Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞAÐ hlaut að koma að því fyrr en seinna að Dóri hrasaði um einhverja Breiðdalsvíkina. Ölfusfórir - Fugla- verndar- svæði Eyrarbal 'orlákshöfn Friðland fugla við Ölfusá Útivistar- svæði fyrir almenning Erfðabreytt mat- væli verði merkt FYRIRHUGAÐ friðland fugla við Ölfusá í Árborg verður um 400 hektarar að stærð samkvæmt aðal- skipulagi hins nýja sveitarfélags. Svæðið er vestan við Eyrarbakka og liggur þaðan upp með Ölfusá. Verkefninu var ýtt úr vör 1996 í samstarfi Eyrarbakkahrepps og Fuglavemdai*félags Islands en styrkur til þess var veittur úr um- hverfissjóði Verslunarinnar, að sögn Magnúsar Karels Hannesson- ar, fyrrverandi oddvita Eyrar- bakkahrepps. Friðlandið sem um ræðir var sett inn í nýtt aðalskipu- lag Eyrarbakkahrepps 1997. Nýja sveitarfélagið Árborg tók síðan við verkefninu. Þegar er byrjað að undirbúa hluta svæðisins og er lagning stíga hafin. SAMKVÆMT reglugerð, sem ráð- gert er að taki gildi innan skamms, verður skylt að merkja sérstaklega öll erfðabreytt matvæli af fyrstu kynslóð, það er að segja önnur en þau sem seld em blönduð öðrum matvælum. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu Guð- mundar Bjarnasonar umhverfis- ráðherra þessa efnis. Ingimar Sig- urðsson, skrifstofustjóri í umhverf- isráðuneytinu, segir að reglugerðin muni taka gildi innan fárra daga eða vikna en að líklega verði veitt- ur aðlögunarfrestur fram að ára- mótum. Hann segir að heimild sé í lögum frá 1995 fyrir því að krefjast umbúðamerkinga vegna fram- leiðsluaðferða. Mikil umræða hefur farið fram í Evrópulöndum vegna sölu á erfða- breyttum matvælum undanfarin ár og hefur andstaða gegn þeim verið einna hörðust í Bretlandi. Nokkrar af stærstu matvöruverslanakeðjum Bretlands hafa á síðustu vikum ákveðið að hætta sölu á erfða- breyttum matvælum. Að sögn Ingimars gengur sú reglugerð sem ráðgert er að setja hér ekki lengra en gert er í ná- grannalöndunum og Evrópusam- bandinu, en í Bandaríkjunum og Kanada eru erfðabreytt matvæli ekki merkt sérstaklega. Málþing gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Reynsla sjúklinga og aðstandenda Rósa Þorsteinsdóttir HAGDEILD gjör- gæsluhj úkrunar- fræðinga hélt sl. föstudag málþing um líð- an sjúklinga og aðstand- enda á gjörgæsludeild- um. Þing þetta var liður í fastri starfsemi Deildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga og var því ætlað að gera skil reynslu sjúk- linga og aðstandenda sem þurft hafa að njóta aðstoðar á gjörgæslu- deildum. Á málþinginu sögðu tveir sjúklingar og einn aðstandandi frá reynslu sinni, einnig drógu þrír hjúknmar- fræðingar saman fræði- legar niðurstöður. Rósa Þorsteinsdóttir er for- maður fagdeildar gjörgæslu- hjúkrunaríræðinga. Þótti henni þessar reynslusögur mikilvægar fyrir starfsfólk gjörgæsludeilda? „Já, þetta var áhugavert efni og fræðandi. Sérstaða sjúklinga- hóps sem lendir á gjörgæsludeild og aðstandenda þein-a felst í því að yfirleitt er um að ræða bráða- innlagnir vegna alvarlegra veik- inda og slysa. Sjúklingur getur verið mjög illa leikinn t.d. eftir slys, meðvitundarlaus, hann get- ur orðið í sumum tilvikum mjög persónuleikabreyttur. Bæði sjúklingur og aðstandendur eru ofurseldir aðstæðum og alger- lega háðir öðrum. Gjörgæslu- deildir eru mjög tæknivæddar, umhverfið getur því verið trufl- andi, hljóð berast frá tækjum, starfsfólk þarf að sinna öðrum sjúklingum. Hjúkrunarfræðing- ur sem starfar á gjörgæslu þarf að sinna sjúklingum sínum og aðstandendum þeirra stöðugt allan tímann sem þeir standa vaktir á deildinni. Hjúkrunar- fræðingar þurfa að geta túlkað allar þarfir sjúklings sem ekki getur tjáð sig og aðstandenda sem oft eru illa haldnir af „sjokki“ sem gjaman fylgir í kjölfar alvarlega veikinda ná- komins fólks. Markmið gjör- gæsluhjúkrunarfræðinga er m.a. að draga eins og unnt er úr áreiti umhverfisins.“ - Hvað fannst fyrrverandi sjúklingum markverðast í reynslu sinni á gjörgæsludeild? „Peir nefndu sérstaklega báðir hin wörgu „ævintýri", sem þeir lentu stöðugt í. Veruleikaskyn þeirra var mjög brenglað og þeir upplifðu ofskynjanir í bland við veruleikann. Litabrenglanir voru þeim eftirminnilegar og einnig það að finnast þeir vera fangar í eigin lík- ama. Einnig að að- stæður væru allt aðrar en þær raunverulega voru og fólkið í kring virtist einnig allt annað en það er í veruleikanum. Þeir sem þurfa að vera í öndunarvélum eiga sér- lega eríitt með að tala og þeim gengur oft illa að koma hjúkrun- arfræðingum í skilning um þarfir sínar. Þetta upplifðu báðir sjúk- lingarnir sem töluðu á málþing- inu. Þorsti og munnþurrkur var algengur og olli miklu hugar- angri.“ - Hvað kom markverðast fram í máli aðstandandans sem talaði á umræddu þingi? „Að hann veitti athygli að álagið á deildinni var mjög mikið og að það kom niður á hjúkruninni. ► Rósa Þorsteinsddttir er fædd árið 1955 á Fáskrúðsfirði. Hún lauk BS-prdfi í hjúkrunarfræði frá Háskdla íslands 1996. Hjúkrunarprdf tók hún fyrst í Tönsberg í Noregi 1977 og lauk prdfi við sérmenntun í gjör- gæsluhjúkrun á sama stað 1978. Rdsa hefur starfað við gjör- gæsluhjúkrun erlendis og hér á landi. Hún hefur starfað m.a. í Noregi, Svíþjdð og Saudi-Ara- bíu. Einnig hefur Rdsa starfað sem hjúkrunardeildarstjóri og hjúkrunarframkvæmdastjóri. Nú starfar hún sem hjúkrunar- fræðingur við Hrafnistu en er jafnframt formaður Deildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga. Einnig er hún fundarritari Evrdpusamtaka gjörgæslufélaga. Rósa er dgift og barnlaus. Honum þótti hún ekki eins góð og hún hefði getað verið hefði álagið verið minna. Þetta teljum við mjög alvarlegt. Einnig veitti hann því athygli að starfsaðstað- an var að hans mati mjög léleg.“ - Komu fram hugmyndir um úrbætur? „Já, til dæmis í sambandi við erf- iðleika sjúklinga við að tjá sig. Annar sjúklinganna fyrrverandi lagði til að stafaspjöld yrðu end- urbætt og þjálfun starfsfólk í að nota þau verði aukin. í sambandi við litabrenglanir kom fram að sjúklingar skilgi-eina á stundum gulan lit sem „vondan“ og ótta- legan og ráðlegt er því að mála ekki veggi sjúkrastofa á gjör- gæsludeildum gula. Meðal ann- ars getur svona martraðarástand orsakast af streitu og lyfjagjöf- um.“ - Er hægt að minnka meira en gert er hin neikvæðu áhrif sem sjúklingar verða fyrir í alvarlegum veikindum á gjörgæsludeildum? „Við getum ekki komið í veg fyr- ir þessi neikvæðu áhrif en senni- lega minnkað áhrif þeirra með því t.d. að stuðla að betri svefni og hvíld. Einnig hefur góð reynsla fengist af því erlendis að hjúkrunarfræðingar og aðstand- endur haldi dagbók um það sem gerist í lífi sjúklingsins á gjör- gæsludeildinni. Þegar sjúkling- urinn hefur hlotið bata og er far- inn heim getur hann lesið um það sem gerðist og það getur aft- ur haft jákvæð áhrif í þá átt t.d. að sjúklingurinn skilji betur hvað fyrir hann hafi komið.“ Veruleika- skynið ofl brenglað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.