Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 mér eftirminnileg og kær þrátt fyrir að samstarf okkar yrði skemmra en til stóð. Eg kynntist Jóhönnu og Olöfu systur hennar þegar þær hófu nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég rak strax augun í nafn Jóhönnu og komst að því að hún var ekki ein- ungis nafna heldur barnabarn stöllu minnar af allt öðrum vettvangi. Eft- ir það gengu gjarnan hlýjar kveðjur á milli sem gáfu okkur Jóhönnu til- efni til dálítilla samskipta þegar við mættumst á löngu göngunum í MH hvort sem hún var í áfóngunum mín- um eða ekki. Erfiður sjúkdómur gerði Jóhönnu minni erfítt um vik og dró verulega úr krafti hennar til að stunda námið sitt undanfarin misseri. En hún lét ekki deigan síga. Hún var raunsæ, æðrulaus og notaði tímann vel. Eg veit að Jóhanna gerði sér fulla grein fyrir því að hún átti við ramm- an reip að draga. Hún reyndi ekki að slá ryki í eigin augu um að hún gæti farið halloka í glímu sinni. En hún svaraði spurningum um líðan sína blátt áfram og möglunarlaust. Pað gladdi mig nú á vorönninni að sjá nafnið hennar á lista yfir nem- endur mína í yndislestri. Yndislest- ur er valfrjáls íslenskuáfangi sem gengur út á það að nemendurnir velja sér bókmenntaverk af lista, lesa þau og koma síðan í viðtal við kennarann sinn. Heilsa Jóhönnu leyfði einungis að við hittumst einu sinni. Þá gerði hún grein fyrir skoð- unum sínum á skáldsögunni Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason. Hún var hrifín og henni var mikið niðri fyrir. - Eftir þetta viðtal urðum við að notast við Inter- netið. Mér finnst ekki vera nema fáir dagar síðan Jóhanna mín hringdi til að leggja á ráðin um frekari bók- menntalestur og við ætluðum að nota Netið. En nú er ljóst að ég fæ ekki fleiri bréf fá henni. Það er sárt að horfa á bak þessari fíngerðu, góðu stúlku. En æðruleysi hennar og kjarkur voru enn ein áminningin um að þakka það góða sem lífið gefur og nota vel tækifærin sem bjóðast. Eg samhryggist innilega fjöl- skyldu og ástvinum Jóhönnu Unnar og þakka fyrir kynnin af eftirminni- legum og ljúfum nemanda. Guðlaug Guðmundsdóttir. Elsku Jóhanna, við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur og að við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Allar vissum við að þú værir mikið veik en þú vildir nú sjálf alltaf sem minnst úr veikindunum gera og sagðir við okk- ur að þegar allt yrði orðið í lagi og þú værir búin að fá ný líffæri, þá mundir þú koma til okkar aftur og byrja að æfa með okkur á fullum krafti. Þú byrjaðir í meistaraflokki kvenna í KR árið 1995. Þá hafðir þú farið upp alla yngiá flokka félagsins eða frá 4. flokk. Við sem höfðum fylgst með yngri flokkum félagsins vissum að þarna væri mikið efni á ferð, enda hafðir þú staðið þig vel, hafðir verið valin leikmaður ársins í þínum flokkum og einnig spilað landsleiki með yngri landsliðum. þú æfðir tvö ár með meistaraflokki og jafnframt spilaðh- þú með 2. flokki félagsins og varst fyrirliði. Sumarið 1996 varst þú á elsta ári í 2. flokki og það sumar leiddir þú liðið til sigurs í íslandsmótinu. Það var yndislegt að sjá hversu vel þú naust þessa augna- bliks. Þessi titill gaf þér mikið ekki síst vegna þess að um haustið fékkst þú þann úrskurð að fótboltinn þyrfti að bíða um sinn. Það átti hinsvegar ekki við þig að gefast upp, þú fannst þér bara eitthvað annað að gera, alltaf sami krafturinn og jákvæðnin. Þú gerðist liðstjóri hjá 2. flokki sum- arið 1997 og aðstoðaðir bæði í kring- um okkar leiki og karlaleiki félags- ins eins og þú gast. Núna síðastliðið sumar varst þú líka í kringum liðið og það er okkur nú mjög minnis- stætt þegar þú fagnaðir með okkur í KR-heimilinu íslandsmeistaratitlin- um. Við fundum svo mikið fyrir gleði þinni og einnig fundum við hversu mikið þig langaði að fá að spila aftur með okkur og taka þátt í þessu öllu. Við getum allar lært svo mikið af þér, þú lagðir þig alltaf hundrað pró- sent fram í öllu í sambandi við fót- boltann, þú hafðir svo mikinn áhuga og vilja til að gera vel og það að gef- ast upp kom aldrei til greina hvorki í leik eða í lífinu sjálfu. Með þetta að leiðarljósi munum við stelpurnar fara með inn í sumarið. Nú ert þú komin í annan leik sem við þekkjum ekki. Eina sem við vitum er að þú getur hlaupið um án þjáninga. Við vitum líka að þú fórst frá okkur full af hamingju, þú hafðir fundið þér lífsförunaut, hann Gísla sem hefur reynst þér alveg gríðarlegur styrkur í lífinu. Við sögðum stundum okkai- á milli að við vissum ekki hvernig allt hefði gengið án hans. Einnig átt- irðu góða fjölskyldu sem studdi þig í hverju sem á gekk. Við stelpurnar viljum að lokum senda Gísla og fjölskyldunni hennar Jóhönnu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að guð gefi ykkur styrk í sorginni og hjálpi ykk- ur að lifa með henni. P.h. Meistaraflokks kvenna í KR, Helena Ólafsdóttir. Með þessum fáu orðum langar okkur að minnast vinkonu okkai’ Jó- hönnu sem lést eftir baráttu við erf- ið veikindi. Það var fyrir rúmum fjórum árum að við hittum hana fyrst, í kjölfai’ þess að vinskapur hennar og Gísla hófst. Veturinn eftir að þau byrjuðu saman flutti hún sig á okkar borð í MH, algjörlega óhrædd við að vera eina stelpan í strákahóp. Hún tók virkan þátt í öllu því sem vinahópur- inn tók sér fyrir hendm- og varð fljótlega ómissandi hluti af honum. Sérstaklega var hún dugleg að gera grín að okkur strákunum og þá helst stelpuvandamálum okkar. Þannig var hún einfaldlega í öllum sam- skiptum sínum, ófeimin og einlæg. Aldrei þekktum við hana öðruvísi en hressa og bratta, jafnvel i veik- indum sínum. Það var kannski þess vegna sem við gerðum okkur ekki grein fyrir alvai’leika þeirrar bar- áttu sem hún átti í og þeim mögu- leika að svona gæti farið. Það er enn erfitt að trúa því að hún sé dáin, að veröldin geti verið svo grimm og ósanngjörn. Við minnumst með söknuði ár- anna sem við áttum með henni og sendum Gísla og öðrum aðstandend- um Jóhönnu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Rúnar og Steindór. Helfregn barst í húmi vornætur svo yfirþyrmandi og sár, eins og þungt högg sem áfellur án þess að undan verði vikist; hún Jóhanna er dáin. Ljósgeislinn fagri, sem við fyrstu kynni hafði flutt yl og birtu manngæsku og kærleika til náung- ans, var slokknaður. Unga stúlkan, sem þrátt fyrir þungbær veikindi sín, bar alltaf gnægð gjafa, glað- værðar, hlýju og yndisleika til ann- arra, dró ekki lengur þann anda, sem tilvist jarðlífsins byggist á. Eftii’ langa, dimma og erfiða vetrardaga var vorkomunnar beðið í von um batnandi tíð og sólríkari daga. I lífi Jóhönnu var hinn langi og erfiði vet- ur í formi veikinda er sifellt ágerð- ust. Þrátt fyrh’ það brast hana aldrei von um vorkomuna á því sviði og var sífellt viðbúin og vonaðist eftir kalli erlendrar sjúkrastofnunai- vegna nauðsynlegra líffæraflutninga. Naut hún þar unnustans, Gísla Þórs, sem með ástúð og umhyggju vai- henni stoð í erfiðleikunum og áttu þau svo sannarlega skilið að vonir þeirra rættust sem fyrst. Erfitt er að gera sér grein fyrir líðan þess, er bíður efth’ að fá lækningu meina sinna en finnur jafnframt að undan hallar og að síðustu sandkornin í stundaglasi lífsins nálgast öng þess. Það er óum- ræðanlega sárt til þess að hugsa hve lífið getur oft verið óréttlátt og leik- ur illa þann er síst skyldi. Hvers vegna fékk þessi stúlka ekki að njóta nema skamma stund og þá með þungbæru oki þess lífs er hún fædd- ist til? Það mun tilgangslaust að spyrja slíks. Hér ræður ákvörðun þess er alheimi stjórnar. Hann hefur nú flutt stúlkuna okkar til æðri ver- aldarstiga þai- sem henni er frami búinn. Enginn efi er á að henni mun ætlaður starfi á óravíddum valdsviðs hins fagra, góða og fullkomna. Minngin um indæla stúlku mun ávallt lifa. Við biðjum Gísla Þór og öðrum að- standendum hennar blessunar Guðs. Inga og Svavar. Það ríkti innilegur fógnuður í fjöl- skyldunni fyiTr réttum tuttugu árum þegar fréttist að þau Magga, systir og mágkona, og Indriði hefðu eign- ast tvíburadætur. Þessir agnarsmáu, fallegu fyrirburar virtust í fyi’stu al- veg eins, við gátum ekki þekkt þær sundur fyrstu mánuðina. Fljótlega kom þó í ljós að önnur þeirra var öllu minni og veikbyggðari og leiddu rannsóknir í ljós að hún var fædd með hjartagalla. Við tóku áhyggjur og angist, en sú litla sýndi fljótt þá ótrúlegu seiglu sem síðar einkenndi allt hennar líf. Þegar árin liðu virtist sem allir erfiðleikar væru að mestu yfirstaðnir. Jóhanna fór að stunda íþróttir af kappi og oft undruðumst við þrek hennar og úthald. Hún náði svo langt með dugnaði sínum og elju að verða fremst meðal jafningja bæði í handbolta og fótbolta. En fyr- ir fjórum árum kom í ljós að hjarta- gallinn sem svo mjög hafði sett mark sitt á líf hennar fyrstu æviárin lá í leyni og afleiðingar hans urðu mis- kunnarlausari nú en áður. Jóhanna varð að gefa upp á bátinn helsta áhugamál sitt, íþróttimar, og varð nú að sætta sig við að verða áhorf- andi að leikjum vinkvenna sinna í stað þess að vera virkur þátttakandi. Það var erfitt að sjá hana fársjúka tveimur dögum fyrir andlát sitt sitja í sjúkrarúmi sínu með súrefnis- gi’ímu, horfa á sjónvarpsútsendingu af leik fyrrum keppinauta sinna og samherja í handbolta. Hvílík örlög fyrh’ unga og tápmikla stúlku að vera kippt út úr virkri þátttöku í brennandi áhugamálum sínum. Und- anfarnir mánuðir hafa verið erfiður tími fyrir Jóhönnu og fjölskyldu hennar þar sem heilsu hennar hrak- aði jafnt og þétt. Var svo komið, að hún beið eftir líffærum sem allir von- uðu að gætu gefið henni heilsuna á ný. Allan tímann hélt hún sjálf í von- ina um ný líffæri og nýtt og betra líf og sama gerðu þeir sem að henni stóðu. Hún ætlaði að gera svo margt þegai- heilsan væri komin í lag á ný. En lífið er stundum svo miskunnar- laust og óskiljanlegt. Líf Jóhönnu okkar slokknaði skyndilega án þess að á það reyndi hvort ný líffæri gætu bjargað henni. Það er ekki í mannlegu valdi að skilja hvers vegna ung og yndisleg stúlka er hrifin burtu frá okkur. Sorgin er óbærileg. Það sem við sem eftir lifum verðum að reyna að hugga okkur við eru allar góðu minningai’nar um Jóhönnu, hetjuna okkar. Þrátt fyrir erfið veikindi síð- ustu ái’in, stundaði Jóhanna nám sitt við Menntaskólann við Hamrahlíð eins og heilsan leyfði. Þegar hún var aðeins 16 ára gömul, kynntist hún ástinni í lífi sínu, honum Gísla. Flest- um fannst þau helst til ung til að bindast hvort öðru, en innilegi’a sam- band en milli þeirra tveggja vai- varla hægt að hugsa sér. Ast þem-a hvort á öðru var svo falleg að allir sem til þekktu hrifust með þeim. Sá kærleikur og umhyggja sem Gísli sýndi Jóhönnu í veikindum hennar er ómetanlegur og sýnir best hvern mann þessi ungi maður hefur að geyma. Gísli var akkerið í lífi Jó- hönnu ásamt Möggu, móður hennar, sem var vakin og sofin yfir velferð dóttur sinnar. Líf Möggu undanfai’in ár hefur snúist um að hjálpa Jó- hönnu sinni, en svo þurftu hún og Indriði að verða fyrir þeiri’i hræði- legu lífsreynslu sem allir foreldrar óttast mest, að missa bamið sitt. Elsku Gísli, Magga, Indi’iði, systk- ini Jóhönnu, Jóhanna amma, Jón afi, Benedikt afi og allir aðrir aðstand- endur. Orð okkar mega sín lítils nú á þessum sorgartímum. Við biðjum góðan Guð að hjálpa ykkur að sefa sorgina óbærilegu. Megi minningin um fallegu og duglegu stúlkuna okk- ar allra, Jóhönnu, lýsa okkur áfram veginn. Ásgerður og Sigurður Rúnar. • Fleirí minningargreinar um Jóhönnu Unni Erlingson Indrida- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. RICHARD BJÖRGVINSSON + Richard Björg- vinsson fæddist á Isafirði 1. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. apríl. Ég kynntist Richard Björgvinssyni árið 1978 en það ár voru kosning- ar bæði tO sveitar- stjórna og Alþingis. Það var uppgjör í póli- tfldnni þetta vor og að afloknum kosningum var myndaður vinstri meirihluti í Kópavogi sem ég var aðili að en foringi stjórnarand- stöðu var Richard Björgvinsson. Við Richard áttum eftir að verða samferða í bæjarpólitíkinni í Kópa- vogi næstu tíu árin. Reyndar vorum við sitt hvorum megin borðsins allan tímann en mér lærðist fljótt að virða manninn sem leiddi bæjarmálaflokk Sjálfstæðisflokksins í fjögur kjör- tímabil. Richard var óskoraður for- ingi. Hann hafði staðgóða þekkingu á málefnum Kópavogs og setti sig sérstaklega vel inn í öll mál. Þótt hann ætti sæti í ýmsum nefndum fyrir bæinn var það bæjarráð sem vó þyngst, þar gat hann verið harð- ur í horn að taka. Það þýddi ekki að mæta Richard af kæruleysi, hann var krefjandi og agaður bæjarfull- trúi. Orðin hann var verðugur and- stæðingur eiga vel við um Richard Björgvinsson. Við Richard áttum það sameiginlegt umfram aðra í bæjarstjórninni að bernsku- og upp- vaxtarár okkar voru á ísafirði. Þessi sameiginlegi bakgrunnur átti eflaust sinn þátt í þeirri vinsemd sem ríkti í samskiptum okkar utan við þær af- dráttarlausu pólitísku skoðanir sem skildu okkur að. Á þessum árum fengum við bæjarfulltrúarnir oft að heyra liti-íkar frásagnir úr pólitík- inni fyrir vestan á árum áður. Ric- hard var hafsjór af fróðleik. Frá- sagnarlist og frásagnargleði ein- kenndi hann. Hann þekkti pólitíkina á Isafírði frá öðru tímabili og öðru sjónarhorni en ég. Mér fannst ákaf- lega gaman að hlusta á hann og hef haldið á loft ýmsum frásögnum hans. Tveimur árum eftir að ég settist á þing hóf Richard störf á skrifstofu Alþingis. Að þátttöku hans í bæjar- málapólitík lauk skyndilega kom mörgum á óvart enda hafði hann verið mikilvægur og vinnusamur fulltrúi flokks síns í Kópavogi. Samskipti okkar á vettvangi Al- þingis urðu með nýjum og frjálsari blæ. Við þingmennirnir áttum hauk í horni í Riehard Björgvinssyni. Hann var hjálplegur, vingjarnlegur og lip- ur í samskiptum. Og hann vissi alltaf upp á hár svörin sem við leituðum eftir. Nú áttum við Richard öðruvísi stundir saman. Notalegar en hisp- urslausar samræður um stjórnmálin og flokkana. Hann hafði mjög gam- an af að skilgreina stöðuna á hverj- um tíma og ég lagði ávallt við hlustir um mat hans á hlutunum. Kveðjustund er erfíð og orð fátæk en ég færi eiginkonu Richards Jónínu Júlíusdóttur og börnum þeirra hjóna einlægar samúðar- kveðjur okkar Sverris og þakka kynni af dreng góðum. Rannveig Guðmundsdóttir. Við Alþýðuflokksfélagar viljum minnast gengins samferðarmanns úr bæjarmálum í Kópavogi, Ric- hards Björgvinssonar. Kynni okkar spanna töluvert tímaskeið, því allar götur síðan 1971 áttum við í samstarfi, beinu eða óbeinu um bæjarmálin. Richard varð bæjarfulltrúi 1974. Áður hafði hann gegnt endurskoðun bæjar- reikninga um árabil. Richard sat í mörgum starfsnefndum bæjarins, einkum sat hann í viðræðunefndum við önnur sveitarfélög, m.a. um bæj- armörk, landakaup, launamál og stór sameiginleg verkefni. Hann tók við odd- vitastöðu í bæjarmála- fiokki Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi eftir andlát Axels Jóns- sonar og gegndi þeirri stöðu um tíu ára skeið. Richard fékk því bæði reynslu af að sitja í meiri- og minnihluta í bæjarstjórn. Ef fella á dóma um störf hans í bæjar- stjórn kemur okkur1 fyrst í hug áreiðanleiki og festa. Hann var mjög vinnusamur og vann sína heimavinnu vel. Mál sem hann tók að sér voru í öruggum höndum. Hann var snyitimenni. Ymsum þótti hann ósveigjanlegur og víst gat hann verið erfiður and- stæðingur, en alltaf var hann sam- kvæmur sjálfum sér. Richard Björg- vinsson naut sín best í bæjarstjórn er tölur og reikningar voru til um- ræðu, enda talnaglöggur og mjög minnugur. Hann bar svipmót af vestfirskri festu, enda barst tal hans yfirleitt þangað, þegar dægurmálin vora rædd. Hann var góður sögumaðuri* og vel fróður. Riehard Björgvinsson og fjöl- skylda eiga að baki langa búsetu í Kópavogi og í dag búa þrjú af fjór- um bömum hans og Jónínu í bæn- um. Árið 1988 hélt vinabær Kópa- vogs, Odense í Danmörku, hátíðlega upp á þúsund ára byggð þar. Ric- hard valdist sem fulltrúi Kópavogs til þessara hátíðarhalda ásamt þeim er þetta rita. Þar áttum við saman dýrðarstundir og minnisstæð er veisla sú, er hann stóð fyrir í Kaup- mannahöfn á heimleiðinni. Við kveðjum nú mann sem setti mikið svipmót á Kópavog um langt skeið, sveitarfélag sem óx nánast úr engu eða eins og Þorsteinn Valdi- marsson segir svo meistaralega: risinn einn árdag úr eyði heill undrunarheimur. Richard sparaði hvergi krafta sína í þeirri uppbyggingu, en uppsk- ar stundum ekki eins og hann sáði. Við þökkum nú að leiðarlokum samfylgd og kynni. Við vottum eig- inkonu hans, börnum og fólki hans öllu dýpstu samúð. Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Guðmundur Oddsson, * fyrrverandi bæjarfulltrúi. öa^ðskom Sími: 554 0500 ÚTFARARSTOFA HAFN ARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, slmi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.