Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
__________UMRÆÐAN__________
Ymstristjórn = skatta-
hækkanir og1 atvinnuleysi
HINN 8. maí göng-
um við íslendingar að
kjörborðinu og veljum
þá ríkisstjóm sem að á
að koma okkur farsæl-
lega inn í nýja öld. Við
verðum að gera það
upp við okkur hvemig
við viljum sjá framtíð-
ina fyrir okkur. Viljum
við að ný öld taki á móti
okkur með vinstristjórn
með hækkandi sköttum
og auknum skuldum
eða hægristjóm með
Sjálfstæðisflokkinn 1
fomstu og áframhald-
andi stöðugleika í þjóð-
félaginu?
Loforðalistar!
Þessa dagana sjáum við auglýs-
ingar í blöðum, heyrum viðtöl við
stjómmálamenn í ljósvakamiðlun-
um og inn um bréfalúguna streyma
inn loforðalistar frá öllum framboð-
um sem bjóða sig fram fyrir Alþing-
iskosningarnar. Flestir flokkar
boða betri tíð ef þeir komast til
valda, þeir segja að skattamir muni
lækka, skuldirnar lækki og við eig-
um eftir að hafa það betra en við
höfum það í dag á tímum góðæris.
En mörg em loforðin og misjöfn og
vitað er að ekki fá allir flokkarnir
það vald sem þarf til þess að koma
sínum loforðum í framkvæmd.
Utanríkisstefna Iitla
vinstra aflsins!
Eftir að hafa skoðað stefnu hins
nýja Vinstra - grænaframboðs þá
komst ég að því að þama er á ferð
flokkur með nýjar um-
búðir utan um sig en
innihaldið er það sama
og hefur verið einkenn-
andi fyrir vinstriflokk-
ana á íslandi. Þai-na á
ég við þá stefnu sem
þeir kalla utanríkismál.
Þar segja þeir frá því að
þeir vilji að við segjum
okkur úr Atlantshafs-
bandalaginu og varnar-
liðið fari sem fyrst af
landinu. Þátttaka okkar
starfí Atlantshafs-
bandalagsins skipth-
okkur giáðarlegu miklu
máli, þátttakan hefui-
auðveldað okkur til
muna þau samskipti sem við eigum
við vestræn ríki ásamt því að tryggja
öryggi okkar.
Kostir við veru varnarliðsins!
Vera varnaliðsins á landinu hefur
í gegnum árin skilað okkur gríðar-
legum tekjum og einnig hefur það
margsinnis komið okkur til hjálpar
með tækjum sínum, t.d. við björgun
úr sjávarháska. Og seint gleyma
Vestmannaeyingar þeirri aðstoð
sem varnarliðið veitti þeim er eld-
gosið hófst á eynni 1973. Þessu öllu
vilja vinstrimenn kasta burt og gera
okkur að einhverjum hlutlausum
friðarhippum úti í ballarhafí. Það
sem vinstri menn hafa greinilega
ekki gert sér grein fyrir er að með
hvarfi varnarliðsins þarf ríkissjóður
að sjá á eftir gríðarlegum fjármun-
um. Samkvæmt upplýsingum frá
vamarmálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins voru gjaldeyristekjur af
varnarliðinu 1995 137,3 milljónir
Stjórnmál
Atkvæði greitt öðrum
en Sjálfstæðisflokkn-
um, segir Kjartan
Ólafsson Vídó, er
ávísun á aukna skatta
og skuldir.
bandaríkjadala eða 9.061.800.000
milljónir kr. og í janúar 1999 unnu
852 Islendingar hjá varnarliðinu.
Þama er á ferðinni gríðarlegt fjár-
magn sem vinstrimenn vilja kasta
út um gluggann og auka þar með
atvinnuleysi í landinu. En hvernig
hyggjast þeir ná þessum peningum
til baka inn í ríkissjóð? Það er að-
eins ein leið til þess að ná þessum
peningum aftur og það er með
skattahækkunum. Það virðist hafa
loðað við ríkisstjórnir sem vinstri-
menn hafa átt aðild að, að á þeim
tíma hafa skattar hækkað upp úr
öllu valdi og ríkisafskipti aukist.
Þarna er á ferðinni stórhættuleg
stefna sem ber að varast.
Valið er einfalt!
Hinn 8. maí næstkomandi verður
valið einfalt. Atkvæði greitt öðmm
en Sjálfstæðisflokknum er ávísun á
aukna skatta og skuldir. Vöndum
val okkar og setjum X við D og
ti-yggjum þannig áframhaldandi
stöðugleika í þjóðfélaginu.
Höfundur er fjölbrautaskólanemi.
Kjartan Ólafsson
Vídó
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 61
Atvinna
handa
öllum
FRAMSOKNARFLOKKURINN
Vertu með á miðjunni
Kjartan, Árni, Drífa, Ólafur.
Vaxtarbroddurinn fylgir stefnu Sjálfstæðisflokksins.
X-D á Suðurlandi