Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 82

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 82
82 VÍSIR — ÞJ.ÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Flugvél Flugfélags Islands (Beechcraft vél fyrir 8 farþega). verið reynt að fá hið opinbera til þess að hefja flugferðir, sem ekki tókst heldur, sakir gjald- eyriserfiðleika, þrátt fyrir mik- inn áhuga þáverandi samgöngu- málaráðherra og vilyrði sam- göngumálanefndar og fjárveit- inganefndar Alþingis fyrir fjár- veitingu í þessu skyni. Það var ánægjulegt að Ak- ureyringar skyldu verða til þess að hefja flugferðir að nýju, eft- ir að þær höfðu legið niðri i 7 ár. Sýnir þetta bezt, svo sem vera ber, að framkvæmdir merkra mála eru engan veginn bundnar við' höfuðstaðinn, en það má líka segja að Akureyr- ingum hafi verið brýn nauðsyn greiðra samgangna við Reykja- vík og því hafi þessi fram- kvæmd verið afar eðlileg. Eftir að Flugfélag Akureyrar h/f hafði starfað í tvö ár, þótti rétt að skipta um nafn á félaginu og gefa öllum landsmönnum kost á þátttöku í félaginu. Fé- lagið var þá skírt Flugfélag Is- lands h/f og var aðsetur þess flutt frá Akureyri til Reykja- víkur. Flugfélagið hefir dafnað vel og aukið flugvélakost sinn, þratt fyrir erfiðleika samfara yfirstandandi styrjöld. Flugfé- lag Islands h/f, hið þriðja, virð- ist hafa alla möguleika til mik- illa afkasta á sviði flugmálanna. Þjóðin lítur til þessa hálfstálp- aða óskabarns síns á hátíðis- degi sínum og heitir á það að bera nafn með rentu. Það er gróandi í flugmálum Islands. Þau hafa þróast hægt en örugglega síðan 1936 og er nú ekki lengur mikil hætta á því, að flugið leggist niður, lík- lega verður þróunin jöfn og ör- ugg hér eftir. Nýlega er stofnað nýtt flugfélag, Loftleiðir h/f, og sýnir það bezt hvílíkt kapp er að komast í flugmál vor. Að hinu nýja félagi standa ungir og djarfir flugmenn, sem ef- laust eiga eftir að leggja mikinn skerf til flugmála vorra. Hvað ber framtíðin í skauti sími í þessum málum? Þannig mun þjóðin spyrja og sérstak- lega nú, á þessum einstöku og glæsilegu tímamótum þjóðar vorrar. Flugið mun án efa eiga eftir að vinna marga og glæsi- lega sigra í samgöngumálum vorum á komandi árum, en þeir sigrar verða ekki unnir án mik- illa fjárhagslegra fórna og mik- illar og djarfrar baráttu. Þjóðin mun sjálfsagt eiga eft- ir að fá áföll i þessum málum, sem öðrum samgöngumálum, en hún á að harðna við hverja raun; sigrar vinnast ekki nema fyrir baráttu, og rósir vaxa ekki án þyrna. Innanlandsflugið mun, er sæmilega reglubundnar og ó- dýrar flugferðir eru komnar á, eiga eftir að taka að sér megnið af farþegaflutningi milli fjar- lægra héraða og höfuðstaðarins. Sömuleiðis má gera ráð fyrir reglubundnum flugsamgöngum milli Reykjavikur og staða, sem illa eru settir með samgöngur, I. d. Akraness og Borgarnéss. Takist að gera nothæfan flug- völl í Vestmannaeyjum, má bú- ast við miklu fjöri í flugsarn- göngum milli lands og Eyja. Hinn gífurlegi tímasparnaður og þægindi, ásamt síauknu ör- yggi, sem er þvi samfara að fljúga milli staða, tryggja flug- inu sigur yfir öðrum samgöngu- tækjum. Þeir, sem vanir eru orðnir því, að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar á 55 mínútum, kinoka sér eðlilega við því, að fara sömu vegalengd á 15—18 klst. 1 bifreið, eða 2—3 sólarhringum að vetrarlagi, þeg- ar bílvegir eru lokaðir og fara verður með skipum. Þá er enn einn þáttur innan- landsflugsins, sem ekki má gleyma, en það er einkaflugið. Allt virðist benda til þess, að þróun einkaflugsins hér hjá okkur verði sérlega ör strax að styrjöldinni afstaðinni. Fyrsta skilyrði þess, að þetta megi tak- ast, er að menn hætti að líta á það sem einhvern svartagald- ur, að geta flogið. Tími galdra- kerlinganna á kústskaftinu er löngu liðinn. I dag fer verzlun- armaðurinn, verkamaðurinn eða bóndinn á einkaflugskóla, tek- ur 15—20 flugtíma kennslu, kaupir að því loknu flugvél, sem kostar 6.500 til 12.000 kr. í Bandaríkjum Norður-Ameríku og flýgur siðan hvert á land sem vill. Framboð ódýrra einkaflug- véla mun að striðinu loknu verða gífurlegt, og það er rétt að geta þess hér, að verksmiðj- urnar framleiða, vegna hins gíf- urlega stranga framleiðslueftir- lits, sem er með flugvélaiðnað- inum, ekki nema góðar og ör- uggar flugvélar. Það er því lítil hætta á að menn kaupi köttinn í sekknum, er menn kaupa nýja einkaflugvél, jafnvel þótt hún kosti ekki nema 6000.00 kr. í er- lendri höfn. Landið okkar er mjög heppi- legt fyrir einkaflug, vegir lélegir og vegalengdir milli landshluta miklar, og það, sem ræður úr- slitum, sjálfgerðir flugvellir í nálega hverju héraði. Eg vil skora á unga sem gamla, að gefa þessu atriði flugmálanna verðskuldaðan gaum, því að það er vel þess virði. Þá fyrst munu mehn fara að þekkja og njóta okkar yndisfagra lands til hlýtar. Fyrir ekki ýkja mörgum ár- um var það trú manna, að Is- lendingar gætu ekki siglt á milli landa. Þessu trúir nú enginn Is- lendingur, reynslan hefir sann- að hið gagnstæða. I dag kunna að vera til þeir Islendingar, sem halda, að við eigum að halda okkur við innanlandsflugið og láta erlend flugfélög um að halda uppi ferðum milli Islands og annarra landa. Þeir halda ef til vill, eins og fyrirrennarar þeirra, að íslenzkir flugmenn geti ekki haldið uppi flugsam- göngum við önnur lönd. En hér skulum við einmitt vera vel á verði, þvi að enda þótt að horf- ur séu vænlegar í innanlands- fluginu, eru þær enn glæsilegri í millilandafluginu. Við Islend- ingar verðum að vera viðbúnir þvf, að taka þátt í samvinnu um flugleiðir frá Islandi til Norður- Nýjasta flugvél Flugfélags Islands (tveggja hreyfla Dragon Rapide vél fyrir 8 farþega). Flugvél Flugfélagsins Loftleiðir h/f (þriggja farþega Stinson sjóvél).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.