Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 47 dóníu Morgunblaðið/Sverrir mannabúðunum skammt fyrir utan Skopje, nálægt landamærunum yfir til í í stórum stíl, og Bele og fólk hans segist ekkert vita um karlmennina. PLÓTTAMENNIRNIR í Blace hafa hrakist frá heimasögum sín- um og óvist er hvað framtíðin ber í skauti sér. i í tjaldi sínu í flóttamannabúðunum. sögn flóttamannanna, í baráttunni við þá sem losna skyldi við. „Eg sá marga drepna á götum Pristina,“ segir ung kona í samtali við blaðamann með aðstoð túlks - (23 ára stúlku, sem sjálf bjó í Prist- ina þar til á sjöunda degi sprengju- áraása NATO. Þá gafst hún upp og fór. Og komst, fyrir nokkra heppni, eins og hún orðar það sjálf, alla leið til Skopje.) Konan er frá þorpi í grennd við Pristina. Hún segir að Serbar hafí brennt öll hús Albana í þorpinu 23. mars og rekið íbúana á brott. „Aður en við fórum sáum við að Serbarnir fóru með mikið af skotvopnum inn í kirkjuna okkar og þaðan hafa þeir haldið uppi sprengjuárásum á önnur þorp Al- bana í grenndinni." Fyrirvarinn var ekki mikill þegar hún og aðrir Albanar í þorpinu hennar þurftu að fara. „Þeir gáfu okkur 25 mínútur til að fara. Sumir voni ekki sinni klæddir skóm þegar þeir fóru gangandi af stað.“ Fólkið kom í fyrradag, 3. maí, yfír til Make- dóníu eftir strangt ferðalag og mikl- ar krókaleiðir. Hún er róleg og yfír- veguð þegar hún segir frá. Það sama er hægt að segja um fleiri en þó ekki alla. Sumir eru reiðir. Mjög svo. Sumir nefna nöfn nágranna þeirra, Serba, sem hafí gengið til liðs við her og lögreglu í fyrrverandi bæjum þeirra. Þeir hafi séð þá í gegnum kíki eftir að hafa flúið bæ- ina; séð þá pynda fólk sem ekki komst burt. Frásagnirnar eru ótrú- legar. Ein konan sagði: „[serbneska] lögreglan brenndi alla pappírana okkar og öskraði á okkur: hypjið ykkur yfír til Albaníu. NATO getur varið ykkur þar.“ Eldri maður sem Morgunblaðið ræðir við er mjög reiður: „Það verður að gera eitthvað annað og meira í Kosovo en gert hefur verið til þessa. Sprengjuárásir duga ekki. Það verður að senda landher inn og það strax - það er eina vonin til þess að mikið af ungu fólki, sem er í felum í skógunum, lifi þetta af. Ef landher fer ekki inn fljótlega mun umheimurinn verða vitni að gífurlegum harmleik - mun meiri en hingað til, vegna þess að Serbarnir drepa alla sem þeir ná til. Þó ekki yrði meira gert en opna ein- hvers konar göng frá Kosovo hingað yfir til Makedóníu til að hleypa því fólki út sem þarf að komast burt!“ Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur starfaði í Kosovo í tvo mánuði og hefur nú verið mánuð í Makedóníu íslenski lijúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir að störfum í flóttamannabúðunum í Makedómu í gær. Vildi gjarnan vera án þessarar reynslu GUÐBJÖRG Sveinsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur réðst til starfa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) íyiT á þessu ári, í þeim tilgangi að sjá um samfélagsgeðhjúkrun fyrir starfsfólk eftirlitssveita ÖSE í Kosovo. Hún er forstöðumaður í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða sem Rauði krossinn rekur í Reykjavík, en fékk leyfí frá störfum þaðan um tíma. „Hvers vegna? Ætli hafi ekki bara verið tími til kominn að fara á vit ævin- týranna - að brjóta upp þetta hefð- bundna munstur sem maður kemst í á þessum aldri,“ segir Guðbjörg, sem er 45 ára, gift og tveggja bama móðir, spurð að því hvers vegna hún hefði farið til þessara starfa. „Maður þarf alltaf á nýrri áskorun að halda í starfi." Guðbjörg var ráðin til starfa í Kosovo fyrir þremur mánuðum. „Markmiðið var að byggja upp ein- hvers konar vöm; að verja fólk fyrir langvarandi streitu og áföllum. Það fólst í fræðslu. Allir sem komu nýir til starfa fóm á námskeið þar sem ég var með fyrirlestur um áfóll og streitu; eðli streitu og hvað er hægt að gera til þess að minnka hana.“ Hún segist auðvitað ekki geta annað en sagt að starf hennar hafi gefið góða raun! „Fólk sótti að minnsta kosti heilmikið í að tala við mig. Öll meiri háttar sam- tök sem senda starfsfólk í svona að- gerðir eins og hér era í gangi, Sa- meinuðu þjóðimar, ÖSE, Rauði krossinn og sumir herimir, era famir að sækja mjög í sig veðrið við að fræða starfsfólk sitt um streitu, áföll, áhrif þeirra og það að vera undir þessum kringumstæðum, sem era í rauninni óeðlilegar.“ Guðbjörg segir hlutfall lögreglu- og hermanna í þessum störfum fyrir ÖSE hafa verið mjög hátt og af þeim sökum hafi oft verið á brattann að sækja; „sumir era reyndar mjög vanir og sumir hafa komið sér upp mjög sterku eigin vamarkerfi. Þeir hafa því fúnkerað vel undir álagi en það er ef til vill ekki mjög uppbyggjandi þegar frá líður. Og margir era mjög afneit- andi á þennan þátt. En þegar maður fór að tala við fólk um reynslu þess kom yfirleitt upp úr kafinu að það óskaði þess að einhver hefði getað tal- að við það um þessi mál áður; þetta er fólk sem verið hefur í Flóastríðinu, í Bosm'u og fyrrverandi Sovétlýðveld- um.“ Mikil spenna Guðbjörg hafði verið í tvo mánuði í Pristina í Kosovo þegar ákveðið var að senda starfsfólk ÖSE í burtu. „Vik- una áður, jafnvel vikur, hafði mjög mikil spenna verið í borginni; bæði voru átökin að magnast og það var svo greinilegt að þetta var að færast nær. Hernaðarappbygging var mikil og ofboðsleg spenna í borginni. Mað- ur var hættur að fara út á kvöldin; fór bara í bíl í vinnuna á morgnana og aftur í bíl heim á kvöldin. Herlögregl- an gerði mikið af því að stoppa fólk og maður heyrði marga skothvelli úti.“ Hún nefnir að sumir hjá ÖSE hafi verið svo bláeygir í þann mund sem sprengjuárársir NATO hófust, „að halda að við færam hingað til Skopje, yrðum þar í nokkra daga og kæmum svo bara aftur. Sumir töluðu þannig að NATO myndi bara sprengja þar til á miðvikudag - að NATO myndi líta þama við og sprengja svolítið - og við færam svo aftur yfir á fimmtudag. Enginn vissi því neitt eða gerði sér grein fyrir því hvað myndi gerast. Hér í Skopje var mikil andstaða við NATO og okkur, héldu yfirmenn okkar fram, þannig að við voram flutt til Suður- Makedóníu af öryggisástæðum. Við fóram héðan á fimmtudegi og ég lagði svo af stað heim til íslands á sunnu- degi. Þá var ljóst að þessi eftirlitssveit yrði lögð niður í núverandi mynd og að eftir yrðu aðeins um 200 manns, en alþjóðlega sveitin var komin upp í um 1.500 manns þegar mest var.“ Menningin allt önnur Guðbjörg segir allt annað að tala við fólk frá Vesturlöndum eða Albanana um það sem hún hefur verið að fjalla um. „Vesturlandabúar þekkja þetta og finnst þetta allt í lagi en að tala við marga héðan er allt annað; þeir era ekki vanir því að tala um hvemig þeim h'ður og ekld vanir stressi og þess hátt- ar. Vita varla hvað það er. Menningin er svo allt önnur. Margir af túlkunum era mjög vel menntaðir, til dæmis læknar og hjúkranarfræðingar, og með þeirra aðstoð hef ég reynt fikra mig áfram í því hvemig ég get komið fólki í sldlning um að ýmis einkenni sem það finnur fyrir séu eðlileg við þessar óeðlilegu kringumstæður. Þessi líkamlegu einkenni eins. og mildll hjartsláttur, það að geta ekki sofið, eirðarleysi og að endurlifa þann hryll- ing sem það hefur orðið fyrir. Fólk heldur að það sé að verða geðveikt og það að vera geðveikur hér er ekkert grín; þá ertu bara læstur inni eins og á Kleppi í gamla, gamla, gamla daga. Svo hef ég líka verið að tala við túlk- ana sem mannréttindafólkið notar í erfiðum viðtölunum því þeir eiga mjög bágt; þetta er þeirra fólk því þeir era margir frá Kosovo sjálfir og era að hlusta sögur af miklum hryllingi. Nú er þetta hins vegar komið í nokkuð góðan farveg þannig að ég ætla mér ekki að vera hér mjög mikið lengur. Fólk er farið að geta notað þetta sjálft, tíl dæmis mannréttindafólMð; það er farið að geta aðstoðað flóttafólMð á þessu sviði og nú er líka komið heil- miMð í gang í sambandi við áfallahjálp fyrir flóttamennina, bæði Frakkar og Bandaríkjamenn era með heilmiMð starf í gangi og mikið er líka farið að vinna með bömin. I stærstu flótta- mannabúðunum er farið að vinna sér- staldega með bömin og í Albaníu líka. „Ég hefði auðvitað mjög gjaman viljað vera án þessarar reynslu; hefði helst af öllu viljað að þetta hefði aldrei gerst hér. En það gerðist og ég er viss um að reynslan héðan á eftir að reyn- ast mér mjög vel í starfi heima á ís- landi.“ Og óreynd hefði Guðbjörg ekM viljað vera hér. „Ég er að minnsta kosti fegin að ég kom ekM hingað ný- útskrifuð hjúkrunarkona, blaut á bak við eyran. Þá er ég hrædd um að ég hefði ekM enst lengi.“ Starfið hefur nefnilega verið erfitt og sumt mjög svo. „Eg verð til dæmis að viðurkenna að erfiðustu viðtölin hér í Skopje und- anfarið hafa verið alveg hunderfið.“ Og styrk segist Guðbjörg hafa sótt sér til þeirra sem vinna ámóta störf fyrir önnur mannúðarsamtök á staðnum. Fannst starfínu alls ekki lokið „Ég kom aðallega til baka vegna þess að mér fannst starfinu alls ekM loMð. Það var mjög ófullnægjandi að enda eins og ég hafði gert. En nú finnst mér ég vera búin að klára dæmið; fyrir starfsfólk ÖSE er ástandið að verða alveg þolanlegt. Fyrsta vikan eftir að við komum frá Pristina var mjög erfið vegna þess að margir fylltust sektarkennd yfir að þeir hefðu bragðist; að það sem þeir vora að gera hefði algjörlega mis- heppnast Við vorum með hóp af fólM daglega vegna þessa, en svo var ákveðið að ég færi bara heim. Ég kom þangað á mánudagskvöldi og á fimmtudegi var hringt og ég var beðin um að að koma strax aftur því þá vora flóttamennimir famir að streyma aft- ur hingað til Skopje. En ég ætlaði ekM aftur og var þess vegna ekM tilbúin að fara strax. Fór því ekM fyn- en rúmri viku seinna, á miðvikudegi eftir páska. Þá var ég í raun og vera beðin um að koma í nokkrar vikur til að koma af stað einhvers konar vinnu í kringum streitu og áfoll fyrir starfsfólMð og þá líka í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Og það hef ég nú verið að gera, útbúið áætlanir og hef aðallega unnið með mannréttindafólk- inu. Það hefur verið að taka niður vitn- isburði um mannréttindabrot i Kosovo sem áttu sér stað síðan við fóram og þangað til flóttafólMð kom hingað. Þetta era afskaplega erfið viðtöl; ég hef verið stuðningur við fólMð sem tekur viðtölin og hef verið með því í erfiðustu viðtölunum - við konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Svo hef ég verið til stuðnings ef eitthvert erfitt mál kemur upp; ef einhverjum líður mjög, mjög illa, þá fer ég með hinu starfsfólMnu út og hitti viðkomandi. Þetta er svo miMl katastrófa, sannar- lega mjög mikil mannleg óhamingja." ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.