Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Margrét Katrín
Jónsdóttir
fæddist í Strand-
höfn í Vopnafirði 1.
febrúar 1937. Hún
Iést 23. apríl síðast-
liðinn. Minningarat-
höfn um Margréti
var í Sauðárkróks-
kirkju 1. maí og út-
för hennar fór fram
frá Fossvogskirkju
3. maí.
Margrét á Löngu-
mýri var eins og hluti
af fjölskyldu okkar. Ar-
ið 1967 réðst hún til starfa að Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri og
tókust þá þegar góð kynni með
henni og foreldrum mínum, Sigurði
Oskarssyni og Olöfu Jóhannsdóttur
í Krossanesi en Olöf var fædd og
uppalin á Löngumýri þar sem
systirin, Ingibjörg, byggði upp hús-
mæðraskóla. Var mikill samgangur
á milli heimilanna, enda ekki um
langan veg að fara, allt til þess að
þau féllu frá, Ólöf árið 1991 og Sig-
urður árið 1995.
Þótt Margrét væri ekki Skagfirð-
ingur að ætt og uppruna hafði hún
fest rætur í Skagafírðinum og var
ávallt kennd við Löngumýri. Hún
var músíkölsk og tónelsk og lét tón-
listarviðburði í sveitinni yfirleitt
ekki fram hjá sér fara. Sjálf átti hún
það til að grípa í píanóið öðrum til
skemmtunar auk þess sem hún lék
listavel á harmoniku. Margrét var
félagslynd og naut sín best í góðum
félagsskap. Hún var prýðilegum
gáfum gædd, var hafsjór af kveð-
skap og átti afar auðvelt með að
koma fyrir sig orði. Þeir hæfíleikar
komu einmitt að góðum notum í
starfi hennar á Löngumýri en aðdá-
unarvert var hve lagið henni var að
haida ræður án fyrirhafnar við
hvers kyns tækifæri.
Við hið sviplega fráfall Margrétar
er okkur efst f huga þakklæti fyrir
þann vinskap sem hún sýndi for-
eldrum mínum þau ár sem hún
dvaldi á Löngumýri. Hún reyndist
fóður mínum ákaflega vel eftir að
móðir mín féll frá en þá var hann
einn í Krossanesi. Víst er að vera
hans í Krossanesi hefði orðið honum
erfiðari hefði hann ekki notið ein-
stakrar alúðar og ræktarsemi henn-
ar, enda leið varla sá dagur að þau
hringdust ekki á. Eru þá ótaldir þeir
bíltúrar og mannamót og samkomur
sem þau sóttu saman. Þau voru
miklir vinir og áttu margt sameigin-
legt því þau höfðu mikinn áhuga á
kveðskap og voru létt í lund. Var oft
hlegið dátt í Krossanesi á góðri
stund.
Margrét reyndist okkur góður
vinur allt fram til síðasta dags. í
hvert sinn er við fórum norður var
það ávallt eitt okkar fyrsta verk að
koma við á Löngumýri. Það er því
ekki laust við að Skagafjörðurinn
hafi breytt um svip við andlát Mar-
grétar, svo mjög sem hún setti mark
sitt á mannlífíð í Hólminum þau ár
er hún var á Löngumýri. Við kveðj-
um hana með söknuði en nærri þrjá-
tíu ára vinskapur er langur tími á
mannsævi. Það verður því erfitt að
sætta sig við það skarð sem Mar-
grét skilur eftir sig og víst er að
öðruvísi verður um að litast í Skaga-
firði að henni genginni.
Við vottum ættingjum Margrétar
á Löngumýri okkar innilegustu
samúð.
Sigurlaug Sigurðardóttir,
Sigurður, Guðlaug,
Ragnheiður og Ólafur.
Svipleg var hún og sár, helfregnin
að norðan: Margrét á Löngumýri
liðinn nár.
Svo var lífi Iifað, af glaðværð og
glettni, af gæzku og góðsemd í ná-
ungans garð; svo skjótt brá sól
sumri, er rétt um þær mundir var
að skjóta rótum í brjóstum manna;
og svo skjótt brá guð gleði hennar
góðvina, að reikaði harmur í þeirra
húsum. Þurfti þá hver hljóða stund
með sjálfum sér og
þeim, sem hann vildi
með sér hafa til hljóð-
skrafs. „Nú fannst ei
stundin of löng að tala
við guð,“ var sagt af
ólíku tilefni endur íyrir
löngu.
„Kættir þú margan
að mörgu, svo minnzt
verður lengi.“ Minning-
ar hrannast upp, en
fæstar verða á torg
bornar. Ævistarfíð var
unnið í Skagafirði, en
þeir, er þess nutu,
komu hvaðanæva að,
ungir sem aldnir. í víðum skilningi
beindist að þjóðinni allri starf henn-
ar margþætt að málefnum kirkju og
kristni. Sjálf var hún upprunnin af
gagnstæðum landshornum, en á
báða bóga stóðu að henni austfirzkir
stofnar. Borin og barnfædd í
Strandhöfn í Vopnafirði og hlaut þar
farsælan uppvöxt, þótt ekki tengdist
hún því góða fólki blóðböndum. En
vináttuböndin, þeirra er að henni
stóðu, voru gömul og traust við það
heimili. Þar var grunnur lagður að
hennar gerð. Eftir fermingu tók við
uppvöxtur í Reykjavík með systkin-
um samfeðra. Féll hún þegar inn í
fóðurfjölskyldu sína og varð hennar
prýði. Og fógur urðu þau, meðan
báðum entist ævin, samskiptin við
þá móður, er hún fann þar fyrir,
listakonuna litríku í Laugatungu.
„Sofinn er nú söngurinn ljúfi.“
Söngvin vai' hún með afbrigðum,
svo að oft minnti á ömmu hennar og
alnöfnu. Og þeim kveðskap gömlum
og söngvum hélt hún á loft, sem hún
hafði numið af fyrri kynslóðum.
Kynstrin öll kunni hún frá bemsku-
árunum í Strandhöfn og þann sjóð
ávaxtaði hún ævina alla og deildi
óspart með öðrum. Að henni geng-
inni er brýnt, að lögð sé rækt við
það gamla lag við Gilsbakkaþulu,
sem hún kunni öðrum betur með að
fara, en einmitt því „fylgir sá kraft-
ur, að varla er svo rellótt barn, að
ekki huggist það og hlýði á með
mestu athygli".
Það varð hlutverk Margrétar inn-
an fjölskyldunnar að fara í forystu,
er minnast átti genginna forfeðra og
efla tengsl nýrra kynslóða. I hennar
minningu, sem svo oft fór með orð
kvöldsins í útvarpinu, skulu hér höfð
yfir orð langafa okkar, séra Jóns
Guttormssonar, í ræðu á þjóðhátíð í
Hjarðarholti 1874, en á niðjamóti,
sem Margrét efndi til í fyrrasumar,
var hún flutt þar öðru sinni, svo sem
hún hefur varðveitzt í handriti úr
fórum ömmu okkar. Þar var ekkert
kynslóðabil, því að „drottinn lætur
eina kynslóð koma eftir aðra, renna
upp eins og af annarri, er hann hef-
ur látið hverfa í tímans óstöðvandi
hröðu rás, en ein kynslóðin undirbýr
aðra, hefur áhrif á hagi hennar og
stöðu, á blessun hennar og böl; því
hann lætur hegningu fyrir feðranna
ranglæti koma fram á börnunum í
þriðja og fjórða lið, en hann auðsýn-
ir miskunnsemi í þúsund liðu á
þeim, sem hann elska og við þá, sem
varðveita hans boðorð. Vér lifum því
ekki aðeins fyrir nálægan tíma,
heldur fyrir ókomnar aldir, fyrir
niðja vora. Ef vér höfum þetta hug-
fast, þá hlýtur það að hvetja oss til
að kosta kapps um að telja svo vora
daga, að vér verðum forsjálir, að
verja þannig hinum nálæga tíma,
þessum stuttu og fáu stundum, sem
vér eigum ólifað, að vér ekki aðeins
sjáum fyrir vorri eilífu farsæld,
heldur einnig búum í haginn fyrir
börn vor og niðja."
Þegar Margrét Katrín Jónsdóttir
er svo óvænt gengin á vit feðra
sinna, er efst í huga að þakka kærri
frænku samfylgdina. Systkinum
hennar öllum eni sendar samúðar-
kveðjur af Hrefnugötu.
Jón Ragnar Stefánsson.
Með söknuði kveð ég hinstu
kveðju góða vinkonu, Margréti frá
Löngumýri. Drottni Guði er hún nú
falin um alla eilífð en eftir lifa glaðar
og góðar minningar okkar sem
þekktum og nutum samvista við
hana. Sjálf var ég svo heppin að
kynnast Margréti fyrir tæpum
þremur árum en þá bauðst mér að
leigja íbúð hennar í Hamraborginni
og síðar í Grafarvogi. Allt frá fyrstu
stundu fór vel á með okkur tveimur,
en Margrét var afskaplega opin og
skemmtileg persóna sem auðvelt
var að kynnast. Margai' gleðistundir
áttum við saman þá sjaldan sem hún
kom suður og gerðum við ýmislegt
okkur til gagns og gleði. Margi-ét
var mannblendin mjög og ósjaldan
var íbúðin hennar litla full af vinum
og ættingjum. Þannig leið henni
einmitt best - í nánu samfélagi við
þá sem henni þótti vænt um.
Hugur minn fyllist sorg, er ég lít
hér í kringum mig í íbúð Margrétar,
á alla munina hennar sem hún skilur
eftir sig, og minnist framtíðar-
drauma hennar, um að setjast í
helgan stein eftir nokkur ár og njóta
þess að vera í íbúðinni sinni með
hundinum Káti Kela. En Drottinn
hafði aðrar fyrirætlanir með Mar-
gréti og við sem eftir sitjum fáum
aðeins þakkað fyrir þann tíma sem
við fengum að lifa og reyna með
henni. Eg votta öllum aðstandend-
um Margrétar, ættingjum, vinum og
öðrum þeim sem hana þekktu, mína
dýpstu samúð og bið ykkur Guðs
blessunar.
Iris Kristjánsdóttir.
Jesús átti athvarf í Betaníu hjá
systrunum Mörtu og Maríu. Þær
voru báðar til fyrirmyndar, hvor á
sinn hátt, Marta í umhyggju sinni
og gestrisni, María í lotningu fyiár
hinu heilaga og íhugun Guðs Orðs.
Við áttum bara eina systur á Löngu-
mýri. En hún var í senn Marta og
María. Og þar áttum við athvarf.
Líklega er okkur flestum svo farið
að sjá í einni andrá Margréti og
Löngumýri. Viðmót hennar var yfh'-
bragð stáðarins og ríkur þáttur í
stoltri mynd hans.
Við sátum saman kvöldstund fyrir
skemmstu og ræddum framtíð
Löngumýrar á einskonar óformleg-
um fundi um sameiginleg málefni
kirkjumiðstöðva. Margrét hafði
einmitt haft forgöngu um það á
Kirkjuþingi að nefnd var skipuð til
að fjalla um þau. Nefndin þarf að
skila áliti til kirkjuráðs, og sem fyrr
kemur margt til álita, ekki síst
framtíð Löngumýrar. Nú brennur
sú spurning enn heitar.
Margrét átti nýja drauma um
uppbyggingu Löngumýrar og við
vorum sammála um að þar þyrfti að
rísa kirkja. Við ætluðum bæði að fá
að þjóna í þeirri kirkju.
Guðspjöllin herma að þær hafí
hvor í sínu lagi, Marta og María,
sagt hið sama við Jesú: „Hen-a, ef
þú hefðir verið hér, væri bróðir
minn ekki dáinn.“
Jesús sagði við Mörtu: „Eg er
upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi. Og hver
sem lifir og trúir á mig mun aldrei
að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“
Marta segir við hann: „Já Herra. Eg
trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur,
sem koma skal í heim-
inn.“(Jóh.U,23.25-27.) Við áttum
eftir að ljúka samtalinu um kvöldið.
Við áttum rejmdar eftir að ljúka
mörgum málum sem við höfðum fitj-
að uppá á nærri þrjátíu ára ferli
óslitinnar vináttu. Og við áttum eftir
að sjá rísa kirkju á Löngumýri þar
sem himinninn kyssir jörðina, og við
áttum eftir að sjmgja söng himins á
jörðu við heilagt altari Guðs í þeirri
kirkju. Aðrar klukkur kalla.
Eg hljóður eftir hlusta,
ég heyri klukkna hljóm.
Hve guðleg guðsþjónusta
er Guðs í helgidóm!
Eg heyri unaásóma
og engla skæra raust;
um Drottins dýrðarljóma,
um Drottins verk þeir róma
um eilífð endalaust.
(V. Briem)
Daginn þegar kvöldar fyrr en ætl-
að var og ævisólin sest, eru alltaf
eftir óunnin verk. Þau myndu líka
fólna og falla. Það eina sem eftir
stendur er játningin góða sem Mar-
grét á Löngumýri átti líka sameigin-
lega með Mörtu: „Já Herra. Ég trúi
að þú sért Kristur, Guðs sonur sem
koma skal í heiminn" . Það er
grunnur þess sem er og var og verð-
ur á friðsælum reit undir bláhimni
þar sem merkið stendur þótt merk-
isberinn falli. Lofaður sé Guð sem
gaf okkur Margréti á Löngumýri,
og Guð blessi og styrki þau öll sem
hana sjrgja.
Margrét og Kristján
Valur, Skálholti.
Þegar mér bárust þær fregnir
suður til Reykjavíkur á laugardags-
morgni 24. apríl sl. að þú, Margrét
mín, hefðir kvatt þennan heim
kvöldi áður, þá _ fannst mér það
næsta ótrúlegt. Ég stóð innan um
kassahrúguna þar sem ég var að
hjálpa syni mínum og tengdadóttur
að flytja í nýja íbúð. Allt varð svo lít-
ið og auvirðilegt. Og þar sem ég sat
í bílnum á leið norður, leitaði hugur-
inn sífellt til þín, hvernig þú hefðir
það, og ég sem var ekki búin að
segja gleðilegt sumar við þig. Og
það er ótrúlegt að þú eigir ekki eftir
að opna dyrnar á bankanum okkar
og segja: „Æ, sæl, heillin, ég kom
bara til að sjá þig,“ eða: „Ég kom nú
bara til að fá mér kaffí, guði sé lof að
ég þarf ekki að borga neina reikn-
inga í dag.“ Svo spjölluðum við um
alla heima og geima, þú opnaðir
póstinn þinn og last fyrir mig glefs-
ur úr bréfum sem þú hafðir fengið.
Þú sagðir mér frá fólkinu þínu
eða við ræddum sveitapólitíkina á
milli þess sem þú kíktir út um
gluggann til að gá að Káti sem sat
bísperrtur í framsæti bílsins og beið
þín. Eins er næsta ótrúlegt að þú
eigir ekki eftir að koma aftur í litlu
kirkjuna okkar á Víðimýri, lesa
bænina og sjmgja svo hátt að við í
kórnum heyrðum vart í sjálfum
okkur. Já, okkur fannst svo sjálf-
sagt að þú værir alltaf tij staðar,
það var gott að leita til þín, og það
gátu allir gert, alltaf.
En enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Samfélagið verður
allt öðru vísi án þín. Og þegar ég Iít
út um gluggann niður til Löngumýr-
ar þá er allt svo dapurlegt líkt og
staðurinn drúpi höfði. Já, við áttum
þig öll, og söknum þín öll. En eitt
máttu vita að þín er sárt saknað í
bridsklúbbnum.
Hafðu þökk fyrir allt, og guð
geymi þig. Hittumst síðar.
Erna Geirsdóttir.
Yerið ávallt glaðir í Drottni.
Eg segi aftur: Verið glaðir.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum.
Drottinn er í nánd.
(Fil. 4:4)
Við skyndilegt fráfall Margrétar á
Löngumýri leita þessi uppörvandi
orð Páls postula á hugann, því gleði
og ljúflyndi einkenndi lif Margrétar
alla tíð. Hugui' minn hvarflar aftur
til þess tíma þegar við kjmntumst
fyrir rúmum 40 árum, ég aðeins 14
ára en Margrét um tvítugt. Glaðleg-
ur, dillandi hlátur og kærleiksríkt
viðmót laðaði mig að Margréti, og
þrátt fjrir aldursmun, tengdumst
við vináttuböndum, sem aldrei slitn-
uðu, þess vegna líður mér nú eins og
ég hafi misst góða systur.
Fyrst áttum við samleið í Kristi-
legum skólasamtökum og í KFUK í
Reykjavík. Seinna vorum við eitt ár
samtímis í Kennaraskólanum. Að
loknu kennaranámi fórum við hvor á
sinn starfsakur, ég í Hafnarfjörð, en
Margrét norður í Skagafjörð, að
Húsmæðraskólanum á Löngumýri,
sem varð hennar heimili upp frá þvi
í rúma 3 áratugi. Fyrst starfaði
Margrét þar sem kennari, síðan sem
skólastjóri og eftir að Húsmæðra-
skólinn lagðist af var Margi'ét for-
stöðukona og húsmóðir þessarar
mikilvægu stofnunar kirkjunnar.
Otal margir hafa átt dvöl eða við-
komu á Löngumýri og mætt opnum
faðmi og hlýju viðmóti Margrétar.
Lífsgleði hennar og Ijúfljmdi varð
öllum kunnugt. Þess vegna var svo
gott að koma að Löngumýri. Nær-
vera Margrétar vitnaði um næi'veru
Drottins og kærleika. Hún var lif-
andi vitnisburður um frelsai'a sinn.
Síðustu 23 ár hef ég oftsinnis
komið að Löngumýri og starfað með
Margréti sem æskulýðsfulltrúi og
MARGRET KATRIN
JÓNSDÓTTIR
sem prestur. Aldrei hefur borið
skugga á samstarfið og ávallt hafa
„systraböndin" styrkst. Kirkjan
okkar hefur nú misst einn sinna
dýi-mætustu starfsmanna. Skarð
Margrétar verður vandfyllt. En
frækorn glaðrar og sanm-ar trúar,
sem Margrét sáði óspart á erilsamri
ævi sinni, liggja víða og munu spíra
og blómstra um ókomna tíð. Löngu-
mýrarskóli mun í framtíð njóta þess
heimilis- og friðaranda, sem Mar-
grét skapaði þar. Gleðin, ljúfljmdið
og nærvera Drottins myndaði ein-
ingu í lífí Margrétar og í heimilis-
brag Löngumýrar - og hefur nú
tengt okkur við eilífð Guðs. Þess
vegna getum við einnig verið glöð í
Drottni í sorginni.
Guð blessi' ástvinina, samstarfs-
fólkið - og minningu Margrétar.
Stína Gísladóttir, Blönduósi.
Brosið er horfið, hláturinn þagn-
aður. Oftar en ekki mætti hún
manni með bros á vör, vingjarnleg
og gestrisin, stutt í hláturinn og
gamansemina. Areiðanlega hafa
ekki allir dagar í lífi hennar verið
dans á rósum eða hún hafi vaknað til
þeirra með tilhlökkun. En vonina
átti hún, vonina, sem byggist á
rejmslu trúarinnar í samfélagi Guðs
í Jesú Kristi. I þeirri von er alltaf
hægt að líta upp og horfa fram á
veg.
Hún átti stórt hjarta, margir áttu
sér þar athvarf, ekki síst þeir, sem
minna máttu sín eða lifðu við and-
streymi. I henni áttu þeir tryggan
velgjörðarmann, sem lét verkin tala
í umhyggju, og þar var ekki verið að
sýnast eða ætlast til endurgjalds.
Umtalsbetri manneskju er vart að
finna og væri hallað á einhvern í
eyru hennar, eyddi hún því máli eða
tók upp hanskann fyrir viðkomandi.
Stóra hjartað hennar rúmaði
Löngumýri. Löngumýri er miklu
meira en staður, í rúmlega þrjátíu
ár hefur hún helgað hugsjóninni
Löngumýri krafta sína, hugsjón,
sem felst í því að vera farvegur fyrir
guðsi-íki inn í líf fólks í formi
fræðslu og þjónustu. Hún lagði allt
undir til þess að erindið góða mætti
hafa framgang og vann því að mikilli
trúfestu, ósíngirni og fórnfysi.
Verkefnið tók á sig nýjar mjmdir
við breyttar aðstæður og þarfir í
þjóðfélaginu og staðurinn varð æ
vistlegri og við hæfi.
Það eru margir sem hafa notið
þess á umliðnum árum að gista
Löngumýri um lengri eða skemmri
tíma í margvíslegum erindagjörð-
um, mér finnst maður jafnan hafi
farið þaðan betri en maður kom.
Löngumýri verður aldrei söm eftir
fráfall hennar.
Ég vil þakka Guði fyrir þjón hans
og verkfæri, Margréti Jónsdóttur,
þakka þá blessun, spm hún hefur
verið í lífi annari-a. Ég þakka fyrir
að hafa þekkt hana, starfað með
henni og fengið að njóta vináttu
hennar. Undir þetta tekur fjöl-
skylda mín, sem þakkar samvistir
við hana og tryggfyndi hennar í okk-
ar garð um áratuga skeið.
Við, ég og fjölskylda mín, vottum
systkinum hennar og ástvinum öll-
um samúð okkar. Minning Margrét-
ar er skráð í lífi margra.
Tómas Sveinsson.
Kærleikurinn er ávöxtur, sem
ævarandi blómstrar. Þessi gullkorn,
í lauslegri þýðingu, sá ég fyrir
nokkru skráð á stórt veggspjald af
móður Teresu í lítilli kapellu í
Manchester N.H.
Síðan mér barst fregnin um svip-
legt fráfall góðs vinar hafa orð móð-
ur Teresu sótt mjög á huga minn.
Sumarið 1973, örlagaárið í Eyj-
um, var hópi eldra fólks úr söfnuði
Landakirkju boðin dvöl á Löngu-
mýri í Skagafirði, og þangað var
haldið undir leiðsögn séra Karls
Sigurbjömssonar, sem þá hafði ver-
ið kallaður til þjónustu til okkar.
Meðan foreldrar mínir lifðu,
minntust þau oft á ferðina, en fyrst
og fremst á húsfreyjuna, Margréti,
sem um áratuga skeið hefur gert
garðinn víðfrægan. Vinátta foreldra
minna yfirfærðist á mig fyrir löngu,
og fyrir það mun ég ávallt verða
þakklátur af heilum hug. Síðasta