Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 66
®6 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhanna Unnur Erlingson Ind- riðadóttir fæddist í Rcykjavfk 3. októ- ber 1978. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 28. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Margrét Rannveig Jónsdóttir, f. 7. febr- úar 1951, og Indriði Benediktsson, f. 26. janúar 1951. Móður- foreldrar hennar eru Jóhanna G. Erl- ings og Jón Sigurðs- son. Föðurforeldrar hennar eru Sigríður Sigurjónsdóttir, látin 1960 og Benedikt Egilsson. Unnusti Jóhönnu er Gísli Þór Einarsson, nemandi við Mennta- skólann í Kópavogi, f. 7. nóvem- ber 1976. Hans foreldrar eru Ás- dís M. Gísladóttir, f. 16. október 1955, og Einar Sumarliðason, f. 28. febrúar 1950. Systkini Jóhönnu eru: 1) „Þeir sem guðimir elska deyja ungir,“ segir gamalt orð, og er að vísu hæpin staðhæfing, því að fjöldi þeirra sem ætla má að „guðirnir" elski lifa tíl hárrar elli. En ef ráð er fyrir því gert að „guðimir“ leggi svipað mat og mennimir á manngildi eða hvað annað það sem gerir fólk elskuvert, þá kynnu sumir að sjá í því skýringu á því að þeir skyldu hrífa hana Jóhönnu okkar svo unga til sín. Því Jóhanna var hvers manns hugljúfi og vann hug og hjarta allra sem vom svo lánsamir að kynnast henni, fjölbreyttum áhugamálum hennar, framtíðarvonum og háleitum markmiðum, en einkum ljúflyndi hennar og góðvilja til alls sem lifir. Hún var ötul og áhugasöm í námi og starfi, íþróttakona í fremstu röð og skaraði framúr í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Og svo er hún hrifin burt frá unnusta, fjölskyldu og vinum, aðeins tvítug að aldri, frá óloknu ævistarfi og áhugamálum. Vegir forsjónarinnar em órannsak- anlegir, og okkur dauðlegum mönn- um einatt óskiljanlegir. Sár og djúp er sorg þeirra sem eftir hfa - sakna og syrgja. Litið stoðar að segja að huggun sé það harmi gegn að Jó- j* hanna skilur okkur einungis eftir góðar og ljúfar minningar sinnar stuttu ævi, ef frá er talin sár minning um alvarlegan og óvæginn sjúk- dómsferil hennar. Þó var allt til þess síðasta, jafnvel fram á síðasta dag, von um að þau úrræði fyndust, sem snúa mundu öllu tO betri vegar og gefa henni heOsu á ný. Sú von brást, og hið sjúka bam sofnaði svefninum langa við brjóst móður sinnar að- faranótt 28. aprfl. Sorgin er sár og djúp. Dýpst særir hún foreldra og systkini og ástfólginn unnusta, Gísla Þór Einarsson, sem stóð við hlið unnustu sinnar af einstakri tryggð, ást og umhyggjusemi tfl hinstu stundar. Era honum, og öllum þeim sem um sárast eiga að binda, færðar ' innilegar samúðar- og saknaðar- kveðjur. Tíminn, sá mikli læknir, slævir smám saman brodd sorgar- innar, en eftir verður söknuðurinn og minningamar, og þær verða ekki frá okkur teknar. Hvorttveggja er fogur og dýrmæt eign sem við hlúum að og geymum í sjóði hjarta okkar uns einnig við hverfum tO annarrar tflvera á öðru og æðra sviði. Langafi og langamma. Frammi fyrir dauðanum er okkur orða vant. Samt þurfum við sjaldan meira á hlýjum huggunarorðum að halda en einmitt þegar dauðinn heggur nærri okkur, ótímabær og óumræðilega sár. Orðin sem leita á blaðið reyna að tjá eigin tflfinningar, missi og sorg, við reynum að lýsa þeirri manneskju sem dauðinn tók frá okkur og við viljum votta henni Ivirðingu okkar. Allt er þetta samt ^anmáttugt, líkt og reiðin sem nú Regúia Unnur Mar- grétardóttir, f. 6. janúar 1970. Hennar börn eru Mist Ey- steinsdóttir, and- vana fædd 20. júní 1996, og Helgi Daní- el Eysteinsson, f. 21. janúar 1998. 2) Jón Indriðason, f. 21. september 1974. 3) Ólöf Sigríður Erl- ingfson Indriðadótt- ir, f. 3. október 1978. Jóhanna var nem- andi við Mennta- skólann við Hamrahh'ð. Hún stundaði íþróttir og lék knatt- spyrnu með meistaraflokki KR og varð m.a. Islandsmeistari 1995 með 2. flokki kvenna. Einnig var hún valin í unglinga- landsljðið og lék nokkra leiki fyrir Island. Utfor hennar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. býr innra með okkur yfir grimmum örlögum yndislegrar stúlku sem hefði átt að eiga langt líf fyrir hönd- um, fullt með þeim fyrirheitum og vonum sem búa í hjarta unglingsins sem hefur fundið ástina sína í lífinu. Jóhanna mín var falleg stúlka sem stóð á tvítugu þegar hún lést. Svip- urinn bar skapgerð hennar og hjartalagi vitni. Heiður, hrekklaus svipur, tflhtið einlægt og oftast kímið, stutt í góðlátlega stríðni. Augun dökk og fallega kringd þétt- um bráháram, brosið leiftrandi, hár- ið liðað og óstýrflátt. I þessum smá- gerða líkama bjó orka og elja sem fékk útrás í íþróttum þar sem hún komst í fremstu röð. Stundum spurði maður sig hvaðan þessi kraft- ur kæmi sem geislaði frá henni þar sem hún stóð vígaleg í marki í kvennaknattspyrnunni, - og svaraði sér sjálfur að hann kæmi ekki síður úr vOjastyrknum sem lýsti af henni en kattliðugum líkamanum sem hún var svo dugleg að þjálfa. Og svo brást þessi líkami. Fyrir þremur árum greindist hún með al- varlegan hjartasjúkdóm sem sýnt þótti að myndi eyðileggja bæði hjarta og lungu nema ný líffæri kæmu tfl. Slík líffæri koma ekki eftir pöntun og biðin varð löng. A sama tíma tifaði lífsklukkan og af líkam- anum dró. Jóhanna neitaði að íklæð- ast nýju hlutverki, hún hafnaði hlut- verki sjúklingsins og réðst að sjúk- dómnum með hugarfari íþróttakon- unnar. Þótt andstæðingurinn væri sterkur ætlaði hún sér að leggja hann að velli. En hvaðan koma ungri konu vopn í slíkri baráttu? Jóhanna sýndi þolinmæði og æðraleysi sem maður undraðist að svo ungri mann- eskju væri gefið. Fjölskylda hennar, móðir og systkini slógu um hana skjaldborg. En það sem var mest um vert, hún átti sér við hlið ungan mann sem hún hafði nýverið kynnst þegar hún veiktist. Hann bugaðist ekki þótt ástin hans unga yrði svona mikið veik. Jóhönnu og Gísla var gefinn skammur tími saman. Þau nýttu hann samt til hins ítrasta. Sökum veikindanna vakti þörf þeirra fyrir að ganga út í lífið með eins líkum hætti og önnur ungmenni gera ugg í brjóstum okkar ættingjanna en við samglöddumst þeim samt innOega þegar þau bjuggu sér lítið heimili þar sem þau fengu næði til að kynn- ast hvort öðra og ástinni. Gísli var vakinn og sofinn að annast Jóhönnu sína. Hann sjálfur frábær íþrótta- maður, drenglundaður með afbrigð- um og natinn. Við ættingjar Jó- hönnu eram full af þakklæti í garð þessa unga manns sem gaf Jóhönnu undurfallega, fölskvalausa ást og brást hvergi. Missir hans er meiri en orð fá lýst. Sá sem á jafn mikla gæsku og þrek og hann hefur sýnt hlýtur að eiga mikla gæfu fyrir höndum. Mikill harmm- er kveðinn að Mar- gréti, móður Jóhönnu, Indriða föður hennar, Ólöfu tvíburasystur, Regínu og Jóni. Við Hjörtur vottum þeim dýpstu samúð okkar sem og öllum ástvinum Jóhönnu. Inn í ilmanskóga og óskahallir fylgja henni friðar- kveðjur okkar. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt á skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahölium, ilmanskógum betri landa, ljúfling minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustrengnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu gengnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustrengur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann gengur. (H.K.L.) Hildur og Hjörtur. Það dró ský fyrir sólríkan himin þegar sú harmafregn barst mér hingað til Englands að Jóhanna, elsku litla frænkan mín, væri öll. Þrátt fyrir þá staðreynd að barátta hennar gæti endað á þennan veg, hefur maður aldrei í raun vfljað trúa því. Svo stutt er síðan bréfin hennar voru að berast, full af lífsvOja og bjartsýni. Eg sem elstur er af barnabarna- hópnum sem kennir sig við Karfa- voginn hef fylgst með „litlu“ frænd- um mínum og frænkum vaxa úr grasi og takast á við lífið og tilver- una. Á meðan þau yngstu eru í dag að stíga fyrstu skrefin era önnur komin með fjölskyldur og farin að fjölga nýja ættliðnum líkt og ég sjálfur. Öll höfum við átt því láni að fagna að eiga góða að sem stutt hafa við bakið á okkur í leik og starfi. Viðfangsefni lífsins hafa því gengið vandræðalítið fyrir sig. Jóhanna mín fékk þó öllu erfiðara viðfangsefni en við hin; baráttuna við lífið sjálft. En, aldrei einkenndi það Jóhönnu. Þessi fallega stúlka var ætíð brosandi og manna kátust. Alltaf var mikið hleg- ið og fíflast þegar við hittumst, enda smitaði lífsneisti Jóhönnu út frá sér sem eldur í sinu. Það er sá lífsneisti sem nú skapar dásamlega minningu um Jóhönnu mína. Minningu um litlu stúlkuna sem kom í faðm elsk- andi móður og fjölskyldu, og kvaddi í faðmi sinnar elskandi móður sem ung og falleg kona. Elsku Gísli, Magga, Indriði, systkini Jóhönnu og fjölskyldan öU; það er sárt að geta ekki verið hjá ykkur á þessum óbærOega tíma. Hugur okkar hérna megin hafs er hjá ykkur. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Kjartan. í dag minnist ég góðrar vinkonu minnar, Jóhönnu Indriðadóttur. Leiðir okkar lágu saman í fótboltan- um hjá KR. Það var Jóhanna sem sannfærði mig um að mæta á æfing- ar með KR og ég man ennþá eftir fyrstu æfingunni á KR-svæðinu sem átti eftir að vera annað „heimili“ okkar næstu árin. Við eyddum öllum okkar tíma saman þar enda voram við góðar saman í boltanum, hvort sem var í fótbolta eða handbolta. Sumarið 1992 var okkur sérstaklega minnisstætt þar sem við unnum allt sem í boði var og við vorum sam- mála um það báðar tvær að þetta var besta og skemmtilegasta sumar sem við höfðum upplifað. Síðasta sumarið sem við spiluðum saman, 1996, var okkur öllum í KR minnis- stætt þar sem Jóhanna var fyrirliði Islandsmeistara 2. flokks kvenna. Við KR-ingamir, Jóhanna, Ólöf og ég, lékum einnig saman með 16 ára landsliði Islands á Norðurlandamóti í Noregi sem var ógleymanlegt fyrir okkur allar. Jóhanna var sú æðralausasta og sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún lét erfið veikindi ekki aftra sér frá því að spila knatt- spyrnu og eftir að hún hætti að geta spilað kom hún á alla þá leiki sem hún mögulega gat. Hún barmaði sér aldrei né lét neikvæðni ná tökum á lífi sínu. Hún sagði að fólk ætti að vera þakklátt fyrir það sem það hef- ur. Eg er þakklát fyrir að hafa kynnst Jóhönnu svona vel og fyrir að hafa átt að einstaka manneskju hvað sem gekk á hjá okkur báðum. Ég sendi fólkinu hennar Jóhönnu mínar innflegustu samúðarkveðjur. Edda Garðars. Ég man þegar ég sá hana Jó- hönnu fyrst, það var að sjálfsögðu á KR-vellinum. Það var leikur í 4. flokki árið 1990 og hún vakti strax athygli mína, þessi unga stúlka sem fleygði sér eins og köttur á milli stanganna og kallaði óspart hvatn- ingarorð til félaga sinna um að standa sig og vinna leikinn. Tveimur árum seinna varð ég síðan þjálfari hennar og þjálfaði hana í nokkur ár, við spiluðum einnig saman í mfl. auk þess sem hún aðstoðaði mig við þjálfun hjá KR í knattspymunni. Jóhanna lagði sig alltaf hundrað prósent fram á æfingum og í leikj- um, var alveg' ótrúlega baráttuglöð og hafði mikinn sigurvilja. Margir titlar og unglingalandsleikir segja allt um það hvað hún var góð og náði langt þrátt íyrir að þurfa að hætta vegna veikinda haustið 1996. Þrátt fyrir veikindin var hún alltaf mætt á vöflinn með bros á vör og hvatti okk- ur óspart áfram og eftir leiki sam- fagnaði hún sigri með okkur eða hughreysti okkur eftir tap. Hún tók á veikindunum eins og í fótboltanum með baráttu og ótrúlegum vilja. Al- veg sama á hverju gekk, var hún alltaf brosandi og jákvæð. Elsku Gísli, Margrét og fjöl- skylda, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innflegar samúðarkveðjur. Jóna. Gleði, góðvild, óbilandi keppnis- skap eru orð sem heyrst hafa hvað eftir annað í hópi okkar KR-inga þessa daga sem liðnir eru frá því að baráttu Jóhönnu lauk. Baráttu sem hún háði af þeim karakterstyrk sem þær þekktu mætavel sem höfðu ein- hvern tímann verið með henni á íþróttavelli. Jóhanna Indriðadóttir lék með knattspymuliðum KR 1 sjö ár, frá 1990 tfl 1996. Á þeim tíma var hún valin besti leikmaður bæði 3. og 2. flokks, lék með þeim landsliðum sem til greina komu, sinnti þjálfun og var einfaldlega einstaklega gjörvuleg íþróttakona sem KR-ingar væntu mikfls af. Enginn vænti þess sem nú er orðið. Knattspyrnufélag Reykjavíkur heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári. Það gefur að skflja að samfélag KR-inga er stórt, fjórir til fimm ættliðir sömu fjölskyldu hafa leikið með félaginu, heflir systkinahópar, vinir og félagar sem mynda í KR tengsl vináttu og sam- stöðu sem era einstök og ólík flestu sem verður síðar á ævinni. Sálin í vesturbæjarveldinu er gömul, hún veit sem er að lífið er erfitt og að börnin sem sparka bolta í vestur- bænum muni ekki öll fá frið til að verða rígfullorðið fólk. En hún veit líka, eins og Jónas, að langlífi er ekki allt, að þegar flautað er af er það „lífsnautnin frjóva“ sem gildir, hvort þú gafst allt í leikinn sem þú áttir, hvort hugarfarið var rétt, hvort þú hafðir gaman af þessu. Og í huga okkar KR-inga er Jóhanna Indriðadóttir sigurvegari í besta skilningi þess orðs. Eftir að veikindin gerðu vart við sig hélt Jóhanna ótrauð áfram, svo lengi sem hún mögulega gat, að leggja félaginu lið með öllum mögu- legum hætti. Hún var þekkt andlit á KR-vellinum, ein þeirra sem var alltaf boðin og búin. Minningin um Jóhönnu Indriðadóttur mun lifa með félögum hennar í KR, björt og fög- ur, kraftmikil og skær og við erum þess fullviss að sú minning muni þegar fram líða stundir veita öllum ástvinum hennar eins og okkur, ekk- ert nema gleði. Knattspyrnudeild KR. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, Mn ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hinn 17. júní 1995 kynntust Gísli frændi og Jóhanna. Við áttum erfitt með að trúa því að litli frændi væri kominn með kærastu, sem reyndist hin mesta gæðastúlka. Jóhanna stundaði fótbolta með KR þar tfl hún þurfti að leggja skóna á hilluna vegna veikinda. Rannsóknir leiddu í lós að meðfædd- ur hjartagalli var meiri og alvarlegri en menn höfðu gert ráð fýrir. Þrátt fyrir þessi slæmu tíðindi lagði hún ekki árar í bát heldur hélt hún sínu góða skapi og sinni miklu lífsgleði sem við dáðumst alltaf að. Þegar fréttimar bárast okkur að hún Jó- hanna okkar væri dáin kom það sem reiðarslag yfir okkur, því öll trúðum við að hún myndi fá bót meina sinna sem fólst í því að skipta þurfti um lungu og gera aðgerð á hjarta. Jó- hanna átti marga góða að og var Gísli Þór þar engin undantekning, hann stóð sterkur við hlið unnustu sinnar aUt tfl enda. Nú kveðjum þig, elsku Jóhanna okkar, og biðjum við algóðan Guð þig að geyma. Elsku Gísli okkar, foreldrar og aðrir aðstandendur, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valdís, Pétur, Sumarliði og EHen. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Það er trú mín og vissa að englarnir vaki yfir henni Jóhönnu minni, sem nú hefur kvatt jarðvist- ina og verið kölluð til æðri heima. Ég sé hana fyrir mér með bros á vör og blik í auga, hugrakka og trúfasta. Sál hennar bjarta og fallega, lausa úr viðjum líkamans. Jóhanna æfði bæði handbolta og fótbolta með KR. Þar kynntist ég henni er hún var enn á barnsaldri og átti ég með henni margar stundir. Jóhanna var fingerð og viðkvæm, kvik á fæti með glaða lund. Hún var einlæg og opin- ská og sagði meiningu sína umbúða- laust. I fótboltanum stóð hún í markinu og í þeirri stöðu öðrum fremur þarf að hvetja félagana og stjórna vörninni og það gerði hún sannarlega af röggsemi. Hún vann marga sigra á íþróttaferlinum bæði innan síns félags og á opinberam mótum. Það var gaman að taka þátt í gleði hennar á þeim stundum, hún var fölskvalaus. Allt í einu var Jóhanna orðin full- tíða stúlka og komin með kærasta, hann Gísla sinn. Hún var ástfangin og hamingjusöm og það var gleði- legt að verða vitni að þeirri ást og umhyggju sem þau sýndu hvort öðru. Það hefur eflaust tengt þetta unga par enn betur saman að Gísli er einnig markmaður. Jóhanna hélt áfram að æfa og keppa á meðan heilsa hennar leyfði. Ég sá hana síðast í keppni haustið ‘96 en þá varð hún Islandsmeistari með 2. flokki KR og sem fyrirliði veitti hún verðlaununum viðtöku. Jóhanna var félagi sínu ávallt til sóma, bæði innan vallar sem utan, og þegar hún gat ekki lengur verið keppandi starfaði hún á öðram vett- vangi fyrir félag sitt og var ætíð reiðubúin. Minningin um Jóhönnu mun lifa meðal okkar. Ég sendi móður og foður, unnusta og systkinum hennar samúðarkveðjur og bið Guð að veita þeim styrk til að sjá ljósið í myrkr- inu. Ásta Jónsdóttir. Mig langar til að minnast Jó- hönnu Unnar, nemanda míns, með fáeinum orðum. Þessi unga stúlka, sem var hrifin frá okkur langt fyrir aldur fram, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.