Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 133

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 133
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ ~ "133 Hér hefir nú verið minnzt á stofnun, fyrirfcomulag, tilgang og markmið allra framhalds- skóla, sem kunnugt er um að starfandi sé á landinu, bæði rik- isskóla og einkaskóla, sem styrktir eru af ríkissjóði. Eru þeir samtals 85, en nemendur þeirra að minnsta kosti á 6. þús- und. — Bókasöfn og lestrarfélög. Milli 20 og 40 bókasöfn og lesstofur njóta nú styrks beint úr ríkissjóði, en imi 200 lestrar- félög úr styrktax*sjóði lestrar- félaga. Sá sjóður var stofnaður með lögum frá 1937, en styrkir veittir úr honum fyrsta sinni 1939 og síðan árlega. Sérhver þegn þjóðfélagsins getur nú átt aðgang að bókasafni, sem styrkt er af almannafé, livort sem hann býr í sveit, sjávarþorpi eða kaupstað. Enda er nú svo komið, að einungis sárfáir hreppar hafa ekki not almennra bókasafna. m. LOKAORÐ. Samanburður. í þessu framanskráða og ó- fullkomna yfirlitságripi um ís- lenzka skóla og fræðslumál hef- ir 19. öldinni ásamt þvi, sem af er hinni 20., verið skipt í tvö ná- lega jafnstór tímabil. Nær ann- að frá 1800—1874, en hitt frá 1874—1944. Á seinna timabilinu átti þjóðin við stjórnmálalegt frelsi að búa, sem hún hafði ekki fengið á hinu fyrra. En sá mun- ur hefir áreiðanl. orkað miklu, því að á engu sjötiu ára tímabili öðru hafa jafn stórkostlegar breytingar og risavaxnar fram- farir í ytri efnum átt sér stað. Að vísu kemur þama fleira til greina. Þjóðin hefir búið að sán- ingu, draumum og vonspám, hugsjónum og baráttu Fjölnis- manna, Jóns Sigurðssonar og góðskálda annarra ágætismanna frá fyrra timabilinu. Hún upp- sker af sáningu þeirra, þegar hún fær stjórnarskrána 1874 og hefir verið að því alltaf siðan. Hún sér sumar hugsjónir þeirra og vonspár rætast. Og síðustu áratugirnir hafa eigi slður orðið miklir breytinga- og vaxtartim- ar á vettvangi skólamálá en á öðrum sviðum. Ef tekin eru nokkur áberandi atriði skólamálanna, eins og þau voru 1874 og borin saman við það, sem nú er, þá litur sá sam- anburður þannig út: Árið 1874 eru 5 barnaskólar starfandi á landinu, en nú um 230; þá voru 2 framhaldsskólar starfandi, nú 85 framhaldsskól- ar og háskólinn; þá munu hafá verið 10—13 bókasöfn og lestr- arfélög, en nú yfir 230; þá munu liafa verið gefin út 4 eða 5 smá- blöð, en nú milli 50 og 60 blöð og tímarit. Þetta eru næstum ótrúlega miklar breytingar á ekki lengri tíma. En engin fullnaðar dóms- úrskurður er þetta um mennt- unarástand fyrr og nú. Það er margt fundið að því enn, bæði réttilega og ranglega. Og margt vantar enn. Það vantar skóla- hús. Það skortir mjög á að gerl sé eins vel til kennara og vera ber. Það þarf að samræma skól- ana og endurskoða námsefni þeirra. Það þarf að auka verk- lega kennslu og endurbæta ým- islegt fleira. Allt þetta er nú einmitt til gaumgæfilegrar áthugunar hjá milliþinganefnd í skólamálum, sem nú situr á rökstólum og ekkert mun til þess spara, að árangur starfs hennar verði sem beztur, enda varðar það alþjóð mikillega. En Alþingi og rikis- stjórn verða að gæta þess, að hún hafi nægilegan vinnufrið og tima til starfa. Og í öðru lagi verða allir landsmenn að vera á verði um það, að engu góðu og nýtilegu í tillögum nefndarinn- ar verði varpað á glæ, þegar þær koma. Hvert stefnir? En það, sem mér virðist þó skipta mestu af öllu er það, að við gerum okkur sem gleggsta gi-ein fyrir þvi á þessmn merki- legu tímamótum, hvert menn- ing okkar stefnir og hvaða götu við viljum ganga. Hvers konar menn viljum við að vaxi upp í þessu landi? Við getum ráðið rniklu um það. Almenningsálitið er lofts- lagið, sem barnsálin vex upp i og lifir i á fullorðinsárum, og það loftslag getur orðið óhreint og eitrað eða heilnæmt og hreint. Við getum gert þetta loftslag, sem við lifum í og höf- um öll saman skapað, hreinna og heilnæmara en það er nú. Fáir menn, ein stétt getur trauðla gert það, en ef öll þjóð- in vill það einhuga, þá getur hún gert það á nokkrum áratug- um, gjörbreytt því, ef hún vill. Og hver af okkur vill ekki, að íslenzka þjóðin verði sann- göfug þjóð, þvi að „ið bezta, sem á grundu hverri grær er göfug þjóð með andans fjársjóð nógan“. Heima eða heiman I búrið I nestið Bara hringja, svo kemur það. Silli & Valdi Aðalstræti 10 — Laugavegi 43 — Vesturgötu 29 Laugavegi 82 — Víðimel 35 — Langholtsvegi 49 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.