Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mývetningar fylltu Skjdlbrekku í gærkvöld Erlendir sérfræðingar telja áhættu fylgja kísilgiírtöku STJÓRN Skútustaðahrepps boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna til fundar I gærkvöld til að ræða ýmis mál sem brenna á heimamönnum m.a. atvinnumál í byggðarlaginu, starfsemi Kísiliðjunnar, ferðaþjónustu og náttúruvernd. Húsfyllir var á fundinum í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit. „Endalok Kísiliðjunnar voru tilkynnt árið 1993,“ sagði Hjörleifur Sigurðarson á Græna- vatni m.a. Hann sagðist ekki hafa skilið niður- stöðu fundar heimamanna með iðnaðarráð- herra og umhverfisráðherra það ár öðruvísi. „Eg skildi hvað sagt var á þessum fundi en það virðist sem ýmsir hér í sveitinni hafi þverskall- ast við að skilja hvað þá var sagt og þreytast ekki á að lýsa yfir að allt sé í óvissu þegar námaleyfið rennur út,“ sagði Hjörleifur og benti á að ýmislegt annað væri í Mývatnssveit en Kísiliðjan. Endalok Kísil- iðjunnar voru tilkynnt árið 1993 Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði óhjákvæmilegt að tryggja áframhald á starfsemi Kísiliðjunnar með ein- hverjum hætti og reyna að finna leiðir til þess að kísilgúrtaka úr Syðri-Flóa yrði heimiluð, en slíkt yrði þó að gerast í sátt við náttúruna. Framtíð staðarins byggðist meðal annars á því. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði, sagði að menn yrðu að horfast í augu við að Kísiliðjunni gæti verið lok- að 2010. Las hann upp úr fréttatilkynningu iðn- aðar- og umhverfisráðherra frá 1993. En þar kom fram að námaleyfið rynni út 2010 og væri eingöngu bundið við Ytri-Flóa. Kæmu ekki til aðrar forsendur eða nýir vinnslumöguleikar væri óraunsætt annað en að horfast í augu við að til þess gæti komið að verksmiðjunni Oyrði lokað. Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknai'flokki, sagði að iðnaðarráðherra hefði leitað til erlendra sérfræðinga til að meta áhættu af því að taka kísilgúr úr Syðri-Flóa. En rannsóknir sem bentu til að slíkt gæti gjörbreytt lífríki Mývatns, hafa sætt gagnrýni. Halldór Hermannsson, frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins, kvaðst íylgjandi því að kísilgúr- taka úr Syðri-Flóa yrði heimiluð. Örlygur Hnefill Jónsson, frambjóðandi Sam- fylkingarinnar, sagði að ef farið yrði út í kísil- gúmám í Syðri-Flóa yrði það að vera í sátt við vísindasamfélagið og heimamenn. Flugleiðir Okeypis léttvín ímilli- landaflugi FLUGLEIÐIR hafa byrjað að veita ókeypis léttvín eða bjór með mat í öllu millilanda- flugi sínu. Áður var aðeins boðið upp á ókeypis drykkjar- föng í Ámeríkuflugi. Breytingin er gerð til að samræma þjónustuna í öllu millilandaflugi félagsins. Þátt- ur í breytingunni er einnig sá að hér eftir er ekki lengur veitt ókeypis líkjör eða koníak eftir mat í Ameríkuflugi. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson HÚSFYLLIR var á stjórnmálafundi sem sveitarstjórn Skútustaðahrepps stóð fyrir í Skjólbrekku í Mývatnssveit í gærkvöld. Islenskar getraunir innkalla getrauna- seðla Óheimilt að geta sér til um kosn- ingaúrslit ÍSLENSKAR getraunir urðu að stöðva í gær sölu á þeim leikjum á Lengjunni sem sner- ust um alþingiskosningarnar um næstu helgi. Sigurður Bald- ursson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á hvort leik- urinn yrði leyfður en í gær hafi borist skýr úrskurður dóms- málaráðuneytisins um að svo yrði ekki. I bréfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins til Islenskra get- rauna í gær segir að fram hafi komið í sjónvarpsviðtali við Sig- urð að fyrirtækið hygðist gefa kaupendum Lengjunnar kost á að geta sér til um úrslit alþing- iskosninganna 8. maí. Er í bréf- inu bent á að samkvæmt reglu- gerð fyrir íslenskar getraunir og lögum frá 1972 taki starf- semin aðeins til íþróttakapp- leikja og móta. Sigurður Baldursson segir að þessi nýjungagirni Get- rauna hafi því reynst vera á gráu svæði og harmar að hafa farið út fyrir laga- og reglu- gerðarumhverfið sem fyrirtæk- ið gerði sér annars far um að fylgja stíft. Kvaðst hann hafa talið að líta mætti á þingkosn- ingar sem ákveðinn kappleik þar sem menn freistuðu þess að skora og ná ákveðnum ár- angri en ráðuneytið liti öðru- vísi á málið. Framkvæmdastjórinn segir sölu getraunaseðlanna því hafa verið hætt og að þeir fáu seðlar sem selst hafi fari á endur- greiðslu sem þýði að þeir sem keypt hafa hagnast hvorki né tapa á að hafa getið sér til um úrslit kosninganna. Frakkland gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu með lögum um villidýraveiðar Skylduaðild að veiði- félagi andstæð MSE Strassborg. Morgunblaðið. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í síðustu viku upp þann dóm að Frakkland hefði brotið gegn mann- réttindasáttmála Evrópu með lögum um villidýraveiðar (Chassagnou o.fl. gegn Frakklandi, 29. apríl 1999). Þar væri ekki tekið nægilegt tillit til eignarréttar landeigenda né til rétt- ar þeirra til að standa utan félaga. Lögin sem hér um ræðir voru sett árið 1964. Samkvæmt þeim eru eigendur lítilla jarða sums staðar í Frakklandi skikkaðir til að afsala sér veiðiréttindum til félagsskapar landeigenda. Tilgangurinn er að hafa betri stjóm á veiðunum því skotveiðar krefjast aðgangs að stór- um samfelldum svæðum, koma í veg fyrir veiðiþjófnað og auðvelda fækk- un meindýra. Lögin ná ekki til jarða sem eru stærri en 20 hektarar. Eig- endur stórjarða sitja því einir að veiði á landi sínu. Nokkrir franskir landeigendur í héruðunum Creuse og Gironde, sem eru mótfallnir skotveiðum, reyndu árangurslaust að loka jörðum sínum fyrir skotveiðimönnum. Sendu þeir þá kæru til mannréttindanefndar- innar í Strassborg. Þaðan fór málið til Mannréttindadómstólsins. Dóm- stóllinn tók fram í dómsforsendum sínum að óumdeilanlega hefði eign- arréttur kærenda verið skertur með lögunum frá 1964. Þeim hefði verið gert að afsala sér veiðirétti sem væri tengdur eignarrétti að jörðum þeirra. Þá þyrftu þeir að þola um- ferð skotveiðimanna og veiðihunda um land sitt drjúgan hluta ársins. Landeigendur hefðu ekki átt neinn raunhæfan möguleika á því að halda í veiðiréttinn. Lögin gerðu að vísu ráð fyrir að þeir hlytu í staðinn veiðirétt á yfir- ráðasvæði veiðifélagsins. Það kæmi þó ekki þeim til góða sem væru andvígir skotveiðum. Þá yrði að geta þess að fyrirkomulag þetta væri ekki við lýði nema í hluta Frakklands. Ekki yrði því hjá því komist að telja að brotið hefði verið gegn 1. grein 1. viðauka við mann- réttindasáttmálann sem verndar eignarrétt. Réttur til að standa utan félaga Þá gat dómstóllinn þess að 11. grein mannréttindasáttmálans verndaði rétt manna til að standa utan félaga. Telja yrði að veiðifélög- in væru félög að einkarétti og því féllu þau innan gildissviðs sáttmál- ans. Að mati dómstólsins er ekki hægt að líta svo á að skylduaðild, sem einungis er við lýði í fjórðungi franskra sveitarfélaga, sé í réttu hlutfalli við það markmið sem að var stefnt, þ.e. að tryggja lýðræðis- lega þátttöku í veiðum. Ekki sé heldur hægt að sjá hvers vegna nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara ráðstafana gagn- vart eigendum smærri jarða en ekki eigendum stórra jarða. „Að þvinga mann með lögum til að ganga í félag sem gengur gegn grundvallarsannfæringu hans og skylda hann til að yfirfæra réttindi sín til jarðarinnar til þess félags svo það geti náð markmiðum sem hann er andvígur gengur lengra en nauðsynlegt getur talist til að fryggja hæfilegt jafnvægi milli andstæðra hagsmuna," sagði í dómsforsendum. Því hefði 11. grein mannréttindasáttmálans einnig verið brotin. ► í VERINU í dag er meðal annars greint frá markaðs- málum og aflabrögðum, fjallað um íslenska hönnun skipa sem verið er að smíða erlendis og gerð grein fyrir úthlutun aflahámarks í norsk-íslensku sfldinni 1999. Markaregn í Vestmanna- eyjum B 3 Gróttu B Með blaðinu í dag fylgir 20 síðna blað um Færeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.