Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 92
Heimavöm Drögum næst 11. maí HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlcgast til vinnings MORGUNBLAÐW, KRJNGLAN1, 103 REYK.JAV1K, SÍMI5691100, SÍMBRÉFB691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRÍ: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Ung kona í flóttamannabiiðum í Makedóníu í samtali við Morgunblaðið „Ég sá marga drepna á göt- um Pristina“ „ÉG SÁ marga drepna á götum Pristina,“ segir ung kona frá Kosovo í flóttamannabúðum í grennd við Skopje í Makedóníu í samtali við Morgunblaðið í gær. Konan er frá þorpi í grennd við -^Pristina. Hún segir að Serbar hafi brennt öll hús Albana í þorpinu 23. mars og rekið íbúana á brott. „Áð- ur en við fórum sáum við að Serb- amir fóru með mikið af skotvopn- um inn í kirkjuna okkar og þaðan hafa þeir haldið uppi sprengjuárás- um á önnur þorp Álbana í grennd- inni,“ segir hún ennfremur. Fyrirvarinn ekki rnikill Fyrirvarinn var ekki mikill þeg- ar hún og aðrir Albanar í þorpinu c -"'•hennar þurftu að fara. „Þeir gáfu okkur 25 mínútur til að fara. Sumir voru ekki einu sinni í skóm þegar þeir fóru gangandi af stað.“ Fólkið kom í fyrradag, 3. maí, yf- ir til Makedóníu eftir strangt ferðalag og miklar krókaleiðir. Konan er róleg og yfirveguð þegar hún segir frá. Það sama er hægt að segja um fleiri en þó ekki alla. Sumir eru reiðir. Mjög svo. Sumir nefna nöfn nágranna þeirra, Serba, sem hafi gengið til liðs við her og lögreglu í fyrrverandi bæjum þeirra. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur réðst til starfa hjá Oryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (OSE) fyrr á þessu ári, í þeim tilgangi að sjá um samfélagsgeð- hjúkrun fyrir starfsfólk eftirlits- sveita ÖSÉ í Kosovo. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi verið í tvo mánuði í Pristina í Kosovo þegar ákveðið var að senda starfsfólk OSE í burtu. Hún segir það faglega mjög áhugavert fyrir hana að hafa starf- að í Kosovo og síðan í Makedóníu. „Ég hefði auðvitað mjög gjaman viljað vera án þessarar reynslu; hefði helst af öllu viljað að þetta hefði aldrei gerst hér. En það gerð- ist og ég er viss um að reynslan héðan á eftir að reynast mér mjög vel í starfi heima á Islandi.“ ■ Hypjið ykkur/46-47 Morgunblaðið/Sverrir ÖRVÆNTINGIN blasti víða við f flóttamannabúðunum í Makedómu. Evrdpuráðið 50 ára * Island tek- ur við for- mennsku FÖSTUDAGINN 7. , maí næstkomandi mun ísland taka formlega við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðs- ins á sérstökum hátíðarfundi í Búdapest. Evrópuráðið á fimmtíu ára afmæli í dag, 5. maí. Brezka ríkisstjórnin hef- ur boðið fulltrúum allra aðild- arríkja ráðsins til hátíðar- halda í Lundúnum til að minn- ast stofnunar ráðsins þar í borg 5. maí 1949. Dómsmálaráðherra í fyrirsvari Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra mun í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra vera í fyrir- svari fyrir ísland á ofan- greindum fundum. Jafnframt verða þar fyrir Islands hönd Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins, og Sveinn Björnsson, fastafulltrúi fs- lands hjá Evrópuráðinu í Strassborg. í tilefni af afmælinu skrifar Daniel Tarschys, fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins, grein sem birtist í Morgun- blaðinu í dag. ■ Uppbygging/29 Morgunblaðið/Ingvar AKSTURSSKILYRÐI á slysstað voru slæm þegar slysið varð, að sögn lögreglu, rigning og gekk á með vindhviðum. Banaslys í Hafnarfírði Ekið á stúlku á gangbraut FIMMTÁN ára gömul stúlka úr Hafnarfirði lést af völdum áverka sem hún hlaut þegar hún varð fyrir bifreið um klukkan 15.30 í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði var stúlkan á leið yfir gangbraut við gatnamót Öldugötu, Reykjanesbrautar og Kaldárselsvegar, þegar hún varð iyrir bifreið sem var ekið suður Reylganesbraut. Lögreglu og sjúkraliði var til- kynnt um slysið klukkan 15.37 og var stúlkan flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu um klukkan 16. Akstursskilyrði voru slæm á þessum tíma, að sögn lögreglu, rigning og gekk á með vindhvið- um, en aðrar kringumstæður slyssins eru í rannsókn. Stúlkan sem lést var búsett í Hafnar- firði. Flugleiðum skipt í sex afkomueiningar Rekstrarábyrgð skipt á fleiri menn Millilandaflugið með 18 milljarða veltu REKSTRI Flugleiða hefur frá því í gær verið skipt upp í sex afkomu- einingar og verður hver og ein með sjálfstætt uppgjör og rekstur inn- an móðurfélagsins. Stærsta eining- in er millilandafarþegaflugið með um 18 milljarða króna veltu og fer Sigurður Helgason forstjóri með daglegan rekstur hennar. Hinar afkomueiningarnar fimm eru viðhaldsstöðin á Keflavíkur- flugvelli, sem veltir um tveimur milljörðum, síðan flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, fraktflugið, rekstur Saga Boutique-verslan- anna og bílaleigureksturinn. Velta þessara fjögurra er á sjötta millj- arð króna. Stærstu afkomueiningunni, millilandafarþegafluginu, er síðan skipt í fimm svið sem hvert og eitt hefur sinn framkvæmdastjóra. Steinn Logi Björnsson stýrir markaðs- og sölusviði, Guðmundur Pálsson flugrekstrarsviði, Leifur Magnússon flugflota- og öryggis- sviði, Einar Sigurðsson, stefnumót- unar- og stjórnunarsviði, og Hall- dór Vilhjálmsson fjármálasviði. Guðmundur Pálsson stýrir jafn- framt afkomusviðinu sem viðhalds- stöðin fellur undir. Pétur J. Eiríks- son er framkvæmdastjóri við- skiptasviðs og stýrir hinum fjórum afkomusviðunum. Einar Sigurðsson segir að með þessum breytingum sé verið að greina móðurfélagið í skýrari ein- ingar og sé ábyrgð á hverri afkomu- einingu nú skipt niður á fleiri menn. Með þessu sé verið að skerpa sýn hvers og eins á reksturinn á sínu sviði auk þess sem lögð verði meiri áhersla á markmiðasetningu fyrir hverja afkomueiningu. ■ EndurspegIar/26 íslendingar hanna togara fyrir Portúgala RÁÐGARÐUR - skiparáðgjöf ehf. hefur samið við stærstu togaraútgerð Portúgala um hönnun á togara fyrir fyrir- tækið og að hafa eftirlit með smíðinni sem hefst 1 sumar en áætlað er að það verði tilbúið 2001. Mikil endurnýjun tog- araflotans í Portúgal er framundan og er gert ráð fyr- ir að samið verði um að flciri skip verði smiðuð eftir sömu teikningu. Umrætt skip er um 72 metra langt, 14 metra breitt og um 3.000 brúttótonn. Það verður búið 4.000 hestafla aðalvél. Frystigeta skipsins verður um 60 tonn á sólarhring en í því verða vinnslulínur fyrir flattan og frystan þorsk. Ennfremur verður heilfrystibúnaður fyrir karfa, grálúðu, makríl og kolmunna 1 skipinu. ■ Hanna togara/Cl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.