Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ # MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson HRIMNIR frá Hrafnagili hefur ávallt staðið fyrir sínu hvar sem hann hefur komið fram og var reiðhallarsýningin nú þar engin undantekning, knapi er Björn Sveinsson. 'BSSBBÉgsj 1 Tæknival /«/ uii Mkhm 1'SumUilUÆLHiNNAK " '" " ,a : m - vsé MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson EINA atriði sýningarinnar sem ekki var hefðbundið var sýning Julio þar sem hann lék ýmsar kúnstir með hest sinn Gauja litla og hundinn. vigsia á Mikið hestaval á ein- Ingolfs- i o • í • / • hvoli hærri og langn syningn FORMLEG vígsluhátíð verður haldin á hestamiðstöðinni að Ingólfshvoli þar sem meðal ann- ars er rekinn Hestaskólinn. Er verið að taka í notkun veglega veitingaaðstöðu sambyggða reiðhöllinni en ætlunin er að reka þar veitingasölu auk þess sem þar verður mötuneyti fyrir skólann. Áhorfendapallar reið- > hallarinnar taka um 1.000 manns í sæti. I tilefni dagsins verður boðið upp á hátíðardagskrá þar sem etja munu kappi sérvaldir úr- vals töltarar en auk þess verður keppt í skeiði í gegnum reið- höllina, sem er 80 metrar, þar sem tekinn verður tími með raf- rænum búnaði. Tímatakan fer í gang þegar hesturinn kemur inn í höllina og klukkan stöðvuð þegar hann fer út. Farnir verða þrír sprettir og verðlaunin eru ekki af verri endanum í báðum greinum, auk bikara fær hvor ^ sigurvegari 100 þúsund krónur. Sigurður Sæmundsson verður þulur. Að keppni lokinni verður haldinn stórdansleikur þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi. HESTAR R e I ð h ö 11 i n f V f ð i d a I NORÐLENSKIR 0G SUNNLENSKIR HESTADAGAR NORÐLENSKIR og sunnlenskir hestamenn tóku höndum saman og héldu veglega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Eins og venja hefur skapast um voru sýningarnar þrjár, sú fyrsta á föstudagskvöld, ein sýning á laugardagskvöldið og síðasta sýningin á sunnudag. Eins og þróunin virðist vera í þessum sýningum voru það góðir hestar sem báru þær uppi. Og víst er að þarna komu fram margir góð- ir en hinsvegar var ekki mikið lagt í atriðin annað en að sýna góða hesta vel. Eina atriðið sem ekki byggðist á sýningu góðra hrossa var þegar Julio frá Urugvæ sýndi listir sínar með því meðal annars að leggja hest sinn Gauja litla á hliðina og endaði á því að snara indíána af hesti sínum. Ágætt atriði sem braut upp mjög einhæfa sýningu. Hinn eilífi gæðingur Eitt athyglisverðasta atriði sýn- ingarinnar var frábært „come back“ gamalla gæðinga sem gerðu garð- inn frægan hér áður fyrr. Par stóð upp úr glæsihesturinn Hrímnir frá Hrafnagili 24 vetra gamall sem eig- andi hans Björn Sveinsson sýndi. Er það hreint með ólíkindum hversu vel hann heldur sér, glæsi- leikinn og fegurðin enn sú sama, fótaburðurinn og krafturinn enn til staðar. Hrímnir hefur staðist vel tímans tönn og allan samanburð við aðra yngri hesta. Sennilegt má telja að þama hafi þessi stórbrotni gæð- ingur komið í síðasta sinn fyrir al- menningssjónir í fullri reisn. Fram komu hross frá sjö ræktun- arbúum og má segja að þar hafi í öllum tilvikum getið að líta góð hross og greinilegt að víða eru ræktuð góð hross á Islandi í dag. Búin sem hér um ræðir eru Alfhól- ar, Egilsstaðakot, Keldudalur, Mið- hjáleiga, Möðmvellir, Norður- Hvammur og Syðra-Skörðugil. Þá voru afkvæmi tveggja stóðhesta sýnd, þeirra Pilts frá Sperðli og Safírs frá Viðvík, og Dúkka frá Voð- múlastöðum var sýnd með afkvæm- um en í þeim hópi er töltarinn frægi Víkingur frá Voðmúlastöðum. Allt voru þetta frambærilegir hópar og sér í lagi afkvæmi Safírs. Urmull ungra knapa Leynigestir sýninganna voru stóðhesturinn Markús frá Lang- holtsparti og Sigui-björn Bárðarson en þeir komu fram í lok hverrar sýningar. Markús hefur hægt og sígandi verið að bæta sig og nálgast toppinn og setti þulur fram þá spurningu hvort hér væri kominn fýrsti föðurbetrungur Orra frá Þúfu. Var Markús feiknagóður nú og verður spennandi að sjá til hans síðar á árinu hvort sem hann kemur fram í gæðingakeppni eða kynbóta- sýningu. Þá var gæðingshryssan Blæja frá Hólum sýnd ein og sér við eltiljós eins og Sigurbjörn og Mark- ús. Af einhverjum ástæðum skiluðu gæði hrossanna sér ekki nægjan- lega í eltiljósinu, á það sérstaklega við um Blæju. Var alltaf hluti hryssunnar í skugga og svo þegar hrossunum var riðið meðfram hvit- um bakgrunni gegnt áhorfenda- stúkunni var erfítt að greina fóta- burðinn þar vegna skuggans sem féll á bakgrunninn. Sömuleiðis var Hilmir frá Sauðárkróki sýndur einn og sér, nú með nýjum knapa, Sig- urði Sigurðarsyni, sem hefur tekist að losa vel um töltið í klárnum. Hinsvegar fór lítið fyrir hægu tölti að þessu sinni en það átti við um flest hrossin sem fram komu. Hægt tölt sást vart riðið á laugardagssýn- ingunni. Bjöm Jónsson sýndi Glampa frá Vatnsleysu og hans mikla fótaburð undir dynjandi írskiú tónlist. Mörgum þótti hátt stillt tónlistin óbærileg á köflum og er það spurning hvort gæði sýning- arinnar aukist eitthvað við ærandi tónlist eða hvort hrossin verði eitt- hvað betri undir slíkum kringum- stæðum. Ofan í kaupið reyndi þul- urinn Júlíus Brjánsson að magna stemmninguna með sífelldum öskrum og gargi þannig að hann var orðinn hálf raddlaus undir lokin. Unglingar komu fram í tveimur atriðum, annarsvegar stúlkur frá Norðurlandi og svo frá Suðurlandi. Krakkarnir voru vel ríðandi, sér- staklega Sunnlendingamir og samæfíngin hjá þeim þokkalega góð. Þá var sýndur mikill fjöldi A- og B-flokksgæðinga og kynbóta- hrossa og er ánægjulegt að sjá hversu mikið er nú til af góðum hrossum en það er ekki síður ánægjulegt hversu mikið er til orðið af ungum og efnilegum knöpum. Vísast hefur aldrei annar eins fjöldi ungra lítt þekktra knapa komið fram á reiðhallarsýningum sem nú. Langdregin sýning Enn einu sinni falla aðstandendur reiðhallasýninga í þá gryfju að vera með allt of langa sýningu. Laugar- dagssýningin hófst klukkan níu en lauk ekki íyrr en klukkan að verða hálf eitt. Þarna kom fram ótrúlegur fjöldi góðra hrossa sem nánast öll verðskulda að fá sess á svona sýn- ingu. Ætla má að hæfilegur sýning- artími sé tveir og hálfur tími og al- gjört hámark þrír tímar. Enginn skaði hefði orðið þótt eitthvað hefði verið fækkað atriðum því nánast öll atriðin vom hvert öðm líkt að upp- byggingu. Hér áður fyrr voru reið- hallarsýningar mun fjölbreyttari, meira lagt í búninga og atriðin sömuleiðis. Nú er það hesturinn og gæði hans sem bera uppi hita og þunga sýninganna. Svo virðist sem menn séu ekki lengur tilbúnir að leggja eins mikla vinnu í sýningarn- ar enda er þetta allt unnið í sjálf- boðavinnu. Það var reyndar með ólíkindum hvað þátttakendur lögðu á sig á íyrstu reiðhallarsýningunum til að sem best tækist til. Reiðhöllin senn fullbúinn Reiðhöllin í Víðidal er sem óðast að verða fullbúinn, sæti komin á áhorfendapallana svo fólk þarf ekki að sitja á steininum, búið að flísa- leggja fordyrið svo eitthvað sé nefnt. Seldir voru miðar í sæti og á palla við annan enda vallarins. Þeir miðar voru á lægra verði en svo bar við að fólk sem hafði keypt sér miða í sæti varð að gera sér pallana að góðu þar sem einhverjir pallagestir höfðu sest einhvers staðar í sæti. Þar sem sætin vora ekki númeruð var útilokað að finna hverjir væru í leyfisleysi í sætum og því má ætla að ekki sé stætt á öðm en að hafa sætin númemð í framtíðinni. En þrátt íyrir aðfinnslur var sýn- ingin nú sem oftar stórgóð skemmt- un fyrir þá sem unna fógmm hross- um. Það er reyndar með ólíkindum hvað fólk getur unað sér lengi við að horfa á hross því leiða má að því lík- ur, að flestir þeirra sem vom í Reið- höllinni á laugardagskvöldið hafi verið á sýningunni í stóðhestastöð- inni fyrr um daginn. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.