Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 73 samtal okkar um páskaleytið var ljúft að vanda, Magga var að gant- ast við mig um blóm, er hún hafði fengið úr safni mínu fyrir nokkrum árum, og nefnt eftir mér, sagði að nú væri Jói á Hólnum að byrja að blómstra. Auðvitað á ég blóm, sem ber hennar nafn, og þegar ég lít það nú, finnst mér það aldrei hafa verið fegurra. Það var virkilega mannbætandi að kynnast Möggu á Löngumýri, hvílík útgeislun, alltaf full ástúðar og hlýju, sem smitaði út frá sér og allir nutu svo ríkulega, sama hvort í hlut áttu menn eða málleysingjar. Erfitt verður að gleyma Möggu, er hún eftir eril dagsins og ríkuleg veisluhöld, er hún átti svo létt með að töfra fram, greip gítarinn eða settist við píanóið og lék af fingrum fram og söng, svo allir hrifust með. Nú hefur skugga borið á er Magga kvaddi svo langt um aldur fram og ótímabært, einmitt, þegar sumarsólin var að taka völdin eftir strangan vetur. Minningin um Möggu á Löngu- mýri verður okkur dýrmæt, for- dæmið einstakt, og mun ævarandi blómstra, þegar góðs manns verður getið. Ast hennar og guðstrú var einlæg eins og sjá mátti í öllum hennar verkum. Ættingjum og vinafjöld bið ég blessunar Guðs. Jóhann Friðfínnsson. Kveðja frá Ellimálaráði Reykjavíkurprófastsdæma Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi íyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þegar við fréttum af andláti Mar- grétar vinkonu okkar á Löngumýri var okkur óneitanlega bragðið. Að- eins nokkrum dögum fyrir andlát sitt hafði hún símasamband við okk- ur og var að ráðgera að koma í heimsókn til að auglýsa sumardvöl fyrir aldraða á Löngumýri í sumar, en aldraðir hafa um langt árabil átt vísa sumardvöl á Löngumýri og eru þeir margir sem minnast Margrétar nú með virðingu og þökk fyrir hlýju °g velvild við alla þá sem dvöldu hjá henni. Starfsfólk í öldrunarstarfí Reykjavíkurprófastsdæma hefur einnig notið gestrisni og vináttu hennar, en annað hvert ár höfum við farið í haustferð að Löngumýri, skipulagt vetrarstarfið, og átt sam- félag saman. Margrét átti sinn góða þátt í að gera þessar haustferðir okkar bæði uppbyggjandi og um leið skemmtilegar með sinni ljúfu fram- komu og gleðinni sem einkenndi hana svo mjög. Við þökkum henni einlæga vin- attu og góða samvinnu í starfi með öldruðum á liðnum árum og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Ejölskyldu hennar sendum við sam- úðarkveðjur. Valgerður Gísladóttir. Kallið kom snöggt og sannaðist þar að oft er stutt milli lífs og dauða. Að kvöldi hins 23. apríl var vinkona okkar hjóna Margrét Jónsdóttir for- stöðukona á Löngumýri skyridilega kölluð til starfa handan móðunnar miklu. Hún átti rætur að rekja til Suðurlands, en ólst að nokkru upp á Vopnafirði, eða fram til fermingar. En í blóma lífs síns kemur hún að menntasetrinu Löngumýri í Skaga- firði og helgaði staðnum upp frá því sína starfskrafta þar til yfir lauk. Hún hóf störf sem kennari þar 1967, en tók við skólastjórn af Hólmfríði Pétursdóttur 1972 og varð síðan for- stöðukona eftir að skólinn var lagð- ur niður 1977. Hún var trú sjálfri sér og sínu starfi og var vel liðin af öllum sem henni kynntust. Við hjónin kynntumst Margi’éti ekki fyrr en nú á seinni árum, og voru þau kynni á einn veg, með þeim hætti að við fengum löngun til að kveðja hana hinstu kveðju með nokkrum orðum. Kynnin hófust með þeim hætti að Margrét fékk okkur til að vera í nokkur skipti á Löngu- mýri við leik og starf, sem leiðbein- endur við málun og útskurð, og urðu þetta eftirminnilegar stundir. I lok eins tímabilsins orti einn úr hópnum sem þama var, Friðrik Ingólfsson, nokkrar vísur, og þar á meðal þessa um Margréti, og fmnst mér þessar hendingar lýsa hug hennar og ósk- um til staðarins: Margt er hér fleira, sem meta þarf í menntasetrinu friður. Mikið reynist Margrétar starf, að margskonar þroska styður. Margrét vildi staðnum allt hið besta og veg hans sem mestan og að hann mætti gott af sér leiða. Ekki fór milli mála að Margrét hafði hjartað á réttum stað og mátti ekk- ert aumt sjá, án þess að bæta þar úr ef hún átti þess kost, og skipti þá ekki máli hver í hlut átti, hvort það voru málleysingjar eður ei. Eg minnist mýslunnar Iitlu sem guðaði á gluggann í kafi í snjóskafíi, krummans sem krunkaði úti í gadd- inum og minksins sem leitaði ætis, öllum þessum þurfalingum taldi Margrét sjálfsagt að veita ásjá og líkna með því að láta fýrir þá björg í munn. Þá gleymdust ekki uppáhald- ið og hollvinirnir hrossin og rakkinn sem var henni mikill félagi. Við viljum að lokum þakka þær góðu stundir sem við áttum með Margréti og góð kynni af henni og teljum okkur ríkari að þekkingu um það mannlega í einstaklingnum. Við biðjum henni Guðs blessunar og vit- um í óvissunni að hún hefur fengið góðar móttökur. Við sendum aðstandendum henn- ar samúðarkveðjur. Far þú í Guðs friði og þökk fyrir kynnin. Bryndís Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson. Það er bjart er við boðum til fundar, meðan beðið er vorsins á ný. Hugur leitar til gróandi grundar því að gi-æðandi sólin er hlý. Það er soroptimistanna siður, sinna líkandi málefnum best. Biðja að haldist í heiminum friður og heimurinn þráir nú mest. (Vigdís Einarsdóttir.) Við sitjum sem lamaðar, þetta getur ekki verið. Hún Margi-ét „systir" okkar er dáin. Fyrir rúmri viku vorum við „systur" í Soroptim- istaklúbbi Skagafjarðar glaðar og reifar með um 100 Soroptimista- systrum víðs vegar af landinu að halda landssambandsfund soroptim- ista hér í Skagafirði. Hver hefði trú- að því að aðeins tæpri viku síðar stæðum við frammi fyrir því að missa eina af perlunum okkar? Mér fannst ég standa með perlu- festi í höndunum að loknum fundi, vel hnýtta með gljáandi perlum þar sem hver perla táknaði eina okkar systra. Eitt símtal og eins og í hægri mynd sé ég perlufestina slitna og perlurnar falla á gólfið, ég tíni þær upp hverja af annarri en ein er horf- in. Ég veit að hún er þarna einhvers staðar en get ekki séð hana. Mar- grét var svo sannarlega perla af Guðs náð, mikill mannvinur og alltaf hrókur alls fagnaðar, söngelsk með eindæmum og stráði kærleika og hlýju hvar sem hún var. Við systur í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðai- höfum notið nærveru Margrétar í okkar klúbbi í sex ár. Við héldum jólafundina okkar á Löngumýri og þeir sem þar til þekkja vita hversu yndislegt var að koma á heimili Margrétar. Enda var það svo að sjaldan áttum við betri stundir saman en þar, við konfekt- gerð, föndur, söng, glens og gaman. Já, við höfum svo sannarlega misst merka konu. Margi'ét var mjög mannblendin og eitt af því sem hún kenndi okkur hinum var það sem hún kallaði „að blanda geði“. Fyrstu árin okkar á mannamótum soroptimista hnöppuðumst við Skagafjarðasystur gjarnan saman, þar sem við þekktum lítið til ann- arra soroptimista-kvenna, en þá kom Margrét til okkai' og sagði: „Elskurnar mínar, nú skulum við blanda geði,“ og átti þá við að nú væri tækifæri til að kynnast öðrum konum. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrir hátíðarkvöldverðinn okkar núna á landssambandsfundinum tók Margrét að sér það verkefni að raða til borðs. Hún lét konur draga um myndamiða sem hún hafði útbúið og á hverju borði var eins mynd. Þannig var tryggt að klúbbsystrum var dreift um allan salinn og allir urðu „að blanda geði“. Margi-ét var söngfuglinn okkar og ef píanó eða gítar var í færi leið yfir- leitt ekki á löngu þar til Margrét var farin að spila og stjóma fjöldasöng. A haustþingi í Munaðamesi var svo mikið fjör að konur dönsuðu við undirleik hennar. Minningamar streyma fram með tárunum, okkur þykir brottför Mar- grétar afskaplega ótímabær en við sem þekktum Margréti, jákvæðni hennar og fórnfýsi og hvað hún var alltaf tilbúin að gera það sem hún var beðin um, vitum að Margrét hef- ur hlýtt kalli hans til starfa á æðri stöðum með jafnaðargeði. Við sem eftir emm munum hnýta perlurnar aftur saman en festin verður aldrei söm, við munum sakna þín í klúbbstarfinu og í ferðinni okk- ar til Hollands í haust en við vitum að þú munt taka á móti okkur með hlýjan faðminn þegar að okkur kem- ur. Hafðu þökk fýrir allt, Með systrakveðju. F.h. Soroptimistaklúbbs Skaga- fjarðar. María Lóa Friðjónsdóttir formaður. Kveðja frá Kvenfélagi Seyluhrepps Húmar um bekki, hnígur sól í æginn, hrekur ljósið nóttin geigvænlig, blómstrin þau, sem breiddust út um daginn, byrgja höfiið nú og fela sig, dökkrauð ský úr djúpi hreggs og vinda dragast upp með veðurbrigði glögg, kvöldröðull þá kveður fjalla tinda, kaldri gi-ætur loftið héludögg. (Bólu-Hjálmar.) Þegar kvöldröðullinn kvaddi fjallatindana að kvöldi föstudagsins 23. aprfl kvöldaði einnig í lífi Mar- grétar á Löngumýri. Þeð er erfitt að sætta sig við að Margrét skyldi vera svo skyndilega kvödd á brott og við sem eftir stöndum söknum hennar sárt og hefðum viljað njóta samvist- anna við hana miklu lengur. Margrét gekk í Kvenfélag Seylu- hrepps árið 1971 og var þar virkur félagi alla tíð. Hún var formaður þess í sex ár og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félag- ið. Hún sat í stjórn þess nú er hún féll frá. Margrét var óvenju mörgum hæfileikum búin og því alltaf hægt að leita til hennar með það sem þurfti að leysa hverju sinni. Ef flytja þurfti ljóð, lesa upp sögu eða koma af stað söng átti hún svo auðvelt með það og henni veittist svo létt að hrífa aðra með sér. Henni var afar eiginlegt að gleðj- ast með glöðum og svo var enginn skilningsrfkari þegar erfiðleikar steðjuðu að. Við þökkum henni störfin sem hún vann í þágu kvenfélagsins og kveðjum hana með miklum söknuði en þökkum jafnframt fyi'h' þær perl- ur minninga sem hún skilur eftir í hjörtum okkar. Við vottum systkinum og öðrum aðstandendum Margrétar okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning Margrétar K. Jónsdóttur. • Fleiri minningargreinar um Margréti Katrínu JónsdóUur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Island í 2. sæti á Rottneros BRIDS Kollneros BIKARKEPPNI NORÐURLANDA Bikarkeppni Norðurlandanna í brids fór fram í Svíþjóð 23.-25. apríl. ÍSLAND endaði í 2. sæti í bik- arkeppni Norðurlandanna í brids sem haldin er annað hvert ár í Rottneros í Svíþjóð. Mótið var haldið í síðustu viku og Island hafði þar titil að verja en Norð- menn unnu nokkuð örugglega að þessu sinni. Lokastaðan á mótinu var þessi: Noregur ....................■;....101 ísland ...........................84 Svíþjóð ..........................78 Danmörk ..........................75 Finnland..........................66 Færeyjar .........................45 Norsku bikarmeistararnir heita Runar Lillevik, Öyvind Lu- dvigsen, Jan Mikkelsen og Egil Furunes en þeir eru ekki í hópi þekktustu spilara Norðmanna. Islenska liðið var skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Ásmundi Pálssyni, Erni Arnþórssyni og Guðlaugi R. Jóhannssyni. Þeir töpuðu fyrsta leiknum naumlega fyrir Svíum, 14-16, unnu Dani 17-13, töpuðu 8-22 fyrir Norð- mönnum, unnu Finna 25-4 og Færeyinga 20-10. Ólega Þetta spil úr fyrstu umferð mótsins leiddi til mikilla svipt- inga í öllum leikjunum enda mik- il ólega á ferðinni. Guðlaugur og Örn hafa varla verið bjartsýnir eftir spilið en þetta voru sagnir þar sem þeir sátu NS gegn Peter Fredin og Magnus Lindkvist: Norður gefur, NS á hættu, sjá hendur efst i næsta dálki) ML GEJ PF ÖA - 1 lauf 2 spaðar pass 2 grönd 3 lauf pass 3 hjörtu dobl 3 grönd pass pass dobl 41auf dobV/ Guðlaugur opnaði á sterku laufi og 2 spaðar sýndu annað- hvort spaða eða báða lágliti. Norður A K92 V 7 ♦ K107 4* ÁKDG72 Austur AD V3 ♦ D8G532 * 108643 Suður ♦ 10765 VG1098642 ♦ 9 *9 Vestur bað um upplýsingar með 2 gröndum og Guðlaugur sagði eðlilega 3 lauf með þennan góða lit. 3 hjai’ta sögn Amar virðist einnig vera sjálfsögð en nú hóf Lindkvist að dobla. Gegn 4 laufum spilaði austur út hjarta upp á ás og vestur spil- aði meira hjarta sem Guðlaugur trompaði lágt og austur yfir- trompaði. Hann spilaði sig út á laufatíu og Guðlaugur tók trompin og lagði niður spaða- kóng. Þegar drottningin féll fékk Guðlaugur spaðaslag og einnig tígulslag í lokin en fór samt 3 niður, 800 til Svíanna. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn og Ásmundur AV en Göran Gerl- ing og Jan Becklen í NS: AJ GG ÁP JB 1 lauf 2 grönd pass - 5 tíglar pass pass 5 hjörtu dobl// Norður opnaði líka á sterku laufi og 2 grönd sýndu hálitina. Aðalsteinn stökk beint f 5 tígla og norður hefði betur doblað en mjótt er á mununum hvort sá samningur vinnst eða tapast. Þess í stað passaði hann og það pass var krafa. Suður sagði auð- vitað 5 hjörtu en nú gat Aðal- steinn. Þegar orrusturykinu létti höfðu Aðalsteinn og Ásmundur uppskorið 1400 og 12 impa. I leik Færeyja og Danmerkur spiluðu Sabine Auken og Daniela von Armin 3 hjörtu dobluð fyrir Dani og fóru 800 niður en Bogi Simonsen endaði í 5 laufum og fór 1400 niður. Þá fóru Finnamir 1100 niður í 4 hjörtum við annað borðið og einn niður í 5 tíglum við hitt borðið þannig að Norð- menn græddu vel á spilinu. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur AÁG843 VÁKD5 ♦ ÁG4 •f*5 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda grein- amar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi'ein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanii' í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Veður og færð á Netinu ^mbl.is /\LUTAf= eiTTH\Sj\£> /VK7~7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.