Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 79
MORGUNB LAÐIÐ ______________________________________MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 79 BRÉF TIL BLAÐSINS ; ! i I ! Einfaldara bóta- og slcattkerfi Kosningafundir í Reykjavík í dag kl. 17.30 mun Pétur Blöndal þingmaður flytja erindi í Kosningamiöstöðinni, Skipholti 19. Friðelskandi þjóð? Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Frá Herdísi M. Hubner: Ó, BLESSUÐ vertu sumarsól, syngjum við íslendingar hátt og í hljóði þessa dagana. Og vissulega eru þessir sólargeislar velkomnir, þeir verma ekki einungis að utan, heldur skína þeir inn í sálina og lýsa hana upp og þíða burt klak- ann. Mannlífið breytist, fólk verð- ur upplitsdjarfara, glaðara og við- mótsþýðara en ella. En hætt er við að ekki hafi sólarblíðan alls staðar sömu áhrif. Það er sama sólin sem skín á Islandi og Júgóslavíu. Mér varð á að hugsa á dögunum, þegar blíðan var hvað mest, að nú myndi viðra vel til loftárása hér - eins gott að yfirmenn Nató frétti ekki af þessu góðviðri! Ég er hrædd um að slík veðurblíða kalli ekki fram jafn mikla gleði í sálinni alls stað- ar. Ráðagóðir menn Það voru einu sinni tveir karlar sem hétu Vilhjálmur og Anton. Prændur Bakkabræðra, held ég alveg örugglega. Þeir vöknuðu við það eina nóttina, að upp var kom- inn eldur í húsi nágranna þeirra. Þeir reyndu hvað þeir gátu að slökkva eldinn, blésu á hann, skvettu á hann hinu og þessu, en ekkert dugði. Eldurinn hopaði of- urlítið, en magnaðist strax aftur, og þeir réðu ekki neitt við neitt. Þá hugkvæmdist þeim að sækja bens- ínbrúsa og helltu úr honum yfir bálið. Það þarf ekki að orðlengja það, húsið fuðraði upp og brann til ösku. Þeir náðu þó að forða sér og sem þeir stóðu yfir rústunum, spurði öskureiður nágranninn, hvernig þeim hefði eiginlega dottið þessi ósköp í hug. „Nú, hvað áttum við að gera? Ekki gátum við bara horft á húsið brenna!“ svöraðu þeir hneykslaðir. Mér finnst Nató vera núna í hlutverki þeirra kumpána, þar svara menn allri gagnrýni á loft- árásirnar með þvi að segja: „Hvað áttum við að gera? Ekki gátum við bara horft á ofsóknir Milosevic á hendur Kosovo-AIbönum!“ Eg tek reyndar fréttafiutning af þessum ósköpum með fyiii’vara, en mér hefur þó skilist að ofsóknir á hend- ur þessu fólki hafi margfaldast eft- ii’ að loftárásirnar hófust, svo að ráðin þeirra hafa dugað álíka vel og slökkvistarfið þeirra kumpána Vilhjálms og Antons. Yið erurn ábyrg Og við eram ábyrg, þessi litla þjóð sem þykist vera svo friðelsk- andi. Halldór Asgiimsson segir að við séum nú ekki beinir þátttak- endur, eins og það firri okkur ábyrgð. Hann stærir sig þó af því í Mogganum, eftir veisluhöldin hjá Nató á dögunum, að litlar þjóðir geti haft heilmikil áhrif. Mér finnst það gjörsamlega óþolandi og óverjandi að íslenska ríkisstjórnin skuli hafa dregið okkur inn í þenn- an hrylling. Mér finnst það líka al- veg gjörsamlega óskiljanlegt að 60% þessarar „friðelskandi" þjóð- ar skuli styðja þátttöku íslendinga í því að leggja Júgóslavíu í rúst og drepa þar fjölda saklausra manna. Svo tökum við á móti flóttafólki frá Kosovo, beram það á höndum okk- ar eins og sjálfsagt er, sýnum það svo í sjónvarpinu og segjum: „Sjá- ið hvað við erum góðhjörtuð þjóð!“ Það er nú meira hvað þetta er góð- hjörtuð þjóð, drepur fólk með annarri hendi og bjargar því með hinni, ja svei! Bandaríkjaforseti hélt afar hjartnæma ræðu á dögunum, að gefnu hryllilegu tilefni, þegar tveir sturlaðir unglingar myrtu hóp af skólafélögum sínum. Hann fjallaði klökkum rómi um að það þyrfti að kenna ungmennum landsins að leysa ágreining sinn án ofbeldis, og að ofbeldi gæti ekki leitt til góðs, o.s.frv. Afskaplega falleg ræða, en manni verður á að velta því fyrir sér hvort hann hafi heyrt hana sjálfur? Honum veitti að minnsta kosti ekki af því að heyra slíka ræðu og taka hana til sín. Ég dreg enga dul á það að ég er og hef alltaf verið andvíg vera ís- lands í Nató. Það er samt búið að tönnlast svo á því á undanförnum árum, að það sé úrelt skoðun og hallærisleg, að ég var næstum far- in að tráa því sjálf. Enda vissu þeir það, Hitler og félagar hans og margir hafa nýtt sér það fleiri, að ef sama lygin er sögð nógu oft, þá fer fólk að trúa henni. En þegar Islendingar vora skyndilega, vegna vera sinnar í Nató, orðnir blóðugir upp að öxlum í styrjöld við Júgóslavíu, þá var mér nóg boðið. Skítt með hversu hallæris- legt það er, ég hef þá ekki úr háum söðli að detta, _hvort eð er: (af öll- um kröftum): Island úr Nató, her- inn burt! HERDÍS M. HUBNER, gunnskólakennai-i, Sundstræti 19, Isafii-ði. Þjóðarsáttin Gylliboð Björgvini Agli Arngrímssyni: NÚ FER sá tími í hönd þegar al- þingismenn brotna niður. Dóm- gi-eind þeirra og kjarkur brestur. Þeir grafa upp svikin kosningalof- orð, færa þau í klæðin ný og bera á borð fyrir kjósendur. Þetta ágerist eftir því sem nær dregur kosning- um. Loks verður þetta eins og skæð inflúensa af áður óþekktum stofni með tilheyrandi iðrakveisu og háum hita. Blessaðir alþingis- mennirnir ráfa um í óráði og sótt- hita í leit að nýjum og betri kosn- ingaloforðum. Þetta tímabil minnir mig alltaf á kapphlaup kaupmanna um bestu fermingartilboðin. Ég er dapur eftir að hafa hlustað á eld- húsdagsumræður. Þær einkennd- ust af málefnanlegri ördeyðu. En nóg af sjálfshóli og hroka. F orseta Alþingis hefur ekki tek- ist sem skyldi með uppeldið, að auka veg og virðingu almennings fyrir hinu háa Alþingi. Frjálslyndi flokkurinn er ekki með kosningaloforð. Frjálslyndi flokkurinn boðar breytingar. Þær helstar á fiskveiðistjórnunarkerf- inu. Til að koma í veg fyrir brott- kast afla í hafi og braskið burt. Jafn frumburðarréttur allra þegna til fiskveiða. Afnám gjafakvótans. Eitt af boðorðunum tíu mætti hljóða svo: „Þú skalt ekki eigur annarra gefa.“ BJÖRGVIN EGILL ARNGRÍMSSON, Stararima 55, Reykjavík. ^mbl.is -ALLTAr= e/TTH\SAÐ NÝTT Frá Guðmundi Jóhannssyni: ÞAÐ ER hverri þjóð nauðsyn að stöðugleiki ríki í rekstri hennar, en sú var tíðin hjá okkur íslendingum að mikill óróleiki ríkti í þeim efnum og verðbólgan rauk uppúr öllu valdi. Það mun hafa verið 1990 sem gerð var hin svokallaða þjóðarsátt og náð var tökum á verðbólgunni. Ætli þetta samkomulag milli þáver- andi valdhafa og launafólks eigi ekki drjúgan þátt í því góðæri sem ríkt hefur síðan, þótt núverandi valdhafar hafi ekki borið gæfu til að skipta kökunni réttlátlega. En hverjir voru við völd þegar þjóðarsáttin var gerð? Vora það ekki félagshyggjuöflin? Þetta samkomu- lag hefur komið forsætisráðherra og þjóðinni allri til góða. Það skýtur því dálítið skökku við að þeir sem áttu drýgstan þátt í að koma jafnvægi á í þjóðfélaginu, era sömu félags- hyggjuöflin og forsætisráðherra seg- ir nú að stefni að því að kollvarpa þjóðfélaginu með stefnu sinni. Það er skiljanlegt að stefna Sam- fylkingarinnar, sem vill meiri jöfnuð í þjóðfélaginu, láti illa í eyram for- sætisráðherra. Fyrir stuttu birtist í sjónvai-pinu viðtal við mann sem titl- aður var lektor (sem er lægsta kenn- aragráða við háskóla). Lýsti hann frambjóðendum Samfylkingarinnar sem hreinum vitleysingum sem þjóð- inni stafaði hætta af. A þessum um- mælum mátti heyra að forsætisráð- herra á sér dygga sálufélaga. En það er mál- og skoðunarfrelsi í landinu og því heimilt að segja næstum hvað sem er, að sjálfsögðu á eigin ábyrgð. En ég spyr á hvaða menningar- og þroskastigi er það fólk sem viðhefur svona munnsöfnuð og hverjir taka mark á honum? Fyrii’ skömmu sýndi ríkisstjórnin mikla rausn og örlæti í garð aldraðra þegar hún hækkaði grannlífeyri um 7%. Þetta lætur mjög vel í eyram, en hvað skyldi þetta létta mikið undir með þeim öldraðu? Hjá hjónum er Allir velkomnir lltoífl ÁRANGURjréALLA Sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is hér um að ræða kr. 991 pr. mann áð- ur en ríkið hefur tekið sinn hlut til baka, sem mun vera rámar 240 kr. og fyrir það sem eftir er mun vera hægt að fá rám 800 grömm af ýsuflökum, það munar um minna. Já, ágætu landsfeður, þið megið gera betur til að lagfæra það sem úrskeiðis hefur farið, þar sem aldr- aðir hafa ekki notið almennra launa- hækkana samkvæmt launavísitölu. Um leið og það er nöturlegt, þá er það broslegt að heyra málflutn- ing heilbrigðisráðherra um afkomu aldraðra. I því sambandi datt mér í hug setning úr bókinni Sjálfstætt fólk. „Hvern varðar um það, þó ykk- ar fjölskyldur hafl ekki að éta, þjóð- skipulag Íslendínga er heilagt.“ Samkvæmt skoðanakönnun er talið að um 40% aldraðra lifi undir fátæktannörkum og um 4% hafi orðið að neita sér um að leita til læknis og kaup á meðölum vegna þess að þau höfðu ekki efni á því. Er þetta eðlilegt ástand að mati heil- brigðisráðherra? Það hefur enginn hadið því fram að viss hluti aldraðra hefði það ekki sæmilegt og sumir gott, en það er þessi meðaltalsregla sem stjórnvöld virðast vera rígbundin í þegar talað er um kjör aldraðra og sem rugla allt málið. Ég get ekki skilið þá fast- heldni stjórnvalda að hafa ekki fleiri en eitt skattþrep, því ef fleiri væra, þá væri auðveldara að skilja að hismið frá höfranum, þvi þegar tekjur eru komnar í ákveðna upp- hæð, þá fara þær í annað skattþrep. Eftir minni vitneskju, þá er þetta skattform tíðkað í fjölda landa. Varla er skortur á tækni nein íyrir- staða á að þessu sé breytt. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, Þrastahólum 10, Reykjavík. Einstakt tilboð sem gildir til 31. maí Ferðatöskusett sem flýgur út á niðurpökkuðu verði! Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið að bera! 7.840 áður: 9.795 kr. Eymundsson Hallarmúli 2 - Austurstræti 18 - Kringlunni - Strandgötu 31 Dilbert á Netinu v^i> mbl.is /KLLTj\f= GITTHX/AÐ A/ÝT7 V. V*"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.