Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 37 LISTIR Stefán S. skrifar fyrir stórsveit TOIVLIST Salurinn, Knpavooi STÓRSVEITARTÓNLEIKAR Stórsveit Reykjavikiu' lék verk eftir Stefán S. Stefánsson: Snorri Sigurð- arson, Einar Jónsson, Jóhann Stef- ánsson, Birkir Freyr Matthíasson og Andrés Björnsson trompeta; Oddur Björnsson, Edward Frederiksen, Björn R. Einarsson og David Bobroff básúnur; Sigurður Flosason altó- og sópransaxófón og flautu, Davíð Þór Jónsson altósaxófón, Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson tenórsaxófóna, Krist- inn Svavarsson barítonsaxófón, Ast- valdur Traustason píanó, Eðvard Lárusson gítar, Birgir Bragason bassa og Jóhann Hjörleifsson tromm- ur. Söngkona Kristjana Stefánsdóttir og stjórnandi Stefán S. Stefánsson. Föstudagskvöldið 30. aprfl 1999. ÞEGAR Stefán S. Stefánsson var nýkominn heim frá tónlistarnámi í Bandaríkjunum hélt hann tónleika með tíu manna hljómsveit í Norræna húsinu. Þessir tónleikar lifa í hugan- um sem íslenskur djassviðburður, enda var þá fátítt að heyra fleiri en tvo blásara með hrynsveit í íslensk- um djassi. Síðan hafa árin liðið og loksins nú fær maður að heyra heila tónleika með stórsveitarverkum Stefáns. Hann hefur þó ekki setið aðgerðarlaus frá því hann kom heim, hefur blásið í ýhnsum sveitum og kennt og skrifað heilmikið, m.a. verk eins og Agara gagara fyrir Stórsveit danska útvarpsins og Vindhviður fyrir Samnorrænu stórsveitina er Jukka Linkola stjórnaði á Norræn- um útvarpsdjassdögum í Borgarleik- húsinu 1990. Þessi verk voru bæði á efnisskránni í Salnum í Kópavogi sl. föstudagskvöld. Auk þess lék stór- sveitin nýjar útsetningar Stefáns á Trapeeze talk, sem flutt var af tíu manna sveitinni í Norræna húsinu og Gjálfrí sem hann blés þar með hrynsveit og hljóðritaði seinna með Gömmunum. Tunglið, tunglið taktu mig og Einungis fyrir djass eru þekkir söngvadansar eftir Stefán, en ný verk voru einnig á dagskrá; Hokkaido, Kitlur, Þúfnakviða, Vor- lauf og Skatt-víf. Vindhviður var ágætlega blásið. Forustutrompetinn Einai' Jónsson með dempara í upphafi og í lokin blés Snorri Sigurðarsson í trompet- inn fyrst með urrdempara og svo op- ið á hærri nótunum. Það er minnis- stæðast frá Samnorrænu stórsveit- artónleikunum er tvöfalda hrynsveit- inn með norska trommarann Egil „Bop“ Johanssen í broddi fylkingar. Egil lést í desember sl. eftir að hafafengið hjartaáfall á tónleikum og er sárt saknað í djassheiminum. Hrynsveitin er oftast veikasti hlekk- urinn í evrópskum djassi og svo er í Stórsveit Reykjavikur, en er þó í stöðugri framför. Gamla tíu manna lagið úr Nor- ræna húsinu, Trapeeze talk, var flutt hér í splunkunýrri útsetningu. Trompetarnir hefðu mátt byrja bet- ur, en bassabásúna Davids Boproffs var skemmtileg. Sveitin riffaði undir sólóum Sigurðar Flosasonar og Olafs Jónssonar. Olafur er ekki á heima- velli þarna en Sigurði tókst að blása hljómsveitina upp í rífandi stuð. Þrjú ný hljómsveitarlög voru flutt án söngvara: Hokkiaido er hörku- svíngai-i sem tók flugið í Iokin þegar Sigurður Flosason blés á móti sveit- inni. I Kitlum voru básúnurnar í að- alhlutverki og léku melódíuna ásamt Birki Frey er hafði dempara á trompeti sínum. Edward Fredriksen blés mjúktóna sóló og allt var þetta indælt með andblæ frá vesturströnd- inni. Þúfnakviða var það verk á tón- leikunum er hreif mig mest. Höfund- ur upplýsti að nafnið hefði komið í huga hans er hann gekk í þýfðri Heiðmörk. Kristinn á baríton og Einar á trompet upphófu ópusinn með „þúfnagöngulagi" og síðan hellt- ist stórsveitin öll yfir áheyrendur og bassinn hélt „þúfnagöngulaginu" uns keyi-t var á fullu undh- sóló Jóels Pálssonar. Fínn sóló og það var blús- aður gítarsóló Edvards Lárussonar líka. Eftir hlé kom söngkonan Krist- jana Stefánsdótth- mjög við sögu. Vorlaufið vai' flutt af henni og höf- undi á sópran saxófón auk hrynsveit- ar stórsveitarinnai'. Orðalaus söngur sem reis hæst í samspiiskafla hennar og höfundar og minnti eilítið á það sem ýmsir djassleikarar hafa verið að vinna með suðuramerískum söngvurum. Lögin þrjú er Kristjana söng með stórsveitinni voru við alþýðuhæfi, en fyrri hluti tónleikanna var mun bita- stæðari en sá síðari. Stefán fékk starfslaun úr Tón- skáldasjóði og gerði það honum kleift að vinna þessa tónleika og ber að þakka að loksins er djasslista- mönnum okkar, þó of fáum, gert mögulegt að vinna að list sinni heil- um og óskiptum, þó ekki sé tíminn langur í senn. Vernharður Linnet Vorvaka Emblu í Stykkishólmi Stykkishóhni. Morgnnblaðið. ÞAÐ er orðin venja hjá kvenna- klúbbnum Emblu í Stykkishólmi að bjóða upp á vorvöku í Stykkis- hólmskirkju sfðasta vetrardag. Að þessu sinni var meginefni vor- vökunnar tengt leiklist. Þær Guð- laug Ágústdóttir og Katrfn Gísla- dóttir fluttu ágrip af leiklistar- sögu Stykkishólms. Þar kom fram að fyrsta sjónleikafélagið í Stykkishólmi var stofnað árið 1877 og starfaði af krafti fram að aldamótum. Eftir það var leiklist stunduð af ýmsum félagasamtök- um í bænum eins og Kvenfélag- inu Hringnum og Umf. Snæfelli. Árið 1967 var leikfélagið Grímnir stofnað og hefur séð um leikstarf- semi hingað til. Felix Bergsson flutti valda þætti úr leikriti sínu, Hinn fullkomni jafningi, í leiksljórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Hólmgeir Þórsteinsson, tón- listarkennari í Stykkishólmi, Morgunblaðið/Gunnlaugur HÓLMGEIR Þórsteinsson leik- ur á flygil Stykkishólmskirkju. flutti píanóverk eftir Beethoven og Elísa Vilbergsdóttir söng lög úr söngleikjum við undirleik Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur. Elísa er að Ijúka 8. stigi í söng nú í vor og hyggur hún á framhaldsnám. SPENNANDI NÁMSTEFNA UM MIKILVÆGASTA HLUTVERK STJÓRNENDA Á NÝRRI ÖLD Lærðu hvernig fremstu fyrirtæki heims nota þekkingarauð sinn til að sigra í nútfma samkeppnisumhverfi þar sem þekking er orðin mikilvægasta auðlind efnahagslífsins og aðaluppspretta allrar verðmætasköpunar: TIL BYLTINGARKENNDRAR IBttSUtST CRANC£»OmCE ROSMibCE* TH£ ftirbRE Ot PHÖKtS FORTUNE NÁMSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM • ÞRIÐJUDAGINN II. MAÍ 1999 • KL. 08:30 TIL 12:30 Fyrirlesari er THOMAS A. STEWART, hjá bandaríska viðskiptatímaritinu FORTUNE og höfundur metsölu- bókarinnar INTELLECTUAL CAPLTAL, The New Weaith of Organizations, en hann er talinn fremsti fræðimaður og fyririesari heims á þessu nýja sviði stjórnunar. Upplýsingaöldin ber nafn meö rentu: Kunnátta og þekking eru öflugustu vopnin í nútíma samkeppnisumhverfi, sem einkennist af sífeilt haröari samkeppni og hraöari breytingum. Þekkingar- auöurinn (Intellectual Capital), er orðinn mikilvægari en hiutiæg framleiðslutæki og jafnvei mikilvægari en auömagnið sjálft (heföbundnir fjármunir). Á þessari hnitmiðuöu og hagnýtu námstefnu fjall- ar Thomas A. Stewart, fremsti fræðimaður og fyrirlesari heims á þessu sviði um það hvernig þú getur virkjað þekkingar- auð þíns fyrirtækis og/eða stofnunar til auk- innar verðmætasköpun- ar og hvernig þú getur virkjað þá meginstrauma sem knýja framfarir þekkingarþjóðfélagsins. Á námstefnunni sem er aðeins 4 tímar (hálfur dagur) mun Thomas A. Stewart meðal annars fjalla um: ■ Hvaða kraftar eru að umbylta stjórnunarum- hverfinu og hvað þú þarft að vita til að glíma við þá. ■ Hvaða meginstraumar knýja framfarir þekkingar- þjóðfélagsins og hvernig þú getur virkjað þá til að hámarka árangur þinn og ávinning. ■ Hvemig þú getur komið auga á og kortlagt þekk- ingarauðinn í þínu fyrirtæki. ■ Hvernig þú átt að stjóma þekkingarauðnum til að hámarka verðmætasköpun. (ítarlegri upplýsingar á vefslóðinni: www.vegsauki.is) UM FYRIRLESARAN N Thomas A. Stewart er í ritstjórn bandarfska viðskiptatímaritsins FORTUNE (Board of Editors). Hann skrifar dáik undir yfirskriftinni „The LeadingEdge",semerlesinn af870 þúsund manns. Hann útskrifaðist frá Harvard með hæstu ágætiseink- unn (summa cum laude) árið 1970. Thomas A. Stewart er brautryðjandi í umfjöllun um þekkingarauð (Intell- ectual Capital) og hefur áunnið sér þann heiður að vera talinn fremsti fræðimaður heims á þessu sviði, með röð merkra greina í FORTUNE. Bók hans Intellectual Capital: The New Wealth of Organizations, kom út í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hún hefur hiotið eindæma lof sem framúrskarandi fróðlegt og yfirgrips- mikið fræðirit sem er skrifuð á afar læsilegu, skýru og skemmtilegu máli. Thomas A. Stewart hefur kannað ný svið á borð við rafræn viðskipti, áhrif netvæðingar á við- skiptalífið, og stjórnunar- og efna- hagsleg áhrif Upplýsingabyltingar- innar og fjallað um pau í forsíðu- greinum í FORTUNE tManaging in a Wired World' og „Managing in an Era of Change') auk þess sem hann hefur skrifað um þá meginstrauma sem mótað hafa járóun viðskiptalífs síðustu árin. Thomas A. Stewart býr í New York með konu sinni og tveimur börnum þelrra hjóna. Við ábyrgjumst ánægju þfnal Ef þú ert ekki 100% ánægö(ur), þá færðu námstefnuna FRÍTT! Skráðu þig! SKRAÐU ÞIG 0G STARFSFELAGANA I DAG Skráning með tölvupósti: vegsauki@simnet.is Skráning með simbréfi (fax): 552-8832 Meiri uppiýsingar á slóðinni: www. vegsauki.is Námstefnugjald: kr. 18.900,- (Bókin fylgir FRÍTT). Innifalið: Bókin intellectual Capital, eftir Thomas A. Stewart, vönduð námstefnugögn og kaffiveitingar. HÓPAFSLÆTTIR: 3+1 FRÍTT (25% afsiáttur) 7+3 FRÍTT (30% afsláttur). BOKIN FVLGIR FRITT Vegsauki ÞEtHIHGAftKlÚBBUH vitinu meiri! S AMSTARFS AQILAR: # NÝSKÖPONAftSjÓÐUR New Susioctt Verhmt f-utKf OPIN KERFIHF SÍMINN IM (Ull V fiA*rtSTI»6All*Aí»KS ATVIKMULÍTSIKS Hf VIQ8KIPTAHÁ8KÓUNN f R í Y K J A V I K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.