Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Áslaug FULLTRÚAR Mannverndar. F.v. Friðrik Jónsson, ritari Mannvernd- ar, Sigmundur Guðbjarnason, formaður Mannverndar, Stefán Geir Þórisson hrl. og Pétur Hauksson, varaformaður Mannverndar. Mannvernd sendir kvörtun til ESA Telja ríkið brjóta ákvæði EES Gengið til viðræðna við Islenska erfðagreiningu Hluti gagnagrunns- ins nnninn úti á landi FÉLAGASAMTÖKIN Mannvernd hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) í Brussel. Sam- tökin telja, að íslenska ríkið hafi í nokkrum atriðum brotið skyldur sínar skv. samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið með gildis- töku laganna um gagnagrunn á heil- brigðissviði. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður fer með málið fyrir hönd Mannverndar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að það komi sér á óvart að Mannvernd skuli senda kvörtun sem byggist á samkeppnis- sjónarmiðum en ekki á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. „Það hefur legið í loftinu lengi að þeir myndu senda kvörtun en það kemur mér á óvart að þeir muni gera það á samkeppnisgrundvelli," sagði hún. „Við sem samþykktum lögin teljum hvorki að lögin stangist á við EES- samninginn né við alþjóðasam- þykktir sem ísland er aðili að,“ sagði hún. Gerð og hagnýting gagna- grunnsins verði boðin út Lýtur kvötun Mannvemdar aðal- lega að því að ákvæði laganna brjóti gegn samkeppnisreglum EES- samningsins og reglum samningsins um frjáls þjónustu og vöruviðskipti, auk þess sem gerð og starfræksla gagnagrunnsins sé útboðsskyld á öllu EES-svæðinu. Fer Mannvemd þess á leit við ESA að þeim tilmælum verði beint til íslenskra stjómvalda að þau hefj- ist handa um að bjóða út gerð og hagnýtingu gagnagrunnsins. Um sé að ræða innkaup ríkisins sem séu útboðsskyld á EES-svæðinu. Einnig leggur Mannvernd sérstaka áherslu á að ESA taki allt gagna- gninnsmálið til gagngerrar rann- sóknar með hliðsjón af öllum þeim ákvæðum EES-samningsins, sem stofnunin telur koma til álita, að sögn Sigmundar Guðbjarnasonar, fonnanns Mannverndar. Fulltrúar Mannverndar greindu frá kvörtuninni á blaðamannafundi í gær. Halda þeir því m.a. fram að veiting einkaleyfis til eins rekstrar- leyfishafa leiði til markaðsráðandi stöðu hans á EES-svæðinu. Fram kom í máli Stefáns Geirs að vísað er í kvörtuninni til dómafram- kvæmdar Evrópudómstólsins um veitingu einkaréttar til fyrirtækja til að sinna tiltekinni þjónustu. Forsljóri ÍE gagnrýnir Mannvemd „Það skýtur skökku við þegar samtök sem segjast vera komin saman til þess að vemda fólk á ís- landi, sjá ástæðu til þess að kæra stjórnvöld á þennan hátt, til þess að halda utan um og hlúa að því sem þeir sjá hagsmuni erlendra stórfyr- irtækja til þess að komast í þessa vinnu á íslandi. Það skýtur líka skökku við þegar Sigmundur Guð- bjamason segir síðastliðinn sunnu- dag að hann vilji leggja allt á sig til þess að koma á sátt í þessu máli og sest svo niður með blaðamönnum 36 klukkustundum síðar og lýsir því yfir að nú sé hann búinn að kæra þetta til Eftirlitsstofnunar EFTA,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, í samtali við Morgunblaðið í gær. INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðhema, hef- ur ákveðið _að gengið verði til við- ræðna við Islenska erfðagreiningu um gerð og rekstur gagnagrunns á heilbrigðissviði. Hún reiknar með að viðræðurnar taki talsverðan tíma. Eitt af því sem hún leggur áherslu á er að vinna við gerð gagnagrunnsins verði að hluta tii unnin á landsbyggðinni. Tvær umsóknir bárust heilbrigð- isráðuneytinu um gerð og rekstur gagnagrunnsins, frá Islenskri erfðagreiningu og Tölvumyndum. Heilbrigðisráðherra skipaði í liðinni viku starfshóp embættismanna til að meta umsóknir fyrirtækjanna. Hópurinn skilaði ráðherra greinar- gerð sl. laugardag og lagði til _að fyrst yrði gengið til viðræðna við Is- lenska erfðagreiningu. „Það sem ræður úrslitum um _að við kjósum að ræða fyrst við Is- lenska erfðagi’einingu er að þekking fyrirtækisins á heilbrigðissviði er miklu meiri en Tölvumynda,“ sagði Ingibjörg. Forskot í læknisfræðilegri þekkingu í skýrslu starfshópsins segir: „IE hefur yfirburðastöðu hvað varðar þekkingu til þess að velja gögn í grunninn og vinna úr þeim. Fyrir- tækið hefur á að skipa fjölda vel- menntaðra starfsmanna og hefur sett upp sérstaka deild sem fæst við meðferð upplýsinga í heilbrigðis- þjónustu. IÉ leggur fram ítarlega verkáætlun og tækni-, öi-yggis- og skipulagslýsingu sem viðræðu- gi-undvöll. ÍE hefur sterkan fjárhag og setur fram áætlun um fjármögn- un við gerð og rekstur grunnsins. TM er stórt hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki með mikla reynslu af gerð og rekstri upplýs- Á VEGUM samgönguráðuneytisins í samvinnu við Samtök ferðaþjón- ustunnar verður ráðist í gerð gæða- flokkunarkerfis fyrir gististaði á Is- landi, en kerfið mun rúma allar gerðir hótela og gististaða. Ferðamálaráði íslands hefur ver- ið falin umsjón með gerð staðals og verður flokkun gististaða í fram- haldinu á ábyrgð þess. Ferðamála- ráð hefur gert samning við Rekstur og ráðgjöf á Norðurlandi ehf. um gerð flokkunarstaðalsins. Verkinu stýrir vinnuhópur sem í eiga sæti Elías Bj. Gíslason, Ferðamálaráði íslands, Akureyri, Érna Hauksdótt- ir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Sigrún Jak- obsdóttir, hótelrekstrarfræðingur hjá Rekstri og ráðgjöf á Norður- landi. Sölu- og markaðsstarf verður auðveldara Halldór Blöndal samgönguráð- herra kynnti fyiirhugaða gæða- flokkun gististaða á fundi á Akur- eyri í gær og sagði að með flokkun- inni yrði allt sölu- og markaðsstarf til muna auðveldara. Tilgangurinn með kerfinu er að neytendur geti gert sér grein fyrir því hvað þeir eru í raun að kaupa og þannig gert samanburð. Sagði ráðherra að það færðist í vöxt að fólk pantaði gist- ingu á Netinu, en gæðakerfið auð- veldaði valið auk þess sem menn ingakerfa. Annar helmingshluthaf- inn, Burðarás, hefur sterka fjár- hagsstöðu. TM setja ekki fram áætlun um fjármögnun. TM hafa ekki sérþekkingu á sviði heilbrigðis- vísinda og nafngi-eina ekki væntan- lega samstarfsaðila á því sviði. ÍE er því lengra komin í undir- búningi að gerð miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði en TM. Þótt áhætta við gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði sé ekki mikil verður að gera þá kröfu að líkur á árangri af gerð hans séu sem mestar. Starfshópnum virðast líkur á árangri, eftir samanburð umsóknanna, mun meiri hjá IE.“ í greinargerð starfshóps heil- brigðisráðherra kemur fram að tekjur íslenskrar erfðagreiningar á síðasta ári voru tæpar 900 milljónir króna. Jafnframt kemur fram að eigið fé ÍE og móðurfélags þess eru tæpir 3 milljarðar króna. I kaflan- um um fjármögnun gagnagrunnsins kemur fram að ÍE telur sig hafa tiyggt 15 milljarða til að byggja upp gagnagrunninn. Viðræðunefnd skipuð Ingibjörg sagðist hafa skipað þriggja manna viðræðunefnd til að ræða við Islenska erfðagreiningu. Hana skipa Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, sem er formaður, Sigurður Þórðarsson ríkisendurskoðandi og Jón Sveinsson hæstaréttarlögmað- ur. Ingibjörg sagði fyrirsjáanlegt að þessar viðræður yi'ðu flóknar og tímafrekar. Niðurstöðu væri tæpast að vænta á allra næstu mánuðum. „Ég legg mikla áherslu á að þau störf sem skapast við gerð gagna- grunnsins skapist ekki síður út á landsbyggðinni. Það er talað um 200-300 ný störf í þessu sambandi. hefðu þá tryggingu fyrir hvernig gististaðurinn væri. Þá myndi skipuleg flokkun gististaða leiða til samkeppni þeiri-a á milli sem hefði í fór með sér betri þjónustu. Stefnt er að því að nýta stjörnu- kerfi danska hótel- og gistisam- bandsins og aðlaga það íslenskum aðstæðum. Vinna við gerð staðals- ins er þegar hafin og verður henni lokið síðari hluta sumars. í kjölfarið verður hann boðin til notkunar, en ekki er stefnt að því að lögbinda flokkun gististaða, heldur ákveða Á þetta legg ég þunga áherslu, en auk þess setur ráðunejdið margvís- leg skilyrði í þeim viðræðum sem framundan eru,“ sagði Ingibjörg. Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagi-einingar, sagðist vera ánægður með að heilbrigðis- ráðherra bæri það traust til fyrir- tækisins að hún væri tilbúin til að leita íyrst til þess. Hann sagðist sjá fyrir sér að það verkefni sem framundan væri kæmi til með að taka talsverðan tíma. „Ég hlakka til að fá tækifæri til að sannfæra ráðuneytið sem og aðra eftirlitsaðila með gagnagrunn- inum um að við getum gert þetta vel og haldið betur utan um persónu- upplýsingar en gert er annars stað- ar í heiminum,“ sagði Kári. Kári sagði að það yrði ekki vandamál íyrir ÍE að uppfylla óskir heilbrigðisráðherra um að hluti starfa við gerð gagnagrunnsins yrði til á landsbyggðinni. Hann sagðist telja slíka ósk eðlilega enda væri rætt um að búa til gagnagrunn um heilsufarsupplýsingar fólks alls staðar af landinu. Vinnan við gagna- grunninn væri að mörgu leyti vel til þess fallin að vera unnin úti á lands- byggðinni. Breiðbandið gerði þetta tiltölulega auðvelt. Friðrik Sigurðsson, forstjóri Tölvumynda, sagðist engar athuga- semdir gera við ákvörðun heilbrigð- isráðherra að ganga fyrst til við- ræðna við ÍE. I forsendum hennar kæmi fram að ráðuneytið teldi fyr- irtækið Tölvumyndir hæft til að taka að sér þetta viðamikla verk- efni. Það sama ætti hins vegar við um Islenska erfðagreiningu auk þess sem það hefði yfirburðastöðu hvað varðar læknisfræðilega þekk- ingu. Þein-i staðhæfingu yrði tæp- ast mótmælt. Að öðru leyti vildi Friðrik ekki tjá sig um málið. forsvarsmenn þeirra sjálfir hvort þeir nýta sér kerfíð. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði að um stórt skref í gæðamál- um íslenskrar ferðaþjónustu væri að ræða, en lengi hefði verið rætt um nauðsyn þess að koma því á. Sagði Magnús mikilvægt að sjá hvar íslensk ferðaþjónusta stæði í samanburði við önnur lönd og þá myndi staðallinn eflaust virka sem hvati til aukinna gæða. „Það er eitt stærsta málið og mikilvægasta í þessu,“ sagði hann. Samfylking í sókn Breiðholti í dag Frambjóðendur Samfylkingarinnar eru á ferð um Breiðholtið í dag. Reykjavík í S-inu sínu Fjölskylduhátíð á morgun fimmtudag Fjölbreytt hátíðar og skemmtidagskrá í Iðnó og á Gúttóplaninu frá kl. 15.30-18.30. Kosningamiðstöð Ármúla 23, simi 588 4350 Samfylkingin Tgg í Reykjavík Samgönguráðuneyti og Samtök ferðaþjónustunnar Samið um gæðaflokkun- arkerfi fyrir gististaði Morgunblaðið/Kristján BJARNI Kristjánsson framkvæmdastjóri Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra og Magnús Oddsson ferðamálastjóri undirrita samning um gerð gæðaflokkunarkerfis fyrir gististaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.