Vísir - 17.06.1944, Side 111

Vísir - 17.06.1944, Side 111
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARRLAÐ 111 I gróðurhúsi. 1894, og var skipaður stifts- læknir á Norður-Sjálandi. Jafn- vel eftir að Schierbeck var setzt- ur að á ættlandi sínu, lét hann sér mjög annt um velferð Garð- yrkjufélagsins íslenzka og skrif- aði margar fræðandi og hvetj- andi greinar i ársrit þess. Eitt það, sem afdrifa- og heillaríkast varð af athöfnum þessa danska landlæknis í þágu íslenzkrar garðræktar, var það, að árið 1890 réð hann í þjón- ustu sína ungan Eyfirðing, að nafni Einar Helgason, til garð- yrkjustarfá. Vegna þeirra kynna af Schierbeck og garðrækt háns gerði Einar Helgason garðrækt- ina að æfistarfi sínu, réðist utan til garðyrkjunáms og cr hann kom heim að afloknu námi við danskan garðyrkjuskóla, gerðist hann garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands og veitti gróðrarstöð þess við Laufásveg í Reykjavík forstöðu frá því, er hún var stofnuð og, fram til 1920, er undirritaður tók við af honum. Voru þeir forsetar Bún- aðarfélagsins, Halldór Friðriks- son yfirkennari og Þórhallur Bjarnarson, síðár biskup, á- hugamenn um garðrækt og skildu gjörla þýðingu hennar fyrir þjóðina. Var Einar Helga- son þannig hinn fyrsti skóla- gengni garðyrkjufræðingur okkar. Hann var íslenzkumaður ágætur og skrifaði fjölda greina um garðræktarmál í blöð og tímarit. Eitt af því, sem þýð- ingarmest varð og bezt var þeg- ið af störfum Einars Helgason- ar, voru fræðirit hans um garð- yrkju: „Bjarkir“ um skrúð- garða, „Rósir“ um ræktun inni- blóma og „Hvannir“ um rækt- un matjurta. Hafa þær bækur komið alþýðu að ágætu gagni. Einar Helgason vann að fram- förum og útbreiðslu garðrækt- arinnar þar til hann andaðist, en það var 1935. Skömmu eftir 1920 verða þýð- ingarmikil tímamót í sögu garð- ræktarinnar á íslandi. Þá rísa hin fyrstu gróðurhús upp, ylj- uð af jarðhita. Með gróðurhús- unum hefst nýtt tímabil í garð- yrkju. Áður stunduðu menn garðyrkju aðeins yfir sumar- tímann og oftast sem aukastarf, en urðu að leita sér annara starfa frá hausti til vors. Með byggingu gróðurhúsanna verða þau umskipti, að nú er liæ'gt að stunda garðyrkju — ræktunar- störfin — allan ársins hring og við það verða garðyrkjumenn- irnir sjálfstæð stétt, sem stund- ar garðyrkju sem aðalatvinnu- veg og fæstir annað. Þennan tæpa aldarfjórðung, sem liðinn er síðan fyrsta litla ræktunar- húsið var byggt, hefir þróunin verið svo hröð að furðu gegnir, og fjöldi gróðurhúsa verið byggður á mörgum stöðum, þar sem jarðhiti er, sunnan lands og norðan og vestan. Aðeins einn landsfjórðungur hefir orðið mjög afskiptur hvað jarðhita snertir, Austurland. Nú eru ræktaðar hér margar tegundir blóma og ávaxta og matjurta, sem aldrei sáust hér á Islandi áður og fáa dreymdi um að nokkru sinni yrðu ræktaðir hér. Gróðurhúsaeigendur liafa í ríkum mæli notið þeirra gróða- ára, sem hafa staðið síðan nú- verandi styrjöld hófst, með stóraukinni kaupgetu neytenda, og hafa fjölgað gróðrarskálum sínum mjög mikið hin allra síð- ustu ár. Er þetta, að mínum dómi, eitt hið ánægjulegasta fyrirbrigði stríðsáranna, hve garðyrkjumánnastéttinni hefir l’jölgað og garðyrkjan orðið ör- uggur atvinnuvegur, og vart mun þurfa að óttast mikinn aft- urkipp á þessu sviði. Hér hefir rætzt draumur framsýnna manna, um hagnýtingu jarðhita til ræktunar, fyrr og betur en þá flesta hafði grunað. Mestar' eru þessar framkvæmdir eðli- inn, þar sem markaður er mest- ur, — við Reyki í Mosfellssveit, Reyki í ölfusi, Syðri-Reyki í Biskupstungum, svo að nefndir séu nokkrir staðir á Suðurlandi. Svo hraðfara hafa þessar fram- farir í gróðurhúsarækt verið síðustu árin, að við útsýn virð- ist opnast um enn stórkostlegri framfarir á komandi árum. Garðyrkjuskóli hefir verið stofnaður af ríkinu, á Reykjum í ölfusi, er Unnsteinn Ólafsson garðyrkjufræðingur veitir for- stöðu og hafa nokkrir nemend- ur útskrifazt þaðan á hverju ári. Garðyrkja til gagns og prýð- is hefir aukizt stórlega í land- inu það sem af er þessari öld, svó að fullyrða má, að aldrei hafi framfarir í þessari grein jarðræktarinnar verið svipaðar á jafn skömmum tíma. Tegund- ir matjurta eru nú fleiri rækt- aðar en áður og landsmenn skilja nú betur en áður, hvers virði það er, að hafa góð af- brigði af Jicim tegundum, sem þrífast hér. Allmikið hefir t. d. unnizt á um útbreiðslu betri kartöfluafbrigða en hér þekkt- ust áður og meðal annars vegna þess er kartöfluræktin árvissari en áður var í landinu, samfara aukinni notkun betri verkfæra en notuð voru áður. Trjágarðar eru nú mun al- gengari en áður var, í bæjiun og sveitum. Með stóraukinni trjárækt hefir til dæmis höfuð- staðurinn sjálfur breytt svip til hins betra á síðustu tveim ára- hann hafi fengið nýtt andlit, vegna þess mikla tpjágróðurs, sem gróðursettur hefir verið í görðunum kringum húsin. Má og að nokkru leyti þakka það því, að skógrækt ríkisins hefir nú aukið plöntuuppeldi sitt mjög mikið, svo að nú er stór- um auðveldara að fá plöntur af réttum trjátegundum keyptar cn áður. Til sveita má allvíða sjá myndarlega skrúðgarða og eru sumir ])eirra löngu þjóð- kunnir, svo sem garðarnir í Múlakoti í Fljótshlíð og „Skrúður“ síra Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi í Dýrafirði. Og skrúðgörðunum f jölgar með hverju ári, sem líður, garður til gagns og prýðis við bvert heim- ili er takmarkið, sem keppa þarf að. Þegar á allt er litið, cr óhætt að fullyrða, að garðyrkja lands- manna hefir tekið svo miklum stakkaskiptum síðan um alda- mótin, að það cr meir en sam- bærilegt við aðrar atvinnu- greinir íslendinga. En þá er fyrst vel, ]>egar sérhvcr okkar er orðinn dálítið brot af garð- yrkjumanni, sem kann að rækta nytsamar og fagrar jurtir, til gagns og yndis fyrir sig og sína. Það er takmarkið, sem keppa ber að. Víða má orðið sjá fallega garða í kauptúnum og kaupstöðum landsins og leggur fólk orðið miklu meiri áherzlu á það en áður, að fegra kringum híbýli sín. lega í námunda við höfuðstað- tugum, svo að segja má, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.