Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 35 TÖJVLIST Sölvasalur Sólon ís- I a n d u s CARL OG JÓN MÖLLER Píanó og rafpíanó. Birgir Bragason bassa og Guðmundur Steingrímsson trommur. Múlinn, þriðjudagskvöldið 2. maí 1999. ÞAÐ er langt síðan maður hlust- aði á þá Möller-bræður leika sam- an á tvö píanó í Heita pottinum í Duushúsi. Þá einsog nú var einn flygill og einn Roland - og meira að segja sami flygillinn; Steinwa- yinn sem íslenskir djassleikarar keyptu af Utvarpinu með hljóð- færaleik og skenktu Heita pottin- um sem arfleiddi Múlann að hon- Menning- arheimar mætast BÆKIIR II a r ii a b ó k SASHA eftir Oddu Steinu Björnsdóttur. Æsk- an. 1999 - 31 bls. KYNÞÁTTAFORDÓMAR eru með leiðinlegri löstum og oft birt- ingarmynd djúpstæðrar ólgu sam- félagsins. Þeir nærast á þeirri hugsun að einn kynþáttur sé öðrum æðri eða rétthærri og svo þjóna þeir oft efnahagslegum eða landfræði- legum hagsmun- Adda Steina um fáeinna Út- Björnsdóttir valdra. Barnasagan Sasha eftir Öddu Steinu Björns- dóttur er gefin út á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordóm- um. Æskan og Rauði kross Islands standa sameiginlega að útgáfunni. Hér er á ferðinni lítið kver um ferðalag íslenskrar fjölskyldu í kaf- sjó í Kasakstan. Hjón og sonur þeirra verða fyrir því að missa bíl- inn sinn út af veginum í ófærð. Inn- fæddir koma þeim til hjálpar. Sag- an fjallar að mestu um samskipti sonarins og sonar fjölskyldu frá Kasakstan, hvernig ólíkir reynslu- heimar þeirra og menningarheimar mætast. Hér er lögð áhersla á and- stæðu kynþáttafordóma því að samskiptin eru öll á jákvæðum nót- um án átaka. I sögunni er leitt að því líkum að hjörtunum líki saman í Kasakstan og á íslandi og er gott eitt að segja um þann boðskap. Hitt er svo annað mál að Sasha fjallar eiginlega frekar um mót tveggja menningarheima, veraldar borgarbarns og sveitabarns, en mun á kynþáttum og leiðir nokkuð hjá sér rætur kynþáttavanda. Bók- in líkist því ýmsum skáldverkum ísjenskum sem fjalla um árekstra sveitar og þéttbýlis, forns tíma og nútíma. Söguflétta er ekki fyrirferðamik- il enda vafasamt að slík flétta hent- aði þeim aldurshópi sem sagan á höfða til. Þó hygg ég að ekki hefði skaðað að láta fleira gerast í sög- unni. Persónur eru fáar en vandað til þeirra. Hér er á ferðinni lítil saga fyrir yngstu lesendurna. Hún er laglega skrifuð og af kunnáttu. Ekki veit ég þó hversu sagan dugar sem vopn í baráttunni gegn kynþátta- fordómum nema sem jákvæð fyrir- mynd. Hvorki ristir hún það djúpt að hún veki til umhugsunar né er efni hennar nægilega nærtækt. Hins vegar stendur sagan ágæt- lega fyrir sínu án þessa markmiðs. Það er kannski fyrir mestu. Skafti Þ. Halldórsson ___________LISTIR________ Píanóbræðurnir Möller um. Hann hefur staðið víða ís- lenskum djasspíanistum til af- nota. Frá Duus-húsi lá leiðin í Púlsinn, þaðan á Sólon, síðan á Jómfrúna og nú aftur á Sólon þar sem Jazzklúbburinn Múlinn hefur haft aðsetur á annað ár. Nú einsog þá þótti manni súrt í broti að þeir bræður þyrftu að nota rafpíanó og vonandi kemur að því að tækifæri gefist til að heyra þá leika dúetta á óraf- mögnuð píanó - vel æfða og und- irbúna. Á hundrað ára afmælisári Duke Ellingtons var við hæfi að hefja tónleikana á I’m beginning to see the light again. Jón sat við Steinwayinn, en Carl við Roland- inn og kynnti síðan bræðralag Henry Manchinis áður en kom að Blue Daniel Frank Rossolinis, sem Carl hljóðritaði kornungur með Gunnari Ormslev. Svo var skipt um sæti og skellt undir nára og fyrri hluti tónleikanna endaði á ópus eftir Carl sem hann frum- flutti í Norræna húsinu ásamt strengjakvartetti. C.M.l nefnist hann í handriti, en Sir Philip er nafnið. Þetta er glettilega skemmtilegt lag. Fullt af lífí og gáska með norrænu ívafi og enn meiri svíngari í flutningi bræðr- anna á Sólon en í Norræna hús- inu bresti mig ekki minni. Eftir hlé léku þeir félagar m.a. söngvadans Jóns Múla, Gettu hver hún er? og var Jón aftur sestur við flygilinn en Carl Rolandinn. Þeir léku dansinn nokkuð hratt, en aft- ur á móti var ballöðustíllinn ríkj- andi í eina laginu sem þeir bræður léku án Guðmundar og Birgis: Stella by starlight og höfðu þá enn skipt um sæti. Þeir hefðu að vísu mátt sleppa Stellu því þeir voru greinilega ekki undirbúnir að leika án hrynsveitarinnar. Svo var end- að á valsi: Alice in wonderland með eligans. Þeir bræður eru ólíkir píanist- ar á margan hátt og liggur mun- urinn kannski ekki síst í skapferl- inu. Carl er expressjónískur, kröftugur en Jón impressjónísk- ari, innhverfari. Jón leikur leik- andi fallegar línur í spuna sínum og síðan koma oft blokk- hljómakaflar; samt er ekki mikill Shearing í honum. Carl er nær boppinu og getur verið eih'tið fönkaður á silveriskan máta á góðri stund. Birgir og Guðmundur studdu þá bræður dyggilega og var sveiflan örugg hjá þeim félögum og vel heppnaðir sólóar þeirra skreyttu tónlistina, sem var á stundum dálítið einlit hjá þeim bræðrum þetta kvöld. Vernharður Linnet SKOGARSJOÐURINN Markmið Skógarsjóðsins • Markmið sjóðsins er að stuðla að skógrækt á Islandi. • Sjóðurinn styður hvers konar átak til að auka landgæði með ræktun trjágróðurs á Islandi. • Sjóðurinn styrkir einstaklinga og félög til skógræktar með afhendingu trjáplantna. • Sjóðurinn kaupir og leigir lönd á völdum skógræktarsvæðum á Islandi til úthlutunar til einstaklinga og félaga sem vilja stunda skógrækt. • Sjóðurinn styrkir óvenjuleg, sérstök eða sérhæfð rannsóknarverkefni á sviði skógræktar. • Sjóðurinn styrkir gerð skógræktarskipulags einstaklinga og félaga. AÐSTANDENDUR SKÓGARSJÓÐSINS: Stofnandi: Skógræktarfélag Reykjavíkur Verndari: Forseti Islands herra Ólafur Ragnar Grímsson Fjárgæsluaðili: Búnaðarbankinn Auglýsing þessi er kostuð af: BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki Nú auglýsir Skógarsjóðurinn eftir þeim einstaklingum og félögum sem áhuga hafa á upplýsingum um úthlutunarreglur og möguleika sjóðsins til styrkveitinga. Skógarsjóðurinn Nafn Skógræktarfélagi Reykjavíkur _________________ Fossvogsbletti 1 Heimilisfang 108 Reykjavík ________ _______ Póstnr. Staður Netfang Kennitala Sími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.