Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 39 Morgunblaðið/Hafdís NEMENDUR 10. bekkjar grunnskólans og Halldóra Dröfn Hafþórs- dóttir umsjónarkennari söfnuðu upplýsingura um fugla. Fuglar án landamæra! NÚ í VOR munu nemendur í 10. bekk Grunnskóla Djúpavogs ljúka Comenius verkefni sem þau hafa unnið að frá haustinu 1996. Er þar um að ræða eitt af verkefnum innan Evrópusambandsins innan svokall- aðrar Sókratesáætlunar sem er einn liður í starfí Evrópusambandsins við að styrkja tengslin milli landa. Ber verkefnið yfirskriftina „Fuglar án landamæra" (Birds Without fronti- ers). Að verkefninu standa 6 skólar; Frá Bugöynes í Norður Noregi, Straumsnesi í Vestur-Noregi, Nörre Nebel í Danmörku, Leevwarden í Hollandi, Fiveras á Spáni og Djúpa- vogi á Islandi. Hafa samskiptin aðal- lega farið fram í gegnum tölvu og hafa krakkarnir meðal annars spjall- að saman á ákveðinni rás á „irkinu“ að meðaltali einu sinni í viku. Hall- dóra Dröfn Hafþórsdóttir umsjónar- kennari, sem hefur haft yfirumsjón með verkefninu, segir hafa verið mikla fjölbreytni í því. Hafa krakk- arnir haft ýmis samskipti, meðal annars með talningu fugla að meðal- tali einu sinni í mánuði og var í því framhaldi gerður samanburður á milli landa. Var þar um að ræða 50-60 tegundir. Var þai’ meðal ann- ars stór hópur fugla sem á haustin fóru frá íslandi og Noregi til Spánar, Hollands og Danmerkur en komu aftur að vori. Á aðventunni kynntu nemendur undirbúning jólanna og hvemig há- tíðahöldin færu fram í hverju landi fyrir sig. Sælgæti var sent á milli auk tímarita. Gerður var verðsamanburð- ur í löndunum. Einnig hafa nemend- urnir tekið saman þjóðsögur og hjá- trú tengda fuglum auk þess að móta fugla úr ýmsum efnum, s.s. trölla- deigi. Eins og fyiT segir mun verk- efninu ljúka nú í vor. Munu þá nem- endur allra skólanna sex hittast í Leevwarden í Hollandi, þar sem þeir munu eyða viku saman. Munu nem- endur dvelja á heimilum nemenda í Leevwarden, einnig verður ferðast um Holland á meðan á dvöl þeirra stendur og munu nemendur meðal annars heimsækja knattspyrnuvöll Ajax svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir EFRI röð frá vinstri: Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Ólína Sófusdóttir sjúkraliði og Elín María Hilmarsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði. Neðri röð: Katrín Ásgrímsdóttir, sljórnarformaður Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Jón Marteinn Einarsson, stjórnar- formaður Fræðslunets Austurlands, og Emil Björnsson, framkvæmda- sljóri Fræðslunets Austurlands. Hj úkrunarnám á Austurland Ejdlsstaðir. Morgunblaðið. HEILBRIGÐISSTOFNUN Austur- lands, Háskóliim á Akureyri og Fræðslunet Austurlands undirrit- uðu samning um fjarkennslu í hjúkrunarfræði á öðru ári. Kennslan hefst næsta haust og hefur Iieilbrigðisstofnun Austur- lands keypt búnað fyrir kennsluna þar sem mikill búnaður Fræðslu- netsins verður notaður í kennslu í öðrum greinum. Námið fer fram á Akureyri og verður sent samtimis um gagnvirkan myndbúnað bæði til ísafjarðar og Egilsstaða. Rúmlega tuttugu nemendur koma til með að stunda námið á Akureyri, tfu á ísa- firði og a.m.k. þrfr á Egilsstöðum. Tilraun með þessa námstækni var reynd sl. vetur á Isafirði með góð- um árangri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, fagn- ar þessu samkomulagi. Hann segir tækniframfarir miklar og þær auð- veldi fólki aðgang að menntun hvar sem er í heiminum. Emil Björnsson, framkvæmda- stjóri Fræðslunets Austurlands, segir samning þeiman merki um nýja tíma í menntun á Austurlandi. Hann gefi fólki möguleika á að halda áfram námi án þess að flytj- ast úr fjórðungnum. Þetta sé því gífurlega mikilvægt skref. Katrín Ásgrímsdóttir, stjórnarformaður Heilbrigðiststofnunar Austurlands, segir það stórt skref fyrir stofnun- ina að ganga inn í formlegt sam- starf við háskólastofnun. Það gefi aukna möguleika til menntunar. Mikill áhugi sé á fjarkennslu og auknir menntunarmöguleikar á landsbyggðinni hafi áhrif á byggða- þróun í landinu og efii þjónustu og auki faglegt starf í byggðarlaginu. Hólaskóla heimilt að vera með nám á háskólastigi í NÝJUM lögum um búnað- arnám sem taka gildi í sumar er Hólaskóla heimilt að vera með nám á háskólastigi. Skólinn hefur nú fengið sitt gamla nafn: Hólaskóli í stað nafnsins Bændaskólinn á Hólum. Hólar eru fornt mennta- og kirkjusetur sem hefur gegnt lykilhlutverki i sögu og menningu þjóðar- innar. Við skólann eru starfræktar fisk- eldisbraut, ferðamálabraut og braut í hestamennsku og hrossarækt. Fiskeldisbraut skólans var stofn- sett 1984 og skólinn hefur boðið upp á starfsnám í fiskeldi og vatnavist- fræði. Samhliða náminu hefur verið byggð upp öflug rannsóknastarfsemi á þessum sviðum fjármögnuð með innlendu og erlendu styrktarfé. Skólinn hefur á að skipa hæfu starfs- fólki með sérhæfða framhaldsmennt- un (M.S. og Ph.D.). Rannsóknastarf- semin fer fram í nánu samstarfi við innléndar og erlendar rannsókna- og skólastofnanir. Á Hólum er útibú Veiðimálastofn- unar og mikið samstarf er milli hennar og skólans. Starfsmenn fisk- eldisbrautar hafa leiðbeint fjölda há- skólanema við Háskóla Islands og núna eru fjórir nemar í mastersnámi við Háskóla Islands og Háskólann í Guelph í Kanada að vinna verkefni sín á Hólum undir leiðsögn starfs- manna fiskeldisbrautar. Hólaskóli stendur einnig að endurmenntun og sinnir námsefnisgerð í fiskeldi og vatnavistfræði. „Hólaskóli er eini skóli landsins sem býður uppá nám á þessu sviði, en þörfin fyrir þessa menntun er mjög vaxandi," segir dr. Skúli Skúla- son deildarstjóri fiskeldisbrautar og rannsóknarstjórni, „og í ljósi þeirrar þróunar og eflingar Hólaskóla sem kennslu- og rannsóknastofnunar, er stefnt að því að bjóða þar formlega upp á 1-2 ára nám á háskólastigi á fiskeldisbraut næsta haust.“ I skólanum er lögð áhersla á náin tengsl við atvinnulífið. Verklegur þáttur námsins verður mikill, og nemar munu hafa bein tengsl við rannsóknir skólans og vinna verkefni hjá fyrirtækjum. Nemendm- verða útskrifaðir með sérstaka háskóla- gráðu á þessu sviði, en geta einnig útskrifast eftir eitt ár með starfsmenntunarpróf líkt og verið hefur. „Lögð verður áhersla á fjamám, sérstaklega vegna samstarfs við aðra skóla og stofnanir, hérlendis og er- lendis,“ segir Skúli, „og unn- ið verður markvisst að því að tengja námið enn frekar við innlenda og erlenda háskóla, og verður byggt á því góða samstarfi sem Hólaskóli hefur nú þegar, M.A. við leiðbeiningu nema í framhaldsnámi (M.S. og Ph.D)“ „Hólaskóli stendur framarlega í rannsóknum á bleikjueldi. Bleikju- eldi er vaxandi atvinnugrein hér- lendis og hátt verð fæst á erlendum mörkuðum," segir Skúli. Föstudag- inn 30. apríl var t.d. haldinn sérstak- ur „bleikjudagur“ á Akureyri á veg- um fóðurfyrirtækisins Laxár. hf og Hólaskóla. Skólinn stundar einnig víðtækar rannsóknir á vistfræði og nýtingu vatna. Hólaskóli byggir starfsemi sína á ábyrgri stefnu í umhverfismálum, sem og í atvinnu- og byggðamálum. Sjónarmið sjálfbærrar þróunar á nýrri öld em höfð að leiðarljósi. Þetta mun einkenna þróun námsins við skólann. Skúli segir í lokin að unnið sé að endurkoðun allra námsbrauta skól- ans í ljósi nýrrar löggjafar. í Hallgrímskirkju 7. maí kl. 20 Hljómsveitarstjóri: Einsöngvarar: Anne Manson Schola Cantorum Ingveldur Ýr Jónsdóttir Gunnar Guðbjörnsson Loftur Erlingsson Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Leifs og af því tilefni heldur Sinfóníuhljómsveit (slands sérstaka hátíðartónleika helgaða verkum hans. Tónlist Jóns Leifs er einstök. Hún er stórbrotin og hrjúf eins og sú náttúra sem var honum sífellt að yrkisefni og innblæstri. SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.