Vísir - 17.06.1944, Page 73

Vísir - 17.06.1944, Page 73
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 73 JOMAS SVEMMSWOHfs Nokkrir þættir um heiIbrigðismáL Myrkur forneskju og fákunn- áttu grúfir yfir öllum mannúð- ar- og heilbrigðismálum á landi þessu fram undir aldamótin 1800. Við erum fátækir og ó- sjálfbjarga, allt að því ölmusu- menn, er þiggjum allt úr ann- ara höndum, en eigum engan rétt til neins. Á þeim merku tímamótum, er nú standa fyrir dyrum, ber okk- ur að skygnast um, og greina rétt og hlutlaust hvað að okkur var rétt af öðrum, hverju við sjálfir höfum áorkað, á ör- skömmum tíma, og ekki sízt að gefa gaum að áföngum þeim, sem framundan eru, og verða að nást — hvert leiðir liggja. Með leifturhraða hugarins bera fyrir margar ömurlegar myndir, frá vandræða- og niður- lægingartimum þjóðar vorrar. Við sjáum konuna sem fæddi, livort heldur var út við strönd eða inn til dala. Bæri eitthvað verulega út af, vissi hún og allir aðstandendur, að hvergi var hjálpar að vænta. Engin líkn- andi hönd hafði vit á að gera hið rétta. Það þýddi venjulega dauðann fyrir móður og barn. Ef drepsóttir eins og svarta- dauða har að garði, lá pestar- móðan yf-ir byggðunum, órjúf- anleg og miskunnarlaus, henni gátu hvorki stormar né byljir grandað. Hinum örmagna lýð hélt hún í faðmi sér, og sleppti ekki bráð sinni, fyrr en helm- ingur, máske tveir þriðju hlut- ar fólksins var að velli lagt. — Smærri farsóttir gengu og yfir landið, mislingar, inflúenza, barnaveiki, taugaveiki og livað þær nú allar heita þessar dæt- ur dauðans, sem mestum ár- angri ná í byggðum, þar sem fátt er til matar og léleg aðbúð að öllu leyti. Hér var einnig holdsveikin, sem máske hefir flutzt hingað með landnámsmönnum. Hana tóku hörn sem fullorðnir. Sára- vessarnir frá húð og öndunar- færum sýktu þá, er daglega voru í nánd við þá sjúku. Hnútar og sár féllu á hörundið, og holdið grottnaði frá beinum. Enginn veit nú hversu margir hafa fall- ið í valinn hér á landi af völd- um þessa hryllilega sjúkdóms. Eins og öldur hafsins skola mörgu rekaldi að ströndum landsins, eins hárust allskonar kynsjúkdómar með erlendum lýð, er kom hér til lands, eða dvaldi langdvölum meðal lands- manna. Aldirnar liðu ein af ann- ari. Þeir, sem sjá áttu þjóðinni fyrir vistum, gerðu það ekki. Hungur þjakaði iðulega meiri hluta hennar svo öldum skipti. Efniviður fékkst ekki nema af s.kornum skammti til húsabygg- inga, með þeim örlagariku af- leiðingum, að fyrr á öldum, og allt til vorra daga, bjó þjóðin í svo ömurlegnm húsakynnum, að vart munu bændur bjóða gripum sínum slík sem þau, nú á dögum. Það var sterkur stofn, sem nam land þetta, annars hefði hvert mannsbarn farizt endur fyrir löngu, hlotið sömu örlög og frændur okkar, er fyrr bjuggu á Grænlandi. En ]>að hefir verið höggvið miskunnarlaust að stofni þeim, er byggir enn þann dag í dag þetta land. Hungur og drepsótt- ir, slæm húsakynni, hörð veðr- átta eru nöfn þeirra, er næst hafa komizt að gjöreyða hon- um. En það eru langir kaflar í sögu þessarar þjóðar, sem ekki hafa verið ritaðir, og ekki er hægt að rita, vegna skorts á heimildum. Mörg baráttusagan, hetjusagan, frá þeim tímum, er löngu týnd og öllum gleymd. Saga þeirra, sem gáfu síðustu eignina, máske ættaróðalið, fyr- ir síðubita, þeirra, sem siðastir allra fylgdu fjölmennri sveit vina og ættingja, er allir féllu i valinn á örskömmum tíma, eftir vonlausa baráttu við veildndi og hungur. Þessum atburðum bregður fyrir á hugartjaldinu okkar, í örsnöggri svipan, sam- tímis því, að við fögnum fengn- um sigrum, er gera okkur kleift, ekki sízt á sviði heilbrigð- ismála og lækningu sjúkra, að bjarga okkur langtum betur en forfeður okkar voru færir um. Árin 1750—1760 höfðu svo margir menn og konur fallið í drepsóttum og hverskyns liarð- æri á íslandi, að á öllu landinu bjúggu þá færri menn en nú búa í höfuðborginni einni saman. Þá dóu miklu fleiri en fæddust. Um þetta eru til skýrslur, allná- lcvæmar. Á þessu árabili dóu 40 af hverju þúsundi, en fæddust aðeins 29 börn, miðað við sömu tölu. Iljá yfirþjóðinni var á- standið öfugt. Þar fæddust miklu fleiri en dóu. Þegar góðir menn þar í landi sáu loks ógn þá, er stóð hér fyrir dyrum, var reynt af góðvilja, en fá- dæma þekkingarskorti að bæta úr neyðarástandi því, er ríkti, og eitt af þehn ráðum, er gripið var til, vai7 að senda hingað ungan og duglegan Islending, er lokið hafði læknaprófi í Dan- mörku. Þetta var fyrsti lærði læknirinn, sem dvaldi á Islandi, Bjarni Pálsson, síðar landlækn- ir. Læknir þessi reyndist okkur mjög vel, eftir þvi sem efni stóðu til. Raunar gátu fæstir leitað til hans, sem að líkum lætur, en hann kenndi ungum mönnum læknisfræði og undir- bjó einnig nokkrar stúlkur til ljósmóðurstarfa, og mun hafa átt drýgstan þátt í því, að vísir að lieilbrigðislöggjöf var settur fyrir landið. Á því leikur ekki vafi, að Bjarni Pálsson var stórmennt- aður læknir, mælt ,á þeirra tíma vísu, og fyrsti Islendingurinn, tír tök kunni á handlæknisað- gerðum. Læknishéruð 1941. Mannfjöldi 1940. Reykjavík 39.338, Hafnarfjörðnr 4.112, Álafoss 1000, Skipaskagi 2400, Borgarfjörður 1329, Borgar- nes 1596, Ólafsvík 1550, Stykkishólmur 1616, Dalasýsla 1415, Reykhólar 494, Flatey 429, Patreks- fjörður 1556, Bíldudalur 610, Þingeyri 1079, Flateyri 1232, Hólshreppur 747, Isafjörður 3251, ögur 1001, Hesteyri 642, Reykjarfjörður 545, Hólmavík 1270, Miðfjörður 1852, Blönduós 2157, Sauðár- krókur 2518, Hofsós 1433, Siglufjörður 2953, Ólafsfjörður 871, Svarfaðardalur 1848, Akureyri 8355, Höfðahverfi 605, Reykjadalur 1242, Húsavík 1988, öxarfjörður 1092, Þistilfjörður l086, Vopnafjörð- ur 740, Hróarstunga 1156, Fljótsdalur 924, Seyðisfjörður 1140, Norðfjörður 1522, Reyðarfjörður 1395, Fáskrúðsfjörður 1017, Berufjörður 893, Hornafjörður 1162, Síða 900, Mýrdalur 993, Vcst- mannaeyjar 3521, Rangárhérað 3076, Eyrarbakki 3183, Grímsnes 1882 og Keflavík 3472. Samtals er þetta 122.188 manns. 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.