Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 83* MYNDBÖND FOLK I FRETTUM LITILL víkingur, John Husson að nafni, sat í vagninum ásamt stúlk- um í íslenska þjóðbúningnum. ÍSLENSKI vagninn og áhöfn hans í skrúðgöngunni niður Norfolkgötu. Waters í tónleikaferð Gulrótar- stappa Stjórnarformaðurinn (Chairman of the Board)_ G a m a n in y n d >/2 Leikstjóri: Alex Zamm. Handritshöf- undar: Zuri Meyer, A1 Septicn og Alex Zamm. Aðalhlutverk: Seott ..Carrot Top“ Thompson og Courtney Thorn-Smith. (95 nn'n) Bandarikin. Stjörnubíó, apríl 1999. Öllum leyfð. ÞAÐ er heldur kaldhæðnislegt að tækifærissinnaður og gróðamiðaður iðnaður á borð við Hollywood sé að græða á því að búa til skemmtiefni sem prédikar heil- indi, fórnfýsi og hugsjónir í við- skiptum. Dæmi um þessa formúlu eru a.m.k. þrjár nýleg- ar fjölskyldumynd- ir, „Small Soldi- ers“, „Dr. Doolittle" og „Chairman of the Bo- ard“. I þeirri síðastnefndu segir frá veruleikafirrtum brimbrettastrák sem erfir stóran hlut í vöruþróunar- fyrirtæki þvert á vilja fláráðs frænda sem hyggst sölsa undir sig fyrirtæk- ið og kúga stai-fsmennina. Pilturinn beitir hins vegar góðvild sinni og uppfinningasemi til að snúa stefnu íyrirtækisins til betri vegar. Sem sagt leiðindaklisja sem verður enn leiðinlegri með fíflalegri frammi- stöðu aðalleikarans sem gengur und- !(' listamannsnafninu Gulrótai'haus. Orfá hlægileg atriði innan um sér- lega ómerkilegan skopstíl ávinnur myndinni þó hálfa stjörnu. Heiða Jóhannsdóttir Bíræfnir bófar Bófar (Hoods)____________________ G a ni a n / s p e n ii a ★★ Framleiðendur: William og Robert Vince. Leikstjóri og handritsliöfund- ur: Mark Malone. Aðalhlutverk: Joe Mantegna, Kevin Pollack og Jennifer Tilly. (95 mín.) Bandarisk. Stjörnu- bió, apríl 1999. Bönnuð innan 16 ára. RÓTGRÓIN hefð er fyrir kvik- 'uyndum um mafíuna. Gjarnan er starfsemi hennar sveipuð ljóma eins og í Guðföður-röð- inni en öllu sjald- gæfara er að vanköntum og jarðbundnum vandamálum mafíulífernisins sé lýst. Bófar fellur í seinni flokkinn. Fimmtugasti af- mælisdagur Ang- el° (Joe Mantegna) byrjar ekki vel °g fer stöðugt versnandi. Hann er sonur guðföður sem má muna sinn fífil fegri og hlutverk Angelos ásamt vlni sínum Rudy (Kevin Pollack) er a(1 innheimta verndunarþóknanir og útkljá smávægileg vandamál skjól- stæðinga fóður síns. En þegar Ang- el° og Rudy fá það verkefni að ^ynða meðlim óvinagengisins á það eftir að ganga afar brösuglega. I Bófum er reynt að draga upp skondna mynd af glæpafjölskyldu ®ein fátt á sameiginlegt með harðsvíruðum og svölum kollegum sínum í öðrum myndum af sömu fegund. En þrátt fyrir ýmsa kosti niyndarinnar reynist erfítt að halda jafnvægi á milli kímninnar og hnamatísks kjarna sem er langt frá Pví að vera léttvægur. Aðstandend- nr Bófa hefðu betur ákveðið hvort þeir vildu draga dár að hefðinni eða reyna að bæta einhverju við hana. Heiða Jóhannsdóttir ÍSLENSKA prinsessan Elva Hohn Hreinsdóttir ásamt Söndru og Isabel Leitsch standa við íslenska vagninn. ✓ Islensk prinsessa með hirð sinni NÝLEGA var haldin alþjóðlega Azalea-hátíðin í Norfolk í Virginíu- ríki Bandaríkjanna. Hátíðin er haJdin árlega en í henni taka þátt öll aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins. Ár hvert er eitt ríkja bandalagsins sérstaklega heiðrað á hátiðinni og að þessu sinni varð Þýskaland fyrir valinu. Frá útvalda landinu keniur síðan drottning há- tíðariimar sem valin er af sendi- herra landsins í Bandaríkjunum. Eftir krýningu drottingarinnar er farið í skrúðgöngu þar sem hvert aðildarlandanna er með vagn og sína eigin prinsessu. Islenska prinsessa hátíðariimar var Elva Holm Hreinsdóttir en ásamt henni og hirð hennar voi-u víkingai' og stúikur í íslenska þjóðbúningnum með í skrúðgöngunni sem íslensk- ameríska félagið í Norfolk tók þátt í að skipuleggja fyrir íslands hönd. Elva er dóttir Ellu Magnúsdóttur sem er búsett, í Bandaríkjunum. Að ári verður Island heiðrað á Azalea-hátíðinni og af því tilefni verður landið kynnt sérstaklega en hátíðin stendur yfir í eina viku. ROGER Waters, annar stofnenda Pink Floyd, heldur í fyrstu tónleika- ferð sína um Bandaríkin í tólf ár í sumar. Hann kemur fram á 17 tón- leikum að því er plötufyrirtæki hans, Columbia Records, tilkynnti á þriðjudag. Waters, sem er 54 ára, kom síðast fram með Don Henley á góðgerðai'- tónleikum árið 1993 og hefur ekki farið í tónleikaferð síðan sólóskífa hans „Radio KAOS“ kom út árið 1987. Áætlað er að fyrri hluti tónleika- ferðarinnar, sem er með yfirskrift- “C inni „In the Flesh“, hefjist 23. júlí í Milwaukee og að honum Ijúki í Atl- anta 21. ágúst. Síðari hluti ferðarinn- ar verður farinn vorið 2000. Waters verður með stórsveit með sér og flyt- ur sýnishorn af tónlist sinni, allt frá lögum sem hann samdi fyrir Pink Floyd til sólólaga sinna, þar á meðal nýjasta lags hans „Amused to De- ath“ frá áí'inu 1992. Waters stofnaði Pink Floyd ásamt Syd Barrett árið 1966 og var drif- fjöður sveitarinnar eftir að Barrett hætti nokki-um árum síðar. Hann var hugsuðurinn á bakvið meistara- verk á borð við „Dark Side of the Moon“ frá árinu 1973 og breiðskíf- una sjálfsævisögulegu „The Wall“ frá árinu 1979. Það slettist síðan upp á vinskapinn í hljómsveitinni og Waters fór í mál við fyrrverandi félaga sína þar sem hann fór fram á að dómstólar mein- uðu þeim sem eftir voru í sveitinni að halda nafninu Pink Floyd. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og sveitin náði frekari vinsældum án hans. Waters hefur gefið út nokkrar sól- óskífur en engin þeirra hefur selst sérlega vel. Undanfarin sjö ár hefur hann unnið að óperunni „Ca Ira“ sem er bæði á ensku og frönsku. T—. sumar Glænýr humarágniiið Glæný laxaflök 790 kr. kg Stórlúðusteikur 30% afsláttur Skötuselur - stórar úthafsrækjur hörpudiskur - hákarl - harðfiskur Fiskbúðin Vör Höföabakka 1 v/Gullinbrú, sími 587 5070. - Heimili fiskanna -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.