Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþingis- kosninga- sýning í Slunkaríki KRISTJÁN Guðmundsson mynd- listarmaður opnar fjórðu „alþingis- kosningasýningu" sína í Slunkaríki á Isaíírði laugardaginn 8. maí ki. 16. Að þessu sinni sýnir Kristján málverk og teikningar. I fréttatilkynningu segir að stjórn Slunkaríkis leggi ríka áherslu á stöðugleika og jafnvægi í málefnum sínum og landsmanna allra og eru alþingiskosningasýn- ingar Kristjáns tillegg beggja aðila að það markmið megi. Fyrirtæki Kristjáns, „Silver press“, hefur einnig valið þennan dag sem útgáfudag bókarinnar Tólf drápu kver eftir Halldór Ás- geirsson með rekaristum eftir Jón Sigurpálsson og mun höfundur af því tilefni lesa upp úr bókinni. Sýningin stendur til 30. maí. Slunkaríki er opið fímmtudaga til sunnudags kl. 16-18. ♦ ♦♦ Sýningum lýkur Hafnarborg SÝNINGU á nýjum verkum bandarísku listakonunnar Margar- et Evangeline sem flest eru unnin á álpiötur, lýkur mánudaginn 10. maí. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. KVENNAKÓRINN Vox Feminae ásamt stjórnandanum, Margréti Pálmadóttur. Málsvörn stjórnmálaferils BÆKUR F r æ ð i i’ i t SJÁLFSTÆÐIÐ ER SÍVIRK AUÐLIND eftir Ragnar Arnalds. 1998. Reykja- vfk, Háskólaútgáfan. RAGNAR Arnaids hefur verið áberandi stjórnmálamaður á ís- landi um áratuga skeið. Hann kem- ur inn í stjórnmál í gegnum Pjóð- varnarflokkinn og hefur verið þjóð- legur andmælandi aðiidarinnar að Atlantshafsbandalaginu alla tíð. Hann hefur staðið vinstra megin í stjórnmálum, lengst af verið þing- maður Alþýðubandalagsins og for- maður þess. Hann hefur nú ritað eins konar málsvörn stjórnmálafer- ðs síns, apologiu skoðana sinna í stjórnmálum þar sem sjálfstæðið er rauði þráðurinn. Það má að vísu ekki skilja þessi orð sem svo að Ragnar Arnalds sé að gera grein fyrir og verja allan sinn stjórnmálaferil. Það er hann ekki að gera. Hann beinir athygl- inni að sambandi íslands við Evr- ópubandalagið og öryggismálum Is- lands í aldarlok. Hann leitast við að horfa fram á veginn en mér virðist þungi bókarinnar sé í fortíðinni, sögu íslands á þessari öld og reynslu Ragnars sjálfs af stjórn- málum. Þess vegna er bókin málsvörn fremur en framtíðarsýn, lit til fortíðar fremur en vegvisir inn í framtíðina. Bókin er góð lesning, vel skrifuð, skýr og skipuleg. Hún er markvert framlag til rökræðu um stjórnmál samtímans. Það er samt svo að mér virðist höfundur hafa rangt fyrir sér í þeim ályktunum sem hann vill draga af þeim staðreyndum sem hann vekur athygli á. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda eru ályktanir í stjórn- málum yflrleitt umdeilanlegar en þær eru samt misvel undirbyggðar. Mér virðist ekki takast sem skyldi að forsendurnar verði nægilega sennilegar til að ályktanirnar verði sterkar og ótvíræðar. Það má 1 raun skipta efni bókarinnar í tvennt. Kaflar eitt til sjö fjalla um Evrópu- sambandið og tengsl Islands við það. Átt- undi kaflinn og sá síð- asti snýst síðan um ör- yggismál. Eins og sjá má af þessu er stærsti hluti bókarinnar um hagsmuni Islands gagnvart Evrópusam- bandinu. Það er engum blöð- um um það að fletta að tengsl Islands við Evr- ópusambandið eru sennilega mikilvæg- asta mál íslenzkra stjórnmála þessi árin og verður það næstu áratug- ina. I vissum skilningi má segja að tengsl Islands við umheiminn hafí verið mikilvægasta hagsmunamál landsins frá upphafí vega, Islend- ingar vildu tryggja siglingar til Is- lands með samningum við Noregs- konung 1262. Á þessari öld hefur ísland orðið sjálfstætt ríki árið 1918 og síðan lýðveldi árið 1944. Tvenns konar verkefni hafa verið mikilvægust fyrir íslenzka ríkið á lýðveldistímanum. Annars vegar eru það öryggismál. Árið 1918 lýsti ísland yfir ævarandi hlutleysi en í síðari heimsstyrjöldinni áttuðu ráðamenn sig á því að sú afstaða væri landinu engin vörn og í kjölfar stríðsins gerði Island varnarsamn- inginn við Bandaríkin og gekk í NATO. Þessi skipan hefur haldizt síðan. Ragnar Arnalds hefur verið andstæðingur þessarar skipanar og notar síðasta kafla bókar sinnar til að draga fram hefðbundin rök gegn þessu fyrirkomulagi öryggismála. Þar kemur ekkert nýtt fram um fortíðina og lítið hugað að nútíðinni. Hitt meginverkefni íslenzka rík- isins í utanríkismálum hefur verið að tryggja efnahagslega hagsmuni Islendinga í umheiminum. Það hef- ur verið gert með því að taka þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi enda eru Islendingar háðari utan- ríkisviðskiptum en flestar þjóðir aðrar. Einangrunarhyggja gagnvart alþjóðlegum viðskiptum er hættu- legri Islendingum en öðrum þess vegna. ís- lenzka ríkið hefur tryggt hagsmuni sína með aðild að EFTA, GATT, EES og fjölda- mörgum öðrum al- þjóðastofnunum. Hvernig ætli Ragnar méti þessa reynslu sem við höfum af al- þjóðlegu viðskiptasam- starfi og hver ætli hafi verið viðhorf hans þeg- ar taka þurfti ákvarðanir um þau? Hann hefur setið á þingi þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Það kemur ekki fram hvaða afstöðu hann hafði til EFTA en hann var á móti EES og ítrekar andstöðu sína við þann samning en leitast þó við að meta kosti hans og galla. Mér er ekki alveg ljóst hvort hann er enn andstæður þeim samningi. Stóra málið sem Ragnar leitast við að rökstyðja skoðanir sínar á er andstaða við aðild að ESB. Enginn lesandi bókarinnar fer í grafgötur um þá skoðun Ragnars að hann tel- ur að aðild að ESB væri stórslys fyrir Islendinga og leitast við að rökstyðja það. Nú er það svo um flókin mál eins og aðild að ESB að þar eru fá augljós sannindi. Því fylgja bæði kostir og gallar að verða aðilar þess sambands. Ragn- ar tínir fram ýmislegt sem telja mætti galla en sér á því fáa kosti. Ef lesinn er þriðji kafli bókarinnai' þá blasir við að höfundurinn sér fáa ef nokkra kosti á því að verða hluti af ESB. Hann útskýrir samruna- þróunina sem verk stjórnmála- mannanna og embættismannanna gegn vilja almennings. Þetta er vill- andi ef ekki beinlínis rangt. Ragn- ari virðist alveg fyrirmunað að skilja að venjulegum Islendingi geti fundist það eftirsóknarvert að vera íbúi í Evrópusambandinu um leið og hann er íslendingur. Mér virðist hann líka ekki greina áhrifaþættina í þróun ESB og horfa á þetta nánast eins og samsæri stjórnmálamanna og embættis- manna. En málið er miklu flóknara. Flest þau atriði sem eru tiltekin í bókinni til marks um valdasókn ESB eru ákvarðanir Evrópudóm- stólsins. Það er alveg rétt að Evr- ópudómstóllinn hefur tekið ákvarð- anir sem hafa umtalsverð áhrif í allri álfunni. En það má hins vegar ekki gleyma því að hinn aðalvalda- aðilinn í ESB eru þjóðríkin og þær stjórnir sem þar fara með völd hverju sinni. Rök Ragnars gegn aðild Islands að ESB duga engan veginn. Til að sjá það er sennilega auðveldast að benda á að fullveldishugtakið sem hann notar er ákaflega frumstætt. Það er rétt hjá honum að aðild að ESB mun skerða fullveldi íslands. Við verðum bundnir af sameiginleg- um reglum ESB. En það leiðir að líkindum til þess að við getum haft meiri áhrif á hagsmunamál okkar í Evrópu. Þannig að það að afsala sér hluta fullveldisins gæti leitt til þess að við réðum meiru um örlög okkar en ella væri. Það mætti því draga þá ályktun að fullveldið ykist með því að gefa eftir hluta þess. Þetta kann að virðast mótsagnakennt en er það ekki. ísland er smáríki sem er háð greiðum viðskiptum við um- heiminn. Það veltur á vilja annarra en okkar sjálfra hvort þessi við- skipti eru greið. Ein augljós leið til að tryggja þetta er að við göngumst undir sömu reglur og aðrir. Það höfum við gert með EES-samn- ingnum. Það eru mun sterkari rök fyrir því að stíga skrefið til fulls inn í ESB en hægt er að finna í þessari bók. Það er rétt að ítreka það að þetta ætti að vera kærkomin bók áhuga- mönnum um stjórnmál hvort sem þeir eru samþykkir skoðununum sem í henni eru rökstuddar eða ekki. Hún er skýr og ljós og lipur- lega skrifuð. Guðmundur Heiðar Frímannsson Vox Fem- inae syngur í Krists- kirkju KVENNAKÓRINN Vox Fem- inae heldur vortónleika í Kristskirkju við Landakot á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir og orgelleikari tíl- rik Ólason. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Da Pacem Domine - in diebus nostris" sem útleggst á íslensku „Gef oss frið, Drottinn, nú á vorum dög- um“ og eru haldnir til styrktar Orgelsjóði Kristskirkju. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Brahms, Palestrina, Deutschmann, Rheinberger og Þorkel Sigurbjörnsson. -----♦-♦♦---- Smásagna- samkeppni Vikunnar VIKAN stendur fyi’ir smásagna- samkeppni annað árið í röð. Verð- launasagan verður birt í Vikunni og sigurvegarinn fær frá Vikunni og Úrvali-Ötsýn tveggja vikna ferð til Gran Canaria veturinn 1999-2000. Vikan kaupir einnig birtingarréttinn að fleiri sögum sem berast í keppn- ina. I fyrra bárust 200 sögur í keppn- ina og varð Ægir Hugason í 1. sæti. í öðru sæti varð Guðmundur Ólafs- son og í þriðja sæti Gerður Kristný. Skilafrestur er til 10. júní. Sögun- um þarf að skila undir dulnefni og senda með í lokuðu umslagi dul- nefni, rétt nafn og símanúmer. Æskileg lengd er 3-4 vélritaðar síð- ur. Dómnefnd skipa Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, foiTnaður Rithöf- undasambandsins, Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur og Sigríð- ur Arnardóttir, ritstjóri Vikunnai-. Ragnar Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.