Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lítíll talnaleikur með stór skilaboð EIN HELSTA tekjulind ríkissjóðs er bifreiðaskattar, en Bíl- greinasambandið met- ur það svo að þeir muni skila um 30 milljörðum á þessu ári. Hér leggj- ast saman ýmis gjöld, þungaskattur, innflutn- ingsgjöld, bensíngjöld, skoðunargjöld og svo framvegis. Það sem færri vita er að lands- byggðin ber meirihlut- ann af þessum skött- um. Astæðan er ein- föld; landsbyggðarfólk þarf að keyra lengri vegalengdir og við erfíðari aðstæð- ur en borgarbúar. Hér munar all- nokkru, en samkvæmt neyslukönn- un Þjóðhagsstofnunar eyðir hver meðalfjölskylda úti á landi 40% meira í rekstur bifreiðar sinnai- en gerist og gengur á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Þetta þýðir einfaldlega að landsbyggðarfólk gi-eiðir 40% meira að meðaltali í bifreiðaskatta. Aðeins lítill hluti eða liðlega 8 millj- arðar króna fara til vegagerðar í landinu öllu. Leyfum okkur að reikna Til þess að varpa ljósi á hversu mikil byrði bifreiðaskattar eru fyrir landsbyggðina er ágætt að reikna hvað þeir þýða í krónum. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru 40% af þjóðinni og þurfa að greiða 40% meira í bifreiðaskatta. Lands- byggðarfólk hlýtur því að greiða um 56% af þessum 30 milljörðum sem áætlað er að renni til ríkisins á þessu ári eða um 17 milljarða. Þannig er skattbyrði vegna bifreiðaskatta á hvert mannsbam úti á landi 153 þúsundir króna, en aðeins 80 þúsund í Reykjavík. Munurinn er um 73 þúsund krónur. Þetta þýðir einnig að fjög- urra manna fjölskylda úti landi mun að með- altali greiða um 600 þúsund í bifreiða- skatta, sem er nálægt 300 þúsundum króna meira en jafnstór fjölskylda á höf- uðborgai-svæðinu þarf að bera. Þetta er vanmat Þetta eru auðvitað ónákvæmir Skattheimta Sú spurning sem lands- menn ættu að velta fyr- ir sér við þessar kosn- ingar, segir Jón Bjarnason, er hvernig hægt er að leiðrétta þetta misvægi í skatt- heimtu og bæta jafn- framt fyrir aðra Jón Bjarnason Til bruðargjafa Fallegir borðdúkar í Uppsetningabáðin Hvcrfísgötu 74, sími 552 5270. mismunun. reikningar og vanmeta útlát lands- byggðarinnar, því sum gjöld, s.s. þungaskatturinn, koma fram í hærra vöruverði úti á landi en ekki beinum bifreiðaútgjöldum. Þá leggst virðisaukaskattur ofan á all- an flutning á neysluvörum um land- ið og verður einnig til þess að hækka vöruverð. Þannig er skatt- heimta ríkisins þeim þung í skauti sem þurfa mikið að ferðast í dag- legu lífí eða kaupa vörur langt að. Ferðalögin verða heldur ekki minni vegna þess að nær öll þjónusta á vegum ríkisins er í Reykjavík og þangað verða allir landsmenn að sækja. Atvinnufyrirtæki úti á landi verða einnig harkalega fyi-ir barð- inu á flutningaskattheimtu ríkis- sjóðs sem eykur rekstrarkostnað verulega og skerðir samkeppnis- stöðu landsbyggðarinnar. Hvað er hægt að gera? Sú spuming sem landsmenn ættu að velta fyrir sér við þessar kosningar er hvemig hægt er að leiðrétta þetta misvægi í skatt- heimtu og bæta jafnframt fyrir aðra mismunun, s.s. í aðgangi að menntun og þjónustu. Hér kemur margt til greina. Ein leiðin væri að breyta álagningu óbeinna skatta í grundvallaratriðum, s.s. að lækka bifreiðaskatta og hafa lægra virðis- aukaskattsþrep á landsbyggðinni. Áhrifín af slíkum aðgerðum era hæg en langvirk. Þess vegna gæti verið skjótara og markvissara að breyta innheimtu tekjuskatta. Til að mynda væri hægt að gefa íyrir- tækjum og einstaklingum sérstak- an flutningsfrádrátt vegna búsetu eða með öðrum hætti auka kaup- mátt fólks úti á landi. Sveitarfélög- in þurfa að fá annan tekjustofn en ranglátan fasteignaskatt, t.d. hlut- deild í virðisaukaskattinum. Lands- byggðin þarf að verða fysilegri kostur fyrir minni og meðalstór at- vinnufyrirtæki en nú er, fyrirtæki sem geta greitt góð laun. Ein spurning, eitt svar I raun og vera er spm'ningin að- eins sú hvort við Islendingar viljum hafa byggðastefnu sem jafnar bú- setuskilyrðin eður ei. Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt, þá era leiðréttingar gegnum skattkerfið hin raunverulega byggðastefna sem stendur til boða. Þær aðgerðir einar. ná beint og milliliðalaust ti) einstaklinga og geta gert lands- byggðinni kleift að standa jafnfætis höfuðborgarsvæðinu og laða að fólk og fyrirtæki. Þeim ber að beita. Höfundur er skólastjóri á Hóluni í Hjiiltndíil og skipar fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Norðurlandi vestra. Arangur og aftur árangur ÉG VEIT ekki hversu oft ég hef heyrt spurn- inguna: Um hvað snúast kosningamar? Venju- legast svarar hver eftir því hvað honum finnst að kosningamar eigi að snúast um. Hvað við- komandi vill sjálfur gera að kosningamáli. Það er hins vegar bara Sam- fylkingin sem hefur haft nægan hroka til þess að segja kjósendum hvað þeii' megi ekki lqósa um. Ég held að kosning- arnar snúist um margt og það fari eftir hverjum kjósanda fyrir sig um hvað hann kýs. Þó held ég að enginn geti raunveralega farið og kosið án þess að taka afstöðu til árangurs rík- isstjómar Davíðs Oddssonar og þá sérstaklega árangurs ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum, því efnahags- málin hafa svo mikil áhrif á daglegt líf okkar allra, og öll önnur mál sem við Efnahagsmál Þeir sem eru sammála okkur um þessi mark- mið verða því að taka af- stöðu til þess, segir Arni M. Mathiesen, hvort þeir sem náð hafa góðum ár- angri séu ekki líklegri til þess að gera það áfram. viljum kjósa um tengjast efnahags- málum á einhvem hátt. Markmið í efnahagsmálum Helsta markmið efnahagsstjómar í heiminum er góður hagvöxtur og lítil verðbólga. Náist þessi markmið er gi'unnur lagður að launahækkunum og auknum kaupmætti launþega. Mistakist efnahagsstjórnin æðh' verð- bólgan áfí-am og launahækkanir og sparifé brenna upp. Ofangreind markmið era líka lykill- inn að auknum tekjum ííkissjóðs sem stendur undir velferðarkerfinu og er grandvöllur þess að t.d. almannatryggingar geti innt hærri greiðslur af hendi til skjólstæðinga sinna. A þessu sviði hefur náðst óumdeildur ár- angur allt þetta kjör- tímabil. Hagvöxtm’ upp á 5% á ári í fjögur ár og verðbólga í lágmarki. Kaupmáttaraukning að meðaltali 24% á fjórum áram. Til þessa árang- urs verða kjósendur að taka afstöðu. Bætt staða í'íkisljármála Helsta stjórntæki ííkisvaldsins í efnahagsmálum era fjárlög og ríkis- fjánnálin. Þar hefur verið markmið ííkisstjómarinnai' að ná jöfnuði og síðan að skila afgangi og greiða niður skuldh' ríkissjóðs. Þetta er afar mikil- vægt eftir langvarandi hallarekstur og skuldasöfnun ríkissins. Þetta hef- ur tekist því ríkissjóður er rekinn með afgangi, hvort sem reiknað er á greiðslugranni eða rekstrargranni, og skuldir greiddar niður um 30 millj- arða á tveimur áram. Á sama tíma hefur tekist að auka fjárframlög bæði til heilbrigðis- og menntamála. Framtíðin Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því að hagvöxtur verði áfram góður hér á Iandi og verðbólga verði áfram í lág- marid. Við höfum sýnt að það er hægt að ná árangri á þessu sviði og að sá árangur hefur skilað sér í auknum kaupmætti til allra. Við stefnum áfram að því að reka ríkissjóð með af- gangi og greiða niður skuldir en jafn- framt að bæta úr ýmsu sem betur má fara í velferðarkerfinu, sérstaklega hjá öldraðum og fótluðum. Við teljum líka skynsamlegt að fjárfesta fyrir framtíðina í góðri menntun þjóðai'- innar. Þeir sem era sammála okkur um þessi markmið verða því að taka afstöðu til þess hvort þeir sem náð hafa góðum árangri séu ekki líklegri til þess að gera það áfram. Það er ár- angur og aftur árangur sem skiptir máli. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem nær ái'angri. Höfundur er nlþingismaður og skip- ar fyrsta sæti á lisla Sjálfstædis- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Árni M. Mathiesen Silkibolir, margir litir Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Netfang: blanco@iin.is Veffang: www.blnnco.eM.is Um fiskveiðistjórnun ÉG HEF alla tíð ef- ast stórlega um ráð- gjöf Hafrannsókna- stofnunar um þorsk- veiðarnar. Ráðgjöfin byggist á túlkun rann- sóknargagna sem eng- inn efast í sjálfu sér um. Reynsluheimur flestra sem ég þekki bendir eindregið til þess að þorskstofninn rísi og hnígi mjög hratt vegna marghátt- aðra líffræðilegra skil- yrða sem breytast í sí- fellu. Fyrir þessar skoð- anir hef ég mátt þola það oft að vera talinn „óábyrgur" eins og hinir „rétttrúuðu" orða það. En við skulum láta það liggja milli hluta að sinni hvort við erum á réttri leið við uppbyggingu þorskstofnsins - sem er meining svo margra - eða á villigötum - eins og ég hef löngum óttast. Fyrir síðustu Alþingiskosningar gerðum við frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, Einar Kristinn, Olafur Hannibals- son, Guðjón A. Kristjánsson og ég, rækilega grein fyrir því sjónarmiði okkar að í stað þess að ákvarða á hverju ári ákveðið magn sem veiða skyldi (afla- mark) væri mun lík- legra til árangurs að reyna að stjórna sókninni í þorskstofn- inn. Rétt sókn myndi minnka sveiflurnar í stærð þorskstofnsins og þannig væram við nær því að ná há- marksnýtingu hans. Þess er skemmst að minnast að tillögur okkar féllu í afar grýttan jarðveg svo ekki sé meira sagt. Ástæðumar eru greinilega þessar: 1. Menn trúa því alls ekki að hægt sé að stjóma afkastagetu fiskveiðiflotans. 2. Menn trúa því almennt að hægt sé að byggja upp þorskstofn- inn eins og Hafrannsóknastofnun heldur fram og því sé aflamarks- kerfið rökrétt stjómunaraðferð. Ég hef ekki skipt um skoðun síðan þá og svo er ekki heldur um Fiskveiði * Eg trúi því, segir Einar Oddur Kristjánsson, að hægt sé að þróa físk- veiðistjórnunarkerfíð til hagsbóta fyrir vest- firskar byggðir og landið allt. félaga mína - það best ég veit. Við höfum allar götur síðan staðið saman að tillöguflutningi um stjóm fiskveiðanna og borið fram við stefnumótun innan Sjálfstæðis- flokksins. Nú síðast á landsfundi flokksins í mars. Þar fluttum við sameiginlega, ég, Einar Kristinn og Guðjón Amar, breytingartillög- ur er varða stefnu flokksins í fisk- veiðimálum. Sumar voru sam- þykktar. Aðrar vou felldar eins og gengur. Atvikin höguðu því þannig að Guðjón Amar var ekki með okkur á framboðslista Sjálfstæðisflokks- Einar Oddur Kristjánsson ins á Vestfjörðum. Eftir að það var ljóst ákvað hann að leiða lista Sverris Hermannssonar. Ég hanna það því þannig dæmdi Guð- jón Arnar, sem er góður liðsmaður í alla staði, sjálfan sig úr leik við að hafa áhrif á þróun fiskveiðistjórn- unarmálanna. Fiskveiðistjórnunarkerfið er og verður í stöðugri þróun. Allir stjómmálaflokkarnir era sammála um að endurskoða þurfi kerfið á næstu tveimur áram. Breytingar verða þó varla nema fyrir vilja og framgang Sjálfstæðisflokksins. Á sameiginlegum framboðsfundi á Patreksfirði sl. föstudag gat for- maður Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, þess réttilega að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ægis- hjálm yfir aðra stjórnmálaflokka íslenska. Ég trúi því að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnunarkerfið til hags- bóta fyrir vestfirskar byggðir og landið allt - og því skiptir öllu máli að hafa áhrif í stjómmálaflokknum sem ber“ægishjá)m“ yfir aðra flokka. Ég vil benda lesendum á gi-einar mínar um fiskveiðistjómun o.fl. á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum [„Lífsi-ými fyrir litla báta“ htt:/Avww.snerpa.is/xd/grein- ar/batar.html] Höfundur cr alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.