Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skipulagsmál ASI, til fortíðar eða framtíðar SKIPULAG ASÍ hefur undanfarna daga verið til umræðu innan sem utan hreyf- ingarinnar. Skipulagið hefur verið nokkuð margbrotið um ára- tuga skeið; þar hefur mátt finna landssam- bönd byggð upp með starfsgreinafyrir- komulagi, einnig hefur skipting milli lands- sambanda byggt á samböndum faglærðra og „ófaglærðra"; og til viðbótar hafa verið fé- lög með beina aðild án tengsla við landssambönd. Um- ræða liðinna missera hefur krist- allast í tveim gnindvallarþáttum: Kröfu um hagkvæmni og skilvirkni gagnvart félagsmönnum sem kall- ar á einingar innan hreyfingarinn- ar sem geta boðið öllu launafólki nauðsynlega aðstoð og þjónustu hvort heldur það snýr að kjara- og réttindamálum, sjúkrasjóðum, or- lofsmálum eða aukinni áherslu á vinnustaðasamninga. Hinsvegar er umræða um skipulagsmál uppi á borðinu nú vegna aukinnar áherslu á mennta- og ft-æðslumál innan hreyfingarinnar, en fullyi-ða má að ásamt með stöðugri baráttu fyrir réttlátum hlut launafólks, þá muni menntamál vera meginhlutverk hreyfingar launafólks á nýrri öld. Skipulag allra starfsmennta- mála hafur tekið miklum breyt- ingum á undanförnum árum. Fyr- ir um 15 til 20 árum fóru félög „ófaglærðra" að huga að fræðslu- málum sinna félagsmanna og ým- islegt gott hefur áunnist frá þeim tíma, en með nýjum framhalds- skólalögum frá 1996 má segja að skapast hafi aðstæður fyrir fullri þátttöku alls launafólks í skipu- lagi starfsmenntamála á jafnrétt- isgrunni. Nú hafa allar starfs- greinar - ekki aðeins löggiltar iðngreinar - með sér svokölluð starfsgreinaráð, þar sem fulltrúar allra hagsmunaaðila koma að, einnig þeirra sem ekki hafa enn fengið formlega menntun. I dag hafa því fulltrúar bæði „ófag- lærðra" hópa og fulltrúar hinna fagmenntuðu með sér samráð um bættan aðgang og bætta menntun til handa öllum launamönnum. Þrátt fyrir þetta eru þessir hópar yfirleitt hvor í sínu landssam- bandi sem aftur á aðild að ASÍ. Spurningin er: Er þetta óeðlilegt? Eru aðrar leiðir betri? Iðja, félag verksmiðjufólks, hef- ur nú nýsamþykkt að fara fram með skoðanakönnun meðal félags- manna sinna um mögulega sam- einingu við Eflingu og mynda þannig vænt- anlega stærsta verka- lýðsfélag landsins. Þetta félag mun verða skipt upp í deildir - ekki mjög frábrugðið þeirri skiptingu sem samkomulag náðist um við skipan starfs- greinaráða. Með þess- ari skipan; deildar- skiptingu stéttarfé- laga „ófaglærðra" og aðkomu þeirra að starfsgreinaráðum má skapa þann ramma sem gerir mögulegt að vinna að því að allt launafólk eigi þess kost að auka færni sína með því að bæta menntun sína; Skipulag Fullyrða má að ásamt stöðugri baráttu fyrir réttlátum hlut launa- fólks, segir Garðar Vil- hjálmsson, muni menntamál verða meg- inhlutverk hreyfingar launafólks á nýrri öld. auka þannig sveigjanleika á vinnu- markaði, og verða aðlögunarhæf- ari í síbreytilegu samfélagi nýrrar aldar. Stéttarfélög „ófaglærðra“ hafa, með stærri einingum og skynsamlegum rekstri, fyllilega forsendur til þess að semja um og koma á fræðslu fyrir sína félags- menn á þeirra eigin forsendum þó alls ekki verði gert lítið úr nauð- syn samvinnu við félög faglærðra og þeirra fræðslumiðstöðva. Sama má segja um aðra þjónustu við fé- lagsmenn; deildaskipt félag getur einbeitt sér að starfsgi'eina- og vinnustaðasamningum; og með sameiginlegum sjúkra- og orlofs- sjóðum boðið bestu mögulegu þjónustu á þeim sviðum. Eg sé því ekki betur en að núverandi skipu- lag verkalýðshreyfingarinnar, með þeim áherslum sem hér hafa verið lagðar fram, auki möguleika launafólks á betri stéttarfélögum og skapi aðstæður fyrir þróun hreyfingar launafólks inn í nýja öld - á forsendum allra launa- manna. Höfundur er skrifstofustjóri Iðju, fclags verksmiðjufólks. Garðar Vilhjálmsson MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 51 20% afsláttur Minni matarlyst • Hraðari brennsla • Regla á meltingunni BOGENSE PILLEN Kynning í Lyfju Hamraborg í dag, Hafnarfiroi á moigun og Lágmúla, fösludag. HOILUSTA HEILBRIGÐI Áslaug Toppstúlka * Múm * Sushi ► Jónsi i Sigurrós * Hvunndagshetjur Mið-Asía * Mannréttindi * Austurlenskar lækningar Maf 1999 4, !hl. iQ, árg, kronur 699. -m vsk NAUÐGARI Haukur Ingimarsson frá Keflavík talar út SEIÐKARL OG MIOILL Seirtdu fram son ER í TÍSKU AÐ VERA VITLEYSINGUR? miliana Torrini í ævintýraleit í En Kraftur, þekking og frumkvæði fyrir Reyknesinga Siv Friðleifsdóttir Hjálmar Árnason Páll Magnússon Ko»ninga»krif«tofa Bæjarhrauni 26 Hafnarfirði, j s.565-4790 565-5740 565-5742 Tölvupóstur: reykjanes@xb.is ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.