Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kosningarannsóknir dr. Ólafs Þ. Harðarsonar 1983-1995 40% ákváðu sig vikuna fyrir kjördag STÓR hópur kjósenda gerir ekki endanlega upp hug sinn um hvað hann ætlar að kjósa í alþingiskosn- ingum fyrr en í seinustu vikunni íyrir kjördag, skv. kosningarann- sóknum sem dr. Ólafur Þ. Harðar- son, dósent í stjómmálafræði við HÍ, hefur gert fyrir þingkosningar sem fram hafa farið allt frá árinu 1983. Þannig sögðust 40% hafa tek- ið endanlega ákvörðun um hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa í síðustu vikunni fyrir kosningamar 1995, þar af sögðust 13-19% hafa tekið ákvörðunina á kjördag. Þetta kem- ur fram í grein í nýjasta hefti tíma- ritsins Lifandi vísindi, þar sem fjall- að er um niðurstöður þessara rann- sókna Ólafs. Kosningarannsóknir Ólafs sýna að mikill fjöldi íslenskra kjósenda skiptir um flokk milli kosninga. í greininni í Lifandi vísindum segir: „Um fjórðungur kjósenda 1983 kaus annan flokk en hann hafði gert 1979 og um þriðjungur kjósenda skipti um flokk í kosningunum 1987, 1991 og 1995. Það er hátt hlutfall í al- þjóðlegum samanburði.“ Flokkshollusta með minna móti Rannsóknir Ólafs hafa einnig leitt í ljós að flokkshollusta er með minna móti hér á landi og hefur farið minnkandi. „I kosningarannsóknun- um eru kjósendm- spurðir að því hvort þeir líti á sig sem stuðnings- menn einhvers stjórnmálaflokks eða samtaka. 1983 taldi tæpur helming- Flokkshollusta 1983 - 1995 100- 80- 60- 40- 20- 0- 1983 1987 1991 1995 Hlutfall kjósenda sem tók endanlega ákvörðun um hvað skyldi kjósa í síðustu vikunni fyrir kjördag 1983 -1995 ur kjósenda sig stuðningsmenn flokka, en 1995 var hlutfallið komið niður í rúm 40%. Margir kjósendur velkjast í vafa og flökta á milli flokka Þeir sem ekki töldu sig stuðnings- menn flokka voru spurðir hvort þeir stæðu einhverjum flokki nær en öðrum. Tæpur þriðjungur kjósenda samsinnti því öll árin, en sá hópur- inn sem hvorki telur sig stuðnings- mann flokks né standa einhverjum flokki nær hefur farið vaxandi: 1983 höfðu 19% kjósenda þannig enga flokkshollustUj en hlutfallið var 27% árið 1995. Ahugi almennings á stjórnmálum minnkaði hins vegar ekki á árunum 1983-1995,“ segir í greininni. Þar kemur einnig fram að þeim kjósendum hefur líka fjölgað sem hugleiða fyidr kosningai- að kjósa annan flokk en þeir á endanum gera. 47% kjósenda hugleiddu þetta 1983, en 60% fyrir seinustu kosn- ingar 1995, skv. kosningarannsókn- um Ólafs. „Samkvæmt þessu eru það einungis 40% kjósenda sem eru svo tryggir flokki sínum, að þeir velta ekki öðrum kostum fyi-ir sér,“ segir í greininni. I skoðanakönnunum fyrir kosn- ingar eru oft 20^10% óráðin en Ólafur benti á í samtali við Morgun- blaðið að margir telji að þessi hópur hljóti að fara minnkandi af sjálfu sér þegar dregur nær kosningum en málið sé ekki svo einfalt. Stórir hópar kjósenda séu að velkjast í vafa vikurnar fyrir kosningar. Þannig geti kjósandi skýrt frá því í könnun mánuði fyrir kosningar að hann búist við að kjósa flokk A, viku síðar býst hann við að kjósa flokk B, viku seinna segist hann vera óráðinn og svo kýs hann kannski á endanum flokk C á kjör- degi. Hópur kjósenda sé þannig á fleygiferð á milli flokka í kosninga- baráttunni. rwr victory W Teg. 168/169/170____{ Verð kr. 2.990 Stœrðir 28-45 E3 RR SKOR SKÓHÖLLIN Bœjarhraum 16, simi 555 4420 Kringlunni og Skemmuvegi Skattaívilnanir styrki menninguna SAMFYLKINGIN vill styðja menningarmál með skattaívilnunum og leggja áherslu á mikilvægi þeirra með því að breyta nafni mennta- málaráðuneytisins í mennta- og menningarráðuneytið. Þetta kom fram í máli Ágústar Einarsonar, al- þingismanns á menningarhátíð Samfylkingarinnar á Reykjanesi í gær. Fjölmenni var á hátíðinni sem haldin var í nýja tónlistarhúsinu í Kópavogi. Lítið fór fyrir stjórn- málaumræðu en menn höfðu „gam- an af því að vera saman í Samfylk- ingunni", eins og Rannveig Guð- mundsdóttir, oddviti hennar á Reykjanesi, komst að orði, og naut tónlistar- og skemmtiatriða sem boðið var upp á. Meðal þeirra sem fram komu voru Kristján Jóhannsson óperu- söngvari, Örn Árnason leikari, karlakórinn Fóstbræður og skóla- hljómsveit Kópavogs. Morgunblaðið/Kristinn ÞORUNN Sveinbjarnardóttir, sem áer í 4. sæti á lista Samfylkingar- / innnr Rí»vkiunpsi. setti mennine’arhátíðina. Davíð Oddsson Engin rök fyrir ESB- aðild DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á opnum stjórnmálafundi í Garðaskóla í Garðabæ í gær að^ kæmi einhvern tíma til gi'eina að ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu (ESB) þyrfti þjóðin að fá að greiða um það atkvæði. „Ég er þeirrar skoðunar að ef þetta mál [aðildarumsókn íslands að ESB] kemur upp þá yrði þjóðin að fá málið allt á borðið og segja já eða nei. Það er um slíkt fullveldisaf- sal að ræða. Það má vel vera að menn neyðist til þess einn góðan veðurdag að horfast í augu við það að heimur- inn þróist þannig og þá taka menn á því. Þá gerir þjóðin það með opnum huga. En það er út af fyrir sig engin sérstök rök fyrir því að það sé nauð- synlegt. Að minnsta kosti er efna- hagsþróunin hjá okkur annars vegar og í Evrópusambandinu hins vegar Morgunblaðið/Kristinn FUNDUR með Davíð Oddssyni og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi var vel sóttur í gær. ekki þannig að eigum að skipta. Þar er atvinnuleysi, svo dæmi sé tekið, ellefu til fjórtán prósent.“ Davíð sagði ennfremur að allt tal um undanþágur íslendinga frá fisk- veiðistjórnun ESB gæfi mönnum að- eins gyllivonir. Norðmenn hefðu til að mynda reynt að fá undanþágur frá fiskveiðistjórnuninni en án ár- angurs. „Innganga í ESB er ekki eins og að koma á matsölustað, líta á matseðilinn og segja: ég ætla að fá þetta, sleppa þessu, fá þetta en sleppa þessu. Þú verður að éta allt af matseðlinum, en þá yrði nú mörgum bumbult og þar á meðal mér. En það er ekkert óeðlilegt [...] að menn gefi til kynna að það sé hægt að fá und- anþágu frá þessu öllu saman,“ sagði Davíð og taldi að besta undanþágan sem ESB veitti væri tími. Tími til að aðlagast stefnu sambandsins. „Þess vegna finnst mér að menn sem að minnsta kosti vita þetta eigi ekki að tala eins og [það sé hægt að fá und- anþágur] og gefa mönnum þannig gyllivon.“ DogU bæta við sig FRÉTTASTOFA Ríkissjón- varpsins greindi frá því í gær- kvöldi að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin - Grænt framboð bættu við sig fylgi samkvæmt könnun Gallups, miðað við fyrri kannanir fyrir- tækisins. Könnunin er svo kölluð rað- könnun og munu slíkar kann- anir birtamst á hverjum degi fram að kosningum. Sjálfstæð- isflokkurinn fær 42,3% at- kvæða samkvæmt könnuninni og 28 þingmenn, Samfylkingin 27,1% og 19 þingmenn, Fram- sóknarflokkkurinn 18,3% og 11 þingmenn, Vinstri flokkurinn - Grænt framboð fær 8,3% og 5 þingmenn, Frjálslyndi flokkur- inn fær 3,2% atkvæða og Húmanistar 0,9% atkvæða. Önnur framboð mældust ekki í könnuninni. I úrtakinu voru eitt þúsund manns og þar af voru fimm hundruð spurð í fyrrakvöld. Svarhlutfall var 72%, en 16,6% vora óákveðin eða neituðú að svara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.