Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Flugleiðum skipt í afkomueininKar og aukin áhersla lögð á markmiðsáætlanir MEÐ skiptingu rekstursins upp í sex afkomusvið hyggjast stjórnendur Flugleiða skipta ábyrgð á hverri einingu á hendur fleiri manna. HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garöabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 # Skýrslutæknitélag íslands Verkefnastjórnunarfélags íslands Er þörf á verkefnastjórnun í upplýsingatækni? Ráðstefna, samstarfsverkefni Verkefnastjórnunarfélags íslands og Skýrslutæknifélags íslands, á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 6. maí 1999. 13:00 Innritun ráðstefnugesta. 13:15 Setning ráðstefnunnar. 13:20 Joel Black, aðstoðarframkvæmdastjóri Aladon Ltd. • Lykilatriði verkefnastjórnunar 14:20 Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður, Skeljungi hf. • Verkefnastjórnun við endurskipulagningu tölvu- og upplýsingakerfis Skeljungs hf. 14:50 Kaffihlé. 15:20 Jim Davis, sérfr. i örgjörvamálum Hewlett-Packard • Áhættustjórnun í verkefnum sem spanna yfir mörg ár. 15:50 Símon Þorteifsson, starfsþróunarstjóri Nýherja hf. • Dæmisaga sem byggist á verkefni í stórfyrirtæki í Danmörku. 16:40 Ráðstefnuslit. Þátttökugjöld Félagsmenn í SÍ og/eða VSFÍ kr. 8.800. Utanfélagsmenn kr. 11.800. Fimmti hver maður frá fyrirtæki fær fría þátttöku. Skráning Þátttöku þarf að tilkynna Skýrslutæknifélagi íslands í síðasta lagi 5. maí, sfmi 553 2460, netfang sky@sky.is. Nánari upplýsingar á http://www.sky.is. Móðurfélagið greint í skýrar einingar í DAG taka gildi hjá Flugleiðum skipulagsbreytingar sem miðast að því að skipta fyrirtækinu í afkomu- einingar jafnframt því sem aukin verður áhersla á markmiðsáætlan- ir og aukið vægi upplýsingaþróun- ar og upplýsingatækni í rekstrin- um. „Það sem skiptir mestu í þess- um breytingum er að við erum að greina móðurfélagið í skýrar ein- ingai- og skipta ábyrgð á hverri af- komueiningu niður á fleiri menn,“ segir Einar Sigurðsson, einn fram- kvæmdastjóra Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. Flugleiðum er nú skipt í sex af- komueiningar. Stærsta einingin er millilandafarþegaflug með um 18 milljarða króna veltu, önnur eining er viðhaldsstöðin á Keflavíkurflug- velli en þar er veltan um tveir milljarðar króna og hinar fjórar eru rekstur flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, fraktflugið, Saga Boutique og bílaleigan. Sam- anlögð velta þessara fjögurra ein- inga er yfir fimm milljarðar króna. Sigurður Helgason forstjóri fer með daglega stjórn á stærstu af- komueiningunni, millilandafluginu. Því er skipt í fimm svið sem hvert hefúr sinn framkvæmdastjóra: Steinn Logi Björnsson stýrir markaðs- og sölusviði og ber ábyrgð á gerð og framkvæmd sölu- áætlana á öllum alþjóðlegum mark- aðssvæðum Flugleiða. Guðmundur Pálsson stýrir flug- rekstrarsviði með gerð og fram- kvæmd framleiðsluáætlana fyrir flugreksturinn. Leifur Magnússon stýrir flug- flota- og öryggissviði, ber ábyrgð á gerð flugflotaáætlana og er ábyrgur fyrir eftirliti flugöryggis- mála og eftirliti með viðbragðsá- ætlunum fyrirtækisins vegna 2000 vandans. Einar Sigurðsson stýrir stefnu- mótunar- og stjórnunarsviði og ber ábyrgð á almannatengslum, starfsmannaþjónustu og stefnu- mótunarverkefnum. Hann er einnig ábyrgur fyrir heildar- stefnumótunarferli samstæðunn- ar, starfsmannastefnu og hlut- hafasamskiptum. Halldór Vilhjálmsson stýrir fjár- málasviði og er ábyrgur fyiár dag- legri fjármálastjóm móðurfélags- ins og samstæðunnar allrar, einnig áhættustýringu og innri endur- skoðun. Sjálfstætt uppgjör og rekstur eininganna Guðmundur Pálsson verður yfir- maður einnar afkomueiningarinnai-, viðhaldsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, auk þess sem hann ber ábyrgð á flugrekstrarsviði eins og geti var að framan. Viðhaldsstöðin. á að selja þjónustu til millilanda- flugs Flugleiða og annarra flugfé- laga. Þá stýrir Pétur J. Eiríksson fjór- um afkomueiningunum en hann er framkvæmdastjóri viðskiptasviðs. Afkomusviðin fjögur verða öll með sjálfstætt uppgjör og rekstur og eru þau rekstur flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, fraktflugið, rekstur á Saga Boutique og bíla- leigureksturinn. Þá verður sú breyting að upplýs- ingaþróunardeild heyrir nú beint undir forstjóra Flugleiða en hún heyrði áður undir fjármálasvið. Einar Sigurðsson segir það endur- spegla aukið vægi tölvuvæddrar upplýsingaþróunar og upplýsinga- tækni hvarvetna í rekstri félagsins. Hjörtur Þorgilsson forstöðumaður stýrir þeimi deild en tölvudeild sem sér um rekstur vélbúnaðar, samskiptanets og gagnagrunna fyrirtækisins er á fjármálasviði. Ný yfirflugfreyja, Guðný Hans- dóttir, tekur við fyrsta júní. Hún tekur við af Aslaugu Pálsdóttur sem verið hefur yfii-flugfreyja frá 1990 og tekur nú við fyrra starfi sem fyrsta flugfreyja. Guðný hefur stai-fað sem flugfreyja hjá Flug- leiðum í tæp sex ár. Hún hefur lok- ið MBA prófi frá Florída Institute of Technology í starfsmannastjórn- un og rekstrarhagfræði. „Breytingarnar eru gerðar með það fyrir augum að skapa enn skýrari rekstrarsýn á hverju sviði í fyrirtækinu," segir Einar Sigurðs- son ennfremur. „Heildarvelta sam- stæðunnar er um 30 milljarðar króna á þessu ári og það verður .skýrari og meiri ábyrgð á hvern og einn framkvæmdastjóra afkomu- eininga og sviða. Jafnframt leggj- um við meiri áherslu á markmiðin, hverri einingu hafa verið sett ná- kvæmari markmið en áður hefur verið og þau verða notuð til að stýra hverri einingu." Leiðrétt RANGT var farið með í töflu með upplýsingum um veltu á Verðbréfa- þingi íslands er birtist á viðskipta- síðu í gær. Þar kom fram að heild- arvelta á þinginu hafi minnkað um 1.580% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hið rétta er 40,5%. Jafnframt kom fram í yfirfyrir- sögn að um ársfjórðungsveltu væri að ræða en hið rétta er fyrstu fjóra mánuði ársins. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Velta á Verðbréfaþingi íslands 1. jan. til 30. apríl 1998 og 1999 Allar tölur í milljörðum króna 1999 1998 Breyting Allir flokkar: Húsbréf 28,1 27,9 +0,7% Spariskírteini 9,7 24,0 -59,6% Bankavíxlar 6,9 33,2 -79,2% Ríkisvíxlar 7,0 30,7 -77,2% Hlutabréf 10,6 2,5 +324,0% Heildarvelta á þinginu 75,0 126,0 -40,5% Dilbert á Netinu Nú er opið frá kl. 8 til 16. SJ0VA ALMENNAR Kringlunni 5 • Pósthólf 3200 • 123 Reykjavík S 569 2500 www.sjal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.