Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samfylkingin verði að formlegnm stj ónmiálaflokki Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinn- ar,er sannfærð um að ekki líði á löngu þar til Samfylk- ing-in verði orðin að formlegum stjórnmálaflokki. Hún seg-ist munu hafa forystu fyrir Samfylkingunni í við- ræðumvið aðra flokka um myndun ríkisstjórnar. Hún segirjafnframt að þingflokkurinn velji ráðherra Sam- fylkingarinnar, en ekki flokkarnir sem að henni standa. Samfylkingunni hefur ekki tekist að halda fylgi sínu á síðustu vikum kosningabaráttunn- ar ef marka má skoðanakannanir. Hvaða skýr- ingu hefurþú á þessu? „Það er erfítt að fínna einhverja einhlíta skýringu á því. Hin framboðin hafa öll beint spjótum sínum sérstaklega að Samfylkingunni og verið með mjög harðan og ómálefnalegan áróður gegn okkur og okkar stefnu. Það virð- ist hafa skilað sér. Jafnvel sú ósvífni að gera okkur upp skoðanir sem við ekki höfum og halda slíkum ósannindum að kjósendum, ekki síst þeim ungu. Ljótust finnst mér þessi ósannindi þeirra að við ætlum að hækka bens- ínið. Það hefur ekki hvarflað að nokkrum manni. Við þurfum að taka okkur á og koma stefnu okkar til skila til kjósenda betur en við höfum gert. Ég hef ekki stórar áhyggjur af þessum skoðanakönnunum, en þær eru engu að síður vísbending sem ég tel rangt að hunsa.“ Pað hefur jafnframt komið fram í skoðana- könnunum að meiiihiuti kjósenda telur kosn- ingarnar snúast meira um menn en málefni. Getur verið að kjósendur treysti ekki forystu- mönnum Samfylkingarinnar? „Nei, forystumönnum Samfylkingarinnar er vel treystandi. Ég tel hins vegar að það þurfí að skerpa línurnar í pólitíkinni. Við erum kannski orðin nokkuð vön því að láta kosning- arnar snúast um menn og ég er ekki sannfærð um að það sé það sem kjósendur vilji. Sam- fylkingin er með breiða fylkingu fólks sem hefur tekið að sér að skýra stefnumál okkar. Við förum fram á það við kjósendur að þeir skoði hvað hin ýmsu framboð hafa fram að færa og ef þeir gera það þá kvíði ég ekki út- komu okkar.“ Nýr flokkur stofnaður óháð kosningaúrslitunum Viljum ekki stöðva uppbyggingu stóriðju Það kemur ekki fram með skýrum hætti í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar hvort þið viljið stuðla að áframhaldandi uppbyggingu stórvirkjana og stóriðju á Austurlandi. Hver er stefna ykkar í þessu máli? „Við viljum að sú meginregla gildi að allar virkjanir fari í lögformlegt umhverfismat. Það er alveg skýi-t í stefnu okkar. Við viljum einnig að það sé gerð rammaáætlun um virkjanlegt vatnsafl og jarðvarma þar sem virkjanakostum er raðað í forgangsröð með tilliti til umhverfis-, byggða- og atvinnusjónaiTniða. Stjórnvöld hefðu átt að vera búin að vinna slíka áætlun fyrir löngu. Þá hefðu Austfirðingar kannski ekki lent í þeirri umræðu sem orðið hefur um þessi mál þar. Slíkum vinnubrögðum hefur verið beitt í Noregi um langt skeið, en hér á landi eru stjórnvöld að vakna korteri fyrir kosningar á þessu sviði eins og ýmsum öðrum. Það er hins vegar misskilningur að Sam- fylkingin vilji stöðva alla stóriðjuuppbyggingu á Islandi þó við leggjum áherslu á að allar virkjanir fari í umhverfismat og að Kyoto-bók- unin verði staðfest. Það kemur til greina að heimila takmarkaða stóriðju á Austurlandi til að styrkja byggð þar, en þá þarf jafnframt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öðr- um sviðum í staðinn. Það hefur verið afar nei- kvæð umræða um mat á umhverfisáhrifum hér á landi. Það byggist á því að stjórnvöld hafa það þröngsýna viðhorf að líta á slíka að- gerð sem töf á framkvæmdum. í mati á um- hverfisáhrifum á ekki aðeins að taka tillit til áhrifa á náttúru heldur einnig á efnahagslega þætti og til byggðamála. I slíku mati á jafn- framt að leggja fram fleiri en einn valkost þannig að um val sé að ræða. Þetta mikilvæga atriði gleymist oft í umræðunni." Umræða nauðsynleg um ESB Ber að skilja stefnu ykkar í Evrópumálum þannig að þið getið hugsað ykkur aðild að ESB í framtíðinni þó það verði ekki á næsta kjörtímabiii? „Það er alveg skýrt í stefnu okkar að miðað við þá stöðu sem við búum við í dag er ekki ástæða til að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Við segjum hins vegar, eins og ábyrgt stjórnmálaafl á að gera, að opin og lýðræðis- leg umræða þarf að fara fram um Evrópusamband- ið. Við segjum hvorki já eða nei fyrir alla framtíð þótt afstaða okkar nú sé skýr. A þeim stjórnmálafundum sem ég hef verið á að und- anfömu spyr fólk mikið um ESB, ekki bara um aðildina heldur einnig um þróunina og möguleika okkar í fram- tíðinni. Mér finnst hins veg- ar áberandi að fólk kvartar undan því að ekki sé nægilega vel staðið að upplýsingagjöf um þessi mál. Ég lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi ásamt öðrum forystumönnum Sam- fylkingarinnar þar sem kveðið er á um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar í aðgengi- legu formi. Rekja má um 80% af íslenskri lög- gjöf til Evrópu. Hún snertir fyrirtæki, ein- staklinga, sveitarfélög og félagasamtök. Það þarf að vera í gangi öflug upplýsingamiðlun með reglulegum hætti til þessara aðila. Norð- menn hafa staðið miklu betur að þessu en við. Flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um að ef til þess kæmi að sótt yrði um aðild að ESB yrði það borið undir þjóðina í atkvæða- greiðslu. Samfylkingin gerir þá kröfu, ef til slíkrar atkvæðagreiðslu kæmi, að þjóðin greiði atkvæði á grundvelli þekkingar, en ekki á grundvelli vilja einstakra þingflokka. í dag er staðan þannig að það virðist ekki vera pólitískur vilji innan Evrópusambandsins fyrir því að við fáum að njóta sérstöðu gagn- vart auðlindum okkar. Stefna bandalagsins er núna með þeim hætti að við getum ekki fallist á hana.“ Er Samfylkingin að leggja tii einhverjar Lítur þú á Samfylkinguna sem kosninga- bandalag sem mótað hefur stefnu til fjögurra ára eða er þetta framboð sem horfír lengra fram í tímann og mótar stefnu í samræmi við það? „Það er alveg ljóst í mín- um huga að Samfylkingin er komin til að vera. Við höfum valið þessa leið núna að vera með kosninga- bandalag vegna þess að það er töluverð vinna að ná flokkunum, sem standa að Samfylkingunni, saman. Við töldum eðlilegt að við byrjuðum á að mynda kosningabandalag, en það er alveg jafnljóst í hugum allra að það er aðeins spuming um tíma hvenær við stofnum formlegan stjómmála- flokk.“ Áttu von á að það gerist á næsta kjörtíma- bili? „Já, ég á fastlega von á því. Þessir flokkar eru búnir að vinna náið saman í sveitarstjórn- um og á Alþingi. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og þróunin hefur orðið sú að skilin á milli flokkanna eru sífellt að verða óljósari. Ég er sannfærð um að það mun ekki líða langur tími þangað til Samfylkingin verður orðin að formlegum stjórnmálaflokki." Telur þú að þetta muni gerast óháð niður- stöðu kosninganna? „Já, ég tel að það muni gerast óháð útkom- unni í kosningunum. Við höfum öll gert okkur grein fyrir að það tekur tíma að vinna úr svo afgerandi breytingum eins og orðið hafa á vinstri kanti stjómmálanna.“ Margrét Frímannsdóttir breytingar á stefnu Islands í varnaimálum? „Stefna okkar í þessu máli byggir á þeii-ri staðreynd að bókun um framkvæmd varnar- samningsins rennur út árið 2001 og að fyrir þann tíma hefji íslensk stjórnvöld viðræður við bandarísk yfirvöld um varnarsamninginn og veru hersins hér á landi. Við eigum eftir að svara mörgum spurningum um þetta mál áður en til viðræðna kemur. Geta Islendingar t.d. tekið yfir verkefni ef umsvif hersins minnka verulega hér á landi? Við þurfum að hafa svör á reiðum höndum varðandi atvinnu þeirra ein- staklinga sem þarna vinna. Það er verið að hefja vinnu í utanríkisráðuneytinu við að meta öryggis- og varnarþörf landsins, sem væntan- lega verður í samvinnu við Alþingi eða utan- ríkismálanefnd þingsins. Niðurstaðan úr þeirri vinnu hlýtur að ráða miklu um afstöðu okkar og ákvarðanir. Það sem skiptir megin- máli varðandi viðræður og ákvarðanir í þess- um málum í framtíðinni er að íslensk stjórn- völd hafi frumkvæðið og taki mið af íslensku mati og íslenskum vilja.“ Aflaheimildir fari á markað Vill Samfylkingin gera breytingar í sjávar- útvegsmálum sem byggjast á kvótakerfmu eða vill hún byggja upp algerlega nýtt kerfí? „Við viljum að það fari fram endurskoðun á kerfinu frá grunni í ljósi þeirra markmiða sem sett hafa verið um fiskistofna, hagkvæma nýt- ingu þeiiTa og trausta atvinnu og byggð í land- inu og við setjum markið við 2002. Við erum í aðalatriðum búin að búa við þetta kerfi síðan 1984, en það hefur þó aldrei farið fram nein heildarúttekt á því hvort kerfið hafi skilað þeim árangri sem að var stefnt. Við teljum að það þurfi að gera í ljósi þeirra miklu galla sem fram hafa komið og þess óréttlætis sem það hefur haft í för með sér. Ég útiloka ekki að niðurstaða vinnu okkar verði sú að ný útfærsla á aflamarkskerfi sé besta lausnin, en vil ekki útiloka heldur að einhvers konar sóknarkerfi geti skilað betri árangri. Við erum ekki að leggja til einhverjar kollsteypur því nauðsyn- legt er að gefa ákveðinn aðlögunartíma ef að niðurstaðan verður sú að gera þurfi verulegar breytingar. Meðan á endurskoðuninni stendur er nauð- synlegt að taka upp nokkra þætti málsins. Við teljum t.d. að viðbótarveiðiheimildir sem ákveðnar verða í haust eigi að fara á leigu- markað, sem sé háður ákveðnum skilyrðum um byggðatengingu, nýliðun í greininni og þak sem tryggi að það geti ekki einn eða fáir aðilar leigt allar veiðiheimildirnar. Við viljum að þessar heimildir verði óframseljanlegar. Við viljum einnig að næstu ár á eftir, fram til árs- ins 2002, verði 5-10% veiðiheimildanna tekin til hliðar og sett á þennan leigumarkað til að hefja niðurtalningu á meintu eignarhaldi. Það hefur lengi verið rætt um þetta uppboðsfyrir- komulag á veiðiheimildum og við viljum gera tilraun með það. Við viljum jafnframt styrkja stöðu strandveiðiflotans og einfalda reglur um veiðar báta og smábáta. Veiðar þeirra hafa í gegnum tíðina verið notaðar til að dreifa um- ræðunni frá meginágreiningsefnum í sam- bandi við kvótakerfið. Það gerðist núna síðast í umræðum á Alþingi um dóm Hæstaréttar. Smábátarnir eru ekki stóra vandamálið varð- andi gjafakvótann og brottkastið á fiski.“ Breylingar á tekjuskatti Þið viljið gera taIsverðar breytingar í skattamálum. Andstæðingar ykkar hafa sakað ykkur um að leggja fram tillögur sem eyði- leggi staðgreiðslukerfi skatta og stuðli að minni sparnaði. „Þetta er eins og hver önnur della eins og margt annað sem frá þeim kemur. Það eru fjölþrepa tekjuskattskei’fi í löndunum í kring- um okkur og það gengur mjög vel upp tækni- lega hjá þeim og hvers vegna ætti það ekki að ganga upp hjá okkur einnig? Það er rangtúlk- un að skattakerfið hafi verið til einhverra vandræða hjá þeim þjóðum sem við erum að bera okkur saman við. Við viljum nota fjöl- þrepa tekjuskattskei-fi til tekjujöfnunar og færa jöfnunina inn í skattakerfið úr bótakerf- inu sem er að verða eins og frumskógur. Við viljum draga úr jaðarsköttum þannig að þetta komi lágtekjufólki og stórum hópum milli- tekjufólks til góða. Millitekjufólkið hefur kom- ið mjög illa út úr skattabreytingum síðustu ára. Við leggjum einnig til að foreldrar geti nýtt ónotaðan skattafrádrátt barna sinna, sem getur skipt verulegu máli. Við viljum einnig draga úr tekjutengingu barnabóta. Þetta eru tillögur sem eru mjög vel framkvæmanlegar. ASÍ og BSRB hafa lagt fram útreikninga sem sýna að fjölþrepa tekjuskattur kemur betur út fyrir þessa hópa. Ég hafna því einnig algerlega að tillögur okkar um breytingar á fjármagnsskatti dragi úr sparnaði. Við gerum ráð fyrir frítekjumarki í fjármagnsskatti sem þýðir að hjón geta verið með sparnað upp á 4 milljónir króna án þess að þurfa að greiða skatt af vaxtatekjum. Okk- ar tillögur miða að því að afnema skatta á sparnað fólks sem hefur litlar fjármagnstekjur og að afnema skatt ríkisstjórnarinnar á spari- bauka barna, en það er jafnljóst að við erum að leggja til að eignafólk og þeir sem eiga hlutabréf og geta lagt fyrir inn á bækur háar upphæðir borgi af fjármagnstekjunum sama skatt og þeir borga af öðrum tekjum." Fer það saman að stefna að því að lækka jaðarskatta og koma á fjölþrepa tekjuskatti? Eru þetta ekki ósamrýmanleg markmið? „Nei, við viljum færa skattaafslætti úr bóta- kerfinu yfir í skattakerfið. Við höfum á síðustu árum farið með tekjujöfnunina út í allskyns bótagreiðslur, s.s. vaxtabætur, barnabætur og húsaleigubætur. Við teljum skynsamlegra að færa tekjujöfnunina beint inn í skattakerfið sjálft, en þar með erum við að draga úr jaðar- skatti. Við erum hins vegar að segja að þegar fólk hefur náð ákveðnu tekjumarki verða ekki greiddar barnabætur.“ ViII Samfylkingin gera breytingar á þeirn landbúnaðarstefnu sem fylgt hefur verið? „Landbúnaður og sjávarútvegur gegna lyk- ilhlutverki í byggðum landsins. Ég hefði viljað sjá skýra framtíðarsýn frá Bændasamtökun- um í málefnum landbúnaðarins, en því er ekki að heilsa. Við skulum hafa í huga að stjórnar- flokkarnir tveir hafa farið með landbúnaðar- málin nær samfellt í hálfa öld og afraksturinn er ekki góður. Nú eru þessir flokkar úrræða- lausir með skýrsluna sína um landbúnaðinn í lokaðri skrifborðsskúffu. Samfylkingin vill fjölbreyttan landbúnað sem byggist bæði á hefðum og nýbreytni sem geri sveitirnar að virkum samfélögum. Við viljum hefja sókn til endurreisnar íslensks landbúnaðar, m.a. með aukningu vistvænnar og lífrænnar framleiðslu og eflingu búgreina, svo sem ferðaþjónustu og skógræktar, ylræktar og garðyrkju. Okkar vilji er sá að samkeppnisaðstaða landbúnaðar- ins verði með þeim hætti að hún standist sam- anburð við þau lönd sem við erum að keppa við. Við munum ekki get.a komið í veg fyrir innflutning landbúnaðarvara, en við þurfum að vera tilbúin að mæta honum.“ Hver mun tilnefna ráðherra fýrir hönd Samfylkingarinnar eigi hún aðild að næstu ríkisstjórn? „Það verður að sjálfsögðu þingflokkur Sam- fylkingarinnar. Hann kemur til með að vinna sem ein heild að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er rangtúlkun sem haldið hefur verið fram að það þurfi að semja við alla flokka sem standa að Samfylkingunni um ríkisstjórnar- myndun. Ef til þess kæmi að við ættum aðild að viðræðum um myndun ríkisstjórnar mun eg leiða þær viðræður af okkar hálfu og síðan mun þingflokkurinn velja ráðherra." • Á morgun verður talað við Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.