Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Endalok Norður- Mjoddar sem úti- vistarsvæði? í MBL. 16. apríl sl. var frétt, þar sem fyr- irsögn hennar hljóðaði svo: Agreiningur í skipulags- og umferð- amefnd og í borgar- ráði. Nýtt deiliskipu- lag samþykkt fyrir j, Norður-Mjódd. Með þessari sam- þykkt hefur núverandi meirihluti borgar- stjórnar sýnt sitt rétta andlit. Ekki veit ég betur en vinstri íylk- ingin þykist vilja hafa sem mest af opnum, grænum svæðum í borgum og bæjum. En hverjar hafa efndirnar verið hér á höfuðborgarsvæðinu? Um brigður þeirra efnda vitna mörg dæmi frá því nýr meirihluti myndaðist undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur fyrir fimm árum. Hvað er svo að gerast í Norður- -* Mjóddinni og í næsta nágrenni hennar og hverjar verða afleiðing- ar þessa gerræðis gagnvart okkur, sem settumst að austan við Stekkj- arbakkann í árdaga byggðar í Breiðholti? Auðvitað skeytir meiri- hlutinn hvorki um skömm né heið- ur og þá allra sízt, þegar hygla þarf pólitískum samherjum og vildar- vinum, svo sem hér mun hafa orðið raunin á. Þeir vinstri menn ættu manna sízt að tala um óheilindi og klíkuskap annarra, þegar þeir æ ^ ofan í æ gera sig bera að sams kon- ar framferði og þeir væna aðra um, en því miður á stundum með réttu. Þetta höfum við, óbreyttir borgar- ar, oft orðið að þola. Þá eru auðsæjar rangfærslur í bókun meirihlutans, þar sem hann er að reyna að klóra yfir gerðir sínar gagnvart Breiðhyltingum. Þar segir m. a., „verulega hafi ver- ið komið til móts við íbúa í næsta nágrenni, m.a. með samráði á ótal fundum". Þetta eru helber ósann- indi. Að vísu mun hafa verið hald- inn einn fundur, sem ég komst ekki á sökum fjarveru úr borginni, en samráð hefur aldrei verið haft við okkur að fyrra bragði í einni * eða annarri mynd. Hins vegar komum við tvívegis nokkur saman til þess að skoða grenndarkynn- ingu í húsakynnum Skipulagsins í Borgartúni, þar sem arkitekt borgarinnar var viðstaddur, en það var ekki fundur í venjulegum skilningi þess orðs. Og við fengum aldrei þann fund með skipulags- stjóra borgarinnar, sem við fórum sérstaklega fram á. Eins voru þau Guðrún Agústsdóttir og Aifreð Þorsteinsson beðin um að koma á sérstök fundum með íbúum hverf- isins, en það bar ekki heldur ár- angur. Hér er því verulega hallað réttu máli til þess eins að láta líta 'j, svo út sem allt hafi verið gert í fullu samráði við íbúa Breiðholts. Slíkt samráð var aldrei haft við okkur. Minnihluti borgarstjórnar, þ.e. sjálfstæðismenn, greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Bentu þeir réttilega á, að „nauðsynlegt sé að hafa samráð við íbúana til þess að samkomulag og sátt geti ríkt um svæðið í næsta nágrenni við gróið íbúðarhverfi“. Þetta er einmitt kjarni málsins. Það þarf að ríkja eining um allt skipulag, ef vel á að ^ fara, og þá um leið að taka tillit til áðurgefinna loforða og óska þeirra borgarbúa, sem eiga að búa við skipulagið. Því miður hefur hér illa tekizt til og ómaklega. Eg neita því aftur á móti ekki, að fyrri meirihluti borgarstjórnar reyndist okkur engu betri í raun en núver- andi meirihluti. Eins og allir vita, ■Jvar Norður-Mjóddin óræktarmói Jón Aðalsteinn Jónsson allan stjórnartíma þeirra, þegar skóla- garðarnir eru undan- skildir. Vissulega ber að þakka þann stuðn- ing, sem sjálfstæðis- menn veittu okkur núna, en það var held- ur seint í rassinn grip- ið, þegar ekki var heldur við menn að eiga. Um ýmis þau áform, sem meirihlutinn læt- ur skína í og eiga sennilega að sýna, hversu góðir þeir eru og tillitssamir gagn- vart íbúum hverfisins, má margt segja. í tillögu þeirra segir m.a. svo: „Lagt er til að lóðarhafí garða- miðstöðvarinnar annist gróður- setningu og umhirðu svæðisins í samvinnu við garðyrkjustjóra. Þá er lagt til, „að nýtingarhlutfall svæðisins verði lágt og yfirbragð þess grænt! Sko til, þeir hafa þá ekki alveg gleymt græna litnum! Þá segir þar, að svæðið henti „afar vel garðamiðstöð, sem væri í senn verslun og útivistarsvæði". Allt lít- ur þetta vel út á yfirborðinu, en þegar gi-annt er skoðað, er þetta sett fram til þess eins að villa um fyrir mönnum. Vitaskuld ræður sá, sem rekur Gróðui’vörur sf., þessu svæði, sem verður hreint athafna- svæði fyrirtækis hans. Er engan veginn víst, að hann eða þeir, sem munu reka fyrirtækið, kæri sig um óþaifa umferð um svæðið, sízt af öllu af okkur, sem boðið var í upp- hafi upp á að njóta þar sólar og yls á sumarkvöldum í vinalegu og ró- legu umhverfi. Þeir háu herrar, sem hér hafa látið sig hafa það að svíkja öll þau fyrirheit, sem borgin og skipulagið gaf okkur fyrir þijátíu árum, minn- ast ekki á eitt atriði og að mörgu leyti hið veigamesta. Það er sá um- ferðarþungi, sem fylgir þessu breytta skipulagi og kemur fyrst og fremst niður á okkur, sem búum næst Stekkjarbakka. Að vísu er talað um það, að umferðin eigi að færast yfir á götu, sem kæmi vest- an við Norður-Mjóddina. Ég bið engan afsökunar á því af fenginni biturri reynslu, að ég efast um lagningu þessarar götu, þegar á reynir. Hitt er og víst, að hún kæmi ekki heldur fyrr en einhvern tíma á næstu öld. A meðan verðum við að búa við alla þá umferð og öll þau óþægindi, sem fylgja munu þeim framkvæmdum, sem hefjast tiúlega á þessu sumri. Auðvitað verður svo framvegis mikil umferð með alls konar varning, sem heyrir garðyrkju og sveitabúskap til. Þessu fylgir svo mikill þungaflutn- ingur, því að mér skilst, að stjórn- endur fyrirtækisins ætli að auka til Skipulagsmál Það þarf að ríkja eining um allt skipulag, segir Jón Aðalsteinn Jóns- son, og þá um leið að taka tillit til áðurgef- inna loforða og óska þeirra sem eiga að búa við skipulagið. muna umsvif sín á nýjum stað. Þá má og ekki heldur gleyma því, að viðskiptavinir koma akandi víðs vegar að og jafnvel utan af land inn á þetta svæði. Dæmi frá Blómavali við Sigtún eru lýsandi í þessum efnum. Ég hef áður minnzt á það, að íbúar þar í næsta nágrenni munu ekki hressir yfir því ónæði, sem þeir verða fyi'ir. Nú eru afleiðingar þessara svika við frumbyggja Stekkja- hverfis að koma í ljós. Ibúar í húsi neðst við Gilsárstekk, sem þar hafa búið frá upphafi, hafa í hyggju að flytjast burtu og leita sér að rólegri stað en hér verður eftir fáein ár. Hef ég vissu fyrir því, að snar þáttur í þeirri ráða- gerð er samþykktin um breytta nýtingu Norður-Mjóddar ásamt öllu því ónæði, sem henni fylgir. Eins mun ungt fólk, einnig neðst við sama stekk, sem keypti þar hús fyrir fáum árum, hafa ákveðið að koma sér sem allra fyrst burt aftur. Það fólk, sem hér um ræðir, er allt á góðum aldri og getur því væntanlega átt mörg ár framund- an á kyrrlátari stað en verður við hliðina á Gróðurvörum sf. og Staldrinu. Um þessi atriði hirðir borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu ekki, þegar hygla þarf gæðingum hans. Höfundur er fv. Orðabókarstjóri. Umhverfísmálin og kjörklefinn I KOSNINGUNUM næsta laugardag er mikið undir því komið að Vinstrihreyfingin - grænt framboð fái góða kosningu og trausta sveit fulltrúa af p-lista inn á Aiþing. A vett- vangi félagsmála og jafnaðar bjóðum við upp á kjölfestu. Efling byggðanna er meðal kjörorða okkar. Oháð Island utan bandalaga stórvelda og hemaðar er sýn okkar í sam- skiptum út á við. A sviði umhverfismála er- um við aflið sem koma skal. Stöðvum stóriðjukapphlaupið U-listinn er eina framboðið sem lyftir umhverfismálum svo um munar í stefnu sinni og samþættir þau öðrum þjóðmálum. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð telur algjört óráð að binda meiri orku en orðið er í mengandi málmbræðsl- Hjörleifur Guttormsson um. Með því að stöðva sig nú af gefst ráðrúm til að móta sjálfbæra orkustefnu með víð- tæka verndun hálend- isins og framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar að markmiði. Jafn- framt er haldið svig- rúmi fyrir framleiðslu á vistvænni orku í stað jarðefnaelds- neytis. Með fram- kvæmd slíkrar stefnu eiga Islendingar auð- velt með að axla al- þjóðlegar skuldbind- ingar loftslagssamn- ingsins og staðfesta Kyótó-bókunina. Verndum hafið gegn mengun Verndun lífrænna auðlinda lands og sjávar fyrir mengun og ofnýt- ingu er ekki síður mikilvæg en skynsamleg orkustefna. Efla þarf hafrannsóknir til mikilla muna þannig að unnt verði að stýra nýt- ingu fiskistofnanna af langtum Er maðurinn ef til vill í rangri auglýsingu? RÍKISSTJÓRNIN hefur gumað mjög af því að hún hafi bætt kjör launafólks með því að lækka skatta og vísar hún til þeirrar ákvörðunar að lækka skattprósentuna úr 41,88% með 5% há- tekjuskatti í 38,34% með 7% hátekjuskatti. Vissulega er alltaf álitamál hvort skatta- lækkanir raunverulega gagnast almenningi sem kjarabætur. Það gera þær sannarlega ekki ef þær leiða til niðurskurðar á þjón- ustu og leiða af sér hækkun á gjöldum sem einstaklingarnir þurfa að greiða beint. Skattalækk- anir geta því leitt til kjarai'ýrnun- ar þegar upp er staðið. En látum það liggja á milli hluta að svo stöddu og staðnæmumst við þá fullyrðingu ríkisstjórnarinnar að hún hafi aukið kaupmátt launa- fólks, verkamannsins sem hallar sér ánægður fram á skófluna í heilsíðuauglýsingu Sjálfstæðis- flokksins fyrir fáeinum dögum. Undir myndinni er fullyrt að laun erfiðis hans séu meiri en áður, enda hafi skattar lækkað um fjög- ur prósentustig. Skattalækkanir og skattleysismörk Nú er það svo að skattleysis- mörkin hafa ekki fylgt launaþróun í langan tíma og ættu að vera um 85 þúsund krónur en ekki 60 þús- und. En ef aðeins er litið skammt aftur í tímann, til upphafs þessa kjörtímabils, og skattleysismörk látin fylgja launaþróun frá þeim tíma, þá kemur í ljós að þau ættu að vera rúmar 70 þúsund krónur eða 10 þúsund krónum hærri en þau eru nú. Fram á þetta er sýnt í nýlegum útreikningum hagfræð- inga ASI og BSRB, en skattahóp- ar þessara samtaka hafa rannsak- að áhrif skattkerfisbreytinga und- anfarinna ára og rætt valkosti til úrbóta. I sambandi við þessa út- reikninga er athyglisvert að skoða samspil skattalækkana og fryst- ingar á skattleysis- mörkum. Þá kemur í ljós að nýju fötin þeirra íslensku keis- ara sem nú stæra sig af kjarabótum í formi skattalækkana voru ekki efnismeiri en greindi frá í ævintýri H.C. Andersen um klæðalausa keisarann. Vitnað í skýrslu hag- fræðinga ASÍ og BSRB I skýrslu fyi-r- nefndra hagfræðinga segir: ef skattleys- ismörk hefðu fylgt þróun dagvinnulauna frá nóvem- ber 1995 til nóvember 1998 og tekjuskattshlutfallið haldist óbreytt væri meðalskattbyrði ein- staklinga með tekjur undir 180.000 kr. á mánuði lægri en meðalskatt- Kosningar Nú er spurningin þessi, segir Ögmundur Jdn- asson: Hverjar eru mánaðartekjur verka- mannsins í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins? byrðin er í dag, þrátt fyrir að skattprósentan væri fjórum pró- sentustigum hærri. Þessu er öfugt farið með þá einstaklinga sem eru með hærri mánaðartekjur en 180.000 kr.“ Nú er spurningin þessi: Hverjar era mánaðartekjur vei'kamannsins í auglýsingu Sjálf- stæðisflokksins? Ef þær era yfir 180.000 kr. kann hann að hafa hagnast á skattbreytingunni. Ef þær era hins vegar lægri eins og hjá þorra launafólks þá hefur hann tapað. Þá er líka ljóst orðið að hann hefur hafnað í rangri auglýs- ingu. Höfundur er efsti muður á U-Iista Vinstrihreyfingarinnar - græns framhoðs. Ögmundur Jónasson Kosningar / / Oháð Island utan bandalaga stórvelda og hernaðar, segir Hjör- leifur Guttormsson, er sýn okkar í sam- skiptum út á við. betri þekkingu og yfirsýn en hing- að til. Verndun hafsvæða norður- slóða fyrir mengun er líklega stærsta hagsmunamál íslendinga til lengri tíma litið. Þar stafar okk- ur ógn af aðborinni mengun af geislavirkum efnum og þrávirkum lífrænum efnum. U-listinn leggur ríka áherslu á öfluga þátttöku ís- lendinga í gerð alþjóðlegra bind- andi samninga sem banni losun slíkra efna. I því sambandi getum við ekki hagað okkur eins og í sjálfsafgreiðslu líkt og núverandi ríkisstjórn hefur leyft sér að gera. Gróður- og jarðvegsvernd Litið til landsins er verndun jarðvegs og gróðurs stóra við- fangsefnið. Einnig á því sviði hafa stjómvöld verið eins og svefn- genglar. Við búum við allsendis úr- elta löggjöf frá 1965 á þessu sviði. Þrátt fyrir marggefin loforð um nýja gróðurverndarlöggjöf hefur ekkert komið frá landbúnaðarráðu- neytinu um það efni. Fjölmargir bændur hafa fullan skilning á þörf- inni fyrir bætta stjómun beitar- mála og hlífð við ofnýtta haga. En auðvitað verður löggjafinn að vinna sitt verk og stilla saman strengi. Brýnt er jafnframt að vistfræðileg- ar aðferðir séu í heiðri hafðar við landgi-æðslu og endurheimt land- gæða. A þessu sviði eins og öðrum ber að vinna með náttúrunni en ekki á móti lögmálum hennar. Al- þjóðasamningurinn um verndun líffræðilegrar fjölbreytni má ekki verða dauður bókstafur eins og hingað til. U-listann fyrir umhverfíð Umhverfismálin þurfa að fá hér hliðstætt vægi og efnahagsmál, bæði í vitund þjóðarinnar og á vett- vangi stjórnmálanna. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð hefur með stefnu sinni lyft merki sem áður var falið. Nú biðjum við um stuðn- ing og afl til að geta haldið því á lofti ásamt kröfunni um jöfnuð og sanngirni í samskiptum manna. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.