Morgunblaðið - 05.05.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.05.1999, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „ Morgunblaðið/Ásdís EYÞORA Hjartardóttir tekur við viðurkenningu sinui úr hendi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Verzlingurinn Eyþóra Hjartardóttir hlýtur Frelsispennann „Vekur ungt fólk til umhugsunar“ EYÞÓRA Hjartardóttir, nemi í fímmta bekk Verzlunarskóla Is- lands, hlýtur Frelsispennann, aðal- verðlaunin í ritgerðarsamkeppni Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem efnt var til fyrir skemmstu. Tók hún við pennanum, ásamt 100 þúsund króna verðlaunafé, úr hendi Björns Bjarnasonar menntamála- ráðheiTa við athöfn á Vegamótum í gær. Tvær stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri, Jóna Rún Daðadóttir í ars Hanssonar til að ætla megi að bann sé vænlegur kostur. Leikmyndin var skemmtilega stílfærð gamaldags stofa, búning- arnir af einföldustu gerð, svo og Ijósin, enda sýningin öll færanleg og ætluð til sýninga á vinnustöð- um. Hljóðmyndin var ágæt til síns brúks en ruglingslegt að hljóðin virtust ekki koma frá sviðinu, sem lítið mál væri að kippa í liðinn. Leikstjórnin var þétt, hröð og snaggaraleg en nokkuð bar á því að Gunnar Helgason hnyti um texta í látunum. Karl Agúst er án efa mikil- virkasti höfundur gamanmála hér á landi nú um stundir. Það leikur enginn vafí á því að hann getur skrifað skemmtilegan texta og skapað aðstæður sem fá áhorf- endur til að veltast um af hlátri ef hann hefur tíma og svigrúm til þess. Þátturinn er enda bráðfynd- inn og grínið hittir beint í mark og ákveðinn ferskleikabragur yfir því. Aftur á móti verða vangavelt- ur höfundar um föðurhlutverkið svolítið útundan, þær eru ekki ofnar nógu vel inn í efnið heldur skiptist á annars vegar grín og hins vegar ljúfsárir sprettir um umönnun ungbarna. Þrátt fyrir þennan annmarka er ekki að efa að þátturinn fær áhorfendur til að velta vöngum um hvernig föðurí- myndin hefur þróast á þessari öld og gerir þá sér meir meðvitandi um hvaða áhrif feður í dag hafa á sjálfsmynd sona sinna. Það er at- hyglisvert að í verkinu er ekki verið að velta upp tilvistarlegum spurningum. Grannurinn er traustur: Tilgangurinn með líflnu er að eiga börn og ala þau upp. Þátturinn undirstrikar að þó að breytingarnar virðist ofurhægar frá sjónarmiði okkar sem lifum þessa tíma þá hefur okkur miðað þó nokkuð áleiðis ef litið er aftur um tvær kynslóðir. Áhorfendur eiga án efa auðvelt með að setja sig í fótspor persónanna því ef þeir hafa ekki beina reynslu af barnauppeldi eru þeir þó án efa afsprengi þeirrar kynímyndar sem hefur verið haldið að þeim. Sveinn Haraldsson fyrsta bekk og Eygló Svala Arnars- dóttir í þriðja bekk, hlutu aukaverð- laun fyrir athyglisvert framlag í rit- gerðarsamkeppninni. Tómas Ingi Olrich alþingismaður afhenti verð- launin á sal skólans, Hólum, í gær. I dómnefndinni var einhugur um að veita Eyþóru aðalverðlaunin en ritgerð hennar heitir Frelsið. „Frelsi er eitthvað sem allir hafa skoðun á. Það tengist svo ótal mörgu,“ segir Eyþóra og bætir við að verðlaunin hafi komið henni á óvart, hún hafí fyrst og fremst skrifað ritgerðina sér til gagns - og auðvitað gamans. „Það var óvænt ánægja að hreppa verðlaunin, þau eru mjög vegleg." Eyþóra hefur einu sinni áður tek- ið þátt í ritgerðarsamkeppni. Það var fyrir tveimur árum er hún hafn- aði í 2.-5. sæti í keppni á vegum danska sendiráðsins. Segir hún helsta kostinn við keppnir af þessu tagi vera að þær veki ungt fólk til umhugsunar og hvetji það til að láta skoðanir sínar í ljós. Verðlaunahafínn er nemi á stærð- fræðibraut og skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort hún sé ekki komin út fyrir sitt svið. „Nei, nei, alls ekki. Stærðfræðingum er ekk- ert óviðkomandi!“ Þriðja viðurkenningin Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til ritgerðarsamkeppni um Frelsispennann og hefur Eygló Svala, sem er á málabraut í MA, ávallt hlottö viðurkenningu í sam- keppninni. í fyrsta sinn voru það fjórir nemendur sem deildu fyi-stu verðlaunum og var hún ein þeirra. A síðasta ári var þemað ísland tækifæranna og hlaut hún þá einnig aukaverðlaun fyrir sitt framlag. „I ritgerðinni sé ég fyrir mér ákveðna framtíðarsýn. Allur heim- urinn hefur verið lagður í eyði, en nokkrir einstaklingar hafa lifað af. Þeir búa allir saman í eins konar hvelfingu þar sem allt er þaulskipu- lagt og hver hefur sitt hlutverk. Ein stúlka í hvelfingunni veltir fyrir sér hugtökunum frelsi og friður og kemst að þeirri niðurstöðu að frels- ið er mikilvægt," sagði Eygló Svala um ritgerð sína. Hún segist alltaf hafa verið að semja eitthvað, mest í huganum, það komist ekki allt niður á blað. Auk þess sem hún hefur tekið þátt í samkeppninni um Frelsispennann síðustu þrjú ár hefur hún tekið þátt í barnabókasamkeppni. „Ég skrifa vonandi meira í framtíðinni, ég stefni að því þegar fram líða stundir að finna mér starf þar sem skriftir koma við sögu,“ sagði Eygló Svala. I dómnefndinni áttu sæti Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Helga Bachmann leikkona, Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Birgir Tjörvi Pétursson, ritstjóri Stefnis, og Eyrún Magnúsdóttir, foi-maður nemendafélags Kvennaskólans. Hans Jörg Mammel á ljóðatónleikum í Salnum í kvöld Lög eftir Schubert við ljóð eftir Goethe Morgunblaðið/Árni Sæberg DRENGURINN við fótskör afa síns, animan fylgist með: Gunnar Hansson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir í hlutverkum sínuin. Föðurbetrungar? LEIKIjIST Hafnarfjarðarleik- li ú s i ð II e r in ó ð u r og lláðvör STÓLLINN HANS AFA Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson. Leik- stjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Hljóðmynd: Margrét Ornólfsdöttir. Ljósahönn- un: Kjartan Þórisson. Gervi: Sigríð- ur Rósa Bjarnadóttir. Tæknimaður: Jón Ingvi Reimarsson. Þriðjudagur 4. maí. MENNINGAR- og fræðslu- samband alþýðu og Félag bóka- gerðarmanna veittu Karli Ágústi Ulfssyni fyrir réttu ári styrk til að semja leikþátt um karlmanninn og heimilið. Karl Ágúst tekur þann pól í hæðina að einskorða sig við fóðurímyndina, hvernig hlutverk karlmannsins inni á heimilinu erfíst og breytist frá kynslóð til kynslóðar. I leikþáttum sem þessum sveiflast höfundur á milli tveggja andstæðna. Annar póllinn er að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi; snýst í raun um áróðursgildi þáttarins. Hinn póllinn snýst um lífsnauðsyn leiklistar - að efnið veki áhuga áhorfenda. Áhrifa- mest er hæfileg blanda af þessu tvennu, verk sem er svo vel skrif- að að áhorfendur skemmta sér svo við að innbyrða boðskapinn að þeir samsama sig jafnóðum því sem þeim er innrætt. Það er mjög erfitt að halda jafn- vægi á línunni sem strengd er á milli þessara andstæðu póla. Ef höfundinum er of mikið niðri fyrir tekur hann þá áhættu að verkið sé andvana fætt; að rökleiðslan gangi af því dauðu. Aftur á móti er mun algengara að sjónarmið höfundar kafni í gríni og glensi, leiklausnum sem færa verkið frá kjamanum og gera það að umgjörð í kringum syo sem ekki neitt. Hin þríeina persóna Sveins er leikin af Gunnari Hanssyni, Gunn- ari Helgasyni og Björk Jakobs- dóttur. Gunnar Hansson sýndi innilegan, hæglátan meðalmann - hinn nýja karlmann. Björk Jak- obsdóttir hélt að honum mjúku gildunum og lék ömmu hans og móður. Gunnar Helgason bjó til þrjá skemmtilega karaktera: hina hörðu hlið persónunnar Sveins, föður hans og afa. Hann tók full- mikið rými í leiknum þannig að í raun beindist öll athyglin að per-, sónum þeim sem hann skapaði. Við hlið hans urðu Gunnar Hans- son og Björk fulllitlaus. Það er kannski ætlun höfundar að draga tennurnar úr gömlu hörkutóls- ímyndinni með háðinu en einhvem veginn verður hinn nýi karlmaður of óspennandi í meðfórum Gunn- ÞÝSKI tenórsöngvar- inn Hans Jörg Mammel og píanóleikarinn Lud- wig Holtmeier flytja sönglög Franz Schuberts við ljóð eftir Johann Wolfgang von Goethe á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Tilefni tónleikanna er að á þessu ári verða liðin 250 ár frá fæðingu Goethes en að tónleik- unum stendur þýska menningarmiðstöðin Goethe-Zentrum í Reykjavík. Auk laga Schuberts við ljóð Goethes munu þeir félagar flytja sönglög eftir Ludwig van Beet- hoven, Carl Friedrich Zelter og Carl Loewe. „Náðum nánum tengslum við skáldskaparanda Goet,hes“ „Við Ludwig Holtmeier gerðum í íyrra upptöku á ljóðum Goethes við lög Schuberts í húsi Goethes í Weimar. Stofnunin „Weimarer Klassik" stóð að upptökunni, en til- efnið var tvíþætt - í ár er Weimar menningarhöfuðborg Evrópu og 250 ár liðin frá fæðingu Goethes. Fyrir þessa upptökudagskrá völd- um við að sjálfsögðu lög Schuberts við texta Goethes, en einnig nokkur lög eftir Carl Friedrich Zelter, sem var mikill vinur skálds- ins. Við tókum upp á heimili Goethes, sem er haldið í upprunalegu horfí, og spiluðum á flygilinn sem Goethe keypti sjálfur árið 1821. Með þessu náðum við mjög nánum tengsl- um við skáldskapar- anda Goethes og tón- listina," segir Hans Jörg Mammel. „Plötunni með þess- ari upptöku var mjög vel tekið og í kjölfar þess datt okkur í hug að halda á þessu Goethe-minningarári nokkra ljóðatónleika og eina þein-a einmitt í höfuðborg Islands. Það gleður okkur mjög að það skyldi vera mögulegt," heldur Mammel áfram. I fréttatilkynningu segir að Mammel hafí á síðustu ái’um eink- um getið sér nafn sem konsert- söngvari í Þýskalandi og nálægum löndum. „Hann hefur sungið á mörgum merkum tónlistarhátíðum, m.a. í Utrecht, Schwetzingen, Jer- úsalem, Wroclaw, Brúgge, Brussel, Hans Jörg Manmiel Vín og svo Reykjavík, þar sem hann hlaut einróma lof fyrir söng sinn. Mammel söng líka við mjög góðan orðstír hlutverk Orfeos í sam- nefndri óperu Monteverdis þegar óperan var fiutt hér á landi árið 1993. Hann hefur haft gestasöngv- arasamning hjá Borgarleikhúsinu í Freiburg, Ríkisóperunni Unter den Linden í Berlín og Óperuhátíðinni í Múnchen," segir þar ennfremur. Að þessu sinni er Hans Jörg Mammel staddur hér á landi vegna tónleikauppfærslu Kammerkórs Kópavogs, barokksveitar og ein- söngvara á ævintýraóperunni Arthúri konungi, sem flutt verður í Salnum 9. og 11. maí nk. undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Ludwig Holtmeier hefur lokið konsertprófí með besta vitnisburði sem gefinn er í Sviss. Á liðnum ár- um hefur hann haldið tónleika innan og utan Þýskalands og tónlistar- flutningur hans hefur margsinnis verið tekinn upp fyrir útvarp og til útgáfu á geisladiskum. Holtmeier er forseti félagsins „Musik und Ást- hetik“, auk þess sem hann gegnir starfí kennara við Tónlistarháskól- ann í Freiburg. Forsala aðgöngumiða er í Tónlist- arhúsi Kópavogs, Vedu í Hamraborg og Eymundsson Kringlunni. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30 í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.