Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 41
_________UMRÆÐAN_________
Þangað fór þá góðærið!
Stj órnmálamönnum
hefur orðið tíðrætt um
góðæri í landi hér á
undanförnum mánuð-
um. Sýnist sitt hverj-
um, eins og við er að
búast. Fullyrðingar
ganga um að góðærið
hafi bætt hag okkar
allra eða að það hafi
einungis dreifst á fáar
hendur, hinir ríku orðið
ríkari. Hvað er rétt og
hvemig á að mæla það?
Ég sakna þess að knáir
fréttamenn upplýsi
eitthvað um þetta, sem
getur jú skipt nokkru.
Við viljum nú öll hafa
það gott, en ef marka má suma póli-
tíkusa, þá höfum við það bara skítt
flest okkar á meðan nokkrir útvald-
ir maka krókinn.
Mér finnst hafa farið fulllítið fyiir
traustum upplýsingum um dreif-
ingu hagsældarinnar síðustu árin og
fór því um daginn að grúska í tölum.
Og viti menn, ég fann í fórum mín-
um tölur um hag 63 þúsund heimila.
Hvernig gengur fólkinu í landinu að
borga af íbúðalánunum sínum?
I byrjun ársins 1997 skulduðu 58
þúsund heimili alls 194,7 milljarða
króna í Húsnæðisstofnuninni. Van-
skil (þriggja mánaða og eldri van-
skil) voru tæplega 1,8
milljarðar, eða 0,9%. í
byrjun þessa árs skuld-
uðu 63 þúsund heimili
231 milljarð í íbúða-
lánasjóði, sem hafði þá
tekið við af Húsnæðis-
stofnuninni sálugu.
Vanskil voru 0,4% og
höfðu lækkað um 786,1
milljón á þessum
tveimur árum, úr
1.768,5 milljónum í
982,4 milljónir, eða um
44,5%. Nákvæm tala
lántakenda var hinn 1.
janúar síðastliðinn
62.935. Þar af voru
3.008 í vanskilum, eða
4,8%. Og af því hagur eldri borgara
hefur verið dálítið í umræðunni má
geta þess að lántakendur 61 árs og
eldri voru í ársbyrjun 7.840 talsins,
þar af voru 152 í vanskilum eða
1,94%. Þeir standa því talsvert bet-
ur í skilum en hinir, sem yngri eru,
hverju sem það svo sætir.
Mér fannst forvitnilegt að skoða
sérstaklega lánin, sem flestir hafa
tekið undanfarin ár við íbúðakaup,
þ.e. húsbréfalánin. Bar saman tölur
1. janúar 1997 og 1. janúar 1999.
Fjöldi lána jókst um 35,7%. Fjöldi
lántakenda jókst um 32,2%. Upp-
reiknaðar eftirstöðvar allra saman-
Ibúðalán
/
Eg fæ því ekki betur
séð, segir Þórhallur
Jósepsson, en að bless-
að góðærið hafí sáldr-
ast um allt þjóðfélagið.
lagðra lána hækkuðu um 38,7%.
Vanskil lækkuðu um 50%, úr 759,1
milljón króna í 380,4 milljónir. Ekki
veit ég annan mælikvarða betri til
að sýna breytingar á hag almenn-
ings í landinu en þennan, þ.e. að
skoða hvernig fjölskyldunum geng-
ur að borga íbúðalánin sín. Víst er
að á krepputímanum í byrjun ára-
tugarins jukust vanskilin og endur-
speglaði sú aukning að harðnað
hafði á dalnum hjá mörgum. Nú
hefur hið gagnstæða gerst, vanskil
hafa ört minnkað, hvort sem skoð-
aðar eru krónutölur eða tölur yfir
fjölda heimila. Ég fæ því ekki betur
séð en að blessað góðærið hafi
sáldrast um allt þjóðfélagið.
Höfundur sat i stjórn Húsnæðis-
stofnunar ríkisins 1991 til ársloka
1998.
Þórhallur Jósepsson
Vanþekking' forsæt-
isráðherra leiðrétt
TALSVERÐ umræða
hefur verið undanfarið
um fjármál stjómmála-
flokkanna, einkum varð-
andi framlög fyrir-
tækja, en þau eru frá-
dráttarbær til skatts
líkt og framlög til
menningar- og líknar-
mála.
Þann 28. aprfl sl. var
forsætisráðherra lands-
ins spurður í blaðinu
DV hvort honum fynd-
ist fjármál stjórnmála-
flokkanna ættu að vera
opin og öllum Ijós. Svar
hans var eftirfarandi:
„Nei, ég tel að fjár-
mál stjórnmálaflokkanna eigi að
vera bundin trúnaðarsambandi milli
styrktaraðila flokksins og viðkom-
andi flokka. Það sé hluti af lýðræð-
iskerfínu í landinu að Stóri bróðir -
ríkið - eigi ekki að vera með putt-
ana í þessu. Þetta er dálítið erfitt
fyrir okkur að skilja hér í skandin-
avískum löndum sem
hafa mikla trú á ríkis-
valdinu. En alls staðar
annars staðar, eða víð-
ast hvar, hafa menn
góðan skilning á því að
þetta trúnaðarsam-
band eigi að ríkja.“
Hér talar forsætis-
ráðherra landsins af
yfirgripsmikilli van-
þekkingu á stjórnar-
háttum vestrænna lýð-
ræðisríkja. Alls stað-
ar, nema í Bretlandi
og á íslandi, er flokk-
um skylt að gefa tæm-
andi upplýsingar um
öll stærri fjárframlög.
Um þessa staðreynd má víða lesa,
m.a. í ágætri grein í tímaritinu
Economist 8. febrúar 1997, en tíma-
rit þetta er til sölu í mörgum bóka-
búðum hérlendis.
í Bretlandi hefur opinber nefnd
mjög mælt með því, að flokkarnir
verði skyldaðir til að gefa upplýs-
Svanur Kristjánsson
ingar um fjármál sín, m.a. til þess
að eyða vaxandi tortryggni um
mútugreiðslur fyrirtækja til stóru
stjórnmálaflokkanna, Ihaldsflokks-
ins og Verkamannaflokksins. Þessi
tillaga hefur hlotið víðtækan stuðn-
ing í breska þinginu. Þegar hún
verður samþykkt mun ísland
standa eitt eftir vestrænna lýðræð-
isríkja með „góðan skilning" á nauð-
Flokkafjármál
Forsætisráðherra
landsins talar af yfir-
gripsmikilli vanþekk-
ingu, segir Svanur
Kristjánsson, á stjórn-
arháttum vestrænna
lýðræðisríkja.
syn þess að fyrirtæki geti greitt
stjórnmálaflokkum bak við tjöldin.
Ummæli forsætisráðherra eru
ekki byggð á staðreyndum.
Höfundur er prófessor.
I
Veist þú hvað Tea Tree vörur
r gætu gert fyrir þig?
■ -
Guðríður Einarsdóttir lyfsali, sérfræðingur í
vítamínum og næringarefnum, veitir róðgjöf
alla fimmtudaga milli kl. 14 og 17.
1 5%afsláttur af öllum Tea Tree-vörum og
vítamínum í Skipholts Apóteki
meðan kynningar standa yfir.
Thursdiy PlaníittH
TEATREE*
Persónuleg róðgjöf og þjónusta fagfólks
Tea Tree-KYNNING
Stærsta Tea Tree-vörulína á markaðnum
frá Thursday Plantation í Astralíu kynnt
fimmtudaginn 6. maí.
Skipholts Apótek
Skipholti 50C, sími 551 7234.
Opið kl. 8.30-18.30 mán.-fös., kl. 10-14 lau.
BETRA LYFJAVERÐ - BETRI ÞJÓNUSTA
Frí heimsendingarþjónusta á lyfjum samdægurs á höfuðborgarsvæðið
Hrein orka fyrir skiiningarvitin.
Hrein meðferð fyrir kroppinn.
-orka fyrir skilningarvitin frá
ilmandi olíum.
-rakagjöf frá fyrstu notkun.
-jafnar húðina með hydroxíð
sýrum.
n
1-%
i % i
I fyrsta sinn í líkamsilmi:
Orkubrunnur með hreinu
E-vítamíni
LANCÖME
PARÍS 'V
Átt þú ekki aðeins skilið það besta?
Við bjóðum þér dekurdaga, fimmtudag,
föstudag og laugardag, þar sem við dekrum
við öll skilningarvitin. Glæsilegir kaupaukar
að hætti Lancöme. Prufur og ráðgjöf. H Y G E A
Guðbjörg og Magnfríður, snyrtifræðingar jnyrtieðrurerjitm
Lancöme. Kringlunni
—MWM
ÞU ERT A BESTA ALDRI
40 ára og yngri
ÞAÐ ER REGLULEGA GOTT AÐ SPARA
Það er mjög mikilvægt að fólk á aldrinum 20-40 ára byrji að
leggja fyrir reglubundið. Þannig má byggja upp öflugan varasjóð
til að forðast lántökur seinna meir og eiga meira til ráðstöfunar
á efri árum. Aðalmálið er að byrja strax að spara en vera ekki
sífellt að bíða betri tíma. Það er nefnilega betra að njóta vaxtanna
en að greiða þá til annarra.
Hafðu samband ogfáðu bækl-
inginn okkar„Þú ert á besta aldri“.
Þarfinnur þú ítarlegri upplýsingar
um spamaðarkosti okkar.
SÍMI 525 6060
Við berulum þeim sem eru 40 ára
og yngri að kynna sér sérstaklega:
• Kosti í reglubundnum spamaði
• Möguleika í lífeyrisspamaði
• 2% viðbótar lífeyrissparnað
• Skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa
• Langtímabréf og Veltubréf
• Alþjóðasjóði Búnaðarbankans
BUNAÐARBANKl NN
VERÐBRÉF
- byggir á trausti
Hafnarstræti 5 www.hi.is verdbref@bi.is