Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Afmælisárgangur 20 ára stúdenta færði Flensborgarskóla veglega gjöf • • Oflugt tölvu- og netkerfí tekið í notkun Morgunblaðið/Halldór SAMSTARFSVERKEFNI Flensborgarskóla og fyrirtækja um upplýs- ingatækni kynnt. Á myndinni eru (f.h.) Árni Mathiesen oddviti 20 ára stúdenta, Einar Birgir Steinþórsson skólameistari og í pontu Björn Bjarnason menntamálaráðherra. SÉRSTAKT samstarfsverkefni Flensborgarskóla, atvinnufyrir- tækja og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu tölvu- og upplýsinga- miðla var kynnt á fundi í skólanum nýlega. Undirbúningur verkefnisins hófst í fyrravor, að frumkvæði ár- gangs stúdenta skólans sem þá áttu 20 ára afmæli, en til stendur að all- ur búnaður verði til staðar í skólan- um og tilbúinn til notkunar í haust. Einar Birgir Steinþórsson, skóla- meistari, lýsti yfir ánægju sinni með samstarfsverkefnið og þakkaði þeim sem ýttu því úr vör. Um væri að ræða „óvenjulega gjöf“ og eina þá stærstu sem skólanum hefði ver- ið færð. Markmið verkefnisins væri að byggja upp öflugt tölvu- og net- kerfi sem uppfyllti ströngustu kröf- ur. Auk Hafnarfjarðarbæjar eru Opin kei-fi, Landssíminn og Spari- sjóður Hafnarfjarðar lykilfyrirtæki í samstarfmu. Rúmlega tuttugu manns eru í 20 TAL er eins árs í dag Selur GSM- síma á eina krónu TAL er eins ár í dag, miðviku- daginn 5. maí. „í tilefni af af- mælinu selur TAL GSM-síma á eina krónu. Hægt verður að kaupa sírnana í öllum verslun- um TAL. Sumartilboð TAL heldur áfram en viðbrögð við því hafa verið góð og seldust 1.000 símar á fyrstu vikunni,“ segir í tilkynningu. „Afmælisgjöf TAL til við- skiptavina sinna er sú að hægt er að hringja ókeypis á milli tveggja TAL GSM-síma,“ segir þar ennfremur. ára afmælisárgangnum sem stendur að gjöfínni. Forsvarsmenn hópsins eru Ami M. Mathiesen alþingismað- ur, Ásgrímur Skai-phéðinsson for- stöðumaður tölvudeildai- Kaupþings og Þórður Helgason forstöðumaður Eðlis- og tæknideildar Landspítala. Fram kom í kynningarræðu Árna M. Mathiesen að þar sem afmælis- árgangurinn væri ekki stór hefðu samskot, t.d. til tölvukaupa, dugað skammt og því verið ákveðið, í sam- vinnu við skólanefnd, að marka stefnu í tölvumálum og koma verk- efni þar að lútandi á laggirnar. Kostnaður 20 milljónir Ásgrímur Skarphéðinsson út- skýrði tæknilegu hliðar verkefnis- ins. „Við ákváðum að leggja inn í skólann breiðustu „hraðbraut“ (eða ATM-band) sem völ er á. Settar verða upp tvær stofur, hvor með 24 tölvum, og verður kerfíð sérhannað fyrir mikla flutningsgetu á hljóði, mynd og öllu margmiðlunarefni." Kerfið sem um ræðir er dýrt í upp- setningu, að sögn Ásgríms, uppkom- ið í haust kosti það um 20 milljónir. „Þetta verður að okkar viti alveg ný vídd sem skapast þama í skólakerf- inu,“ segir Ásgn'mui'. „í framhaldi verða stofnuð hollvinasamtök til að þróa verkefnið. Það er okkar von að sá félagsskapur haldi áfram að byggja kerfið upp. Okkar hlutverk er að koma boltanum af stað.“ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra var viðstaddur og óskaði hann samstarfsaðilum til hamingju með verkefnið. Hann áréttaði mikilvægi þess að allir kæmu úr grunnskóla í framhaldsskóla með góða kunnáttu í upplýsingatækni. Samstarfsverk- efnið væri mikilsverður áfangi í því að gera góðan skóla enn betri. Einar Birgir, skólameistari, kvað verkefnið hafa mikla þýðingu fyrir skólann. „Við fáum þarna til sam- starfs fólk sem er framarlega í at- vinnulífinu og sem kemur til með að leggja fram sína sérþekkingu í upp- lýsingakerfið.“ verið teknar stefnir allt í að hann komi,“ sagði Olafur í samtali við Morgunblaðið í gær og er gert ráð fyrir að heimsókn Obuchis standi yf- ir dagana 21.-23. júní. Við undirbúning komu Obuchi er í mörg hom að líta en talið er að með honum komi allt að á þriðja hundrað manns. Er það fylgdarlið, fjölmiðla- fólk og áhafnir flugvélanna sem flytja ráðheirann hingað. Að sögn Olafs miðast allur undirbúningur við það sem var í Bergen fyrir tveimur árum og var hópurinn þá um 220 manns. Unnið er að undirbúningi af fullum ki-afti og er búið að vinna að því í þónokkum tíma að leysa þann vanda sem skapast gæti varðandi gistingu slíks fjölda yfir sumartímann. Lúðvík Emil Kaaber um rök fyrir nýrri málshöfðun Neitunin er andstæð jafnræði og atvinnufrelsi „ENN em landsmenn hindraðir í því að geta notið sama atvinnurétt- ar í sjávarútvegi og tiltölulega fáir einstaklingar njóta enn í trássi við dóm Hæstaréttar í kvótamálinu," segir Lúðvík Emil Kaaber, lög- maður Valdimars Jóhannessonar, sem hefur stefnt sjávarútvegsráð- herra og krafist þess að lýst verði ógild neitun Fiskistofu á synjun á umsókn Valdimars til aflahlut- deilda. Valdimar krefst þess að viður- kennt verði með dómi að stjórn- völdum beri að veita honum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, heimild til að veiða sjávarafla án þess að þurfa að leita um það til þeirra sem þegar hafa fengið til þess rétt. Lúðvík Emil Kaaber segir að stjórnvöld neiti skjólstæðingi sín- um um rétt til að veiða úr ákveðn- um fiskistofnum sem hann hafði sótt um nema að hann kaupi þann rétt af þeim sem hafi hann í krafti þeirra sömu lögbundnu forréttinda og Hæstiréttur hafi talið andstæð jafnræðisreglu 65. greinar stjórn- arskrárinnar og atvinnufrelsis- reglu 75. greinar hennar. Lúðvík vitnar til dóms Hæsta- réttar þar sem segir að þótt tíma- bundnar aðgerðh- til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það hafi ekki verið dæmt í málinu, verði ekki séð, „að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, 'að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við ísland." Lögmaðurinn segir ljóst að regl- um stjómskipunarlaga um jafn- ræði og atvinnufrelsi sé ekki full- nægt með því einu að veita kost á veiðileyíi sem ekki verði notað nema þeim sem forréttindanna njóti sé greitt fé fyrir. Forsætisráðherra Japans til Islands í sumar Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, er væntanlegur hingað til lands í júní ásamt 220 manna fylgdariiði. Að sögn Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, liggur formleg ákvörð- un af hálfu Japans ekki fyi’ir en undirbúningur að heimsókninni hefur staðið yfir hérlendis í nokkurn tíma. Mun Obuchi funda með for- sætisráðherrum allra Norðurlandanna. Aðdragandi heim- sóknarinnar er fundur Keizo Obuclii forsætisráðherra Norð- urlandanna ásamt þá- verandi forsætisráð- herra Japans í Bergen fyrir tveimur árum. Að sögn Ólafs var talað um að halda slíkan fund aftur og kemur það í hlut íslands að halda forsætisráðherrafund Norðurlanda nú þegar ísland er í forsæti í N orðurlandasamstarfi ríkisstjórnanna. Davíð Oddsson forsætisráð- herra bauð forsætiráð- hema Japans til fund- arins. „Þó að endanleg- ar ákvarðanir hafi ekki Verkefnisstjdrn um upplýsingasamfélagið Bóndi kærður fyrir að spilla arnarvarpi á Breiðafirði Netnotkun vex hröðum skrefum Grafalvarlegl brot að mati Fuglaverndarfélagsins SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Gallup hafa nú ríflega 82% lands- manna á aldrinum 16-75 ára aðgang að Netinu, á heimili, í vinnu eða skóla. Þetta og fleira kom fram á blaðamannafundi verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið á vegum forsætisráðuneytis sem haldinn var í gær. Guðbjörg Sigurðardóttir, formað- ur verkefnisstjórnar þróunarverk- efnisins um íslenska upplýsingasam- félagið, reifaði niðurstöður nýútkom- innar markaðsrannsóknar Gallup á íslandi um tölvu- og Netnotkun Is- lendinga sem gerð var í mars og apr- íl á þessu ári. Verkefnið'stendur yfir í 5 ár, eða fram til 1. sept. 2002 og áætlað er að veita um 352 m.kr. til upplýsinga- tækniverkefna á því tímabili, þar af um 70 m.kr. á þessu ári. Þá er í fjár- lögum fyrir árið 1999 í fyrsta sinn gert ráð fyrir sérstökum fjárveiting- um til nýrra verkefna sem falla að stefnu stjómvalda að upplýsingasam- félaginu. Ríflega 300 m.kr. eru ætlað- ai- til þessara verkefna og að auki er í fjárlögum sérstök viðbótarfjárveiting til fjarkennslumála upp á 60 m.kr. Könnunin sem nú var kynnt er sú þriðja sem verkefnisstjórn hefur lát- ið gera en hinar áttu sér stað í febrú- ar og september 1998. Samanburður á niðurstöðum sýnir mikla aukningu á Netnotkun á þessu tímabili. Sem dæmi má nefna að í könnuninni í febrúar 1998 kváðust 27,2% að- spurðra ekki hafa aðgang að Netinu en í nýju könnuninni eru aðeins 17,7% í sömu sporum. Fjölmargt kemur fram í könnun- inni, s.s. að munur er á Netnotkun eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu sögðust 15% ekki hafa aðgang að en 23% aðspurðra á landsbyggðinni. Þá munu tölvur vera á tveimur af hverj- um þremur heimilum á landinu. í stöðuskýrslunni, sem verkefnis- stjórn og samráðshópur ráðuneyta og Alþingis tóku saman, er greint frá þróun upplýsingasamfélagsins 1996 1998 og þeim fjölmörgu verk- efnum sem unnin hafa verið á sama tímabili. Meðal atriða má nefna að ýmsa opinbera þjónustu er nú hægt að nálgast beint í gegnum vefi; fram- boð á sérmenntun hefur aukist; kom- ið hefur verið á víðtæku samráði um málefni upplýsingasamfélagsins sem tengir opinbera aðila, atvinnulífið og almenning. FUGLAVERNDARFÉLAG ís- lands kærði síðdegis í gær bónda í Austur-Barðastrandarsýslu til emb- ættis sýslumanns á Patreksfirði, fyrir að hafa „með ólögmætum hætti raskað hefðbundnum varp- stað arna“ í hólma á Breiðafirði með því að brenna sinu í hólmanum. Athæfi þetta telja forsvarsmenn félagsins vera brot sem varði við ákvæði laga frá 1994 um vernd, frið- un, veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum og einnig ákvæði reglugerðar frá 1996 um friðun til- tekinna fuglategunda, friðlýsingu æðaivai’ps, fuglamerkingar, ham- skurð o.fl. Jafnframt þessu er bónd- inn kærður fyrir að hafa brennt sinu án þess að afla sér tilskilinna leyfa hjá sýslumanni. „I ljósi þess hve arnarstofninn er fáliðaður, þ.e. um 40 pör, og hve varpárangur hefur verið lélegur á undanförnum árum, er brot bónd- ans grafalvarlegt að mati félagsins," segir m.a. í kærunni. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, líffræðingur á Náttúrufræði- stofnun, flaug sunnudaginn sein- asta, 2. maí, yfir Breiðafjörð ásamt öðrum félagsmanni í Fuglaverndar- félagi íslands, vegna árlegs eftirlits félagsins með arnarstofninum. Þeir urðu þess varir að sina hafði verið brennd í hólmanum nýlega, senni- lega í seinni hluta aprílmánaðar. í kærunni kemur fram að umræddur hólmi er kunnur varpstaður arna allt frá fym hluta seinustu aldar og þar hafi ernir seinast gert tilraun til varps árið 1997 en það rnisfórst af ókunnum ástæðum. Á þessu svæði hafa ernir orpið á nokkrum stöðum meira og minna samfellt frá 1959. „Næsta dag ræddi ég við bónd- ann símleiðis og upplýsti hann þá að hann hefði sjálfur brennt sinu í hólmanum og einnig í öðrum hólma lengi’a frá. Hann kvaðst hafa brennt hólmana án leyfis sýslumanns. Til- ganginn kvað bóndinn vera þann að auka æðarvarp í hólmanum en þar hefðu þrjár kollur orpið í fyrra. Fuglaverndarfélagið telur ekki nokkrum vafa undirorpið að bónd- inn hafi brennt sinu í hólmanum til þess að koma í veg fyrir að ernir hreiðruðu þar um sig og til að fæla þá burtu af svæðinu," segir Kidstinn Haukur. „Oll röskun á varpstöðvum arna er að mati félagsins óviðunandi og því er kæran lögð fram. Ernir verpa venjulega upp úr miðjum apríl, yfir- leitt 2-3 eggjum, og klekjast þau út á um 35 dögum. Ungarnir eru blind- ir og ósjálfbjarga þegar þeir klekj- ast út og verða ekki fleygir fyrr en um miðjan ágúst. Varptími arnarins er því óvenjulegur,“ segir Kristinn. „Ef arnarvarp misferst eða fuglarn- ir hrekjast af þeim stað sem þeir ætla sér að verpa á verpa þeir ekki það árið.“ Önnur mál í biðstöðu Hann segir að félaginu sé kunn- ugt um nokkra bændur á þessu svæði sem hafi truflað eða skemmt arnarvarp á undanförnum árum, m.a. með sinubruna á varpstöðum arna. Sum þessara mála séu nú fyrnd og muni félagið bíða átekta um niðurstöða málsins sem kæran fjallar um áður en ákvarðanir verða teknar um frekari kærur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.