Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Er þetta árang- ur fyrir alla og* stöðugleiki? ÍBÚUM á Austur- landi hefur fækkað um 700 manns á kjör- tímabilinu og virðist ekkert lát á fólks- flutningum úr fjórð- ungnum. Sjálfstæðis- flokkurinn boðar „ár- angur fyrir alla“ og stöðugleika. Er byggðaþróun fólks- flutninga „árangur fyrir alla“? Ríkir efna- hagslegur stöðugleiki á heimilum láglauna- fólks með 15-20 þús- und krónur í útborguð vikulaun? Ríkir efna- hagslegur stöðugleiki hjá fjölmörgu landsbyggðarfólki sem situr uppi með verðlitlar hús- eignir sínar vegna rangrar byggðastefnu? Verðhrun á hús- eignum landsbyggðarfólks er þungur skattur sem fólkið hefur orðið fyrir. Er það „árangur fyrir alla“? Ríkir efnahagslegur stöðug- leiki hjá mörgum öldruðum og ör- yrkjum sem hafa þolað kjara- skerðingar í mesta góðæri Is- landssögunnar, hjá fjölmörgum bændafjölskyldum sem búa við lífskjör undir fátæktarmörkum? Ríkir efnahagslegur stöðugleiki hjá út- gerðaraðiljum sem þurfa að greiða yfir 100 krónur í veiði- leyfagjald fyrir þorskílóið í leigu og 800 krónur fyrir afla- hlutdeildina? Ríkir efnahagslegur stöðug- leiki hjá mörgum sveitarfélögum sem stöðugt safna skuld- um? Ríkir efnahags- legur stöðugleiki í mörgum sjávarbyggð- um þar sem kvótinn er horfinn eða hvílir á mjög ótryggum grunni? Er þetta „árangur fyrir alla“? Nei. Þetta er ástand og þró- un sem er dýrkeypt og óviðunandi fyrir alla. Störfum á Austurlandi hefur fækkað Framsóknarflokkurinn lofaði 12 þúsund nýjum störfum íýrir síð- ustu kosningar og frambjóðendur hans segjast hafa efnt loforðið og að störfm séu orðin 14 þúsund sem orðið hafa til á kjörtímabilinu. En hvar eru störfin? Ekki á Austur- Gunnlaugur Stefánsson Við bjóðum hærri skatta, Fylkingin og Vinstri grænir b ÞEGAR þetta er skrifað er tæp vika til kosninga. Flokkamir hafa kynnt stefnuskrá sína og bjóða þeir allir gull og græna skóga nema Sjálfstæðisflokk- urinn. Mönnum finnst hann bjóða lítið, reynd- ar em fréttamennimir alveg í vandræðum með að finna engin lof- orð. Reyndar taka þeir ekki eftir stærsta lof- orðinu sem gefið er fyrir þessar kosningar, sem er stöðugleiki. Jó- hönnu Sigurðardóttur var mikið niðri fyrir í útvarpi um daginn þegar hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn byði ekki Kosningar Fréttamenn virðast ekki taka eftir stærsta loforðinu sem gefið hef- ur verið fyrir þessar neitt nema óbreytt ástand, - óbreytt ástand, er það ekki það sem við viljum? Þessi staða héfur aldrei komið upp í íslenskum stjórnmálum áður, að það skuli vera heilla- spor að kjósa óbreytt ástand. Hver vill hafna áframhaldandi kaup- máttaraukningu, lágri verðbólgu og lægri sköttum, ég bara spyr? Vinstriflokkamir Fylkingin og Vinstri- grænir boða hærri skatta, þeir segja þetta ekki undir rós, þeir hreinlega koma beint fram öfugt við Ingibjörgu Sólrúnu, og boða hærri skatta á mýs og menn. Eng- inn kemur til með að sleppa. Lesandi góður, viltu borga hærri afborganir af bílnum þínum, íbúð- inni, námsláninu, fá minna fyrir þúsundkallinn í Bónus og borga hærri skatta? Ef svarið er nei þá er valið auðvelt á laugardaginn kem- ur, X-D. Ólafur Bergmann kosningar, segir Ólafur Bergmann, en það er loforð Sjálfstæðisflokks- ins um stöðugleika. fV GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 i^jyaeða flísar í jpæða parket i^jjyóð verð ^jyóð þjónusta Höfundur er véla- og iðnrekstrarfræðingur. V erðmætasóun Kosningar Samfylkingin heitir því, segir Gunnlaugur Stefánsson, að setja lífskjör og búsetu fólksins á landsbyggð- inni í forgang. landi. Þar hefur störfum fækkað. Er það Islandsmet í efndum kosn- ingaloforða? Nei, það er vitnis: burður um ranga byggðastefnu. I þeirri byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti að ríkisstjórnin skyldi starfa eftir á kjörtímabilinu stóð að opinberum störfum skyldi fækka á höfuðborgarsvæðinu en fjölga á landsbyggðinni. Niðurstaðan varð að ríkisstjórnin fjölgaði störfum á höfuðborgarsvæðinu um 450 en fækkaði þeim á landsbyggðinni um 30. Tæpast getur slík þróun talist árangur fyrir alla? Ljóst er að byggðaáætlanir hafa reynst mark- laust plagg. Eftir þeim er ekkert farið og engar líkur á að svo verði með gildandi áætlun. Því ber nauð- syn til að lögbinda byggðaáætlanir, svo einhver von sé til þess að eftir þeim verði farið. Lífskjör og búseta í forgang Samíylkingin heitir því að setja lífskjör og búsetu fólksins á lands- byggðinni í forgang fái hún til þess kjörfylgi í kosningunum. Samíylk- ingin heitir því að setja kjör fólks- ins sem hefur orðið útundan hjá ríkisstjóminni í forgang, aldraða og öryrkja og láglaunafólkið til sjávar og sveita. Samíylkingin vill að beitt sé öflugri byggðastefnu með skýr- um skilaboðum um að byggðina í landinu skuli efla með fjölbreyttu atvinnulífi, traustri menntun, jöfn- un húshitunarkostnaðar, átaki í samgöngumálum, eflingu opinberr- ar þjónustu á landsbyggðinni og réttlátu fiskveiðistjómunarkerfi. Byggðaþróunin er ekki náttúralög- mál, heldur er hún fóst í vítahring. Þá stöðnun verður að rjúfa með kraftmikilli byggðastefnu sem byggist bæði á framkvæði heima- manna og stjórnvalda. Sögulegt tækifæri Nú er sögulegt tækifæri, að fé- lagshyggjufólki auðnist að samein- ast í öfiugri stjómmálahreyfingu Samfylkingarinnar í baráttu fyrir bættum kjörum almennings, að fé- lagshyggjufólk sameinist í öflugri Samfýlkingu sem setur lífskjör og búsetu í forgang. Um það er kosið. Höfundur cr sóknarprestur í Heydölum og skipar 2. sæti á franiboðslista Samfylkingarinnar á Austurlandi. NÚ HAFA tölur lit- ið dagsins Ijós um hugsanlegt verðgildi á þeim afla sem hent er í hafíð. 30 til 40 milljarð- ar króna sem fara í súginn árlega. Eg trúi ekki öðru en að þetta veki hroll hjá stuðn- ingsfólki ríkisstjórnar- flokkanna eins og hjá okkur sem viljum breytingar. Þetta er sanngirnismál og hlýt- ur að vera kappsmál allra sem vilja láta taka sig alvarlega. Að rauntölur um brott- kast verða að koma upp á yfirborðið. Sama gildir hvort um er að ræða eitt tonn eða 100.000 tonn. Allt brottkast er sóun og slæm umgengni um auðlindina. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir því að í næstkomandi kosningum er síðasta tækifærið til að knýja fram breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Frjálslyndi flokkurinn er eini valkosturinn fyr- ir þá sem vilja breytingar. Annars festist gjafakvótinn í sessi og verð- ur eign á grandvelli hefðar. Veiði- leyfagjald stoppar þá þróun ekki. Gjafakvótinn verður varanleg eign sæaðalsins. Hefðin útilokar rétt- mætum eigendum að ná til sín afla- heimildunum, nema greiða úr ríkis- sjóði beinharða peninga fyrir hvern sporð. Veiðiheimildir sem fá- einir fengu gefins. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins er lokið. Hvað stendur upp úr? Jú, nú breiðir forsætisráðherra út faðminn á móti lýðnum og segir „sjá ég boða yður mikinn fógnuð, nú er ég tilbúinn að hlusta á ósætt- ir ykkar, því kosningar era í nánd“. Það er ánægjuefni þegar forsætis- ráðherra opnar hug sinn fyrir þeirri birtu sem skín frá sjávarút- vegsmálum Frjálslynda flokksins. Það þarf ekki að rökræða frekar nauðsyn þess að stoppa brottkast- ið. Allt sjávarfang sem veiðist skal borið á land til verðmætasköpunar. Einnig gefur það vísindamönnum betri spO á hendi þegar spáð er í veiðiþol fískistofna. Þegar ég segi allt sjávarfang á ég ekki bara við fisk sem veiðist, líka sæbjúgu, krabba, krossfíska o.fl. Allt er þetta verðmætt hráefni ef menn kunna að versla með það. Sannið þið tO, um leið og Hafró fær frið til að vinna undirbúningsvinnuna, spretta upp menn sem vilja verka og flytja út þessa afurð. Menn hafa komið frá Austurlöndum fjær til Islands og falast eftir fiskafskurði svo sem þunnildum, hnakkastykkj- um og hausum. Era tilbúnir að borga vel ef rétt verk- un er við höfð. En fá ekki vegna þess að við Islendingar leyfum að þessu sé fleygt fyrir borð á verksmiðjutog- uranum. Sumir halda að þetta komi þorskin- um til góða. Sé viðbót- arfæða fyrir hann. En ég veit að hann japlar ekki á þessu. Það era botnlæg dýr eins og kuðungar, maðkar eða í besta falli rækja sem gæða sér á þessu, en stór hluti fúlnar og mengar sjóinn. Formaður LÍÚ tek- ur stórt upp í sig þegar hann segir að Davíð Oddsson fari með öfug- mæh og sé í raun að gera grín að Stjómmál Það er ánægjuefni þeg- ar forsætisráðherrann opnar hug sinn, segir Björgvin Egill Arn- grímsson, fyrir þeirri birtu, sem skín frá sj ávarútvegsmálum Frjálslynda flokksins. þúsundum íslendinga þegar hann segir að ósátt ríki um fisk- veiðistjónunarkerfíð. Það ríldr líka ósátt um það ofríki sem LIÚ hefur á Hafró. Efla þarf Hafrannsókna- stofnun. Gera hana sjálfstæða svo þekking vísindamannanna fái að njóta sín. Eg átti þann draum, að í Gufunesi risi byggðakjami sjávar- vísinda. Þar yrðu allar stofnanir sem tengdust sjávarútvegi. Hafnar- mannvirki sem þar era fyrir fengju nýtt og betra hlutverk. Aburðar- verksmiðjan færð austur fyrir fjall í heilnæmara loftslag og framleiddi enn betri áburð en hún gerir í dag. Þetta er sjálfsagt fjarlægur draum- ur eftir einkavæðinguna. Agætu landsmenn, það hnígur allt að sama branni. Ef Frjálslyndi flokkurinn verður ekki í næstu rík- isstjóm verða engar breytingar. Eða í fýrsta lagi eftir fjögur ár ef við gefiim okkur að næsta ríkis- stjóm sitji út sitt kjörtímabil. Þjóð- félagið tapar milljóna tugum, jafn- vel milljarða tugum, ár hvert sem ekkert er aðhafst. Höfundur er í miðstjórn Ftjálslynda flokksins. Björgvin Egill Arngrímsson Sunnlendingar, tryggjum Sjálf- stæðisflokknum þrjá þingmenn NÚ ERU nokkrir dagar til kosninga. Við vitum að stjórnmál lúta eigin lögmálum og fáu er að treysta. Skjótt skipast veður í lofti. Skoðanakannanir benda til þess að staða Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi sé sterk, og að flokkurinn njóti mikils trausts. En kosningar vinnast ekki á skoðanakönnunum heldur með ábyrgri af- stöðu og samstöðu. Við gætum spurt á þessari stundu: „Um hvað verð- ur kosið 8. maí?“ Ef- laust er það margt, en ef kosið er um traust stjórnmála- flokka er líklegt að við þurfum ekki að óttast úrslitin. Verði kosið um aukna velmegun í landinu, ættu úr- slit að geta orðið okkur hagfelld. Verði kosið um stöðugleika, stefnu- festu og öryggi, ættu kjósendur að vera lík- legri til að horfa fyrst til okkar áður en aðrir kostir verða skoðaðir. Vilji kjósandinn byggja upp kaupmátt sinn, forðast ringulreið í stjórnmálalífi og auka möguleika sína og sinna og fjölga tæki- færunum, ætti Sjálf- stæðisflokkurinn við núverandi aðstæður að vera álitlegur kostur. Framundan eru mikil tækifæri fyrir okkur Sunnlendinga, við bú- um á gjöfulu svæði til sjávar og sveita og höf- um yfir miklum mannauði að ráða. Það bendir allt til þess að tuttug- asta og fyrsta öldin geti orðið Sunn- lendingum öld tækifæranna. Sunn- lendingar nú er tækifærið! - Grípum það, en glutrum því ekki niður. Til Kosningar Verði kosið um aukna velmegun í landinu, tel- — ur Olafur Björnsson að Sjálfstæðisflokkur- inn ætti við núverandi aðstæður að vera álit- legur kostur. þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að tryggja Sjálfstæðisflokknum 3 þingmenn í kosningunum 8. maí nk. Kjósum áfram ábyrga og trausta forystu í landsmálunum. x- D á kjördag. Höfundur er hæstaróttarlögmaður og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi. Ólafur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.