Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SIGURVEGARAR keppninnar „Kontrapunktur & basta“ Stella Rögn Sigurðardóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir með sigurlaunin. Kontrapunktur & basta Svörtuloft, nýr veit- ingastaður á Hellissandi Hellissandi - í síðasta mánuði opn- uðu hjónin Sigrún Sigurðardóttir og Sigfus Almarsson nýjan veitingastað á Hellissandi. Nefna þau staðinn því alkunna en drungalega nafni, Svörtuloft. Veitingastaðurinn er rek- inn í húsakynnum sem áður var not- aður til verslunar og stendur við Hellisbraut, vestur undir hinni fomu Brekknalendingu. I þessu húsi hefur verið rekin verslun áratugum saman. Húsið byggu Clausenar meðan þeir versluðu hér. Síðan tók Kaupfé- lag Borgfirðinga við því og rak þar lengi útibú. Síðustu árin hefur Drífa Skúladóttir rekið þar kjörbúð. Hún rekur nú Hraðbúð Essó við Utnes- veg. Hjónin hafa gjörbreytt húsinu og skinnað það allt upp svo það megi henta þessum nýja rekstri. Aratugur er hðinn síðan slíkur veitingarekstur lagðist af á Hell- issandi en hjónin Sigrún og Sigfús Almarsson eru órög að leggja í þenn- an rekstur. Þau hafa einnig farið nýjar leiðir og gefa t.d. íbúum kost á að fylgjast með vinsælum knattspymukapp- leikjum ásamt ýmsu fleim. A undanfömum áram hafa ferðamenn, sem hér hafa átt leið um, en þeim fer sífjölgandi, kvartað sáran yf- ir að engin slík aðstaða skuli standa til boða í þorpinu enda er hér um þjónustu að ræða sem allir útlendingar era vanir af heimaslóð sinni og veitingastaðir hafa sprottið upp í flestum þétt- býhsstöðum landsins á síð- ustu áram. Heimamenn hafa tekið þessu fagnandi og hafa þessi Svörtuloft verið ágætlega sótt, þótt hin raunveralegu Svörtuloft yllu sjófarendum skelfingu á áram áður. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson VEITIN G AFÓLKIÐ á Svörtuloftum, hjónin Sigrún Sigurðardóttir og Sigfús Almarsson. Vaðbrekku, Jökuldal - Þrír grunn- skólar á Austurlandi tóku þátt í keppninni „Kontrapunktur & basta“. Skólamir sem þátt tóku eru frá Seyðisfirði, Eiðum og Brúarási. Keppnin gengur út á eins og í sjón- varpinu, að þekkja og greina klass- ísk tónverk, tónskáld og tónlistar- söguna ásamt fleiru. Hugmyndin að þessari keppni er upphaflega ættuð frá nemendum Tónskóla Norður-Héraðs í Brúarási en þeir fylgdust af miklum áhuga með keppninni í sjónvarpinu. Siðastliðinn vetur ákvað Tónlist- arfélag Fljótsdalshéraðs að styrkja þessa keppni og gefa til hennar verðlaunagrip. Mínerva M. Haralds- dóttir, deildarstjóri Tónlistarskóla Austur-Héraðs á Eiðum, tók að sér að standa fyrir kynningu til skóla á Austurlandi og útbúa námsefni sem hægt er að nota við undirbúning keppninnar. Þetta námsefni er til- búið og mjög aðgengilegt til kennslu og hægt að fá allar upplýs- ingar um það hjá höfúndi í Eiða- skóla. Sigurvegarar í þessari keppni voru nemendur grunnskólans á Brúarási, nemendur frá Eiðum urðu í öðru sæti og Seyðfirðingar í því þriðja. Mínerva M. Haraldsdótt- ir segir að þess sé vænst að sigur- vegaramir nú í ár standi fyrir næstu keppni að ári. Undirbúi hana og auglýsi eftir þátttöku undir stjórn Julian Isacs, skólastjóra tón- skólans á Brúarási. Það er von þeirra er standa fyrir þessari keppni að þetta sé aðeina byijunin á árlegum viðburði hér fyrir austan og jafnvel víðar um landið eftir því sem áhugi og aðstæður leyfa. Sá besti í bænum Þórshöfn - Strákar era ahtaf strákar og áhugamálin svipuð, hvar sem þeir era. Þótt síðasti dagur aprílmánaðar væri kuldalegur og slydduélin freistr uðu ekki margra til útivera þá létu ijórir hressir Þórshafnarstrákar það ekki á sig fá og fóra á rúntinn á besta kassabílnum í bænum.“Þetta er fínn bfll - en við smíðuðum hann ekki, það var Gummi, bróðir hans Lúlla,“ sögðu þeir Stefán, Halldór, Haukur og Sig- þór um leið og þeir fóra á fleygiferð framhjá fréttaritara á tryhitækinu vinsæla, sem rúmaði fjóra káta strák- pjakka í blautum útigöllum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Morgunblaðið/Atli Vigfússon NEMENDUR við ritgerðasmíð um áhrif reykinga á lieilsu fólks. Nýjar tölvur í Litlulaugaskóla Laxamýri - Grunnskólanum að Litlulaugum í Reykjadal voru færðar velþegnar gjafir í tilefni af afmæli skólans nýlega. Um er að ræða peningagjafir frá Reykdælahreppi og Kvenfé- lagi Reykdæla sem notaðar voru til kaupa á nokkrum tölvum sem ætlaðar eru til notkunar í kennslu. Þá spiluðu nemendur fótbolta í heilan sólarhring og söfnuðu áheitum í tilefni af því þannig að hægt var að kaupa vönduð tæki sem ætla má að end- ist lengi. Mikil ánægja er með tölvurnar í skólanum og eru þær mikið not- aðar. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon FRÁ málþingi unglinga í Grundarfirði. Rætt um mál- efni unglinga Grundarfirði - Eftir samræmdu prófin boðaði sveitarstjórinn í Grundarfírði ásamt Tilveru til málþings um málefni unglinga. Unglingarnir voru sjálfir með framsöguerindi. Málþingið var mjög vel undirbúið og umræður málefnalegar. Til að undirbúa málþingið skiptu unglingarnir sér niður í hópa og ræddu afmörkuð mál. A málþing- inu kynntu þau svo niðurstöður umræðnanna. Meðal málefna var samstarf skóla á Snæfellsnesi, að- staða á skólaleikvelli, atvinna fyrir unglinga á sumrin og einn hópur- inn tók að sér að finna húsnæði fyr- ir nýja félagsmiðstöð. Unglingamir höfðu líka hugsað fyrir kostnaðarhliðinni því einn hópurinn gerði kostnaðaráætlun fyrir innréttingar og tæki í vænt- anlega félagsmiðstöð, og kom með hugmyndir um fjáröflunarleiðir. Að loknum framsöguerindunum tók sveitarstjórinn til máls og lagði til að skipaður yrði samstarfshóp- ur sveitarfélagsins og unglinganna til að vinna áfram að þessum verk- efnum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÓTTAR Armannsson, yfirlæknir Sjúkrahúss Egilsstaða, við nýja fjar- greiningarröntgentækið. Tæki sem auðveldar bráða- greiningu Egilsstöðum - Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum hefur borist fjargrein- ingaröntgentæki eða röntgenfilmus- kanni sem gerir mögulegt að senda röntgenmyndir til bráðagreiningar. Tækið er að mestu kostað af heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu en stofnunin greiðir þó hluta þess. í byrjun mun úrlestur röntgen- mynda eingöngu verða í gegnum Landspítalann en í framtíðinni munu samskipti verða bæði við Fjórðungs- sjúkrahúsin í Neskaupstað og á Akureyri. Hingað til hafa röntgen- myndir verið sendar með pósti þannig að tækið flýtir fyrir grein- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.