Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 80
80 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Réttir
úr hakki
Mikil breyting hefur orðið á matar-
—- 7
venjum okkar Islendinga hin síðari ár,
segir Kristín Gestsdóttir, sem man þá
tíð er hakk var nær eingöngu notað í
bollur og hakkabuff.
MEÐ VAXANDI ferðum íslend-
inga til útlanda hafa þeir tileink-
að sér rétti annarra þjóða, jafn-
vel svo að hægt er að tala um
byltingu. Nægir að nefna ham-
borgara sem í er nautahakk og
pizzu sem oft er með hakki.
Hakk er líka mikið notað í pasta-
rétti, það er tiltölulega ódýrt,
handhægt og fljótlegt að mat-
reiða og býður upp á geysilega
möguleika. Því miður er það mis-
jafnt að gæðum. Stundum er það
of feitt eða jafnvel of magurt.
Maður fínnur fljótt ef hakkið er
úr ruslkjöti. Stundum er soya-
kjöti bætt í hakkið, sem kannski
er ekki svo slæmt og ætti að
gera hakkið ódýrara. Gott er að
blanda saman fleiri en einni
hakktegund t.d. nauta- og svína-
kjöti sem bæta hvort annað. Við
eigum ekki val á mörgum hakk-
tegundum, oft er erfitt að fá gott
lambahakk og örsjaldan sést
kalkúnahakk að ekki sé talað um
kjúklingahakk. Mér finnst lík-
legt að hægt sé að búa til gott
hakk úr unghænukjöti þótt ég
hafi aldrei prófað það. Við höfum
kynnst hakkréttum ýmissa þjóða
og ef við lítum okkur nær má
nefna skoskt shepherd’s pie, sem
ég matreiði á minn íslenska hátt
og kalla:
Setjið saman við hakkið. Klippið
steinseljuna og setjið saman við
ásamt innihaldi súpudósarinnai-.
Setjið síðan í eldfasta skál.
3. Afhýðið kartöflumar og
skerið í sneiðar, sjóðið í salti +
vatni sem rétt flýtur yfir. Hellið
vatninu af og stappið kartöflurn-
ar, hrærið mjólk, múskat og egg
út í. Setjið kartöflustöppuna
(músina) ofan á hakkið.
4. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C. Setjið í ofn-
inn og bakið í 25-30 mínútur.
wmmmmmmmammmmmmm
Kjötbrauð með
rifnum gulrótum
_______300 g nautahakk______
________200 g svínghakk_____
_______1 msk. kartöflumjöl__
2 tsk. salt
Vi tsk. pipar
1 meðalstór laukur
__________1 stór gulrót_____
1 msk. matarolía
1 msk. smjör
1 dl brauðrasp
____________1 egg___________
1 msk. tómatsósa
1 tsk. dökkur púðursykur
1 msk. sætt sinnep
Islenskt smalapæ
750 g lambahakk, miðlungsfeitt
___________11/2 tsk. salt_______
1 meðalstór laukur
________1 msk. matarolíg________
_________fersk steinselja_______
1 dós Campbell's sveppasúpa
500 g bökunarkartöflur
salt + vatn
1 /8 tsk. múskat
Vb dl nýmjólk
f 699
1. Hitið pönnu svo að rjúki úr
henni, steikið hakkið í
tvennu eða þrennu
lagi á þurri pönn- ...
unni. Setjið í skál / ., ( C j/,
og stráið salti H
yfir.
2. Setjið matar-
olíu í pott, saxið lauk-
inn og sjóðið við hægan
hita í olíunni í um 5 mínútur.
1. Setjið matarolíu og smjör á
pönnu, saxið laukinn fínt og rífið
gulrætur, sjóðið í feitinni við
hægan hita í 5 mín.
2. Setjið hakk í skál ásamt
kartöflumjöli, salti, pipar, lauk
og gulrótum Hrærið mjög vel
saman.
3. Hrærið raspið út í eggið og
látið samlagast í 10-15 mínútur.
Hrærið þá saman við hakkblönd-
una. Setjið á borðið og mótið
þéttan hleif með höndunum.
4. Blandið saman tómatsósu,
púðursykri og sinnepi og smyrjið
þunnt lag yfir
5. Setjið kjöthleifinn í bökun-
arpott eða annað hentugt ílát
með loki. Hitið bakaraofn
í 210°C blástursofn í
190°C, bakið í 40-50
mínútur.
Meðlæti: Kartöflu-
stappa (mús), soðið græn-
meti, rauðkál eða hrásalat
og ef þið viljið sósu-
pakkasósu.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Myndir af tjöld-
um á Elliða-
vatnsengjum
ÁRIN 1924-25 var hinum
fomu engjum Vatnsenda
og Elliðavatns sökkt með
tilkomu efri stíflugarðs-
ins milli Vatnsendahæðar
og hæðardraganna sunn-
an og austan Seláss.
Fram að þeim tíma var
heyskapur stundaður á
Elliðavatnsengjum og
hvít tjöld bar við hinar
grænu engjar. Nú er ósk-
að eftir myndum, sem
einhver lesandi kynni að
eiga af slíkum tjöldum á
Elliðavatnsengjum. Vin-
samlegast hafið þá sam-
band við Orra Vigfússon,
forstjóra, Grænuhlíð 11,
sími 553 4229.
Kisur í heimsreisum
VELVAKANDA barst
eftirfarandi bréf:
„I janúar sl. kom h'till
augasteinn inn á heimilið
sem fékk nafnið Artemis.
Uppáhald allra á heimil-
inu og barnabarnanna
einnig. Artemis var rétt
rúmlega fjögurra mánaða
þegar hún hvarf frá
heimilinu í Fossvoginum
6. apríl sl. Það var mikið
leitað og auglýst eftir
henni og kynntist undir-
rituð ótalmörgu fólki í
gegnum þá leit. Ég
heyrði jafnfram ótrúleg-
ar sögur af kisum sem
höfðu týnst og fundist
aftur eftir mislangan
tíma á ótrúlega fjarlæg-
um stöðum. Eftir að Ar-
temis hafði verið týnd í
22 daga var hringt í mig
eftir að mynd af henni
birtist í Velvakanda. Það
var í Mosfellsbæ sem hún
fannst. Hún hafði tekið
sér far með einhverri bif-
reið og endað í Tanga-
hverfínu þar sem gott
fólk og dýravinir tóku
hana að sér og hlúðu að
henni þar til það þóttist
þekkja hana á áður-
nefndri mynd. Nú er Ar-
temis komin heim og
komandi sumar enn
meira tilhlökkunarefni en
ella.
Mig langar að þakka
Velvakanda og öllum öðr-
um þeim sem aðstoðuðu
mig við leitina að Artem-
is. Og jafnframt vil ég
beina þeim tilmælum til
þeirra ólánsömu sem týnt
hafa kisunum sínum, að
gefast ekki upp, og jafn-
framt að útiloka ekkert
þegar kisur eru annai-s-
vegai'. Þær geta reynst
ótrúlega víðförular og
þrautseigar er þær leggja
í heimsreisur sínar.
Hafið þökk fyrir.
Lisa Kjartansdóttir."
Kosningar
á hverju ári
23. apríl sl. sótti ég um
heimilisuppbót sem í
mars var ákveðin í lög-
um, sem einstæðar mæð-
ur ættu rétt á. Ég fékk
greitt vegna þessarar
umsóknar 30. apríl. Áður
var það alltaf nokkun-a
vikna bið eftir svari. Ég
er að hugsa um hvort
þetta sé vegna kosning-
anna sem þetta gekk
svona fljótt og var ákveð-
ið svona rétt fyrir kosn-
ingar, að einstæðir for-
eldrar fái þessar uppbæt-
ur. Vegna þessa finnst
mér að það ættu að vera
kosningar á hverju ári.
Vil ég þakka fyrir skjóta
afgreiðslu.
Hildur.
Fyrirspurn frá
Kópavogsbúa
TIL stendur að endur-
nýja lagnir og slitlag á
Lyngbrekku og Hjalla-
brekku í Kópavogi,
ásamt fleiri götum. En
mér finnst forkastanlegt
að Kópavogsbær skuli
rukka íbúðareigendur við
göturnar um gatnagerð-
argjald sem ég hélt að
maður hefði greitt þegar
lóðinni var úthlutað. En
nú við þessa endurnýjun
gatnanna er rukkað um
b-gatnagerðargjald og er
Kópavogsbær eina sveit-
arfélagið sem rukkar b-
gatnagerðargjöld. Og svo
er Kópavogur að bera sig
saman við önnur sveitar-
félög. Þetta er reiknað á
rúmmetra og er heilmikil
fjárhæð og eiga íbúai-nir
að standa straum af þess-
ari endumýjun. Finnst
mér að sveitarfélagið eigi
að standa undir þessum
kostnaði. Okkur íbúunum
finnst þetta fremur sér-
kennilegt, að rukka íbúa
gatnanna um þessi gjöld.
Kópavogsbúi.
Látum í
okkur heyra
ÉG ER alveg steinhissa á
því sem eldri borgari
skrifar í Velvakanda 10.
apríl. Hún segist vera
orðin hundleið á tuðinu,
eins og hún segh-, í okkur
eldra fólkinu. Ég tek það
þannig að við eigum bara
að þegja af því að í gamla
daga voru engir styrkir
og fólk vildi ekki sníkja.
Ég veit alveg hvað er að
vera fátækur. Ég var alin
upp hjá ömmu minni sem
var prestsekkja og hún
vildi ekki sníkja. Hún
vann fyrir okkur með
ptjónaskap og að skúra
gólf og fleira en svo datt
hún niður þar sem hún
var að skúra bakarí og dó
af afleiðingum þess. Hún
sagði mér allt um hreppa-
flutningana og hvernig
farið var með fátæka
fólkið enda vildi hún ekki
sníkja og því fór sem fór
fyrir henni.' Ég tek grein-
ina sem móðgun við okk-
ur sem þurfum á sníkjum
að halda, eins og hún seg-
ir. Ég veit að sumir af
eldri borgurum eiga nóg
af peningum og hún hlýtr
ur að vera ein af þeim og
finnst henni í lagi að lifa á
rúmum 60 þúsund krón-
um á mánuði. Ef hún
kann þá töfraformúlu þá
væri það vel þegið að hún
kenndi okkur þetta.
Þessu með spilakassana
nenni ég ekki að svara
því að það er mikið af
sjúku fólki til og eigum
ekki að gera grín að því.
Eldri borgarar, látum í
okkur heyra einmitt núna
og aldrei eins, því það er
fátækt í þessu landi, ekki
hjá ógæfufólkinu, heldur
hjá okkur venjulega fólk-
inu. Við eigum það inni
hjá þjóðfélaginu að við
getum lifað með reisn og
áhyggjulaus það sem eft-
ir er.
Eldri borgari.
Tapað/fundið
Hjól týndist
SVART Pro-Style karl-
mannsreiðhjól með fest-
ingum fyrir bai-nastól
hvarf frá Drápuhlíð 2, að-
faranótt fóstudagsins 30.
apríl sl. Finnandi er vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 896 9895.
Svart seðlaveski
týndist
SVART seðlaveski týnd-
ist sl. laugardagskvöld í
Þjóðleikhúskjallaranum.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 565 5159 eða
GSM 869 5787. Fundar-
laun.
Lyklakippa
í óskilum
LYKLAKIPPA fannst
við húsið í Herdísarvík
sunnudaginn 2. maí. Á
kippunni er húslykill og
líklega bíllykill og merkið
á kippunni er af lunda.
Upplýsingar í síma
566 8786.
Brún hliðartaska
týndist
BRÚN hliðartaska með
barnai-egngalla, stígvél-
um og fleira í týndist í
miðbænum 1. maí. Skilvís
fmnandi hafi samband í
síma 698 5927 eða
581 1334 eftir kl. 17.
Dýrahald
Loðinn kettlingur
óskar eftir heimili
Loðinn fimm mánaða
blandaður skógarkett-
lingur, mjög þrifmn og
fallegur, óskar eftir góðu
heimili. Upplýsingar í
síma 855 3071.
Dísarpáfagaukur
týndist
DÍSARPÁFAGAUKUR,
grár með rauða bletti í
kinnum og skúf á höfði,
týndist 27. apríl frá
Hverfisgötu í Reykjavík.
Sást sl. laugardag við
Þjóðleikhúsið. Þeir sem
hafa orðið hans varir vin-
samlega hafi samband í
síma 552 4153.
Víkverji skrifar...
STUNDUM undrast Víkverji
það, hvernig menn sem ei-u í
viðskiptum, geta beinlínis fælt frá
sér viðskipti og kallað yfir sig nei-
kvætt umtal, vegna þess að þeir
hafa tekið rangar ákvarðanir, eða
sett sér reglur, sem eru möguleg-
um viðskiptavinum andsnúnar.
Víkverji hugleiddi þetta um dag-
inn, þegar hér á landi var staddur
aðili sem hefur lífsviðurværi sitt af
því að selja ferðir til Islands. Við-
komandi kemur oft til landsins og
reynir þá að hafa augu og eyru op-
in, til þess að láta sér detta í hug
eitthvað nýtt, sem hægt sé að
krydda ferðatilboðin til útlending-
anna með. Meðal þess sem gert var
í þessari Islandsheimsókn var að
skreppa eitt kvöldið í kvöldverð á
ítalska veitingastaðinn La Prima
Vera, sem fékk hæstu einkunn hjá
ferðasalanum, fyrir mat, umhverfí
og þjónustu.
XXX
ETTA var fallegt og bjart vor-
kvöld og ferðasalanum datt í
hug að skemmtilegt gæti verið að
Ijúka kvöldinu á efstu hæð
Perlunnar, njóta útsýnisins yfir
borgina og fá sér kaffisopa. Rennt
var rakleiðis í Perluna. Þetta var
um miðja vikuna og afar rólegt á
veitingastöðum borgarinnar. Þeg-
ai- upp á efstu hæð var komið, ráð-
ist skyldi til uppgöngu á barinn
kom heldur betur babb í bátinn.
Þangað upp máttu ferðasalinn og
gestur hans ekki fara. Að sögn
þjónsins, sem meinaði gestunum
uppgöngu, var barinn einvörðungu
ætlaður matargestum Perlunnar!
Víkverji telur afar ólíklegt að um-
ræddur ferðasali finni hjá sér sér-
staka hvöt til þess að mæla með
Perlunni, eftir ofangreindar mót-
tökur.
XXX
TÖLUR um hversu miklum
fjármunum grunnskólanemar
sem reykja verja í tóbakskaup era
ógnvekjandi þegar þær eru lagðar
saman. Miðað við að 7-8% þeirra
reyki reglulega hefur verið reikn-
að út að þetta séu um 100 milljónir
á ári. Unglingunum þykir upphæð-
in kannski ekki há þegar hún er
brotin niður á hvern og einn,
nokkrir þúsund kallar á mann á
mánuði.
xxx
SPURNING er af hverju ung-
lingar leiðast út í reykingar
sem bæði eru óhollar og beinlínis
skaðlegar heilsunni og kosta sitt
þegar reykt er reglulega. Fer lítil
umræða fram á heimilunum um
það hvaða viðhorf menn hafa til
reykinga? Mótast afstaða ungling-
anna fremur af því sem er ofan á í
eigin hópi þeirra en því vegarnesti
sem fæst úr fóðurhúsum? Er það-
an kannski ekkert nesti að hafa?
Þetta hlýtur að vera foreldram og
öðrum umhugsunarefni.
Hér hlýtur að þurfa víðtækt al-
menningsálit hjá unglingunum
sjálfum til að snúa þessu viðhorfi
við. Unglingarnir era áreiðanlega
innst inni sammála um að hægt
væri að verja 100 milljónum betur
en í tóbaksneyslu. Hvernig á að fá
þau til að koma auga á það?