Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs Öumdeilanleg sérstaða í ut- anríkismálum „VIÐ höfum óumdeilanlega sér- stöðu í utanríkismálum, bæði vegna þein-a áherslna sem við höfum og líka vegna þess að við þorum að segja það skýrt og skorinort fyrir hvað við stöndum,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, á stjórnmálafundi í Olafsfírði í fyrrakvöld. „Við erum á móti erlendum her, við erum á móti aðild að hernaðar- bandalögum, við viljum standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinn- ar og erum ekki í vafa um að okkur er betur borgið utan Evrópusam- bandsins en innan þess. Pað liggur í öllum aðalatriðum fyrir hvað er fólgið í aðild að Evrópusambandinu og það eru engar líkur á að það breytist neitt. Mér þykir ekki lík- legt að stækkandi Evrópusamband fari að breyta grundvallarsáttmál- um sínum og leikreglum í stórum stíl til þess að ná inn þessu stórveldi íslandi, úr því það hefur ekki verið gert hingað til fyrir aðra,“ sagði Steingrímur og taldi umræðuna um Evrópusambandið á verulegum villigötum. Steingrímur sagði jafnframt að skýr afstaða Vinstrihreyfingarinnar í utanríkismálum gerði það að verk- um að menn væru ekki í neinum vandræðum með að taka afstöðu til mála sem kæmu upp, eins og loft- árásanna á Júgóslavíu. „Við höfum mótmælt þeim og teljum að þetta sé ekki rétta aðferðin í samskiptum þjóða. Sífellt fleiri eru að gera sér grein fyrir því að þama er að eiga sér stað harmleikur, þar sem loft- árásir og þessi mislukkaða árásar- stefna Nató hefur gert ástandið illt verra.“ Albright, Cook eða Halldór Ásgrímsson Steingn'mur sagði það líka tíð- indi, að íslenskir ráðamenn sem hingað til hafí druslast með, eins og hann orðaði það, þegar hlutir sem Morgii nbl að i ð/Kristj án STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og frambjóðandi í Norðurlandskjördæmi eystra á stjórnmála- fundi í Olafsfirði. Með honum á fundinum voru frambjóð- endurnir Valgerður Jónsdóttir og heimamaðurinn Björn Þór Ólafsson. þessir gerðust, létu sér það ekki nægja lengur. „Nú eru þeir tímar uppi að íslenski utanríkisráðheiT- ann og forsætisráðherrann einnig, eru einhverjir áköfustu stuðnings- menn þessara aðgerða og varnar- menn þessara aðgerða sem fyrir- finnast í vestrænum stjórnmálum. Það má ekki á milli sjá hvert þeirra er ákafast í að sprengja þegar vel viðrar, Madeline Albright, Robin Cook eða Halldór Ásgi-ímsson. Ég hef orðið var við það víða þar sem ég hef komið að þetta ofbýður fólki. Og ég spái því að Vinstrihreyfingin - grænt framboð með sínum áhersl- um í þessum efnum og því andófi sem við höfum haldið uppi, eigi meiri stuðning í þessu máli en nokkurn óraði fyrir.“ Fasteignaskattar gætu lækkað um tugi þúsunda Patreksfirði-Fjölmenni sótti fund Davíðs Oddssonar í Félagsheimilinu á Patreksfirði 3. maí sl. Fjörugar umræður urðu á fundinum. Um margt var rætt en það sem stóð helst upp úr var umræðan um byggðamál og skattamál. Kom fram í máli forsætisráðherra að ef fylgt væri eftir tillögum Samfylk- ingar í skattamálum þýddi það gríðarlega skuldaaukningu ríkis- sjóðs og aukna verðbólgu. Forsæt- isráðherra skýrði frá stefnu Sjálf- stæðisflokksins í byggðamálum. m.a. hét hann því að skoðuð yrði lækkun fasteignaskatta á íbúðar- húsnæði á landsbyggðinni til sam- ræmis við raunverð fasteigna úti á landi. Þetta sagði forsætisráðherra geta þýtt tugþúsunda króna lækkun á þessum skatti árlega til handa ein- staklingum, og væri í raun réttlæt- ismál. Þá kom hann inn á slæma fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, þeirra á meðal Vesturbyggðar og vilja ríkisstjórnar til að aðstoða þessi sveitarfélög við að komast á réttan kjöl. Einnig varð honum tíðrætt um mikilvægi á lækkun orkukostnaðar, bættar samgöngur og jöfnun að- stöðu til framhaldsnáms. Morgunblaðið/Ingibjörg Guðmundsdóttir HANN var þétt skipaður bekkurinn á Patreksfirði í fyrrakvöld á opn- um fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. DAGBOK Framsóknarflokkurinn Ólöf Giiðný á Hótel ísafirði • ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins á Vestfjörð- um, verður með opinn fund á Hótel ísafirði í kvöld kl. 20.30. Sjálfstæðisflokkurinn Geir H. Haarde í Víkurröst • HÁDEGISFUNDUR verður hald- inn í Víkurröst á Dalvík kl. 12 í dag. Á fundinum verða Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. Akure.yri Tómas Ingi í Kaupangi • SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efn- ir til fundar með eldri borgurum í Kaupangi á Akureyri í dag kl. 12. Tómas Ingi Olrich, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, kynnir stefnumál Sjálfstæðisflokksins og situr fyrir svörum. Sjálfstæðismenn í Bolungarvík Skemmtun á kosninga- skrifstofu • SJÁLFSTÆÐISMENN í Bolungar- vík halda framboðsskemmtun á kosningaskrifstofu sjálfstæðis- manna, Aðalstræti 9, kl. 20.30 j kvöld. Frambjóðendur fiytja ávörp og bolvíski dúettinn Prívat og per- sónulegt skemmtir. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. íslandspóstur Minnir á utankjörfund- aratkvæði • ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem minnt er á að póstleggja þarf ut- ankjörstaðaratkvæði í síðasta lagi í dag, mióvikudaginn 5. maí, til þess að öruggt sé að atkvæðid berist fyrir alþingiskosningarnar 8. maí nk. Hugmyndir veiðistjóra um veiðieftirlit og eftirlitsferðir um landið Kostaði eina milljón króna á ári VEIÐISTJÓRI, sem sagt hefur að veiðieftirlit sé í molum hérlendis miðað við eftirlit í öðrum Evrópulöndum, segir að á borði sínu séu hug- myndir að gagnvirku veiðieftirliti í samstarfi við lögreglustjóraembætti víðs vegar um landið, sem myndi kosta um eina milljón á ári. Fjár- magni sé hins vegar ekki til að dreifa til að ráð- ast í verkefnið. Samkvæmt hugmynd veiðistjóra kæmi féð, sem veiðieftirlitið myndi kosta, frá hinu opin- bera sem fjárveiting til veiðistjóraembættisins og í framhaldinu hefði veiðistjóri samband við lögreglustjóraembætti í hverju umdæmi fyrir sig með frekara samstarf í huga. „Veiðistjóri legði til bíl embættisins og starfs- manns og iögreglan myndi leggja slíkt á móti. Veiðistjóri greiddi síðan yfii’vinnu lögreglu- manns og allan kostnað sem af hlytist fyrir við- komandi lögregluembætti,“ segir Áki Armann. Eftirlitsferðir með skömmuin fyrirvara Gert yrði ráð fyrir að farið yrði í eftirlitsferðir með skömmum fyrirvara og þess gætt að eftir- litsferðimar spyrðust ekki út og einnig yrði farið eftir ábendingum um ólöglega veiðimennsku, en veiðistjóraembættinu berast jafnan fjölmargar ábendingar um akstur utan vega og annars kon- ar háttsemi sem gæti bent til ólöglegra veiða. Að sögn Áka Ármanns berast embættinu ít- rekaðar kvartanir um t.d. akstur utan vega á Oxarfjarðarheiði, vorveiði í Húnavatnssýslum og á Suðurlandi auk ólöglegrar hreindýraveiði. „Nú er til að mynda mikil sala á skotum í verslunum á Akureyri og á grundvelli slíkra fregna væri gild ástæða til að fara í eftirlitsferð- ir um þekkta veiðistaði í nágrenni Akureyrar. Einnig væri unnt að fara í eftirlitsferðir á hrein- dýraslóðir á hreindýraveiðitímanum. Ég tel að nægjanlegt sé að stunda eftirlit í hverjum lands- fjórðungi einu sinni á ári, en áhrifaríkast er að stunda eftirlitið á tveim bflum þar sem aka má tvær eða fleiri leiðir upp á margar heiðar þar sem skotveiðar eru stundaðar og mætast þar á miðri leið til að koma í veg fyrir „smölun“ ólög- legra veiðimanna út af heiðunum, þannig að það náist til allra.“ Veiðieftirlitið myndi að sögn veiðistjóra ekki eingöngu miðast við ólöglegar vorveiðar heldur einnig haustveiðar á löglegum veiðitíma, en þá yrði sjónum einkum beint að réttindum veiði- manna, þ.e. skotvopnaleyfi og veiðiheimildum. Skotveiðimenn innan raða lögreglunnar Áki Armann segir að meðal lögreglustjóra- embætta ríki almennur áhugi á auknu eftirliti, en víða séu hendur þeirra bundnar vegna fjárskorts. Lögreglumenn séu þá oft skotveiðimenn sjálfir í frístundum og þekki skotveiðiíþróttina af eigin raun og haíi því enn meiri áhuga á að halda uppi lögum sem gildi um veiðamar. „Þótt segja megi að veiðieftirlit almennt sé í molum eru samt nokkur lögregluembætti sem leggja í nokkurt eftirlit," segir Áki Ármann. Veiðistjóri leggur jafnframt áherslu á að ár- vekni almennings skipti sköpum fyrir veiðieftir- lit eins og því er sniðinn stakkurinn nú um stundir. Æskilegt að hafa útsendara frá fuglaverndarfélaginu Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fugla- verndarfélags íslands, segir það heldur ekki of- mælt að árvekni almennings skipti höfuðmáli við eftirlit lögreglunnar og því beri að fagna. „Þótt það væri æskilegt að hafa útsendara á vegum félagsins til að fylgjast með veiðiþjófum þá er það ógjörningur, þar sem félagið hefur ekkert bolmagn tii að halda úti slíkri starfsemi. Við höfum aftur á móti heimildarmenn víða og við kærðum til dæmis álftadráp í haust í Þykkvabæ eftir ábendingu heimildarmanns þar. Ábendingar berast gjarnan of seint og best er að geta gripið menn og það tókst fyrir norðan um síðustu helgi,“ segir Jóhann Óli. í ályktun Fuglaverndarfélagsins um ólögleg- ar fuglaveiðar segir að gæsaveiðar að vori séu algerlega siðlausar og auk þess lagabrot. Gæs- irnar séu nú að jafna sig eftir farflugið, helsingi og blesgæs þurfi einnig að safna forða fyrir far- flug til Grænlands. Stofnar þessara tegunda séu litlir og þoli allra síst vorveiðar. Vorið er viðkvæmur tími hjá fuglum „Vorið er miklu viðkvæmari tími en haustið hjá varpfuglum og umferðarfuglum á íslandi. Á vorin hafa fugiarnir miklu styttri tíma til að ná sér í æti fyrir varp eða áframhaldandi flug, en á haustin er mun rýmra um fuglana á allan hátt og ekki nándar nærri eins mikill þrýstingur á þá að safna forða á sem skemmstum tíma og á vorin.“ Jóhann Óli segir að vorveiðar á gæs hafi enn- fremur mjög truflandi áhrif á fjölmargar aðrar fuglategundir, sem lifa í nágrenni skotstaða og eiga síst von á skothvellum og skyndilegri um- ferð í upphafi varptímans og jafnvel séu alfrið- aðir fuglar skotnir eins og tjaldur og lómur. Refsingar of vægar „Refsingar fyrir brot á fuglaveiðum og fugla- friðun hafa verið of vægar. Menn hafa verið svipth- byssuleyfi í eitt ár og fengið smásekt. Það þarf að hrella menn sem standa í þessu miklu meira. Ég veit hins vegar að lögin veita svigrúm til þyngri refsinga en eftir stendur að menn sem stunda vorveiðar og óiöglegar veiðar taka litla áhættu með athæfi sínu. Ennfremur er það mín skoðun að áhugi lögreglunnar á veiðibrotum sé mismikill, en löggæslan er víða í lágmarki því hún er störfum hlaðin og hefur lít- inn tíma í eftirlitsferðir. Fámennið hér á landi og kunningsskapur veiðimanna og lögreglu hef- ur einnig verið til trafala við afgi-eiðslu þessara mála,“ segir Jóhann Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.