Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 53 Skýrar línur! - Vilt þú breyta? AÐ MINNSTA kosti þrír af hverjum fjórum landsmanna eru ósáttir \úð kvótakei'fið í fisk- veiðum og afleiðingar þess. Þar ber hæst kvótabraskið og auð- söfnun hinna fáu út- völdu, sægi-eifanna og gjafakvótaþeganna. Það sæidr mjög réttlæt- iskennd mikils meiri- hluta þjóðarinnar. Aðr- ar afleiðingar eru einnig alvarlegar. Nýliðun er útilokuð í greininni, brottkast afla er gífurlegt og brottfall fjánnagns með sam- svarandi skuldaaukningu útgerðar- innai’, þegar gjafakvótaþegar eða réttartakar þeirra, svo sem erfingj- ar, innleysa til sín sameign þjóðar- innar, óveidda fiskinn í hafinu um alla framtíð, með kvótasölu. Sjávai’- þorpunum vítt og breitt um landið hefur blætt og er að blæða út. Fólk- ið missir atvinnuna og hrökklast burt frá verðlausum eignum sínum, en meðal meginmarkmiða laganna um stjórn fiskveiða er þvert á móti að treysta atvinnu og byggð í land- inu með vemdun fiskistofna. Vemd- unin hefur nær engu öðra skilað en ofsagróða sægreifanna, sem þeir og gæslumenn sérhagsmuna þeÚTa á Alþingi verja með kjafti og klóm. Gróði einstaklinga við kvótasölu er mismunandi, þó oftast tugir milljóna króna og margsinnis hundruð milljóna króna. Hinir stærstu geta að vild ráðskast með þúsundir milljóna króna hver, svo sem þeir Samherjafrændur svo einhverjir séu nefndir, með sölu hlutabréfa í fyrirtæki sínu, t.d. fyr- ir eitt þúsund milljónir, sem er næn-i markaðsverðmæti þeirrar aukningar sem það fyrirtæki fékk í viðbótar-gjafakvóta á þessu fisk- veiðiári. Af slíkri sölu sameignar þjóðarinnar myndi greiddur 10% skattur af söluhagnaði. Davíð og réttlætiskenndin Nú liggur fyi-ir skýrt og skorin- ort að þetta ráðslag særir ekki réttlætiskennd Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því lýsti hann yfir fyrir alþjóð á Stöð 2. Réttlætis- kennd hans og mikils meirihluta þjóðarinnar á ekki samleið. Mun hann særa réttlætiskennd sína til að bæta þar úr? Nei! Það mun hann ekki gera og ekki Sjálfstæðis- flokkurinn eða þingmenn hans. Þetta hefur mér og fleiram lengi verið ljóst. En nú vita þetta allir. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins, sem birtist fyrst 29. apr- íl, aðeins 10 dögum fyrir kosningar, segir: „Löggjöf um stjórn fiskveiða verður í þróun með það að leiðar- ljósi að ná um hana frekari sátt og hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt með ótvíræðum hætti vilja sinn til að ná samstöðu meðal þjóðarinnar um þetta mál.“ (Leturbr. mín.) Hvaða sátt er verið að tala um, sem á að ná „frekari sátt“ um? Það er engin sátt fyrir hendi. Hinir fáu út- völdu „eigendur" sameignarinnar í hafinu eru e.t.v. flestir sáttir við sitt kerfi. Um það verður engin sátt hjá þon-a þjóðarinnar. Sátt um hvað? Hefur Davíð eða Sjálfstæðis- flokkurinn komið fram með ein- hverjar hugmyndir um breytingar, sem „frekari sátt“ getur orðið um? Engar fyrir þær kosningar, sem fara í hönd. Davíð kom hins vegai’ með aldeilis dæmalausa hugmynd sl. haust, sem var efnislega sú að allur almenningur, sem kaupa vildi hlutabréf í útgerðarfyrh’tækjum, fengi sérstakan skattafslátt. Þetta myndi þýða að selj- andi sameignarinnar, í formi hlutabréfa, gi’eiddi 10% fjár- magnstekjuskatt, og kaupandinn fengi skattafslátt, jafnvel veralegan. Ríkið væri sem sagt að greiða fyrir það í formi skatt- afsláttar kaupandans, að sægreifinn hlyti ofsagróða íyrir gjafa- kvótann, sem afhentur var án endurgjalds. Þetta er forkastanleg hugmynd. Engar aðr- ar hugmyndh- hafa heyrst frá Sjálfstæðis- flokknum, enda vill hann engu breyta sem máli skiptir. Það sýna best viðbrögð Davíðs við dómi Hæstaréttai’ 4. desember sl. í máli Valdimars Jóhannessonar, sem skipar 1. sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjanes- kjördæmi, gegn íslenska ríkinu og fálmkenndar breytingar, sem gerð- ar voru á lögunum um stjórn fisk- veiða í janúar. Réttai-vitund Davíðs og Hæstaréttar fara þar ekki sam- an. Nú geta víst allir sem hafa yfir Fiskveiðistjórnun Láttu sannfæringu ráða vali þínu, segir Hlöðver Kjartansson, sem hér skrifar um kvótakerfið og afleiðingar þess. haffæra skipi að ráða fengið veiði- leyfi, en mega ekkert veiða, nema kaupa réttinn af þeim, sem fyrir löngu hafa fengið öllum aflaheim- ildum úthlutað. Þetta er það jafn- ræði og atvinnufrelsi sem kvóta- flokkarnir staðhæfa að standist stjómarskrá. Formaður hins stjórnarflokksins, Halldór As- grímsson, brást þannig við dómin- um, að stönguðust lögin um stjórn fiskveiða á við stjómarskrá þyrfti að breyta stjómarskránni. Vont er þeiri’a ranglæti, en verra er þeirra réttlæti! Þeir hafa engan vilja sýnt til þess að uppfyllt verði sú krafa sem í dóminum felst, að fiskveiði- stjórnunarkerfið uppfylli skilyrði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og jafnræði borgaranna. Með dómin- um er núverandi kei’fi brostið. Þeir sem ekki viðurkenna það eins og við á um kvótaflokkana geta engu breytt sem breyta þarf. Skattlagn- ing veiðiheimilda svarar „í engu þeim kröfum sem Hæstiréttur gerði í umræddum dómi“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarátvegsráð- herra í umræðum um dóminn á Al- þingi 5. desember sl. Auðlindagjald breytir engu. Auðlindanefndin, sem stjómarflokkamir hafa reynt að skýla sér á bak við í kosningabar- áttunni, gerir það ekki heldur. Kosiiiiigarnar 8. maí Kjósandi góður! Valið 8. maí er einfalt. Þá er valdið þitt. Láttu sannfæringu ráða vali þínu. Viljir þú óbreytt ástand kýstu kvóta- flokkana, sem gæta sérhagsmuna hinna fáu útvöldu. Ef þú vilt grundvallarbreytingar á kvótakerf- inu og kvótabraskið burt og að at- kvæði þitt nái til þess áhrifum á Al- þingi skora ég á þig að kjósa Frjálslynda flokkinn. Annars verð- ur engu breytt sem máli skiptir. Höfundur er lögmaður og skipar 7. aæti á lisla Frjálslynda flokksins f Reykjaneskjördæmi. Hlöðver Kjai’tansson Aðför að sjómönnum ÞAÐ vakti mikla at- hygli að hinn nýi fjár- málaráðherra var ekki fyrr setztur í stóhnn en hann hóf máls á að afnema þyrfti hinn svokallaða sjómanna- afslátt og létta þeirri byrði af ríkiskassan- um. Það hefh’ einnig vakið athygh og undr- un að forystumenn helztu lénsveldanna, Granda, Samherja, UA og Þormóðs ramma, hafa allir kveðið upp úr með það að undan- förnu að endurskoða þyrfti launakjör sjómanna með stórskerðingu fyrir augum. Nú er það ekki nýtt fyrirbrigði að Þríhross og Bogesenar allra tíma vilji skerða kjör launamanna. Hitt kemur á óvart, að það skuli gert á sama tíma og umboðsmenn greifanna á Alþingi og í ríkisstjórn keppast um fyrir kosningar að lýsa velsæld fyrirtækjanna og þjóðar- innar allrar vegna fiskveiðistjórn- ar, sem þeir lýsa sem hinni full- komnustu í heimi. Homsteini far- sældar og hagsældar íslenzku þjóð- arinnar. En mikill vill meira. Þótt kvóta- flokkarnir séu búnir að færa léns- herrunum sjávarauðlind alþjóðar að gjöf að fjárhæð hundi’uð millj- arða er það þeim ekki nóg. Að sjó- menn eigi einhvern rétt til þeirra auðæfa er álíka fima og ef þrælar miðalda hefðu gert tilkall til tekna lénsveldisins. Og nú, þegar að því líður að örfá- ir auðmenn verða einráðir um aðal auðsuppsprettu þjóð- arinnar, munu þeir að sjálfsögðu skammta vinnuþýjum sínum úr hnefa. Þeh’, sem æmta, verða umsvifalaust reknir úr starfi, enda virðast greifarnir ekki þurfa að gera sér áhyggjur vegna sam- taka sjómanna. Þar era ýmsir í forystu, sem kyssa á vöndinn auðmjúkir. Ráðamenn virðast nú vera búnir að gleyma því á hvaða rökum sjómannaaf- slátturinn var reistmv Eða láta sig engu um það varða. Þeir, sem þekkja til starfa sjó- manna á Islandsmiðum, vita að þau Sjómannaafsláttur Þeir, sem neita að hlusta á sanngjarnar lausnir, segir Sverrir Hermannsson, en skara áfram eld að sömu kökunni, eru að leika sér að eldi. eru ekki sambærileg við nein önn- ur. Þau era miklu áhættusamari, þótt mikið hafi áunnist í öryggis- málum. Menn dvelja langdvölum frá heimilum sínum. Sjómenn fá með engum hætti sambærilegum notið1' samfélagsþjónustu margvíslegrar, sem öðram stendur til boða. Sjó- mannskonur færast miklu meira í fang um framfærslu og uppeldi barna sinna en aðrar. Þær eiga einnig miklu örðugra um vik að stunda vinnu utan heimilis. Þess má geta, að sjómannaaf- sláttur er ekki séríslenzkt fyrir: brigði. Hann tíðkast í Noregi. I Færeyjum tóku menn upp 15% sjó- mannaafslátt sl. sumar. Er um hann góð samstaða, enda hefir engu lénsveldi sægreifa verið kom-. ið upp á þeim eyjum. Það þarf engan að undra, þótt upp komi hugmyndir um niðurfell- ingu sjómannaafsláttar. Allar auka ívilnanir til handa almennum launamanni er fleinn í holdi frjáls- hyggjumanna. Þetta hefir Hannes Hólmsteinn auðvitað bent forystu Sjálfstæðisflokksins á, enda stjóm- ar hann hugmyndafræði þeirra. Svo lágt áttu þeir eftir að lúta. Þær blikur era á lofti í íslenzkum stjórnmálum, að enn um hríð muni fram halda sú óáran sem gandríður efnahagskei’finu: Gjafakvótinn og frjálst framsal hans. Aldrei í sögu íslands hefii’ jafn fáum verið færð- ur í hendur slíkur fima auður með jafn óbilgjörnum hætti. Þeir, sem neita að hlusta á sann- gjamar lausnir, en skara áfram eld að sömu kökunni, era að leika sér að eldi. Eldi, sem hleypa mun þjóð- félagsbyggingunni í bál og brand innan örfárra ára, með umbrotum, sem ekkert slökkvilið kann að ráða við. Höfundur er formaðiir Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson Sómasamleg fram- færsla - mannréttindi ÞAÐ ER dapurlegt að skoða hvernig kjör þeirra verst settu, ör- yi’kja og ellilífeyris- þega, hafa rýrnað í samanburði við kjör annarra á undanfóm- um góðærisái’um. Framsóknarmenn telja þennan hóp greinilega ekki til fólks þegar þeir tala um fólk í fyrirrámi og sjálfstæðismenn virðast ekki vita að hann sé yfirleitt til þegar þeir tala um ár- angur fyrir alla. Kaldhæðni Forsætisráðherra kallar til talna- spekinga sína og þeir reikna út af fullkominni kaldhæðni að prósent- urnar sýni það að fólk í hrikalegum aðstæðum hafi aldrei haft það betra. í skýi-slu sem þeir leggja fram er snúið út úr staðreyndum m.a. með því að tala um að það sé eðlilegra að miða þróun bóta þess- ara einstaklinga við almenna launa- þróun heldur en þróun lágmarks- launa. Hækkun lágmai’kslauna um- fram önnur laun var að sjálfsögðu viðurkenning á því að laga hafi þurft stöðu þeirra verst settu um- fram aðra. Því er samanburðurinn við lágmarkslaunin auðvitað réttur. Undanfarin 5 ár hafa lágmarks- launin hækkað um 52% en bætur til 75% öryrkja hafa einungis hækkað um 22%. Sú staðreynd að ef skatt- leysismörk hefðu fylgt launaþróun á kjörtímabilinu væra þau um 77.000 í stað 58.000 gerir að verk- um að nú era þessir hópar farnir að borga skatta af strípuðum bótum. Frelsið Heimdellingar hafa malað um frelsið en það er greinilega ekki frelsi allra, Samflokks- menn þeirra í ríkis- stjórn hafa séð til þess með því að standa fyr- ir og viðhalda stór- kostlegri frelsisskerð- ingu. Það er lítið gagn að hafa frelsi til að velja á milli sjónvarps- stöðva þegar maður hefur ekki einu sinni efni á einni. Eða þá frelsi til að horfa á vöraúrvalið inn um gluggann með tóma vasa. Þessir hópar hafa heldur ekki tæki- færi til þess að njóta frelsis hlutabréfa- markaðarins og njóta ávaxtanna af einkavæddum fyrirtækjum, aurinn dugir varla fyrir því. Kosningar Húmanistaflokkurinn setur það fram sem forgangsmál, segir Kjartan Jdnsson, að bætt séu kjör hinna verst settu. Mannréttindi Stór hluti landsmanna er á ein- hverjum tíma á ævi sinni í lægstu launaflokkum. Þegar fólk er ungt, jafnvel áður en það hefur lokið fullu námi eða tímabundið af öðr- um ástæðum. Það era mjög fáir sem hafa þessi laun til lengdar. Ör- yrkjar hafa margir ekkert annað en bæturnar og e.t.v. eitthvað smá- ræði úr lífeyrissjóði. Ólíkt vinnandi Kjartan Jónsson fólki með lág laun hafa þeir ekki tök á því að auka tekjurnar með því að vinna mikið. Það era mann- réttindi, ekki ölmusa, að hafa þá framfærslu sem þarf til þess að geta, ekki aðeins sinnt framþörfun- um, heldur verið félagslega virkur einstaklingur. Neyð Húmanistaflokkurinn setur það fram sem forgangsmál að bætt séu kjör þessara hópa. Hann setjur jafnframt fram tillögur um hvernig hægt sé að framkvæma það án kostnaðarauka með breytingum á almannati’ygginga- og lífeyi’is- sjóðakerfinu. Þetta era tillögur sem tekur tíma að koma í fram- kvæmd en ástandið er þannig að það er nauðsynlegt að bregðast við fljótt. Við Islendingar bregðumst yfirleitt vel við þegar við skynjum neyð annarra. Við þurfum að bregðast við þessari neyð, hún er mjög raunveraleg fyrir þúsundir, íslendinga og við þurfum að gera það fljótt. Höfundiir eríl. sæti á lista Húman- istaflokksins í Reykjavík. Hugsaðu um húðina er frábært á sjúkrahúsinu og enn betra heima! Fæst í flestum apótekum Dreifing T.H. Arason sf., fax/sími 554 5748 og 553 0649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.