum með tilliti til opnunar
markaða, varð honum þvert á
móti fjötur um fót og hafa ýms-
ar af þeim verksmiðjum, sem
höfðu hafið starfrækslu, orðið
að hætta, eða draga saman segl-
in. Er þó vandséð annað en nið-
ursuða fiskmetis eigi framtíð
fyrir sér hér á landi.
Hefir hér verið getið hinna
helztu verkunaraðferða á þeim
afla, er veiddur er á þorskveið-
unum, og skal nú að nokkru
skýrt frá verkun og nýtingu
síldarinnar.
Eins og áður hefir getið ver-
ið, var síld sú, er Islendingar
veiddu fyrst, notuð eingöngu
til beitu á þorskveiðunum. Var
hér um þýðingarmikið atriði að
ræða, með því að það kom brátt
í ljós, að hún tók langt fram
þeim beitutegundum, sem not-
aðar höfðu verið til þess tíma.
Fór það brátt rnjög í vöxt, að
síldin væri notuð í þessum til-
gangi og nú um nokkra tugi
ára hefir sildin verið notuð
mjög mikið til beitu og má svo
heita, að vart þekkist nú orðið
beita. Sé síldinni ekki
ast unnt að koma við, þar eð
hún veiðist aðallega á þeim
tíma árs, þegar hennar er
minnst þörf til beitu — er hún
fryst og varðveitist þannig sem
ný væri, þar til þarf að nota
hana.
Frá því Norðmenn fyrst hófu
síldveiðar hér við land, söltuðu
þeir aflan og fluttu þannig út.
Islendingar tóku þessa verkun-
araðferð ekki upp, fyrr en all-
miklu seinna. Fram til ársins
1911 voru aðeins tvær verkun-
araðferðir viðhafðar við síldina,
þ. e. frysting til beitu og sölt-
un. Hlaut þetta að setja nokk-
uð þröngar skorður við því,
hversu afla mætti mikið, en
kom þó tæplega að sök lengi
framan af, þar eð aflamagnið
takmarkaðist af öðrum ástæð-
um, svo sem smátækum veið-
arfærum. Með komu herpinót-
arinnar hlaut þetta þó að fá
þýðingu, því eftir því, sem
mönnum lærðist betur að nota
þetta stórvirka veiðarfæri og
fleiri færðu sér ])að í nyt, jókst
beitt nýrri — en því er sjaldn-
Vinna við línu. Línuveiði er nú stunduð af flestum bátum
á þorskveiðunum.
síðustu aldamót. Hélzt svo allt önnur