Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHJÁLMUR GÍSLASON Vilhjálmur Gíslason fæddist í Reykjavík 27. maí 1983. Hann lést á Landspítalanum 26. apríl siðastliðinn og fár útfor hans fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Elsku Villi frændi. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orð- um og þakka þér fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Pú varst alltaf svo Ijúfur og góður og bjart í kringum þig, þannig mun ég minn- ast þín. Pað er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma, en sagt er „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Villi minn, ég veit að það verður vel tekið á móti þér í þínu nýja lífí, þegar þú kemur svífandi með þína hlýju strauma og góða hjarta. Guð veri með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku Stína, Gísli, Anna og Sindri, Viili var heppinn að eignast ykkur sem fjölskyidu. Guð veri með ykkur um alla tíð. Ykkar frænka Jara. Mér verður hugsað til baka þegar þú varst yngri og rætt var um, að þú fengir að fara til sumardvalar að Reykjadal í Mosfells- sveit. Þá kom um- hyggja mömmu þinnar mjög skýrt fram. Hún bað mig að tala við nöfnu sína Kristínu Waage (sem á fjölfatl- aðan son sem hefur dvalið í Reykjadal) og athuga hvort við gæt- um ekki fengið að koma og skoða heimilið í Reykjadal, sem við gerðum. Pví hann Villi átti ekki að fara neitt nema það væri bú- ið að kanna málið til hlítar og að allt væri í fullkomnu standi. Sá dugnað- ur og sá kærleikur sem fjölskylda þín hefur sýnt þér er nokkuð sem við hin, sem eigum „heilbrigð" börn, getum lært mikið af. Síðustu ár hittumst við því miður sjaldan en mig langar til þess að þakka þér þau stuttu kynni sem við áttum. Ég veit að Kiddi móðurbróð- ir þinn tekur á móti þér og ykkur líður vel saman þar sem þið eruð núna. Elsku Stína mín, Gísli, Anna Ýr, Sindri Freyr, amma Stebba og Nonni afí og aðrir aðstandendur, al- góður Guð styrki ykkur í sorg og færi ykkur huggun á þessum erfíðu stundum. Guðrún Antonsdóttir. Þegar þú fæddist, frumburður foreldra þinna, var ég í þinni fjöl- skyldu, þar sem ég var gift móður- bróður þínum. Frumburðurinn var á leiðinni í heiminn og miklar vænt- ingar. Fljótlega eftir að þú fæddist var ljóst að eitthvað var að. Fötlun þín var mikil en þú varst einstakur, glaður, kátur en skapmikill og mjög duglegur í öllu þínu stríði. Það var mjög snjallt hjá þér að veija þér þessa frábæru foreldra. Seinna stækkaði fjölskyldan, og þú varst umvafinn kærleika systkina þinna, sem eru Anna Ýr og Sindri Freyr. Pau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þauberamestabirtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, semkveiktiástogyndi með öllum sem það kvaddi. Þó burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur> í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifsson.) t Elskuleg fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavfk, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 3. maí. Hilmar Viggósson, Auður Guðmundsdóttir, Gísli Viggósson, Kristín Guðmundsdóttir, Björn Viggósson, Hallveig Björnsdóttir, Sigrún V. Viggósdóttir, Ingi K. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL ÁRNASON, Sóltúni 6, Keflavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. maí. Dóróthea Friðriksdóttir, Edith María Meatows, Dóróthea Jónsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Elskulega móðir mín, amma og langamma, MARGRÉT JÓSEFSDÓTTIR, Álftamýri 52, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 28. apríl, veróur jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. mai kl. 13.30. Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ég vil þakka Villa fyrir samver- una, allar okkar góðu stundir saman bæði í Safamýrarskóla, Alfalandi og í Árlandi. Villi bræddi öll hjörtu í kringum sig hvar sem hann var, með sínu fallega brosi. Minningin um Villa mun lifa með mér um ókomin ár. Elsku Kristín og Gísli, Anna Ýr, Sindri, ömmur og afar, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Villa. María Hildiþórsdóttir. Það verða ekki allir þeirri gæfu aðnjótandi að fæðast heilbrigðir og hraustir og fá að vaxa úr grasi sem tápmiklir og fjörugir menn, en Villi varð hluti af okkar lífi vegna þess að hlutskipti hans varð annað. Huldar Orn sonur minn og Villi hafa búið saman á heimili fyrir fjölfótluð börn í Árlandi f Fossvogi síðastliðin fímm ár, og á sumardaginn fyrsta fyi'ir ári síðan fermdust þeir saman í Langholtskirkju. Það skilur það enginn sem ekki hefur reynt, hvað það er yndislegt að upplifa það að ferma barnið sitt, barn sem oft hef- ur ekki verið hugað líf. Við höfum þekkt Villa og hans fjölskyldu í gegnum gleði og sorg sem hefur tengt okkur slíkum til- finningaböndum að Villi er orðinn sem einn af okkar nánustu fjöl- skyldu. Það er því með miklum trega sem við kveðjum hann Villa okkar og felum hann Guði á vald. Huldar biður fyrir eftirfarandi kveðju: Vertu sæll, minn vinur, sem nú ert fjarri mér. Minn sanni kæri vinur, þú ert í huga mér. Nú ertu í Nangijala, og leiðin liggur þín til fagurra fjallasala, þar sem hugsar þú til mín. Þín álög eru brotin, þig fjötrar bindi ei meir. Því það eru ei endalokin, er líkami okkar deyr. Ég sé þig núna hlaupa, það er mín ein- Iæg trú, að einn dag munum hlaupa, saman ég og þú. Foreldrum Villa, Kristínu og Gísla, og systkinum, Önnu Ýri og Sindra Frey, vottum við okkar dýpstu samúð. Huldar Örn, Inga B. Árnadóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Birta Dögg. Elsku Villi minn. Þú hefur nú ákveðið að kveðja okkur og fá að hvílast. Líf þitt var ekki ýkja langt en á þessum stutta tíma náðir þú að gera þá sem þig þekktu svo ríka. Svo ríka af þeirri reynslu að fá að kynnast þér og læra af þér. Ég hitti þig fyrst, litli vinur, þeg- ar þú varst sjö ára snáði á Lyngási. Ég hafði aldrei kynnst fötluðum og fyrir mér var að opnast ný vídd. St- arfið á Lyngási var unnið af svo mikilli alúð og fagmennsku af frá- bæru fólki. Börnin þar sigruðu hverja baráttuna á fætur annarri. Ég, sem var nýútskrifuð úr mennta- skóla, var gjörsamlega heilluð af þessum nýja heimi. í þessari upp- götvun minni náðum við saman. Þú varst svo yndislega spekingslegur með fallegu gleraugun þín og íbygg- ið augnaráð. Þú tjáðir þig ekki með orðum en í staðinn með augunum og ég lagði mig alla fram við að læra þitt mál. Mér fannst svo gaman að fylgjast með samspili þínu við móð- ur þína sem skildi þig svo vel. Einnig var þroskaþjálfinn þinn, Helga Sigurjónsdóttii', svo næm á líðan þina og tilfinningar. Hún var svo tilbúin að aðstoða mig við að ná betur til þín. Samverustundir okkar voru frábærar. Við þeystum um á gömlum, gi'ænum bíl sem var að hruni kominn. Þú varst eins og kóngur í framsætinu, svo ánægðui' með lífið og tilveruna. Við voram sannkallaðir félagar, fórum saman á kaffihús, í heimsóknir og í göngu- ferðir. Það átti svo vel við þig að kanna ný umhverfi og öðlast reynslu. Samt fannst þér ekkert skemmtilegra en að koma heim til foreldra þinna og systkina. Þú vissir nákvæmlega þegar við keyrðum heim götuna þína. Þá kom glampi í augun þín og andlit þitt geislaði af ánægju. Ég hafði alltaf séð þig fyrir mér verða fullorðinn. Kannski var það óskhyggja eða bara mín tilfinning að þú værir eldri en við öll. Þú vissir svo margt sem við vissum ekki. Þú munt alltaf hafa áhrif á líf mitt svo og allra sem fengu að kynnast þér. Sofðu rótt. Þín vinkona Ásta. Nú breiðir nóttin blíða sinn blævæng undurþýða á liðna barnsins brjóst. En hátt á himinvegi það heilsar sól og degi, þar allt er milt og Ijúft og ljóst. Sem lágur lækjamiður, er líður kvöldsins friður um bjartan blómsturreit, - er kærleiks kveðjan hljóða, sem kallar drenginn góða í himinljómans hvítu sveit. (Guðmundur Guðmundsson.) Elsku Kristín, Gísli, Anna og Sindri. Við vottum ykkar okkar innilegustu samúð. Minningin lifir um ljúfan dreng. Guð geymi Villa. Starfsfólk Skammtíma- vistunar, Álfalandi. Fyrir nær ellefu árum var lítill fallegur snáði að hefja skólagöngu f Safamýi’arskóla, þá aðeins fimm ára. Hann var svolítið hræddur og óöruggur og hjúfraði sig upp að mömmu sinni í leit að trausti og ör- yggi og brosti svo sínu fallega brosi. Brosin hans Villa áttu oft eftir að ylja og gleðja okkur sem með hon- um störfuðum, en ég átti því láni að fagna að vera kennari Villa í mörg ár og vinna síðar með honum á heimili hans í Árlandinu. Villi var að eðlisfari einstaklega skapgóður og blíðlyndur þó að honum gæti að sjálfsögðu mislíkað. Hann hafði sér- staka persónutöfra og eignaðist marga aðdáendur og vini og var ég í þeirra hópi. Nú á þessari sorgarstundu birt- ast fallegu minningamar um hann Villa eins og myndir í huga mér. Ég minnist gleðinnar yfir fyrsta tákn- inu sem hann lærði, sundferðunum sem hann var svo hrifinn af, öllum spjallstundunum sem flestar voru um mömmu, pabba, Önnu og Sindra, en ef þau voru nefnd á nafn ljómaði andlit Villa af gleði. Óg- leymanleg eru hlátursköstin, en Villi gat hlegið svo smitandi og inni- lega að allir urðu að hlæja með. Ég sé líka Villa stóra bróður fyrir mér þar sem hann situr í sófanum heima í Fannafold og leggur arminn utan um Sindra litla bróður sinn, horfir stoltur á hann og brosir. Einnig sé ég fyrir mér svipinn á honum þar sem hann situr við hlið Önnu systur sinnar við píanóið og hlustar á hana spila. Það var innri gleði sem endur- speglaðist í andliti Villa, en hann hafði mjög gaman af að hlusta á tónlist. Ég sé Villa „töffara" fyrir mér sem elskaði að fara í jeppaferð- ir með pabba sínum, hlusta á hátt stillta popptónlist, setja á sig rakspíra og vera fíottur. Að sjálf- sögðu man ég líka erfiðu tímabilin, sem tengdust yfirleitt veikindum hans, en í þeim sýndi hann ótrúleg- an styrk og þrautseigju. Villi var svo lánsamur að eiga yndislega fjölskyldu sem skynjaði svo vel líðan hans og tjáningu. Oft fannt mér ótrúlegt að fylgjast með samskiptum Villa og Ki'istínar móð- ur hans og hvernig hún skildi og túlkaði nánast allt sem hann tjáði sig um. Ég fékk líka tækifæri til að fylgj- ast með hvernig foreldrar Villa ásamt nokkrum öðram foreldram fatlaðra bama börðust fyrir að byggt yi'ði heimili fyrir fjölfötluð börn í Reykjavík. Sú barátta varð löng og ströng, markið var sett hátt, aðeins það besta skyldi börnunum boðið upp á. Heimilið var opnað árið 1994 og ber það vitni um áhuga, metnað og dugnað foreldranna. Mér er afar minnisstætt fyrsta kvöldið sem börnin dvöldu þar. Þá komu foreldrar og fjölskyldur barnanna og áttu saman yndislega kvöldstund sem einkenndist af samstöðu, hlýju og vináttu. Nú er skarð fyrir skildi í þessum samhenta hópi en ég veit að þau munu standa saman, styðja og styrkja hvert annað eins og þau hafa gert hingað til. Að leiðarlokum kveð ég Vilhjálm Gíslason með virðingu og þakklæti í huga. Þakklæti fyrir allar góðu samverastundirnar okkar, það traust og vináttu sem hann sýndi mér alla tíð og allt sem hann og fjöl- skylda hans hafa kennt mér. Elsku Kristfn, Gísli, Anna, Sindri og fjölskyldan öll. Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur og styðja um ókomna tíð. Guðrún Stefánsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN STEINÓLFSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 7. maí kl. 15.00. Sigríður Erla Þorláksdóttir, Erla María Kjartansdóttir, Jóhanna Guðrún Kjartansdóttir, Þórir Kjartansson, Birgir Kjartansson, Þorlákur Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Brynjar Örn Bragason, Unnur Sveinsdóttir, Arnþrúður G. Björnsdóttir, Anna María Pétursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Melstað í Miðfirði, verður jarðsett á Melstað föstudaginn 7. maíkl. 14.00. Kveðjuathöfn verður frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 15.00. Guðni Þór Ólafsson, Ólafur Teitur Guðnason, Engilbjört Auðunsdóttir, Pétur Rúnar Guðnason, Árni Þorlákur Guðnason, Lilja írena Guðnadóttir, Eysteinn Guðni Guðnason, Sólrún Dögg Árnadóttir, Ágúst Frímann Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.